Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 3
AÐ GEFNU TILEFNI N okkur orð um siðmenntað þjóðfélag Fyrir fáeinum vikum bárust fréttir af því að ísland væri í 2. til 3. sæti þegar lífskjör eru veg- in og metin með nútímalegum aðferðum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Japan var í efsta sæti, en hin Norðurlöndin fylgdu fast á eftir. Hinn alþjóðlegi íjármála- heimur metur greiðslugetu og efnahagsástand í löndum heims- ins, og það er eftirtektarvert að þegar ríkin eru mæld á þann mælikvarða kemur allt annað út. Ymsar stórþjóðir eins og Banda- ríkjamenn eru forríkar, en auðn- um er misjafnlega skipt. Óhóf og auður minnihlutans kemur hin- um snauðu ekkert til góða, ör- birgð og öryggisleysi fjölmennra þjóðfélagshópa dregur almenn lífskjör í þessu ríkasta landi heims svo niður að það kemst ekki í hóp þeirra ríkja sem best eru talin búa að þegnum sínum. Þegar lífskjör eru mæld á þennan mælikvarða er tekið tillit til þess hversu almenn velsældin er, hve greiðan aðgang þjóðin öll á að menntun, heilsugæslu, félags- legri þjónustu, einnig hvort mann- réttindi séu í góðu lagi o.fl. Við getum verið stolt af því að lenda svo ofarlega á umræddum lista. Við skjótum meira að segja Svíum ref fyrir rass (naumlega að vísu!). Ef við lítum yfir þjóðfélagið þá sjáum við líka víða mikla hagsæld og ef við berum siðan saman dag- legt líf nú um stundir við hvunn- dagsraunir þjóðarinnar fyrir fáein- um áratugum þá sjáum við um leið að breytingin er beinlínis bylting- arkennd. Margvíslég ytri einkenni velsældarinnar blasa við, malbik- aðar götur, vönduð hús, greiðfærir þjóðvegir og traustar samgöngur innanlands og til útlanda, mikið úrval af neysluvörum o.s.ffv. Þessu til viðbótar vitum við af mjög fúll- kominni heilsugæslu, menntakerfi sem stenst sæmilega kröfúr nútím- ans, félagslegt öryggisnet sem kemur yfirleitt í veg fyrir stórslys. Næstum allir komast af á þann hátt að reisn þeirra er ekki stórlega misboðið. - Næstum allir - að þessu kem ég aftur síðar. Myndina sem fylgir þessari grein tók Ragnheiður Benedikts- dóttir við sundlaugina á Norðfirði i fyrra sumar. Böm og unglingar eru hér að búa sig undir að taka þátt í Tvær krónur jafngiltu þá u.þ.b. tveggja klukkutíma vinnu. Þetta voru allar tekj- urnar og getur hver maður reynt að ímynda sér hvemig ganga myndi að lifa af laun- um verkamanns sem aðeins hefði atvinnu tvo tíma á dag, árið 1991. sundmóti Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands. Þessi sund- laug lætur ekki mikið yfir sér. Hún var byggð á striðsárunum þegar flest vantaði sem sjálfsagt er i nú- tímanum. íslendingar voru þá að byija að rétta úr kútnum eftir kreppuáratuginn sem gekk svo nærri mörgum heimilum almenn- ings að okkur er það i rauninni óskiljanlegt. Ég get gert tilraun til að nefna tvö dæmi. A þeim tíma sem fúllvinnandi verkamenn hefðu átt að hafa svona 2000 krónur i árslaun þá voru mörg dæmi um það að fjölmennar fjölskyldur urðu að lifa af 700 krónum eða nál. tveimur krónum á dag. Tvær krón- ur jafngiltu þá u.þ.b. tveggja klukkutíma vinnu. Þetta voru allar tekjumar, og getur hver maður reynt að ímynda sér hvemig ganga myndi að lifa af launum verka- manns sem aðeins hefði atvinnu tvo tíma á dag, árið 1991. Annað dæmi frá sama tíma er af sjómönnum á Austfjörðum, en á auðvitað jafnt við aðra landshluta. Þeir fóm suður á vertíð, sem stóð frá því í janúar og ffam á vor. Þá höfðu sjómenn enga kauptrygg- ingu, ef afli var rýr fengu þeir lítið eða ekkert kaup. Svo hrakleg gat afkoman verið að menn komu heim án þess að hafa orðið ma- tvinnungar á vertíðinni, jafnvel skuldugir og áttu ekki fyTÍr farinu heim. Fjölskyldan, sem hafði treyst á tekjur af vetrarvertíðinni var heima og hafði engar aðrar tekjur, lifði á skuldasöfnun í verslunum og hugsanlega lítilsháttar fátækra- styrk frá sveitarfélaginu, sem ffarn- an af kreppuáratugnum þýddi um leið missi kosningaréttar þangað til styrkurinn var endurgreiddur. Sem betur fer erum við óra- langt frá þessari veröld. Þessi dæmi eru ekki tekin hér til að rök- styðja það að við eigum að sætta okkur við alla þætti þjóðfélagsins eins og þeir eru. Smán fortíðarinn- ar ætti frekar að hvetja okkur til dáða en hitt. Samanborið við sum íþrótta- mannvirki nútímans lætur nærri hálfrar aldar gömul sundlaug á Norðfirði ekki mikið yfir sér, en mikil ærsl, kæti og lífsgleði hefur hún kallað ffam í gegn um tíðina. Reist hafa verið fjölmörg íþrótta- mannvirki, stór og smá um landið þvert og endilangt. Nú á dögum stunda margfalt fleiri íþróttir og likamsrækt en nokkru sinni fyrr. Vinnan hefúr breyst, fleiri þurfa nú líkamlegrar þjálfunar við en áður þar sem hlutfallslega færri stunda erfiðisvinnu. Þetta er eitt af ytri einkennum þeirrar velsældar sem þjóðin býr við, eitt af mörgu sem sýnir þá byltingu er orðið hefúr á lífskjörum þjóðarinnar. Þjóðin er hraustari, hún lifir lengur og hefur öll skilyrði til að lifa betra lífi en nokkru sinni fyrr. Hér stendur raunar ekki til að syngja nútímanum eintómt lof og dýrð. Það skortir ekkert á úrlausn- arefnin, ný vandamál hafa orðið til. Mitt í allri velsældinni er hegðun okkar í ýmsum atriðum ekki til fyrirmyndar, og þarf ekki að orð- lengja neitt um að í umhverfismál- um til að mynda eigum við talsvert mikið ólært. Enn eru til byggðar- lög þar sem ruslinu er ósköp ein- faldlega sturtað í sjóinn, við höfúm tekið slíku ástfóstri við einkabílinn að hann er á góðri leið með að gera götumar ófærar fyrir fólk sem ekki hefúr fúllhraust öndunarfæri. Um þetta væri hægt að rita langt mál og magna sig upp í heilmikla reiði, en það, stendur ekki til að þessu sinni. A hinn bóginn ætla ég að fara nokkrum orðum i lokin um eitt þeirra atriða sem mér finnst vanta á að við lifúm í þjóðfélagi sem kalla mætti mannvinsamlegt í öllum atriðum. - Næstum allir - sagði ég. í Á þeirri stundu sem þetta fólk þarf sárast á aðstoð samfélagsins að halda þá hættir það að verða mann- eskjur en breytist í efna- hagslegt vandamál. allri velsældinni er eins og okkur vanti einhveija hársbreidd til þess að hafa skapað hér siðað þjóðfélag, við erum í sjálfu sér ekki langt frá þvi og stöndum okkar afar vel á hinn alþjóðlega velferðarmæli- kvarða sem nefndur var hér að framan. Við sögðum frá öldruðum hjónum í gær sem allt benti þá til að myndu verða fyrir barðinu á sumarlokunum sjúkrahúsa. Sem betur fer virðist sem í þetta sinn ætli að fara betur en á horfðist, með því að einhveijir þeirra sjúku sem senda átti heim fái inni á margumræddu Náttúrulækninga- hæli í Hveragerði. Þetta leysir ekki vanda allra þeirra sem hér um ræð- ir, en slakar eitthvað á vandanum. Á þessum árstíma er aldrað fólk sent heim af sjúkrastofnunum, fyrst og fremst vegna spamaðar, en einnig vegna sumarleyfa. Þetta fólk á í mjög mörgum tilvikum engan kost á nauðsynlegri umönn- un heima hjá sér m.a. vegna þess að makinn hefúr ekki heilsu eða aðstöðu til að annast það, með þeim afleiðingum að báðir aðilar, hinn sjúki og þeir sem taka við fá ekki tækifæri til að halda eðlilegri mannlegri reisn. Hópurinn sem svona illa er staddur er ekki ýkja stór, en hann er hluti þeirrar kynslóðar sem hef- ur skilað landinu af sér miklu auð- ugra en það var, hefúr lagt ffarn sinn skerif til að skapa ísland nú- tímans og hefúr stundum verið nefndur falda kynslóðin. Á þeirri stundu sem þetta fólk þarf sárast á aðstoð samfélagsins að halda þá hættir það að verða manneskjur en breytist í efnahags- legt vandamál. í endalausum til- raunum til þess að halda niðri sam- félagsútgjöldum er einatt gripið til þess ráðs að senda fólk heim sem hefúr engar aðstæður til þess að bjarga sér. Reisn þess og í mörgum tilvikum aðstandenda þess er svo gróflega misboðið að út yfir tekur. Ofan á þetta bætist svo það að sýnt hefúr verið fram á að raun- verulegur spamaður af því að fara svona með manneskjur er sáralitill ef nokkur. Smánin er verðlaus í peningum fyrir samfélagslega sjóði. Niðurlægingin er með öðmm orðum vitlaust reiknað bókhalds- dæmi og er nú mál að til ffambúð- ar linni reiknikúnstum með mann- lega reisn. hágé. Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.