Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 4
A Umsión: G. Pétur Matthíasson ElRT.ENTD.AiR Jóhannes Páll páfi berst um þessar mundir gegn þeim ógnum sem honum finnst steðja að mannslífum I heiminum, m.a. fóstureyðingar og líknarmorð. Mynd: Jim Smart. Blindrafélagið TIIE ICELANDIC ASSOCIATION Of THE IJUNL) 0 llamrnhlíð |7 Keykjav.k hcland lcl (354-1 )• 6K7333 HAPPDRÆTTI BLINDRAFÉL AGSIN S 1991 DREGIÐ 19. JÚNÍ Páfi hvetur til baráttu gegn fóstureyðingum Jóhannes Páll páfi skipaði í gær biskupum sínum um heim allan að Ieggjast ein- dregið gegn fóstureyðingum þar til lög sem þær leyfa verða felld úr gildi. I bréfi sem hann ritaði til um íjögur þúsund rómversk-kaþólskra biskupa í hátt í þijú þúsund bisk- upsdæmum hvatti hann biskupana til að standa i vegi fyrir lögum sem leyfa glæpi. Páfinn mun aldrei fyrr hafa verið jafnskeleggur í orðum um þetta mál og í áðumefndu bréfi. Sagði hann að þegar löggjaf- arstofnanir settu lög sem heimiliðu dauðadóm yfir sakleysingjum, og ríki opnuðu opinberar stofnanir sínar og sjúkrahús fyrir slíkum giæp hefði það slæm áhrif á sam- visku manna og gæti ieitt þá í villu. Kenna verður orð hinnar heil- ögu ritningar, ritaði páfi, til að binda endi á þennan vítahring. Páfi skrifaði bréfið eftir fund sinn með kardinálum þar sem þeir ræddu ógnir gegn mannslífúm. Á fúndi þeirra kom ffam að um 40 miljón fóstureyðingar em ffam- kvæmdar í heiminum á ári hveiju. Frá Vatíkaninu hafa borist þær fféttir að páfi hyggist jafhvel skrifa umburðarbréf um flest það sem honum finnst ógna mannslífúm í heiminu, en umburðarbréf mun vera virðulegasta form páfabréfs. Páfi hvatti biskupa sína til að nota hvert tækifæri til að leggja orð í belg á opinberum vettvangi og undirstrika andstöðu sína gegn fóstureyðingum og öðmm ógnum gegn lífinu, eins og líknardrápi. Jóhannes Páll sagði að menn yrðu að taka höndum saman og berjast gegn dauðahugafarinu sem nú sé allt of ríkjandi í heiminum. Fóstureyðingar, em sem kunn- ugt er, mjög umdeilt mál í flestum löndum. I Bandaríkjunum hefur af- staða ffambjóðenda til fóstureyð- inga ráðið hvað mestu um fylgi þeirra í kosningum, og í Þýska- landi hefúr deila um málið blossað upp að nýju eftir sameiningu ríkj- anna vegna þess að miklar hömlur vom á fóstureyðingum í Vestur- Þýskalandi en í Austur-Þýskalandi vom þær leyfðar án takmarkana. Nú er um það bitist hvor löggjöfin verði ofan á. Fóstureyðingar vom aðalum- ræðuefni páfans í nýafstaðinni heimsókn hans til heimalands síns Póllands. Þar hvatti hann landa sína til að ógilda lög þau, sem sett vom á valdatíma kommúnista og leyfa fóstureyðingar. Albanir taka til í bakgarðinum hjá sér Þúsundir Albana söfnuðust saman í miðborg höfuðborgarinnar Tírana í gær og fognuðu lengi og innilega þegar heljar lík- neski af Lenín var tekið af stalli. Hreingerningin fór fram að- eins nokkrum klukkustundum áður en James Baker, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, kom í opinbera heimsókn til landsins. Reuter hefúr eftir talsmönnum albönsku stjómarandstöðunnar að þrjú þúsund manns hafi hlýtt kalli Lýðræðisflokksins, helsta stjómar- andstöðuaflsins í Albaníu, um að mæta í miðbæinn til að steypa Lenín af stalli. Nokkrir snarráðir þátttakendur reyndu árangurslaust að fella styttuna, en allt kom fyrir ekki, þar til stjómvöld sáu þann kost vænstan að senda kranabíl, talíur og önnur tól á staðinn til að létta mönnum verkið, í stað þess að stugga við mannfjöldanum. Lenín er ekki sá fyrsti sem felldur er af stalli í Albaníu. í des- ember sl. var stytta af Jósep karlin- um Stalín tekin niður í Tírana. Tveimur mánuðum seinna tók hóp- ur lýðræðissinna sig til og reif nið- ur minnismerki úr bronsi af fyrrum leiðtoga Kommúnistaflokks lands- ins og þjóðarleiðtoga, Enver Hoxa. Heimsóknar Bakers var beðið með eftirvæntingu, jafnt af stjóm- völdum sem em þess fysandi að taka upp stjómmálaleg og efna- hagsleg samskipti við Bandaríkin og af almenningi. Þúsundir manna vom á sveimi um miðborg Tírana í gær sem hélt á bandarískum fána- veifum í heiðursskyni við hinn tigna gest. Á undanfomum mánuðum hef- ur einangrun Albaníu á alþjóða- vettvangi verið rofin og albönsk stjómvöld tekið upp stjómmála- samskipti við fjöldann allan af ríkj- um sem óhugsandi var fyrir þá lýð- ræðisvakningu sem varð í landinu á síðasta ári. Meðal annars hafa verið tekin upp vinsamleg sam- skipti við Bandaríkin, og á mið- vikudag gerðist Albanía formlegur aðili að RÖSE - Ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu. -Reuter Vinningsnúmer eru: 14463, 12761, 13399, 20016, 821, 7708, 11559, 19149, 20883, 4930, 10982, 18453, 20666, 23473, 6996, 8007, 10148, 19254, 7532, 9844, 15281, 20909, 3769, 14619. BLINDRAFÉLAGIÐ, samtök blindra og sjónskertra, Hamrahlíð 17 Símsvarinn er 38181. Hjúkrunarheimili Grindavík Innrétting 1. áfangi Tilboð óskast í fullnaðarfrágang á báðum hæðum í þjónustuálmu og efri hæð hjúkrunarheimilis í Grindavík samtals um 1590 m2. Verktími ertil 1. mars 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgar- túni 7 Reykjavík til og með fimmtudegi 11. júlí gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R. Borgartúni 7, þriðjudaginn 16. júlí 1992 kl. 11.00. IIMIMKAUPASTOFIMUIM RIKISIIMS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Versnandi staða kvenna Sú jákvæða þróun sem átt hefur sér stað í átt til meira jafnréttis kynjanna síðan 1970 gæti snúist við vegna efna- hagssamdráttar á þessum ára- tug, segir í skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í gær. Skýrslan, Konur í heiminum 1970- 1990, er allítarleg. Segir þar að samdráttur í efnhagslífi landa og það atvinnuleysi sem vanalega fylgir í kjölfarið bitni fyrst á kon- um. Þrátt fyrir það að nokkur skref hafi verið stigin fram á við í þróun Kurt Waldheim forseti Austurríkis tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur þeg- ar kjörtímabili hans lýkur. Waldheim hefur gegnt embætti forseta í fimm ár og hefur staðið mikill styr um hann vegna ásakana um að hann hafði framið stríðs- glæpi í búningi nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Waldheim neit- aði öllum ásökunum, en seta hans skaðaði ásýnd Austurríkis, að til jafnréttis á undanfömum tuttugu ámm eiga konur enn langt í land. Þær eiga, samkvæmt skýrslunni, ekki jafngreiðan aðgang og karl- menn að völdum, peningum og tækifæmm. Skýrslan er fyrsta tilraun til að bera saman stöðu kvenna alls stað- ar i heiminum. Niðurstaða þeirra sérffæðinga sem að henni unnu er sú að konum sé alls staðar mis- munað á vinnustöðum, hvort sem um er að ræða völd, laun eða ábyrgð, hvar svo sem þær búi í veröldinni, þrátt fyrir það að þær séu rúmlega 40 prósent vinnuafls- minnsta kosti um tíma, þegar and- stæðingar hans höfðu sem hæst. Þegar Waldheim tilkynnti ákvörðun sína í austurríska sjón- varpinu í gær sagði hann hana gmndvallaða á því sem hann teldi best fyrir þjóð sína, reynslu hans síðastliðin fimm ár og persónuleg- um ástæðum. Forsetinn, sem orðinn er 72 ára, var aðalritari Sameinuðu þjóð- anna áður en hann var kosinn for- seti Austurrikis. ins. Laun kvenna em að meðaltali 30 til 40 prósent Iægri en karla, og á því virðist engin breyting vera i nánd. Misréttið er alls staðar að finna, og konur em hvarvetna í lægstlaunuðu og virðingarminnstu störfunum. Sameinuðu þjóðimar em sjálf- ar engu skárri, þar er konum ekki síður mismunað en annars staðar í stómm stofnunum og fyrirtækjum í heiminum. Konur skipa aðeins um þrjú prósent háttsettra starfa stofnunar- innar. Hinn umdeildi forseti Austurrlkis, Kurt Waldheim. Waldheim vikur ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. júní 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.