Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 15
Löghlýðin eiginkona Á æsihraða út á flugvöll hélt blaðamaður nokkur ásamt Ijósmyndara. Leigu- blllinn hafði tafist og því var blaðamannsfrúin drifin með á einkabílnum. Eiginmaður sat að sjálfsögðu undir stýri því að nú mátti engu skeika og þörf fyrir styrka hönd og vanan mann. Þegar karlinn var kominn á gott skrið brunaði hann yfir á rauðu og steig enn fastar á bens- íngjöfina. Heyrðist þá sír- enuvæl lögreglunnar nálg- ast. Kappanum var beint út í kant. Nú var illt í efni, en datt gæjanum þá í hug að veifa pressupassa sínum og segja, eins og var, að hann væri að missa að flugi norður. Við það var honum sleppt. Þegar út á völl var komið var fuglinn hins veg- arfloginn. Eiginkonunni þótti þetta ansi vel sloppið, blaðamenn ættu að hlýta landslögunum eins og aðrir borgarar. Hringdi hún því I lögreglustjóra og kvartaði undan slæglegri löggæslu. Lögreglustjóri spurði hvort hún vildi kæra og svaraði ektakvinnan því til að það gæti hún gert ef hann gæti lofað henni lögregluvemd á heimilinu í staðinn. Það er hins vegar af blaðamanni og myndasmið að segja að þegar þeir greindu ijóðir í vöngum frá ævintýrum dagsins á skrif- stofu fréttastjóra gall í Ijós- myndaranum: Ég hefði sko áreiðanlega hrist lögguna af mér og náð fluginu. ÍBAG 22. júní er laugardagur. 173. dagurársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 2.54 - sólarlag kl. 24.05. Viðburðir Þýski herinn ræðst inn í Sovétríkin 1941. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Þjóðviljinn bannaður. fyrir 25 árum Biskup ávítar stjómarvöldin fyrir nízku. Ú Þant til Is- lands. Norræn syngjandi lögregla á mannfagnaði í Reykjavík. Mikil ölvun og slagsmál á Akureyri í gær og fyrrinótt. Síldarafli 79.952 tonn á laugardag. Sá spaki Við sýnumst næstum ham- ingjusöm í sólskininu á meðan okkur blæðir til ólífis úr sári sem við vitum ekki af. (Tomas Tranströmer) Hverertu? Bjami Ingvi Amason. Sér um veit- ingahúsið Perluna. / hvaða stjömumerki ertu? Tvíburanum. Hvað eru að gera nuna? Opna veitingahúsið Perluna. Hvað hatarðu mest? Eg eyði ekki tíma í að hata. Hvað elskarðu mest? Að vera upp til fjalla. Hvað er fólk flest? Fólk er mismunandi. Hvað er verst ífari karla? Karlremba. Hvað er best ifari karla? Heiðarleiki. Hvað er verst ífari kvenna? Hégómi. Hvað er best í fari kvenna? Raunsæi og vinafesti. Það er allt of lítið um að maður fmni slíkt. Ottastu um ástkœra ylhýra málið? Nei, ekki lengur. Ertu myrkfælinn? Nei. Hefurðu séð draug? Já, oft. Vœrirðu ekki þú, hver vildirðu vera? Lykla-Pétur. Hefurðu hugleitt að breyta lifi þínu algerlega? Oft. Hvað er það versta sem gœti kom- iðfyrirþig? Því get ég ekki svarað. Hvað er áhrifamesta leikrit sem þú hefur séð? Nýársnóttin eftir Indriða Einars- son. Leiðinlegasta bók sem þú hefur lesið? Einhver skólabók. Skemmtilegasta kvikmynd sem þú hefur séð? Hættuleg kynni (Fatal Attraction). Attu bam eða gæludýr? Ég á böm og gæludýr. Ertu með einhverja dellu? Já, alhliða útivistar- náttúm- og veiðidellu. Ertu með einhverja komplexa? Það vona ég ekki. Kanntu að reka nagla í vegg? J á. Hvað er kynæsandi? Fallegar konur. Áttu þér uppáhaldsflik? Já, gamlar buxur sem em í miklu uppáhaldi hjá mér. Ertu dagdreyminn? Já, ég er afar dagdreyminn. Ertufeiminn? Ég á það til. Skipta peningar máli í lifi þinu? Peningar skipta máli í lífi allra. Hvað er það sem mestu skiptir i lifi þínu? Fjölskyldan, vinir og umhverfi. oc § s Q ULM co zz i i i o o i B OQ O r / <3 O \ i i Ég vil ekki borða þetta græna jukk. OJBJAKK! ' Gott, Kalli minn. Þetta er nefnilega efnaúrgangur. Þú myndir stökkbreytast ef þú borðaðir hann. , til að borðay- Ahhh, ég' fmn að það^ verkar. Það HLYTUR að vera til betri leið til að fá hann Síða 15 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.