Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 11
Ályktun þingflokks Alþýðubandalagsins 21. júní 1991 Þingflokkur Alþýðubandalags- ins telur að í ljósi þess hvem- ig samningar EFTA og Evr- ópubandalagsins hafa þróast að undanfomu - einkum eftir að fall- ið hefur verið frá öllum hinum sér- stöku fyrirvömm íslands, sem á dag- skrá vom á liðnum vetri - sé nauð- synlegt að Alþingi, ríkisstjóm og reyndar þjóðin öll, beini nú athygl- inni að umfjöllun um tiltekin megin- atriði. 1 því sambandi er rétt að árétta að samningur um Evrópskt efhahags- svæði snýst um fjölmarga grundvall- arþætti í sjálfstæðismálum og efna- hagslífi íslendinga, en ekki aðeins um fisk. Þingflokkur Alþýðubandalagsins leggur áherslu á eftirfarandi meginat- riði: ISamkvæmt samningnum um Evr- ópskt efnahagssvæði yrði erlend- um fyrirtækjum og erlendum rikis- borgurum fijálst að stofha fyrirtæki og kaupa hlutabréf á íslenskum hlutabréfamarkaði. Slík ákvæði gætu opnað leið fyrir útlendinga inn í ís- lensk útgerðarfyrirtæki og íslenska fiskvinnslu í gegnum kaup dótturfyr- irtækja og almennra eignarhaldsfyrir- tækja á hlutabréfum í útgerð og fisk- vinnslu á íslandi. Tryggja þarf að út- lendingar geti ekki komist bakdyra- megin inn í landhelgina í gegnum samruna hlutabréfamarkaðarins hér við hlutabréfamarkað Evrópubanda- lagsins eða með öðrum hætti. 2Nú þegar blasir við að veita á út- lendingum sama rétt til að kaupa land, jarðir og hlunnindi á Islandi og Islendingar hafa einir haft um aldir. Eignarhald á landinu sjálfu er líkt og fiskimiðin forsenda fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Er það vilji landsmanna að í samningi um Evrópskt efnahags- svæði verði afhuminn sérréttur Is- lendinga sjálfra til að eiga land og jarðir eða á að gera sérstakan fyrir- vara um varanlegan einkarétt Islend- inga til landsins? 3Fallið hefur verið frá að setja sam- bærilegan fýrirvara um takmþrkun á flutningi fólks til landsins og Island setti gagnvart norræna vinnumark- Samningar um EES snúast um meira en fisk aðnum. Nú á að veita öllum ibúum Evrópubandalagsrikjanna og EFTA- rikjanna rétt til að flytja til Islands, stunda hér vinnu og stofhsetja hér fyrirtæki. Allar leyfisveitingar sem hingað til hafa takmarkað búsetu og atvinnu útlendinga verða afnumdar gagnvart íbúum 18 ríkja í Evrópu. 4Vert er að vekja athygli á því að utanríkisráðherra bauð Evrópu- bandalaginu veiðiheimildir innan ís- lenskrar fiskveiðilögsögu í skiptum fyrir sambærilegar heimildir Islands frá EB og leggur þar með inn á nýjar brautir. Þetta var gert án þess að bera það tilboð undir utanríkismálanefhd sem samkvæmt lögum er samráðsað- ili ríkisstjómar um slík mál og þrátt fyrir það að formaður utanríkismála- nefndar hefur ítrekað mótmælt að slíkt tilboð yrði sett fram. Slík vinnu- brögð ríkisstjómarinnar eru afar óeðlileg þar sem hér er um grund- vallaratriði að ræða. Einnig er mikil- vægt að fram komi að Evrópubanda- lagið hefur ekki formlega staðfest að það hafi fallið frá kröfunni um ein- hliða veiðiheimildir og misvísandi frásagnir hafa komið fram erlendis um niðurstöður fundarins í Luxem- burg, enda var ekkert sett þar á blað um sjávarútvegsmálin. Það er þess vegna nauðsynlegt að öll atriði er varða afstöðu Islendinga til tillög- unnar um veiðar rikja Evrópubanda- lagsins innan íslenskrar lögsögu séu formlega sett fram og afgreidd í rík- isstjóm og utanríkismálanefnd áður en næsti fundur ráðherra EFTA og Evrópubandalagsins verður haldinn. 5Ljóst er að hugsanlegur samning- ur um Evrópskt eftiahagssvæði mun bijóta mjög í bága við þau nýju lög um erlenda fjárfestingu sem sett voru á Alþingi fyrr á þessu ári. ÓEkkert heildarmat hefur verið ffamkvæmt á því hvaða fjárhags- legan ávinning samningurinn hefði í for með sér fyrir Islendinga umffam það sem Islendingar gætu einir og sér ákveðið að breyta í efnahagslífi landsmanna og enginn samanburður hefur verið gerður á samningnum og öðrum kostum í þróun íslenskra ut- anrikisviðskipta. ^ySamningurinn um Evrópskt efna- / hagssvæði mun hafa veruleg áhrif á stjómskipun landsins. Þess vegna er nauðsynlegt að meta á næstunni ít- arlega þau áhrif sem samningurinn um Evrópskt efhahagssvæði mun hafa á lagasetningarvald Alþingis, takmörkun ffamkvæmdavaldsins og valdahlutfoll milli íslenskra dómstóla og hins sérstaka dómstóls svæðisins. Einnig þurfa Islendingar að meta hin Ottó Vestmann Fáskrúðsfirði Fæddur 10. okt. 1908-Dáinn 16. júní 1991 Til hvíldar er genginn gamall vinur og góður félagi. Farsælli lífs- göngu er lokið og ljúft að þakka góða samferð og trúa fylgd við þann málstað, sem mætastur er mér enn. Þegar ég kom ungur kennari að Búðum í Fáskrúðsfirði sá ég fljótt vörpulegan mann í húsinu neðan við skólann, sem heilsaði fljótlega hressilega upp á nýgræðinginn og ræddi margt um menn og málefhi. Hann gerði ósjaldan að gamni sínu, en var fastur fyrir og ákveð- inn og lá ekkert á skoðunum sínum á hveiju því sem var að gerast. Mér þótti þá sem jafnan síðar ánægjulegt og ágætt að eiga við hann tal og mér er minnisstætt nú síðasta samtal okkar í síma, þegar erindi var lokið og hann endaði samtalið á þann veg, að nú stæðum við okkur vonandi, og ég vissi mæta vel, hvað við var átt. Eg átti eftir að kynnast Ottó og hans fólki allveg og ég mat þessa hreinskiptu skoðun hans, þessa glettni erfiðismannsins, sem hvergi var beizkju blandin, þessa stefnu- festu í því sem máli skipti og ekki sfzt þessa ótæpu sjálfsgagnrýni, ef því var að skipta, enda þá ffekar hægt að segja vinum til vamms. Ottó var eðlisgreindur og at- hugull áhorfandi umhverfis og þjóðlífs og aldrei óvirkur þátttak- andi heldur. Eg hitti hann oftlega á ferðum mínum um kjördæmið, hitti hann einnig, þegar erfiðleikar knúðu á dyr, en hann tók hveiju og einu af æðruleysi þess, sem veit að engu fær breytt víl né vol, því síð- ur uppgjöfin ein. Ég segi fölskva- laust að mér fannst vænt um að hitta Ottó, finna hlýjuna bak við stundum allhrúf orð, finna að hann mat mennina eftir innri verðleikum en ekki ydra veldi, sem svo alltof títt er. I örstuttri kveðju nú við leiðarlok skal lífsgangan ekki rak- in nema í fáum dráttum þess sem teljast aðalatriði í ævi hvers og eins. Ottó var Fáskrúðsfirðingur og hann unni firðinum sínum og fólk- inu þar, deildi með því ævikjörum, gleði og sorg, var hinn trúi þegn, sem í engu brást þar sem honum var til trúað. Foreldrar hans vom Þómnn Sigurðardóttir og Guð- mundur Vestmann, en ef frá em skilin fyrstu æviárin ólst hann upp hjá föður sínum og síðar hjá hon- um og fósturmóður sinni, konu Guðmundunar, Pálínu Þórarins- dóttur, sem bjuggu í Melbrún á Fá- skrúðsfirði. Ottó fór ungur að taka til hendi, hans biðu erfiðisverkin ein, oftast og lengst unnin víðs fjarri heimili og fjölskyldu, því sjó- mennskan varð hans ævistarf Iengst af. Það var farið á síldveiðar og vetrarvertíðir og oft var ekki mikill arður eftir þær vertíðir, enda trygging þá lítil ef nokkur. Hann vann svo í síldarverksmiðjunni á staðnum hin seinni vinnuár sín. Hvarvetna var hann vel liðinn og þótti verkmaður góður til sjós sem lands. Ottó kvæntist Valborgu Tryggvadóttur frá Fáskrúðsfirði 6. ágúst 1933, en hún lézt 1985. Böm auknu útgjöld vegna þátttöku í hinu flókna og viðamikla embættismanna- kerfi efnahagssvæðisins svo og vegna Styrktarsjóðsins í þágu fyrir- tækja í Suður-Evrópu og almenns reksturs ráðuneyta og ríkisstofnana, en allt þetta mun auka mjög útgjalda- hlið íslensku fjárlaganna. OMargt bendir til að Island, Sviss Oog Lichtenstein gætu innan fárra ára orðið ein eftir í EFTA þar eð önn- ur ríki væm komin inn í Evrópu- bandalagið. Kostnaðurinn við að reka stoíhanir Evrópska efhahags- svæðisins yrði þessum þremur smá- rikjum algerlega ofviða. Þess vegna vaknar sú spuming hvort ekki sé hér verið að taka vemlega áhættu i samn- ingi sem yrði orðinn næsta marklaus eftir fáein ár þegar flest núverandi EFTA-ríki verða gengin i Evrópu- bandalagið. Andstaða við aðild ís- lands að Evrópubandalaginu er hins vegar grundvallaratriði sem þing- flokkur Alþýðubandalagsins vill enn á ný ítreka. þeirra: Pálína, látin, var gift Trausta Gestssyni og bjuggu þau á Fáskrúðsfirði, Bára gift Guðjóni Jónatanssyni, þau búa á Seltjamar- nesi, Guðmundur, giftur Önnu Óskarsdóttur, en þau búa í Kópa- vogi, Ólafur, látinn, var kvæntur Elísabetu Sigurðardóttur og bjuggu þau á Selfossi og Unnur sem gift er Ulfari Vilhjálmssyni, búsett í Reykjavík. Tvo dóttursyni sína ólu þau hjón upp: Val Kristjánsson, sem býr á Húsavík og Garðar Harðarson, sem býr á Stöðvarfirði og vom þeir sem synir þeirra báðir. Allt þetta fólk er og var hið vænsta fólk góðra mannkosta, en þeirrar góðu konu Valborgar, vinkonu minnar, hefi ég áður minnzt, ein- lægni hennar og glöð lund ein- kenndu æviferilinn. Þau Valborg og Ottó áttu fyrst heimili sín í Melbrún, en Arbær var þeirra heimili og það var að- eins allra síðustu árin fjögur sem hann dvaldi á dvalarheimili aldr- aðra, Uppsölum, Fáskrúðsfirði. Það var í því sem öðm staðið með- an stætt var. Seinasta kvöld ævinn- ar var hann að samfagna vini sín- um með nýja íbúð hér syðra og að morgni var hann allur heima hjá Guðmundi, syni sínum. Ottó Vestmann á sögu góða og gegna, sem geymd er bezt i hug þeirra, sem þekíctu hann bezt. Hon- um er af miklum hlýhug þökkuð samfylgd margra ára, þar sem á marga góða minning glitrar. Fólki hans öllu em sendar ein- lægar samúðarkveðjur við fráfall hans. Hann var heill og einlægur, birta í svip, bjarmi í augum. Megi trú hans verða honum farsæll föm- nautur inn í hið ókunna. Við geym- um mæta minning í muna og kveðjum þakklátum huga þekkan dreng. Blessuð sé minning Ottós Vest- manns. Helgi Seljan Akranes Góður bær með góðu fólki Akranes er 5400 manna kaupstaður á Vesturlandi, þar sem eru góðar samgöngur við landsbyggðina og höfuð- borgarsvæðið. Á Akranesi er góð aðstaða til uppeldis bama, grunnskólar, fjölbrautaskóli, leikskólar, íþróttaaðstaða, sjúkrahús og margt fleira. Eftirtalin störf við stofnanir á Akranesi eru laus til umsókn- ar: Kennarar - Grundaskóli: 2 kennara vantar til almennrar kennslu í haust. Umsóknarfrestur er til 5. júlí n.k. Nánari upplýsingar veita: Guðbjartur Hannesson, skólastjóri. Vs: 93-12811 Hs: 93-12723. Ólína Jónsdóttir, aðstoðarskólastjóri. Vs: 93-12811 Hs: 93-11408. Kennarar- Brekkubæjarskóli: 1 kennara vantar til almennrar kennslu í haust. Umsóknarfrestur er til 5. júlí n.k. Nánari upplýsingar veita: Ingi Steinar Gunnlaugsson, skólastjóri. Vs: 93-11938 Hs: 93-11193. Ingvar Ingvarson, aðstoðarskólastjóri. Vs: 93-11938 H: 93-113090. Fóstrur - Leikskólar: Fóstrur óskast til starfa á nýja leikskólann við Lerkigrund og leikskólann við Skarösbraut. Umsóknarfrestur er til 11. júlí n.k. Nánari upplýsingar veita dagvistarfulltrúi og félagsmála- stjóri í síma 93-11211. FRÁ FRAMHALDSSKÓLANUM Á LAUGUM Kennarar Kennara vantar að framhaldsskólanum á Laugum næsta vetur. Meðal kennslugreina danska og íslenska. Umsóknarfrestur til 15. júlí n.k. Gott húsnæði á staðnum á hagstæðum kjörum. Upplýsingar gefur skólameistari í síma 91-680153 og 96- 43120. Skólameistari Menntaskólinn við Sund Á skrifstofu skólans er laust til umsóknar starf skólafulltrúa. Góð kunnátta í ensku, norðurlandamáli og ritvinnslu er áskilin. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf ber- ist skrifstofu skólans fyrir 17. júlí n.k. Umsækjandi þarf að geta hafið störf hinn 15. ágúst n.k. Nánari upplýsingar veita kennslustjóri, skrifstofustjóri og konrektor í símum 33419, 37300 og 37580. Rektor Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.