Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 9
▲Umsjón Sif Gunnarsdóttir Hafmeyjamar er létt og Ijúfmannleg mynd um skringilega fjölskyldu. Mæðgur með meiru Haskólabió Hafmeyjarnar (Mermaids) Leikstjóri: Richard Benjamin Handrit: June Roberts eftir skXldsögu Patty Dann Aöalleikarar: Cher, Winona Ry- der, Bob Hoskjns, Christina Ricci Söngkonan og leikkonan Cher kom mörgum á óvart með að krækja í Oskarinn forðum daga fyr- ir leik sinn í myndinni Moonstruck. Hún varð tafarlaust gulltryggð í Hollywood og hefði örugglega get- að fengið næstum hvaða hlutverk sem var á boðstólnum... En síðan eru liðin mörg ár. Hlutverkið sem hún velur loksins í ffamhaldi af ítölsku konunni sem varð ástfangin er kannski ekki alveg það sem mað- ur átti von á. Hafmeyjamar skartar hvorki hádrama, drepfyndni né æðislegri spennu, svo notuð séu söluorð kvikmyndahúsanna. Þetta er huggu- leg mynd um ekkert ofsalega óvenjulega fjölskyldu snemma á sjöunda áratugnum. Cher leikur frú Flax, konu sem á tvær dætur, hvora með sínum manninum. Eldri stelp- una, Charlottu (Winona Ryder), átti hún með herra Flax sem stakk svo af. Hún varð ólétt að þeirri yngri, Kate (Christine Ricci), þegar hún vann sem herbergisþema á hóteli og einn af gestunum fékk betri þjónustu en hótelið bauð almennt upp á. Mæðgumar þijár lifa ekki neinu heíðbundnu lífi. Þær em á stöðugu flakki um Bandaríkin því að móðir- in lítur á það sem einu lausnina ef lífið leikur ekki nógu skemmtilega við hana, þ.e. ef ástamálin ganga illa og það gera þau alltaf, að flytja. Hún stendur líka í þeirri meiningu að með stöðugri hreyfingu nái tím- inn ekki að góma hana og hún verði aldrei gömul. (Getur einhver hugs- að sér Cher sem gamla konu?) Myndin hefst einmitt á einum svona flutningi (út af mislukkuðu ástarævintýri) úr einum smábæ í annan. Dætur hennar taka flökkulífinu misjafnlega. Sú yngri er ánægð svo lengi sem þær búa nálægt sundlaug. Hún er upprennandi Olympíumeist- ari (eins og pabbi hennar var) og tekur kenjum móður sinnar með jafnaðargeði, enda aðeins átta eða níu ára og ekki kominn á uppreisn- araldur. Sú eldri er hinsvegar óánægð. Hún er fimmtán ára, þolir ekki mömmu sína og þráir að eiga venjulega fjölskyldu. Til dæmis pabba og aðeins venjulegri mömmu, eina sem bakar lummur og gengur í slopp en ekki kyn- þokkadis sem nær í nýjan elskhuga í hverri borg. Líklega til að vera í andstöðu við móður sína dreymir hana um að verða nunna, sem er ill- mögulegt vegna þess að hún er gyðingur og ekki síður vegna losta- fullra drauma sem hana dreymir um húsvörð sem passar klaustur ekki langt frá heimili hennar. Frú Flax hefúr ekki verið búsett í smábænum lengi þegar hún nær sér í kærasta, skósalann Lou Lands- ky sem Bob Hoskins leikur. Sam- band þeirra er ekki alltaf dans á ró- sum en frú Flax kemst að því að hún getur ekki losnað við hann jafn auðveldlega og þá fyrri. En þessi margvíslegu ástamál eru ekki höfúðþráður myndarinnar heldur samband mæðgnanna, og þá aðallega samband móðurinar við eldri dóttur sína. Árekstramir milli þeirra eru ekkert frábrugðnir því sem gæti gerst í húsinu á móti, að minnsta kosti ef Chcr er nágranni þinn. Charlotte er sögumaður mynd- arinnar og Ryder leikur hana af inn- lifun. Myndin tekur þó ekki afstöðu til hennar, hún og Cher em jafh réttháar í lokin, hvorug hefúr al- rangt eða rétt fyrir sér. Cher valdi vef þegar hún valdi þetta hlutverk, það er eins og skapað fyrir hana (kannski er það líka tilfellið). Ricci rennur að því er virðist áreynslu- laust í gegnum myndina og stelur senum í hvert skipti sem hún sést á tjaldinu. Hoskins er flnn í hlutverki skósalans og elskhuga frú Flax og skartar ágætum amerískum hreim þó maður trúi ekki á hann. Myndin er létt og ljúfmannleg, Richard dregur fram húmorisku hlið þessarar skringilegu fjölskyldu en er þó ekki hræddur við að sýna átök. (Lasse Helström átti að leik- stýra en hann leit of dramatískum augum á verkið og var rekinn). Ég hef í rauninni aðeins eitt við Hafmeyjamar að athuga og það er dauði Kennedys. Hann virðist vera skotinn í annarri hverri kvikmynd þessa dagana. Og i Hafmeyjunum þjónar lát hans engum tilgangi. At- riðið klassíska þar sem fólk grætur fyrir framan sjónvarpsbúðir missir marks og slítur í sundur annars ágætt handrit. Kaos í kringlunni Bíóhöllin Fjör í kringlunni (Scenes from a mall) Leikstjóri: Paui Mazursky Aðalleikarar: Woody Allen & Bette Midler Hefur einhver einhvemtíman getað ímyndað sér Woody Allen í tískufötum, talandi í bílasíma og segjandi að hann þoli ekki þegar fólk talar um Los Angeles sem menningarlega eyðimörk? Ótrúlegt en satt, í Fjör í kringlunni leikur hann efnaðan lögfræðing í L.A. sem fer með konunni (Bette Midl- er) sinni í kringluna á 16 ára brúð- kaupsafmælinu þeirra að kaupa sushi í veisluna fýrir kvöldið. í þessari risakringlu sem lætur þjóð- arstoltið líta út eins og smásjoppu í Hafnarstrætinu, er svo sannarlega allt til alls. Rúllustigar hingað og þangað, veitingastaðir, kvikmynda- hús, söngkvartett að syngja gömul ensk jólalög (myndin gerist rétt fyrir jól), rapparar að syngja öðru- vísi jólalög, látbragðsleikari sem eltir parið um allt (og er hræðilega þreytandi) og svo mætti lengi telja. Hjónin skiptast á gjöfúm og allt er í besta lagi þegar Allen hrellir konu sína með því að segja henni að hann hafi haldið framhjá henni. Hún fær sjokk og fer frá honum án frekari málalenginga. En þau taka saman aftur, og skilja svo aftur og taka saman aftur og svo framvegis og svo framvegis. Reyndar gerist þetta svo oft og á endanum á svo framúrskarandi fyr- irsjáanlegan hátt að manni er ná- kvæmlega sama um hvort fær hús- ið og bömin ef þau ætla ekki að hanga saman á bláþræðinum í sext- án ár í viðbót. Vissulega eru nokkrar skemmtilegar uppákomur og hand- ritið er ekki alveg laust við gletti- lega hnyttin tilsvör, en myndin hef- ur hvorki upphaf, miðju né endi, hún heldur bara áfram út í það óendanlega. Midler æsir sig og Al- len stamar upp og niður í rúllustig- unum með sushi undir handleggn- um. Mazursky hefur gert margar góðar myndir og þá síðast Enemies a love story, en hér bregst honum bogalistin. Allen og Midler æða um og rifast og kyssast og meira að segja gera þau það undir bíóstól á meðan Salam Bombay spilast á tjaldinu, en þau ná aldrei almenni- lega athygli manns og alls ekki samúð manns. Vonandi gengur bara betur næst. Ástir og örlög veðurfræðings Stjörnubíó Saga úr stórborg (L.A. story) Leikstjóri: Mick Jackson Framleiðandi: Daniel Melnick Aðalleikarar: Steve Martin, Victoria Tcnnant, Richard E. Grant, Marilu Henner, Sarah Jessica Parker Saga úr stórborg minnir að sumu leyti á myndir Woody Allens, Manhattan og Annie Hall. Sögu- hetjan er maður sem er dálítið skrit- inn, bæði í skoðunum og athöfnum og á í allskonar misjafnlega mis- lukkuðum ástarsamböndum við allskonar konur. En hér er höfúð- áherslan lögð á húmorinn frekar en angistina á bak við hann óg Steve Martin náttúrlega eins langt frá Al- len og Sauðárkrókur frá Hveragerði. Martin leikur veðurfræðing í Los Angeles, en í stað þess að lesa upp veðurspár í hefðbundnum stíl (a la Ríkissjónvarpið) segir hann ýmis konar „hárkollu og bílasíma veður- fréttir“, er enda alltaf á sól í Los Angeles. En þegar hann tekur upp veðurfréttimar fyrirffam vegna þess að hann á svo annríkt yfir helgina vandast málin, því að það fer náttúr- lega að rigna og hann er rckinn. En það er minnsta vandamálið sem hann á við að etja. Hann er í sambandi við konu (Marilu Henner) sem er afskaplega leiðinleg og ráð- rik og hann elskar ekki (hversvegna hann er mpð henni kemur aldrei í ljós). Hann er ástfanginn af enskri blaðakonu (Victoria Tennant) sem er skritin og skemmtileg (dálítið Annie Hallsk týpa, gengur meira að segja með svipaða hatta) og svo reynir hann við afgreiðslustúlku sem er helmingi yngri en hann til að ná upp egóinu (munið eftir Heming- way í Manhattan). Hann steiidur líka í vitsmuna- legu sambandi við ljósaskilti við vegabrún sem leggur honum lífs- reglumar og er nokkurskonar gúrú þegar mikið liggur við. Martin er í ágætu stuði og á góðar senur enda er handritið drep- fyndið á köflum, hann situr þó yfir- leitt á strák sínum, fer sjaldan yfir í aulafyndnina. Victoria Tennant sem leikur ensku blaðakonuna er svo heppin að vera gift Martin annars fengi hún aldrei að leika neitt. Hér tekst henni ekki betur en sæmilega upp og hún íþyngir Martin í róman- tisku atriðunum. Richard E. Grant leikur fyrrverandi eiginmann henn- ar, hann er góður leikari og mér finnst agalegt ef hann á að ílengjast í hlutverkum skringilegra Breta í Ameríku þó hann geri það prýði- lega. Jackson sýnir oft góða takta í leikstjóm, sérstaklega kemur hann sérkennum L.A. vel til skila. Myndin gengur best upp þegar Martin lýsir skoðunum sínum á Los Angeles og fólkinu þar og vitnar f Shakespeare. Verst er hún þegar hún læðist yfir í það yfimáttúrulega eða gengur of langt í einhveijum æsi- húmor. Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.