Þjóðviljinn - 22.06.1991, Side 16

Þjóðviljinn - 22.06.1991, Side 16
'ILJINN 77/ vinstrí ■em hjartað slær EES er aðeins einn valkostur af mörgum Svo virðist sem Islendingar hafi fallið frá mörgum grundvaliar- fyrirvijrum sem gerðir hafa verið í sambandi við hugsanlega aðild Islands að Evrópska efnahagssvæðinu. Nægir þar að benda á fyrirvara um takmörkun á flutningi fólks til landsins, rétt útlendinga til að kaupa land, jarðir og önnur hlunnindi, en siðast en ekki síst virðist sem erlend fyrirtæki og ríkisborgarar verði frjálst að stofna fyrirtæki og kaupa hlutabréf á íslenskum hlutabréfamark- aði. Það gæti opnað leið fyrir útlendinga inní íslensk fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki. Þetta kemur meðal annars fram í ályktun þingflokks Alþýðubanda7 lagsins sem kynnt var í gær. I ályktuninni áréttar þingflokkurinn að samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði snýst um fjölmarga grundvallarþætti í sjálfstæðismál- um og efnanagslífi Islendinga, en ekki aðeins um fisk. Á fundi utanríki§málanefndar Alþingis í gær lagði Ólafiir Ragnar Gnmsson það til að áður en gengið verður frá lokasamningnum um EES fialli nefndin ítarlega um öll atriði hans svo möguleiki gefist til breytinga á samnmgsdrögunum. Ólafur Ragnar sagði að áður en gengið verður frá samningnum sé hugsanlegt að það þurfi að kalla Alþingi saman í lok na^sta mánaðar til að íjalla um hann. Ólafur Ragn- ar sagði að rúmum sólarhring eftir að ríkisstjómin hefði lýst þvi yfir að „stórsigur“ hefði unnist 1 sjávar- útvegsmálum á fundinum í Lux- emborg hefðu borist fféttir um hið gagnstæða frá embættismönnum EB í Brussel. Af þeim sökum hefði hann farið fVam á að fá það á hrejnt í sérstakri skýrslu frá sendiráði Is- lands í Bmssel hvað hefði í raun og vem verið talað um varðandi tollfrelsi með íslenskar sjávaraf- urðir á mörkuðum EB. Steingrímur J. Sigfússon sagði að ríkisstjómin hefði farið inn á al- veg nýjar brautir í samskiptum sín- um við EB þegar utanríkisráðherra bauð bandalagmu upp á veiðiheim- ildir innan íslenskrar fiskveiðilög- sögu í skiptum við sambærilegar heimildir Islands frá EB. Stein- grímur J. sagði að þessi vinnu- brögð væm afar ámælisverð og þá sérstaklega þar sem þetta hefði verið gert án nokkurs samráðs við utanríkismálanefnd og ekki síður vegna þess að hér væri um grund- vallaratriði að ræða sem íslensk stjómvöld hefðu til þessa aldrei ljáð máls, á. Auk þess sé ekkert vit- að hvað íslendingar mimi fá í stað- inn. Steingrímur J. lagði þunga áherslu áþað að i það væm fleiri valkostir fyrir hendi en Evrópska efnahagssvæðið með tilliti til þn> unar ísTenskra utanríkisviðskipta. I því sambandi nefndi hann að ef samningar hefðu náðst í GATT- viðræðunum í vetur, hefðu ávinn- ingar Islands með fiskafúrðir orðin mun meiri en í sjálfu Evrópska efnahagssvæðinu. Fyrir vestan haf væri dollarinn að styrkjast, auk þess sem samningar hefðu tekist fyrir nokkm um fríverslun á milli Bandaríkjanna og Kanada og í burðarliðnum væri samskonar samningur við Mexico. Þá mætti ekki gleyma Asíu sem væri sú heimsálfa sem sérfræðingar telja að verði þungamiðja hagvaxtar á komandi amm, svo ekki sé minnst á ríkin og lýðveldin í A-Evrópu. Steingrímur J. sagði að framtíð ís- lenskra utanríkisviðskipta þyrfti að skoða í víðu samhengi og því ekki nauðsynlegt að einskorða sig við eitt ákveðið svæði. -grh Sjá ályktum sji _ Alþýðubandalagsins á blaðsíðu 11 þingflokks blaðsíði Teflt í splskini Utiskákmót Skáksam- bands Islands var hald- ið í gær klukkan þrjú. Fjörutíu fyrirtæki tóku þátt í keppninni sem fór fram í einmuna blíðu eins og venjulega. Smíðajárn Guðmundar Arason- ar sigraði á þessu móti með 61/2 vinning af sjö mögulegum. Fyrir hönd þess fyrirtækis keppti Hannes Hlífar Stefánsson. 1 öðru sæti varð Hótel Loftleiðir með 6 vinninga, keppandi Sigurður Daði Sigfússon., í 3.-4. sæti urðu Eimslqpafélag íslands, keppandi Helgi Ass Grétarsson, og Visa-Is- land, keppandi Þröstur Þórhalls- son. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var eina konan á þessu skákmóti. Hún keppti fyrir Reiknistofu bank- anna. Mótið fór í alla staði vel ffam. Það er orðið árlegur viðburð- ur og er til sóma, bæði fyrir Skák- sambandið og þau fyrirtæki sem taka þátt í því .-kj Stelpan er að verða hættuleg! Guðfríður Lilja og Dan Hansson að tafli. Hún keppti fyrir Reikni- stofu bankanna, en hann fyrir Landsbankann. Mynd: Kristinn. Ósmekklegt brot á fánalögum Þetta er mjög ósmekklegt og ef haft hefði verið sambandi við okkur áður en þessi auglýsing átti að birtast þá hefðum við bannað þetta, segir Guðmundur Benediktsson formaður fána- nefndar um auglýsingu frá Verðbréfamarkaði Islandsbanka sem birtist I Morgunblaðinu 16. júní sl. í auglýsingunni er íslenski fán- inn notaður til að tákna „1“ í skammstöfuninni VÍB. í 6. grein fánalaga segir: „Óheimilt er að nota fánann i firmamerki, vöru- merki eða á söluvaming, umbúðir vamings eða í auglýsingum á vör- u um. Guðmundur segir þessa aug- lýsingu alls ekki sæmandi og stríða mjög á móti þeirri virðingu sem ætlast er til að borin sé fyrir ís- lenska fánanum. „Eftir að bókin um fánalögin kom út fyrir stuttu hefúr aukist mjög að leitað sé álits hjá okkur áður en stofnað er til svona og það er mjög virðingar- vert,“ segir hann. „Við höfum bent mönnum á, að ef þeir vilja sýna þjóðrækni á annað borð, þá ættu peir ffemur að nota borða í fánalit- unum. Við höfúm ekki verið harðir á að beita viðurlögum við brotum sem þessum en áminnum menn um að leita álits um hvað er leyfilegt og hvað ekki.“ -vd. GLT.DILIT.A I>J()1)HATIÐ Formaður fánanefndar segir þessa auglýsingu arein fánalaga sem bannar að íslenski faninn sé lysingaskyni fyrir vörur eða fyrirtæki. vera brot á 6. sé notaður í aug- Willy Brandt til Islands Rirrum kanslari V- Þýska- ands,WiIIy Brandt, dvelst á slandi dagana 2,7. til 30. júní í boði Germaníu. Á meðan á dvöl hans stendur mun hann halda fyrirlestur í Háskólabíói á ensku, sem hann nefnir „Eur- opean Challenges". í fyrirlestr- inum fjallar hann m.a. um sam- einingu Þýskalands, breyting- arnar í Evrópu frá 1989 og framtíð Evrópu í hinu alþjóðlega samfélagi. Brandt hefúr áður komið til Is- lands. Hann var formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins 1964 til 1987 og kanslari V-Þýskalands 1969 til 1974. Hann var borgar- s,tjóri V- Berlínar 1957 til 1966. Árið 1971 hlaut hann Friðarverð- laun Nobels. Eiginkona Brandts verður með í foripni. Þau munu sitja boð For- seta Islands, forsætisraðherra, ut- anríkisráðherra og þau verða gestir Germaniu í hátíðarkvöldverði í Viðey. Fyrirlesturinn verður fostu- daginn 28. júní kl. 19.00 og er öll- um opinn á meðan húsrúm leyfir. Aðgangur ókeypis. -Sáf Þjóðin vill eiga fislci- miom úmlega 95 prósent þjóðar- innar er þeirrar skoðunar að fiskimiðin við landið skuli vera sameign þjóðarinnar. Þetta kemur fram í skoðana- könnun Félagsvísindastofnunar, sem Morgunblaðið birti í gær. Þá kemur fram í könnuninni að 66,8 prósent vilja að útgerðarmenn greiði gjald fynr veiðiheimildir og að 82,3 prósent eru hlynnt byggða- kvóta. Állar þessar tölur eru mið- aðar, við þá sem tóku afstöðu. I skoðanakönnuninni var einn- ig spurt hvort til greina kæmi að semja við Evrópuþjóðir um tak- jnarkaðar veiðiheimildir þeirra á Islandsmiðum gegn bættum við- skiptafríðindum hjá EB í staðinn. 70,6 prósent sögðu nei við því. En þegar spurt var hvort til greina kæmi að leyfa Evrópuþjóðum að veiða vannytta stofna gegn sömu fríðindum sögðu einungis 40,8 prósent nei. Þá voru 68,8 prósent sammála því að stjómvöld eigi að stuðla að aukinni hagkvæmni í sjávarútvegi jafnvel þott það kosti nokkra byggðaröskun og 68,6 prósent voru hlynntir því að sjómenn njóti sérstaks frádráttar frá tekjuskatti umffam aðrar stéttir. -Sáf R! Hæstaréttardómur fallinn í máli Þýsk-íslenska VEftOfíBF FAMftftKADUR ISLAttDSBAHK A HF. Auf’ute is M tpM&» tj M Samkvæmt úrskurði sem Hæstiréttur kvað upp í gær í máli Þýsk- Islenska er Ómar Kristjánsson, forstjóri og aðaleigandi fyrir- tækisins dæmdur tiT 12 mánaða fangelsis, þar af níu mánuði skil- orðsbundið og 20 miljóna króna sektargreiðslu, og Guðmundur Þórðarson, fjármálastjóri fyrir- tækisins er dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundins fangels- is og einnar miljónar króna sekt- ar fyrir að bera ábyrgð á van- goldnum skattgreiðslum fyrir- tækisins. Þá er fyrirtækið sjálft dæmt til að greiða 33 miljónir króna ásamt dráttarvöxtum frá því í febrúar 1988 vegna vangoldinna skatta fyrirtækisins. Dómur Hæstaréttar er talsvert mildari en úrskurður Sakadóms og á það jafnt við um sektargreiðplur fyrirtækisins og þá dóma sem Om- ar og Guðmundur hlutu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.