Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.06.1991, Blaðsíða 5
EKLENBAM liif FKETHR I þá gömlu góðu daga áður en Bretland gekk I Evrópubandalagiö veiddu breskir fiskimenn 96 af hundraði þess afla sem fiskaðist á breskum miðum, en ( dag falla aðeins 12 af hundraði aflans f þeirra hlut. Hitt hirðir floti annarra ríkja Evrópu- bandalagsins. EB-flotinn hefur þurrkað upp bresk fiskimið Fiskistofnarnir við Bretland eru að hruni komnir eftir áralanga rányrkju fískveiðiflota Evrópubandalagsríkjanna. Eftir inn- göngu Bretlands í Efnahagsbandalag Evrópu, sem Evrópu- bandaigið hét þá, feliur æ minni hluti aflans í hlut breskra fískimanna og er nú svo komið að floti annarra Evrópubandalags- ríkja veiðir um 90 af hundraði þess takmarkaða aflamagns sem enn fæst í breskri landhelgi. Samkvæmt upplýsingum breskra samtaka - Save Britain’s Fish - sem hafa vemdun og við- gang breskra fiskimiða á steíhu- skrá sinni má rekja hmn fískistofn- anna við Bretland til fiskveiði- stefnu Evrópubandalagsins. Þrátt fyrir útfærslu bresku landhelginnar í 200 sjómílur 1976 hefur verið gengið sífellt nær stofnstærð nytja- fiska á Bretlandsmiðum. Með inn- göngu Bretlands í Efhahagsbanda- lag Evrópu 1972 gengu bresk stjómvöld að þcirri kröfti banda- lagsins að fiskimiðin við Bretland væm sameiginleg eign bandalags- ríkjanna. Síðan hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina og nú er svo komið að gjöful fiskimið, með gnægð makríls, síldar og ýsu, em orðin nær aldauða eftir áralanga rányrkju flota Evrópubandalagsins. Segja má að munað hafi um minna fýrir aðrar þjóðir Evrópu- bandalagsins, sem höfðu þurrausið sín eigin mið, að fá aðgang aqð bresku miðunum: Um 85 af hundr- aði alls þess afla sem á land er dreginn í Evrópubandalagslöndun- um kemur úr breskri landhelgi! Um líkt leyti og landhelgin var færð út i 200 sjómílur öfluðu breskir sjómenn um 96 af hundraði þess afla sem fékkst á Bretland- smiðum. Nú er svo komið að breskir sjómenn fá ekki úthlutað nema um 12 af hundraði af þeim afla sem fæst, hitt sem eftir er, 88 prósent aflans, falla í hlut skipa ffá öðrum aðildarríkjum Evrópu- bandalagsins. Lengi vel var það skoðun emb- ættismanna Evrópubandalagsins að engir væru betur til þess fallnir en sjómenn sjálfir að gæta þess að ofveiði yrði ekki stunduð á miðun- um. í þeim anda töldu bandalags- ríkin, að Bretum undanskildum, ekki ástæðu til þess að halda úti öflugu fiskveiðieftirliti. Þetta not- færðu útgerðaraðilar sér til hins ýtrasta og létu búa skip sín þannig til veiða að helst engu lífi var vært, möskvastærð fór niður úr öllu valdi og toghlerar þyngdir svo sjávarbotninn var ristur upp og hrygningarsvæði gjörsamlega eyðilögð. Eftir áralangt þref um að nauð- syn bæri til að Evrópubandalagið tæki á fiskveiðimálunum af ein- hveiju viti, varð úr að lágmarks möskvastærð var færð úr 90 milli- metrum í 110 millimetra. Gagnrýnendur benda á að ann- að og meira þurfi til svo fiskistofn- um á Bretlandsmiðum verði forðað frá hruni. I fyrsta lagi þurfi að tak- marka sóknina og í annan stað skipti möskvastærðin ein ekki höf- uðmáli heldur hvaða möskvagerð sé notuð. Bent er á að helst enginn smáfiskur sleppi óskaddaður í gegnum þá möskva sem algengast- ir eru, þ.e. möskva sem eru tígull- aga. Fiskurinn afhreistrist þegar hann sleppi í gegn og drepist af þeim sökum. Þetta á ekki hvað síst við um ýsuna, sem lengi vel var einn helsti nytjafiskur á Bretland- smiðum. I stað þess að horfa eingöngu til möskvastærðarinnar er bent á að riða þurfi net með ferhymdum möskvum í stað þeirra tígullaga. Þar með væri tiyggt að miklu meira af þeim smáfiski sem sleppi sé óskaddaður. I ljósi þessa fyrirskipuðu bresk stjómvöld að ferhymdir möskvar yrðu notaðir frá og með þessum mánuði í stað tígullaga möskva. En samtökin Save Britain’s Fish telja að meira þurfi að koma til svo at- vinnu þúsunda breskra sjómanna verði tryggð. Bretar verði að fá að ráðstafa sinni landhelgi sjálfir. En aðildin að Evrópubandalaginu stendur í veginum fyrir því að af því geti orðið. -rk byggði á Morning Star Breskir veiöieftirtitsmenn á leið um borð I breskan fiskibát. Meðan Bretar hafa haldiö úti öflugu eftirliti með veiðum og möskvastærð, verður ekki það sama sagt um önnur aðildarrlki Evrópubandalagsins. Þar er eftirlitið sagt jafnvel minna en ekki neitt. Shevardnadse við sama heygarðshom Fyrrum utanríkisráðherra Sovétríkjanna, Edvard Shevardnadse, er enn við sama heygarðshornið þrátt fyrir það að aganefnd Kommún- istaflokksins hafí hann til skoð- unar í kjölfar þráfaldlegra um- mæla hans um að brýna nauðsyn beri til stofnunar stjórnmála- flokks lýðærðissinna. I viðtali sem birtist við hann í einu Moskvublaðanna í gær skor- aði hann enn og aftur á lýðræðis- öflin að sameinast um stofnun lýð- ræðislegs stjómmálaflokks ef þau ætli sér að eiga möguleika á því að sigra í næstu þingkosningum í Sovétríkjunum. í viðtalinu segir Shevardnadse að ætli umbótasinnar sér að hafa varanleg áhrif á stjóm Sovétríkj- anna sé ekki nóg að treysta því að kjósendur greiði atkvæði gegn Kommúnistaflokknum án þess að einhver annar valkostur bjóðist í staðinn. - Það er ekki nóg að vera á móti, umbótasinnar þurfa að tefla ffam skýrri stefnu til mótvægis við Kommúnistaflokkinn. Shevardnadse, sem kvað upp úr um líkt leyti og hann sagði af sér embætti utanríkisráðherra í desember, um það að hætta væri á því að einræði kæmist á í Sovét- ríkjunum, segir sovéskan almenn- ing munu styðja sérhvert það afl sem geti tryggt honum bætt lífskjör í stað þess að leggja trúss sitt við lýðræðishreyfingu sem hafi óskýr markmið og stefnuskrá. - Það er útilokað fyrir hvem þann flokk að sigra i næstu kosn- ingum án þess að hafa áætlun í smáatriðum um það til hvaða að- gerða hann ætli að gripa komist hann til valda. Samkvæmt samkomulagi sem Mikhail Gorbatsjov hefur gert við stjómir sovésku lýðveldanna, gætu næstu kosningar orðið svo snemma sem gengið hefur verið ffá nýjum sambandssamningi lýðveldanna og nýrri stjómarskrá fyrir sambands- ríkið Sovétríkin. Shevardnadse sagði nýlega í viðtali að sú ákvörðun að aganefnd Kommúnistaflokksins hefði tekið mál hans til skoðunar, bæri keim af tímabili hreinsananna á fjórða ára- tugnum. - Valdamenn í hæstu stöðum Kommúnistaflokksins líta með söknuði til þeirra hræðilegu tíma, sagði Shevardnadse. -Reuter íþróttakennaraskóli íslands Sundlaug - Laugarvatni Tilboð óskast í byggingu 110 m2 dæluhúss og undirstaða og frágang á 25x12 m útisundlaug við íþróttahúsið á Laugarvatni. Verktími á fyrri hluta verksins ertil 15. nóvember 1991, en seinni hluta þess skal skila 5. maí 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borg- artúni 7, Reykjavík til og með fimmtudegi 4. júlí gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R. Borgartúni 7, þriðjudaginn 9. júlí 1991 kl. 14.00. INIMKAUPASTOFNUN RÍKISINS _______BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Þjóðminjasafn íslands Viðgerð á þaki og gluggum Tilboð óskast í viðgerðir á hluta af þaki, veggjum og glersteinsgluggum á efstu hæð Þjóðminja- safns Islands. Verktími á fyrri hluta verksins er til 1. nóvember 1991, en seinni hluta þess skal skila 15. okt. 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borg- artúni 7, Reykjavík til og með fimmtudegi 4. júlí gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R. Borgartúni 7, þriðjudaginn 9. júlí 1991 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTUNI 7 105 REYKJAVIK Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.