Þjóðviljinn - 27.06.1991, Blaðsíða 3
I
IBAG
27. júní
er fimmtudagur
178. dagur ársins
Sólarupprás í Reykjavík
kl.02.58 - sólarlag
kl.24.02
Viðburðir
Vökulögin, lög um hvíldar-
tíma á togurum staðfest,
eftir langa baráttu verka-
lýðsfélaganna, árið 1921.
Fyrsta gufuskipið kom til
fslands árið 1855.
Þjóðviljinn
fyrir 50 árum
Þjóðviljinn bannaður
fyrir 25 árum
Ný kraftblökk til síldveiða
aer komin á markaðinn.
Heildaraflinn á rækjuver-
tíðinni 1201 lest.
Erlent vinnuafl setur nú
svip sinn á iðnað Evrópu.
Sjú Enlæ forsætisráðherra
Kína í opinberri heimsókn í
Rúmeníu.
Sá spaki
„því hvað er auður, afl og
hús, ef enginn jurt vex í
þinni krús.“
Sjálfstætt fólk.
Halldór Laxness
á viðbrögðum fólks
♦ >t /• °
vio nyju
gámastöðvunum
Ögmundur Einarsson
framkvæmdastjóri Sorpu
Það er nú svo stutt síðan
gámastöðvamar voru opnaðar,
þannig að það er kannski ekki
gott að segja til um viðbrögðin.
En þau viðbrögð sem við höfum
fengið hingað til hafa verið mjög
góð og íbúar hér á höfúðborgar-
svæðinu eru afskaplega sam-
vinnuþýðir og jákvæðir. Við höf-
um því enga ástæðu til annars en
að vera bjartsýnir. Fyrirtækin eiga
samt enn langt í land með að
standa sig sem skyldi í þessum
efhum. Mestu spilliefnin finnast í
atvinnurekstrinum, og þar á at-
vinnureksturinn sjálfur að standa
skil á þeim kostnaði að eyða
þessu og það finnst mörgum fyr-
irtækjum vera ansi dýrt. Þetta em
nýir tímar og afleiðing af nýjum
kröfúm og nýjum vinnubrögðum.
Það er mín skoðun að þessu
greiðslufyrirkomulagi verði
breytt. Leggja ætti einhveija upp-
hæð á innflutninginn sem stæði
undir eyðingarkostnaði á því sem
þarf að eyða. Þá yrðu menn fúsir
til að skila spilliefhunum af sér.
Sem stendur er verið að refsa fyr-
irtækjum fyrir að skila þessu.
ÞESSf ÓePÞÍ ER
VÍSTVÆNN - fA6B
ENOURUNNUAA
ÚT81ÆSTRÍ /
Á DÖFINNI
A. Helgi Selian skrifar
Skilaboð skýr
— til að gaumgæfa
að er ansi sárt að þurfa að
segja það. En það hvarflar
að mér oft á tíðum sú óguð-
lega hugsun að óska þess,
að öryrkjarnir, sem hingað koma
hart leiknir að leita sér aðstoðar,
væru skráðir sem hágöfug hluta-
félög eða fjarska virðuleg fyrir-
tæki.
Tama var skrýtið upphaf að
grein um sosum ekkert stórmál,
nema fyrir hlutaðeigandi hverju
sinni. Þetta kemur mér oft í hug
þegar sömu öryrkjar fara andvarp-
andi héðan út frá mér og segja um
leið: Ja, það er greinilega ekki sama
Jón og séra Jón. Þetta fólk hefúr
komið hingað með beiðni um athug-
un á málum sínum margvíslegum,
m.a. skattskuldum, sem verið er að
hóta þeim lögtaki fyrir af lítilli
vægð.
Nú er ég alinn upp við það, að
bæði sveitarfélög og riki skuli með
glöðu geði greiða það sem þeim ber,
því á einn eða annan hátt fái menn
notið þessa, ekki síður en einkan-
eyzlunnar margrómuðu, sem allir
leggja annars ofúráherzlu á. Þess
vegna álít ég og segi öryrkjum mín-
um óhikað að þessu eigi þeir eða
hafi átt að standa skil á á sínum
tíma.
Nú er það hins vegar oft svo, að
viss vanræksla og oft óaðgætni við
að kæra í tíma veldur þessu, því oft-
ar en ekki kemur í ljós að unnt hefði
verið að fá álagningu lækkaða eða
jafnvel að mestu fellda niður sam-
kvæmt skýrum heimildum i skatta-
lögum. En sem hjá mörgum öðrum
vill slíkt gleymast og síðan er í óefni
komið og lítið hægt að gera nema
biðja, bíða og vona og oftast blasir
neyð svo við að lokum.
Ég nefhi dæmi um það algeng-
asta, sem oft kemur mjög flatt upp á
það fóik sem hingað leitar og það
varðar skattlagningu þess styrks eða
þeirra styrkja sem félagsmálastofn-
anir veita þessu fólki, oft í mjög sár-
um neyðartilvikum. Þessi skattlagn-
ing í heild sinni orkar mjög tvímælis
a.m.k. eins og hún er ffamkvæmd
hér í Reykjavík og eflaust víðar.
Hins vegar skal það tekið ffarn um
leið, að erindum um lækkun eða
niðurfellingu er vel tekið, þegar
gerð er fyllsta grein fyrir raunveru-
legum neyðarástæðum styrkveit-
inga. En flestir borga möglunar-
laust, hjá öðrum verða vanskil og
vandræði, stundum af kæruleysi,
oftar af vangá og getuleysi þó.
Og þá er að upphafinu komið.
Þegar leitað er svo til rikis eða sveit-
arfélaga, alger vanmáttur til nokkurs
tíundaður, þá er boðið upp á skuld-
breytingu eina, sem í einstaka til-
fellum getur gagnast, en miklu oftar
er útilokað að leysa nokkum vanda
þess, sem allslaus er. Svörin eru ein-
fold og skýr og auðvitað kórrétt -
þannig séð. Það er ekki heimilt að
fella niður skattskuldir og því er
ekki um það að ræða. Einn þeirra,
sem fékk slík svör á dögunum hélt
yfir mér dálitla tölu sem ég má til
með að koma á ffamfæri í lauslegri
endursögn.
„Ég var að hlusta á fféttimar í
sjónvarpinu í gær um skattaskuldir
við riktssjóð hjá fyrirtækjunum í
landinu og þar með fylgdi, að um
50% þeirra væri í raun afskrifaður
með öllu. Fyrirtækin fara á hausinn,
búin að skipta um nafn og númer og
enginn ábyrgur. Það er annað en ég
vesalingurinn, sem skulda hvorki
meira né minna en um 100 þúsund
og þar er engin miskunn á ferðinni,
lögtakið eitt vofir yfir mér og bíllinn
minn, sem er það eina sem ég á, og
er raunar ekki merkileg eign, fer þá
veg allrar veraldar, en ríkið fær sitt
vel úti látið. Eg er sko ábyrgur og
þó var þetta vafasöm álagning á sín-
um tíma, hefði ég ekki treyst manni
of vel, sem þá annaðist mín mál. En
honum var sosum vorkunn, þvi
hann átti tvö eða þrjú fyrirtæki og
mátti ekki vera að því að hugsa um
mig. Þessi fyrirtæki eru raunar öll
gufiið upp, allt í gjaldþroti og eymd
þar, nema hjá karli sjálfúm og kerlu
hans, sem lifa betra lífi en nokkru
sinni fyrr, hafandi farið með þijú
fyrirtæki eða svo á hausinn.
Og hvað ætli rikið og borgin
hafi svo tapað á kauða og aldrei
mun takast að ná neinu til baka?
Areiðanlega ekki bara 100 þúsund-
um, enda engin lögtök eða hótanir
þar á ferð - allt afskrifað og blúndu-
lagt á þeim bæ.
Já, þar er sko fellt niður og af-
skrifað, enda eiga svo göfug fyrir-
bæri sem fyrirtæki f hlut, en ekki
ómerkilegt manneskjuræksni - ör-
yrki í þokkabót og aumingi þá um
leið - löggiltur.
Og það er meira blóð í kúnni.
Fyrirtækin mega líka stela og stela
dijúgt m.a.s. Þau taka skatta af
starfsfólki sínu í hundraðamilljóna
vís og stinga þeim í eigin vasa og
skila ekki krónu á réttan stað. Ekki
gufa þessir peningar upp. Og minn
grunur er sá að eigendumir, hluthaf-
amir, eins og það heitir á fínu máli,
með skattahlunnindi í bak og fyrir,
þeir hafi nú kannski duggunarlitla
tilhneigingu til að stinga þessu á sig,
svona sem aukaverðlaunum til að
mega svo lifa sem ríkmannlegast að
loknu gjaldþroti, nú eða nafnbreyt-
ingu;“
Ég gæti haldið lcngi áffarn end-
ursögninni og næ ekki nema litlu
einu af kjamyrðum þeim, sem flugu
honum af munni, hvað þá öllu þvi
öðm, er hann lét flakka, ekki í
beinni reiði, heldur í vanmáttugri
uppgjöf þess, sem ekki sér fyrir end-
ann á vanda sínum öllum, þó ekki
bætist þetta ofan.á. Þetta fýrirtækja-
dekur, eins og hann kallaði það, er
auðvitað illþolandi, þegar einstak-
lingurinn er eltur með hvetja krónu,
hundeltur jafhvel, m.a. af því að
hann kann ekki listina að stela lög-
lega, kann ekki að fara á hausinn
með „stæl“ eins og fyrirtækin.
Ég skal ekki hafa þetta öllu
meira núna, þó af æmu væri að taka,
allra sizt á svona nöldur við, þegar
sólin skín skærast, þó vandamálin
varpi þar á sama skugga og venju-
lega, vandamál sem daglega berast
inn á borð til okkar sem erum að
starfa í þessum málum, en megnum
svo fátt. En mér fannst samt í sólar-
dýrðinni að það skaðaði eklci að
koma þessum skilaboðum kunningja
míns á ffamfæri, þau em skýr og
skerpt allnokkurri reynslu og eiga
þvi rétt á sér utan alls efa. Þau em
virkilega þess virði að gaumgæfa
þau.
Svörin eru einföld og skýr og auðvitað kórrétt - þannig
séð. Það er ekki heimilt að fella niður skattskuldir og því
er ekki um það að ræða. Einn þeirra, sem fékk slík svör á
dögunum hélt yfir mér dálitla tölu sem ég má til með að
koma á framfæri í lauslegri endursögn.
Síða 3
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. júní 1991