Þjóðviljinn - 27.06.1991, Blaðsíða 9
IjMTWIRTRFiIB
A Vilborg Davíðsdóttir
Fuglsungar þurfa margt að varast, mengun t sjó jafnt sem varga f lofti. Þessir makindalegu ungar sem búa I Húsdýra-
garöinum kipptu sér ekkert upp við tilfæringar myndasmiðs Þjóðviljans í blíðviðrinu I gær, en þeir myndskreyta hér frétt
um æðarfugla sem eru undir verndarvæng æðaitiænda í Þernuvík f Isafjarðardjúpi.
Mynd: Kristinn.
einhver geggjunu
„Þetta er
eir Konráð Eggertsson
hrefnuveiðimaður og og
Guðmundur Jakobsson
sjómaður frá Bolungar-
vík sinna nú æðarfuglaeldi í
Þernuvík í ísafjarðardjúpi
þriðja sumarið í röð.
„Þetta er einhver geggjun, mér
er næst að halda það. En við höf-
um gaman af þessu,“ sagði Guð-
mundur þegar Þjóðviljinn sló á
þráðinn vestur.
„Við tökum unga þegar þeir
koma úr eggjunum og ölum þá í
húsi og gefum þeim andafóður,"
sagði hann. „Við byijuðum með 80
unga árið 1989 og það er ein kolla
af þeim búin að verpa. Okkur var
sagt að engin myndi ekki verpa
fyrr en þriggja ára, þannig að við
erum alveg himinlifandi. Við ólum
um 200 unga í fyrra og erum með
220 núna. Margt af þessum fuglum
eru héma við.
Við vomm hér i fyrra ffá miðj-
um júní ffam í ágúst en verðum
lengur núna. Við leigðum hluta af
þessari jörð af Ögurhreppi og
byggðum hér tvo sumarbústaði.
Það era miklar nytjar af æðar-
fugli og það er gaman að þessu.
Það eru sumir sem gera bara grín
að manni, en það lagast kannski
þegar fer að sjást árangur af
þessu.“
Guðmundur er mikill áhuga-
maður um æðarfugl og er einn
margra íbúa í Bolungarvík sem
hefur reynt að bjarga þar fugli sem
hefur lent í grút eða veslast upp af
öðram ástæðum.
„Manni fínnst leiðinlegt að
horfa upp á þetta vera að drepast
fyrir augunum á manni og vill
reyna að gera eitthvað. Það er ekki
alltaf litið vel á það af öðram sem
ekki koma nálægt þessu. En það
verður að hafa það.“
Eiturefni
merkt
á íslensku
Bannað verður eftir 1. júlí að selja vanmerkt eiturefni hérlendis.
Allar skaðlcgar efnavörur,
sem seldar eru hér á
Iandi, eiga frá næstu
mánaðamótum að vera merktar
á fslensku samkvæmt reglugerð
sem gekk í gildi í febrúar í fyrra.
Gefinn var frestur til að full-
nægja kröfunum, en hann er nú
að renna út.
Hollustuvemd og Vinnueftirlit-
ið hafa látið gera myndband um
það mikilvægasta sem snýr að al-
menningi og verkafólki í þessu
sambandi og verður það sýnt í
sjónvarpi 27. júní nk. og m.a. not-
að í iðnnámi og starfsfræðslu.
Nýja reglugerðin kemur í stað
gamalla reglna og felur í sér aðlög-
un að kerfi sem notað er innan
Evrópubandalagsins. Akveðin
vamaðarmerki á að nota á umbúðir
varasamrar efhavöru sem lýsa því
hvemig hún er flokkuð. Hluti af
tilskilinni merkingu era svonefndar
hættusendingar sem Iýsa þeim
hættum sem kann að stafa af efn-
inu og hver meðferð þess skuli
vera. Auk þess er skylt að geta um
hvaða eiturefni era í vöranni.
Abyrgð á merkingu efnavara
hvílir á framleiðendum og innflytj-
endum og er söluaðilum óheimilt
að selja vanmerkta vöra.
Vissir þú
þetta?
-Um 25% mannkyns býr í
iðnvædda hluta heimsins. Sami
hópur nýtir 75% af orkufram-
leiðslu hans.
-Á síðustu 5000 áram höfum
við eytt 60% af skógum heims-
ins. Á síðustu 40 áram var 23%
af skógum Affíku eytt og 38%
af skógum i Mið-Ameríku.
-Orkan sem sparast við end-
umýtingu einnar glerflösku jafn-
gildir þeirri orku sem þarf til að
halda 100 watta ljósapera log-
andi í fjóra tíma.
Snyrtivöruverslunin Body
Shop sem opnaði í Kringlunni fyrir
skömmu fær Græna hrósið í þetta
sinn. Þegar viðskiptavinur hefur
notað vöra frá versluninni getur
hann komið með plastflöskuna ut-
an af henni og fengið áfyllingu aft-
ur. Varan er þá 20% ódýrari. Þeir
sem ekki vilja áfýllingu geta skilað
umbúðunum sem er safnað saman
og sent til Body Shop í Bretlandi
sem kemur þeim í endurvinnslu.
Allar umbúðir, bæði plastpokar
og bréfþokar sem viðskiptavinir fá,
era framleidd úr endurunnu hráefhi
og era þær keyptar frá Body Shop í
Bretlandi. Auk þess safnar starfs-
fólk verslunarinnar saman öllum
pappírs- og plastúrgangi sem til
fellur, flokkar hann og sendir til
Sorpu sem sendir reyndar aðeins
pappír utan til endurvinnslu.
Verslunin er ein af 600 með
þessu sama nafni, en stofnandi
keðjunnar hefur barist gegn til-
raunum á dýram við framleiðslu á
snyrtivöram. 1 bæklingi frá Body
Shop kemur fram að fyrirtækið
hefur skuldbundið sig til að berjast
fýrir umhverfisvemd og starfaði
m.a. með Greenpeace í tvö ár i her-
ferð samtakanna til að bjarga
hvalnum.
Viðamikil rannsókn
á mengun í sjó
Fyrstu niðurstöður úr viða-
mikilli rannsókn á mengun í
sjó munu liggja fyrir í byrj-
un ágústmánaðar. Rannsóknirn-
ar eru unnar í samstarfi á milli
Geislavarna ríkisins, Siglinga-
málastofnunar og Hafrann-
sóknastofnunar.
Rannsóknirnar fara þannig
ffarn að mæld era mengunarefhi í
botnseti, sjó og sjávarlífveram.
Tekin era sýni úr nokkram fiskteg-
undum, svo sem þorski, síld, loðnu
og kola, sem safnað er umhverfis
landið. Þá era tekin sýni úr kræk-
lingi sem safnað er á fjórum stöð-
um á landinu og úr þara sem safn-
að er á fimm stöðum.
Ákvörðun um þetta verkefni
var tekin af ríkisstjóminni á miðju
ári 1989 og þá vora fýrstu sýnin
tekin. Greiningarvinna byrjaði að
marki seinni hluta síðasta árs og í
byijun þessa árs.
„Ástæðan fýrir því er sú að við
leggjum mikla áherslu á að rann-
sóknaraðilamir sem framkvæma
greiningamar séu búnir að sanna
sig fýrir erlendum aðilum, þ.e. að
þeir séu hæfir, þannig að enginn
dragi niðurstöðumar í efa,“ segir
Magnús Jóhannesson siglinga-
málastjóri.
Þetta er þriggja ára áætlun,
þ.e.a.s. sýnatökunni á að ljúka á ár-
ínu 1992, en endanlegar niðurstöð-
ur úr henni verða ekki komnar fýrr
en 1993. Hluti af þessum upplýs-
ingum fara beint inn í erlendan
samanburð og þær þurfum við að
leggja ffarn nú í águstmánuði. Við
vonumst til að geta á sama tíma
lagt ffam áfangaskýrslu á sama
tíma fýrir ráðherra til kynningar.“
-vd.
Kiwanis gegn
óbeinum reykingum
Kiwanishreyfingin á íslandi
hefur ákveðið að félags-
menn hennar verði mál-
svarar barna frá fæðingu tii
fimm ára og ætlar á næstunni að
vekja sérstaka athygli á áhrifum
reykinga á börn í móðurkviði og
skaðsemi óbeinna reykinga fyrir
börn.
Hermann Þórðarsson, umdæm-
isstjóri Kiwanishreyfingarinnar á
íslandi og í Færeyjum, segist vilja
hvetja verðandi foreldra í hópi
reykingafólks til að hætta að
reykja og að forða bömum sínum
frá óbeinum reykingum.
„Óbeinar reykingar geta valdið
ungbömum miklum skaða. Sígar-
ettureykur inniheldur næstum því
4000 efni, m.a. ammoníak, bensín,
formaldehýð og blásýra, auk kol-
sýrings. Böm sem era óvarin fýrir
óbeinum reykingum anda þessum
efhum að sér og rannsóknir sýna
að þeim er hættara við kvefi,
eymabólgu, kverkabólgu og háls-
eitlabólgu,“ segir Hermann.
„Þvi fýrr sem verðandi móðir
hættir að reykja því betra. Ef hún
hættir þegar hún er komin fjóra
mánuði á leið era líkumar á fýrir-
bura eða léttu bami þær sömu og
hjá konum sem reykja ekki.“
|P|j Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur
Hjá Borgarskipulagi eru nú til kynningar
teikningar að íbúðum aldraðra í Suður Mjódd,
dags. júní '91, sem lagðar hafa verið íyrir
skipulagsneftid og byggingameíhd.
í tillögunum er gert ráð fyrir tveimur 13 hæða
háum húsurn með alls 102 ibúðum ásamt 600 ím
þjónustumiðstöð, (í beinum tengslum við
fyrirhugað hjúkrunarheimili) nyrst á svæðinu.
Uppdrættir og líkan verða til sýnis á
Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, kl.
9.00-13.00 alla virka daga ífá miðvikudeginum
26. júm' til 24. júlí 1991.
Síða 9
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. júní 1991