Þjóðviljinn - 27.06.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.06.1991, Blaðsíða 11
NNHR [naMs A „Sögua-slóðum Það er ekki að sökum að spyrja að vilji svo tO að maður bregði sér af bæ þá hrúgast pósturinn að manni sem aldrei fyrr. Kennir þar alla jafna ýmissa grasa og á þar við, sem eitt sinn var sagt: „að sumt var gaman, sumt var þarft, um sumt við ekki tölum“. Meðal þess, sem rak á fjör- ur mínar að þessu sinni var tímarit Sögufélagsins, Saga ár- ið 1990, myndarlegt rit og efn- ismikið enn sem fyrr, ritstýrt af þeim Gísla Ágúst Gunnlaugs- syni og Sigurði Ragnarssyni. í rauninni skiptist ritið í tvennt, nokkumveginn til helm- inga. I fyrri hlutanum eru fimm ritgerðir eftir sex höfunda, en í þeim síðari „andmæli og athuga- semdir“ og ritffegnir. Fyrsta ritgerðin i Sögu að þessu sinni er eftir þá Aðalgeir Kristjánsson og Gísla Ágúst Gunnlaugsson og íjalla þeir þar um „Félags- og hagþróun á Is- landi á fyrri hluta 19. aldar“. Era þar gaumgæfðir ýmsir þeir þætt- ir, sem áhrif höfðu á þróun byggðar og búsetu í einstökum landshlutum. Telja greinarhöf- undar að fólksfjölgun sú og efha- hagsbati, sem varð á þessu tíma- bili, eigi ffemur rætur að rekja til bættra innri skilyrða en ytri að- stæðna. I ritgerð sinni „I lánsfjárleit 1937-1939“ gerir Lýður Bjöms- son grein fyrir viðleitni Péturs heitins Halldórssonar þáverandi borgarstjóra til lánsfjáröflunar er- lendis vegna hitaveituffam- kvæmda í Reykjavík. Var það mikil þrauta- og þolinmæðis- ganga milli peningastofnana í ýmsum löndum. En Pétur gafst ekki upp og að lokum lék lánið við hann, í tvöföldum skilningi, og hann uppskar árangur erfiðis síns. Haukur Sigurðsson vinnur nú að rannsókn á sögu þeirra íshúsa, sem byggð vora hérlendis áður en vélffystingin kom til, og nýtur til þess styrks úr Vísindasjóði. I Sögugrein hans, „Upphaf ishúsa á Islandi“, er m.a. vikið að þvi hvaðan hugmyndir um byggingu ishúsa hafi borist hingað og greint ffá ffumkvöðlum þessarar byltingarkenndu og þýðingar- miklu nýjungar hérlendis, gerð húsanna og vinnubrögðum í þeim. En fyrstu íshúsin, sem komust tjl nokkurs aldurs hér, vora hús Isfélagsins við Faxaflóa og Frosthúsfélags Mjóafjarðar. Sveinbjöm Rafhsson á þama greinina „Fom hrossreiðalög og heimildir þeirra“. - „Drög til greiningar réttarheimilda Grágás- ar“. Bendir Sveinbjöm m.a. á, að hvergi finnist í norrænum réttar- heimildum ffá miðöldum jafh ýt- arleg ákvæði um hrossreiðar og í Grágás. Lestina rekur svo grein Ama Daníels Júlíussonar „Ahrif fólks- fjöldaþróunar á atvinnuhætti gamla samfélgsins“. Telur Ami Daníel sennilegt „að sérstæð sótt- arfarssaga landsins hafi ráðið miklu um sveiflur í atvinnustarf- semi hérlendis ffam á 18. öld, meira en tæknibreytingar eða markaðsaðstæður“. Fróðlegt er og skemmtilegt að öllum jafhaði að fylgjast með skoðanaskiptum manna um hina ýmsa þætti sagnfræðinnar, enda era þar mörg álitamálin. Bjöm S. Stefánsson dregur mjög í efa þá kenningu, sem ffam kom í Sögu á s.l. ári, að lútherskur rétttrúnað- ur hafi á sínum tíma torveldað og tafið nýjungar í atvinnulífi lands- manna. Gísli Sigurðsson svarar gagnrýni Stefáns Aðalsteinssonar á bók Gisla, Gaelic influence in Iceland, og Sigfús Haukur Áma- son, höfundur Verslunarsögu ís- lands 1774-1807, gerir athuga- semdir við ritdóm Gísla Ágústs Gunnlaugssonar í Sögu 1989. Fjórtán höfúndar rita umsagn- ir um bækur, sem út komu á ár- inu 1989 og flestar fjalla um söguleg efhi. Helgi Þorláksson skrifar um Sögu íslands 4. bindi, sem samið er að tilhutan Þjóðhá- tíðamefhdar 1974, en ritstjóri er Sigurður Líndal. Guðrún Ólafs- dóttir ritar um íslenska söguatla- sinn, en ritstjórar þess verks era þeir Ámi Daniel Júlíusson, Jón Ólafúr Isberg og Helgi Skúli Kjartansson. Guðrún Ása Gríms- dóttir um Gamlar götur og goða- vald eftir Helga Þorláksson og Frá goðorðum til ríkja eftir Jón Viðar Sigurðsson. Haukur Sig- urðsson um Samband við mið- aldir, eftir Gunnar Karlsson og sagnffæðinema við Háskólann. Guðmundur Jónsson um bók Gísla Ág. Gunnlaugssonar, Fam- ily and household. Þorleifúr Frið- riksson um Kampen om fackför- eningsrörelsen, eftir Stefán F. Hjartarson. Vilhjálmur Hjálmars- son um Frá eldsmíði til eleksírs, eftir Smára Geirsson og er hluti af Iðnsögu íslands. Hreinn Ragn- arsson um Svartur sjór af síld, eftir Birgi Sigurðsson. Loftur Guttormsson um Snorra á Húsa- felli, eftir Þórunni Valdimarsdótt- ur. Guðmundur Hálfdánarson um Fransí biskví, eftir Elínu Pálma- dóttur. Magnús Guðmundsson Sögustaði við sund, 2., 3. og 4. bindi, eftir Pál Líndal og lykilbók eftir Einar S. Amalds. Sigfús Haukur Andrésson um Byggðin undir borginni, saga Skaga- strandar og Höföahrepps, eftir Bjama Guðmarsson, og Jón Þ. Þór um Landhelgismálið í 40 ár, eftir Lúðvík Jósepsson og Siða- skiptin, eftir Will Durant. Loks er svo greint ffá aðal- fúndi Sögufélgsins 1990 og sögð deili á höfúndum að efni bókar- innar. -mhg Ljóðabækur Nýlega kom út bók með úrvali Ijóða og lausa- vísna eftir Harald Björnsson (1917-1988). Börn hans önnuðust útgáfuna en bókin er rúmlega 100 bls. að lengd, gefin út í 150 eintökum og fæst hjá Máli og menningu í Síðumúla og á Laugavegi 18. Haraldur Bjömsson fæddist í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd, ló.maí 1917, en fluttist til Reykja- víkur 9 ára að aldri og átti þar heima upp ffá því. Hann varð bú- ffæðingur frá Hólum 1937 og ReykjavA 1991 Forsfða bókar Valgarðs stundaði ýmis störf um dagana, bæði til sjós og lands. Ungur byij- aði hann að yrkja en hirti lítt um að birta kveðskapinn á prenti. Haraldur var afgreiðslustjóri á Þjóðviljanum árum saman. Margt í ljóðabókinni er lipurlega saman sett. Til dæmis má taka þessa stöku: Viðhorf Tðkum það dæmi að trúin sé veik og tilgangur verði ekJci séður: Þá er að gera sér lijið að leik og láta svo ráðast hvað skeður. Fyrir nokkru kom út hjá Bóka- Bók Unnar forlagi Odds Bjömssonar á Akur- eyri tæplega 100 bls. bók eftir Braga Sigurjónsson. Hún heitir: „Af erlendum tungum“. í bókinni eru þýðingar úr Norðurlandamál- unum og ensku. Meðal þýðinga þar er eitt ljóð eftir norska skáldið Alf Pröysen. Alf þessi hefúr svipað gildi fyrir Norðmenn og Davíð Stefánsson frá Fagraskógi fyrir íslendinga. ís- lenskir þýðendur hafa sýnt honum litinn sóma ffam að þessu. Bragi nær hins vegar skemmtilega í skottið á stíl Alf Pröysen í kvæði sem hann nefhir á islensku: „Kom- irðu í nótt“. Bragi hefúr áður gefið út fjöl- margar bækur. Unnur Sólrún Bragadóttir hefúr sent ffá sér ljóðabókina: „Fyrir ut- an gluggann“. Bókin er gefin út hjá Hringskuggum. Hún er tæplega 40 bls. að lengd og fallega ffá gengin ef litið er ffamhjá nokkrum leiðum stafsetningarvillum. Unnur yrkir einna mest um bjartar tilfmningar bemskunnar og ástina sem getur kviknað milli manna. Þetta era sérlega erfið við- fangsefhi vegna þess hve oft og mikið hefúr verið um þau fjallað. -kj S T A Ð G R E Ð S L A Persónuafsláttur hækkar 1. júlí Mánaðarlegur parsónuafsláttur hækkar í 23.922 kr. Sjómannaafsláttur á dag hækkar í 660 kr. Þann 1. júlí hækkar persónu- afsláttur og sjómannaafsláttur um 4,78%. Hækkunin nær ekki til launagreiðslna fyrir júní og hefur ekki í för með sér að ný skattkort verði gefin út. Vakin er athygli launagreið- enda á því að þeir eiga ekki að breyta fjárhæð persónuafslátt- ar þegar um er að ræða: • Persónuafslátt samkvæmt námsmannaskattkorti 1991. • Persónuafslátt samkvæmt skattkorti með uppsöfnuð- um persónuafslætti 1991. Ónýttur uppsafnaður persónu- afsláttur sem myndast hefur á tímabilinu 1.janúar-30. júní 1991 og verður millifærður síðar hækkar ekki. A sama hátt gildir hækkun sjó- mannaafsláttar ekki um milli- færslu á ónýttum uppsöfnuð- um sjómannaafslætti sem myndast hefur á tímabilinu 1. janúar - 30. júní 1991. RM RÍKISSKATTSTJÓRI Síða 11 ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 27. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.