Þjóðviljinn - 27.06.1991, Blaðsíða 5
Eklendar frettir
A Umsjón: Dagur Þorleifsson
Fangar I einum af fangabúöum Þjóðverja ( heimsstyrjöldinni siöari (Póllandi - bömum var slegið við vegg.
„Slíkur maður
ætti ekki að fá
að deyja í friðiu
Hann drap án þess að honum væri skípað að gera það og sjálf-
um sér til ánægju. Slíkur maður ætti ekki að fá að deyja i
friði," sagði Simon Wiesenthal, heimsfrægur fyrir að hafa upp
á nasískum stríðsglæpamönnum, í gær við upphaf réttarhalda
í Stuttgart yfir Austurríkismanninum Josef Schwammberger, er á árum
heimsstyrjaldarinnar síðari var yfirmaður í þrælkunarbúðum nasista í
Póllandi.
Schwammberger er ákærður um
morð á fjölmörgum gyðingum og
fyrir að hafa átt hlut að morðum á
um 3000 öðrum. Saksóknarar segja
að hann hafi skotið fanga eftir geð-
þótta, látið blóðhund sinn ólmast á
þeim og hengt þá síðan upp og horft
á þá, meðan þeim biæddi út. Menn
sem voru fangar í þrælkunarbúðum
við Przemysl og Mielec í Póllandi,
þar sem Schwammberger var yfir-
maður, skýra svo frá að hann hafi
drepið smáböm með því að slá þeim
við vegg og varpað fólki lifandi á
bál.
Schwammberger, sem var lautin-
ant í Waffen-SS, sérstökum her nas-
ista, er nú 79 ára og hrörlegur að sjá.
Hann segist saklaus af öllum ákær-
um og ekki hafa drepið í heimsstyij-
öldinni nema einn mann „undir sér-
stökum kringumstæðum."
Nýnasistar nokkrir voru við-
staddir opnun réttarhaldanna og vom
fyrst í stað með háreysti, sögðu að á
bakvið réttarhöldin væri ekkert ann-
að en samsæri með það fyrir augum
að auka Þjóðveijum sektarkennd.
Dómari sagðist senda þá beint í
Stammheimfangelsi ef þeir héldu sér
ekki saman. Með meira móti hefur
borið á nýnasistum í Þýskalandi und-
anfarið, einkum í Dresden.
Af réttarhöldum yflr gömlum na-
sískum glæpamönnum em þessi talin
vera þau mikilvægustu frá réttar-
höldunum yfir Klaus Barbie, sem
kallaður var „slátrarinn frá Lyon“,
1987. Olíklegt er að mikið verði um
slík réttarhöld hér eftir, þar eð flestir
glæpamanna þeirra er hér um ræðir
em nú dauðir eða á grafarbakkanum.
Oðum fækkar og héma megin grafar
þeim, er vom vitni að illvirkjum
þeirra.
Frakkar tóku Schwammberger
fastan í striðslok og var hann þá að
sögn Wiesenthals með poka fulla af
skartgripum og gulli, þar á meðal
gulltönnum sem rifnar höfðu verið
úr fongum í þrælkunarbúðunum.
Honum tókst að strjúka frá Frökkum
1947, komst til Argentínu og starfaði
þar til elli sem sölumaður. Argent-
ínumenn framseldu hann Þjóðveijum
s.l. ár. Þýska stjómin borgaði manni,
sem hjálpaði til við að hafa upp á
Schwammberger, 500.000 mörk.
Einn af samstarfsmönnum Wie-
senthals segir að nú standi yfir í
Stuttgart réttarhöld yfir holdtekju
hins illa.
Þriðja dómsmála-
hneykslið afhjúpað
Maguire-sjömenningarn-
ir“ svokölluöu, sem
dæmdir voru til fangels-
isvistar 1976 eftir að
dómstóll hafði fundið þá seka um
að hafa framleitt sprengjur fyrir
írska lýðveldisherinn (IRA), hafa
verið hreinsaðir af öllum ákærum.
Er hér um að ræða hjón, tvo syni
þeirra, bróður eiginkonunnar og
tvo kunningja þeirra.
Þau hlutu á sinum tíma fangels-
isdóma upp á fjögur til 14 ár og var
hið síðasta þeirra látið laust 1990.
Annar kunningja Maguirehjónanna
lést í fangelsinu. Hafa bresk dóms-
málayfirvöld nú komist að þeirri nið-
urstöðu að þau hafi verið dæmd á
hæpnum forsendum og fríað þau af
alfri sök. Sjálf hófu þau baráttu fyrir
því að hrinda dómunum, jafhharðan
og þau voru látin laus.
Þetta er óþægilegt mál fyrir
bresk yfirvöld og þriðja dómsmála-
hneykslið í röð í sambandi við viður-
eignina við IRA sem afhjúpað hefur
verið á skömmum tíma. í mars voru
„sexmenningamir frá Birmingham“,
sem dæmdir voru sekir um sprengju-
tilræði IRA þar í borg 1974, látnir
lausir eftir að Ijóst þótti að játningar
þeirra fyrir rétti hefðu verið falsaðar
og í okt. 1989 voru „Guildford- fjór-
Sovéskir hermenn í Svarthúfu-
sveitunum illræmdu (einnig þekkt-
um undir skammstöfuninni OMON)
réðust í gær inn f aðalsímstöðina i
Vilnu, höfuðborg Litháens, rufu
samband borgarinnar við umheiminn
og héldu stöðinni í tvo tima. Síðan
fóru þeir. Hermennimir voru 30
saman og þrælvopnaðir. Ráku þeir
menningamir“ látnir lausir eflir 15
ára fangelsisvist. Fjórmenningar
þessir, þrír karlmenn og kona, vom
dæmd fyrir sprengjutilræði við krár á
Suður- Englandi, en ljóst þykir nú að
ekki hafi verið allt með felldu með
þau réttarhöld.
starfsmenn stöðvarinnar út og sögð-
ust vera að leita þar að vopnum að
skipan Gorbatsjovs Sovétríkjaforseta
sjálfs.
Mikið hefur verið um þesskonar
ógnunar- og ögrunaraðgerðir af
hálfú sovéska hersins i Eystrasalts-
löndum undanfarið.
Svarthúfulið
tekur símstöð Vilnu
Myrkur um
miðjan dag í
Kúvætborg
egar íbúar Kúvætborgar litu
út um gluggana í morguns-
árið í gærmorgun var
skyggnið líkt og kvölsett
værí orðið. Þykkur reykjarmökkur
frá logandi olíulindum huldi borg-
ina og megnan oliufnyk lagði fyrir
vit þeirra sem hættu sér út úr húsi í
reykjarkófið.
Frá því að írakska hemum var
stökkt á flótta frá Kúvæt hefiir aðeins
tekist að slökkva elda í litlum hluta
þeirra olíulinda og borhola sem her-
námslið þeirra kveikti í á flóttanum.
Að sögn kúvætskra yfirvalda hafa eld-
ar verið slökktir í aðeins 175 af þeim
tæplega 700 olíulindum sem írakar
kyntu bál undir. Talið er að það muni
taka að minnsta kosti ár til viðbótar að
kæfa eldana í þeim öllum.
Ibúar Kúvætborgar hafa ffarn und-
ir þetta verið svo lánsamir að vindátt
hefúr verið hagstæð og reykjarmökk-
urinn úr olíulindunum, sem flestar em
í aðeins um 30 kílómetra fjarlægð,
hefúr sjaldnast legið yfir byggðinni.
En undanfama daga hefúr vindátt
breyst og því leggur eimyrjuna yfir
Kúvætborg með þeim afleiðingum að
þar er sem myrkur um miðjan dag.
Maigir borgarbúar hafa gripið á
það ráð að bregða sér út fyrir land-
steinana með fjölskyldur sínar til að
þurfa ekki að anda að sér brælunni.
I kjölfar þess að reykjarslæðan
hefúr legið dögum saman eins og teppi
yfir botginni hafa æ fleiri kvartað yfir
slæmsku í öndunarfærum og ýmsum
bijóskvillum. Að sögn sjúkrahúsyfir-
valda í Kúvæt er viðbúið að fjöldi
þeiira sem leiti læknishjálpar af þess-
um sökum fari stöðugt vaxandi eftir
því sem reykjarmökkinn leggur lengur
yfir borgina. -Reuter/rk
Serbneskur þjóðemissinni af svæsnara taginu - hætta er talin á blóðugum átökum
milli öfgamanna af ýmsum þjóðemum.
Júgóslavíuher
í viðbragðsstöðu
Sveitum Júgóslavíuhers i Slóven-
íu var skipað í viðbragðsstöðu i
gær, eftir að þing lýðveldisins
hafði lýst yíir sjálfstæði þess. í fyrri-
nótt voru þrír menn drepnir í Glina
í Króatíu, er til skotbardaga kom
þar milli Serba þar búsettra og kró-
atískrar lögreglu. Lið í her sam-
bandsstjórnarínnar hefur verið sent
þangað.
Herinn lét mikið á sér bera í Sló-
veníu í gær, vopnaðar þyrlur voru á
ferli og striðsþotur geystust yfir landið
í lítilli hasð. Júgóslavneska stjómin
kom saman á neyðarfúnd í Belgrad í
gær og fordæmdi sjálfstæðisyfirlýsing-
ar Króata og Slóvena sem ólöglegar.
Stjómarerindrekar þar í borg segja að
stjómin kunni að hafa í hyggju að lýsa
yfir neyðarástandi. Stjómir Bandaríkj-
anna og margra Evrúpuríkja hafa gefið
f skyn að þeim sé á móti skapi að
Króatía og Slóvenía gangi úr júgóslav-
neska sambandslýðveldinu og þurfa
lýðveldi þessi vart að búast við viður-
kenningum af þeirra hálfú. Segir einn
fréttamaður Reuters spaklega að flest
ríki heims muni óttast að með þvi að
viðurkenna lýðveldin tvö sem sjálf-
stæð ríki muni þau opna pandómöskju
baimafúlla af kröfúm um landamæra-
breytingar í Austur- Evrópu og annars-
staðar.
TRYGGINGASTOFNUN
t±7RÍKISINS
Lyfjaskírteinishafar
Öll lyfjaskírteini sem eru í gildi 1. júlí gilda til
áramóta, án tillits til áritunar um annan
gildistíma.
Tryggingastofnun ríkisins
Sföa 5
ÞJÓÐVIUINN Fimmtudagur 27. júnf 1991