Þjóðviljinn - 10.07.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.07.1991, Blaðsíða 1
Á Itnuritinu má sjá stærð veiðstofnsins (tjögurra ára og eldri) og hrygningarstofnsins árin 1963 til 1991 t þúsundum tonna. Mögur ár framundan TT jóst er að á næstu árum munu fimm mjög lélegir árgangar bætast í þorskstofninn. Árgangurinn frá 1986 er t.a.m. lclegasti árgangur sem um getur síðustu 40 árin og einnig eru árgangarnir frá 1987- JL^1990 afar slakir. Þessar niðurstöður koma fram í skýrslu Haf- rannsóknastofnunar um nvtjastofna sjávar fyrir árið 1991 og aflahorfur fiskveiðiárið 1991/1992, en skýrslan var kynnt í gær. í henni kemur fiam að mikil um- skipti hafa orðið í nýliðun þorsks síð- ustu árin, frá tveimur sterkum ár- göngum 1983 og 1984 yfir í þá fimm rýru árganga sem komið hafa síðustu árin. Á árunum 1957 til 1960 komu fjórir lélegir þorskárgangar og leiddi það til ört minnkandi þorskgengdar á fyrri hluta 7. áratugarins. Stærð þorskstofhsins á næstu árum mun óhjákvæmilega mótast að miklu leyti af þessari lélegu nýliðun. Samkvæmt þessari nýju úttekt er tal- ið að veiðistofn þorsks hafi verið 940 þúsund tonn í ársbyrjun og hrygning- arstofninn um 430 þúsund tonn. Hins vegar er talið að veiðistofhinn í árs- byrjun 1992 verði um 210 þúsundum tonna minni en gert var ráð fyrir í síðustu úttekt stofhunarinnar. Astacð- umar fýrir þvi eru þær að ekki er gert ráð fynr að Grænlandsþorskur úr ár- ganginum 1984 gangi á miðin á því ári þar sem hann gekk í talsverðum mæli á Islandsmið strax á árinu 1990 sem er ári fyrr en áætlað var. Hafiannsóknastofhun leggur til í ljósi þessara niðurstaðna að leyfilegur há- marksafli af þorski á fiskveiðiárinu 1991/1992 verði 250 þúsund tonn, en fyrir yfirstandandi veiðiár er áætlað að veidd verði 315 þúsund tonn af þorski. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra sagði i fféttum Rikisútvarpsins í gærkvöldi að þessar tillögur Haf- rannsóknastofnunar þýddu 9 miljarða króna tekjutap fyrir sjávarútveginn og þjóðarbúið. Hann sagði þetta mik- ið áhyggjuefhi og að þetta þýddi al- veg nýjar efhahagslegar aðstæður, sem sjávarútvegurinn og þjóðarbúið yrðu að laga sig að, m.a. með aukinni hagræðingu í sjávarútveginum. Stofnstærðir annarra fisktegunda, sem nefndar eru í skýrslunni, eru í mismunandi góðu gengi. Ufsastofn- inn er ekki góður og má nefha að veiðistofn ufsa er áætlaður 50 þúsund tonnum minni en gert var ráð fyrir í síðustu úttekt stofnunarinnar. Auk þorsksins og ufsans er grálúðustofh- inn orðinn minni en æskilegt cr og leggur Hafrannsóknastofnun til að veiðar á henni verði minnkaðar um rúman fjórðung miðað við síðasta ár. Ýsustofninn er aftur á móti vaxandi, ffamreikningar á stærð ýsustofnsins benda til þess að veiðistofhinn muni stækka nokkuð strax á árinu 1993. Karfastofninn er nokkuð stöðugur og allt bendir til að stofnstærðin sé nokkuð stöðug. Sildar-, humar- og rækjustofhamir eru einnig í þokka- legu jafhvægi og ekki gert ráið fyrir rmnnkun afla þar. Loðnustofninn er enn óljós og ekki lagt til að loðnu- veiðar verði leyfðar fytT en að undan- gengnum mælingum á stærð stofhs- ins haustið 1991 og/eða veturinn Sjá síðu 7 Prest> laust og kirkju- laust á ísafirði Enginn sótti um prestsstarf á ísafirði, en umsóknarfrestur rann út 26. júní sl. Nágranna- prestar gegna prestverkum i bili, en sr. Karl Matthíasson lét af störfum um miðjan síðasta mánuð og hyggst flytja sig yfir á Tálknafjörð. Isfirðingar eru enn kirkju- lausir og byggingarmál óleyst eftir fjögurra ára stapp. „Maður er auðvitað aumur yfir þessu ástandi, en að svo komnu máli sækir enginn um og gerir ef til vill ekki fyrr en ein- hverjar aðstöðubreytingar hafa orðið, bæði hvað varðar vinnu- álag í þessu þrískipta prestakalli, og í kirkjumálunum,“ sagði Gunnlaugur Jónasson sóknar- nefndarmaður í samtali við blað- ið. Isafjarðarprestakall skiptist í ísafjarðarbæ, Hnífsdal og Súða- vík. Gunnlaugur segir vinnuálag prests þar mikið vegna þessa, auk þess sem bærinn hefur hvorki skólasálfræðing né fé- lagsmálafulltrúa þannig að sál- gæslustörf taka mikinn tíma prests staðarins. Því sé nauðsyn- legt að fá stöðu fyrir aðstoðar- prest einnig, en fyrir því hefúr ekki tekist að fá heimild. ísafjarðarkirkja brann í júlí 1987 og síðan þá hafa sóknar- bömin skipst á skoðunum um hvort eigi að endurbyggja hana eða reisa nýja og þá hvar. Söfn- uðurinn hefur nú komist að sam- komulagi um að byggt verði á lóð gömlu kirkjunnar. Enn em þó skiptar skoðanir um hvort og hvemig sú gamla skuli varðveitt og húsafriðunamefnd hefur einnig haft afskipti af málum. Gunnlaugur segir að enn sé leit- að lausnar sem flestir geti sætt sig við. Kirkjumálin em því enn í hnút og á meðan er áfram messað í sal Menntaskólans á Isafirði. -vd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.