Þjóðviljinn - 10.07.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 10.07.1991, Blaðsíða 10
MEfTEMOAMÁLIIIIIII AUmsión Kristrún M. A. Reykingaáróður í kvikmyndum Tóbaksfram- leiðendur ekki yfir sig hrifnir af þess- ari S Igömlu bíó- myndunum eru svo til allir með sígarettu milli fingranna. Á þeim tíma þótt' svalt að reykja. En nú er tíðin önn- ur og sannað hefur verið hversu óhollar og hættulegar reykingar eru. þróun því það eru jú þeir sem tapa peningum í hvert skipti sem ein- hver hættir að reykja. Tóbaksframleiðendur hafa einnig átt erfitt uppdráttar vegna þess að nú er í mörgum löndum bannað að auglýsa tóbak í Qölmiðlum, nema að með fylgi aðvörun heil- brigðisyfirvalda þar sem segir að reyk- ingar geti verið skaðlegar heilsu manna. Til þess að coma í veg fyrir að reykingar minnki enn meir hafa framleiðendur tóbaks gripið til þess ráðs að auglýsa tóbak- ið á dulbúinn hátt. í nýjasta Neytendablaðinu er fjallað um þessa aðferð tóbaks- framleiðenda í grein sem heitir ,Lævís reykingaáróður." Þar kemur fram, að það sé þekkt fýrirbæri að kvikmyndir og sjónvarpsþættir séu fjármagnaðir að hluta með þvi að ákveðnum vörum er komið á framfæri við áhorfendur, að sjálfsögðu borga framleiðendur vörunnar vel fyrir. Bandaríkjamenn kalla það „product placement" þegar ákveð- inni vöru er markvisst komið á ffamfæri í kvikmyndum og sjón- varpsþáttum gegn borgun. Gott dæmi um þetta er James Bond kvikmyndin „Licence to kill“ sem sýnd var hér á landi við góða að- sókn. Talið er að um 15 fýrirtæki hafi greitt framleiðendum Tóku lesendur eftir sígarettuauglýsingu í Bond-myndinni „Licence to kill“? Merkingar um geymsluþol á matvælaumbúðum Geymsluþolsmerkingar sýna hversu lengi matvör- ur eru söluhæfar eftir að þær eru framleiddar. 1 Neyt- endablaðinu er gefin eftirfar- andi skilgreining á geymsluþols- merkingum: -Pökkunardagur: Sá dagur þegar vörunni er pakkað í þær neytendaumbúðir sem hún er seld í. -Siðasti söludagur: Merkir að ekki er heimilt að selja vöruna eft- ir dagsetningu síðasta söludags. Varan skal þó hafa hæfilegt geymsluþol hjá þeim aðila sem kaupir vöruna á síðasta söludegi. -Best fýrir: Gefúr til kynna lágmarksgeymsluþol vörunnar við þau geymsluskilyrði sem við eiga, en varan getur haldið eiginleikum sínum og verið neysluhæf eftir til- greint lágmarksgeymsluþol. Heim- ilt er að selja vöruna til loka þess mánaðar eða árs sem tilgreint er á umbúðum. Nánari tímamörk á geymslu- þoli eru: Fyrir kælivörur sem hafa minna en 3 mánaða geymsluþol, skal merkja umbúðir með pökkun- ardegi og síðasta söludegi. Pökk- unardag og síðasta söludag skal gefa upp sem dag og mánuð. Þetta á við um mjólk, unnar kjötvörur, pizzur og salöt og önnur viðkvæm matvæli. Aðrar vörur sem hafa mixma en 3 mánaða geymsluþol, skal merkja með síðasta söludegi, og skal þá tilgreina dag og mánuð. Fyrir vörutegundir sem hafa frá 3 til 18 mánaða geymsluþol skal merkja umbúðir með Best fýr- ir og skal þá tilgreina mánuð og ár. Vörur sem má geyma við stofuhita er ekki skylt að geymslu- þolsmerkja, en sé það gert, skal merkja með Best fýrir þannig að fram komi mánuður og ár. Framleiðandi vörunnar skal ákvarða og bera ábyrgð á geymsluþolsmerkingu hennar. Bond-myndarinnar fyrir að sýna vörur þeirra á góðum stað í mynd- inni. Til dæmis notar Bondspæjar- inn úr ffá Seiko, hann heldur mik- ið upp á eina tegund áfengis, og rafeindaleikföng hans eru frá Philips. En það sem verst þykir í þessu máli er að tóbaksfyrirtæki borgaði framleiðendum myndarinnar nær þrjátíu miljón krónur fyrir að koma Lark sígarettum á framfæri í myndinni. Mál þetta hefur valdið tals- verðum usla í Bandaríkjunum vegna þess að þar gilda strangar reglur um tóbaksauglýsingar. Thomas Luke er Bandarískur þingmaður sem situr í ráði er Qall- ar um merkingar og auglýsingar á sígarettum. Hann telur að banna eigi Bond-myndina í sjónvarpi vegna þess að hún auglýsi sígar- ettutegund. Tóbaksauglýsingar eru einnig bannaðar á Islandi. Það verður ffóðlegt að sjá hvort Islendingar komist að sömu niðurstöðu og Thomas Luke og banni Bond-myndina. Það tóbaksfyrirtæki sem um ræðir, hefur viðurkennt að hafa greitt framleiðendum Bond-myndarinnar fyrir sígarettuauglýsinguna. Einnig hefur það viður- kennt að hafa borgað fleiri aðilum fýrir sams- konar auglýsingu. Má þar nefna auglýsingu á Marl- boro í kvikmyndinni „Super- man 2“. Slíkar óbeinar auglýsingar hafa orðið æ algengari í Banda- rikjimum að sögn manna þar vestra. Eitt auglýsingafýrirtæki hefúr viðurkennt að styrkja að jafnaði um 17 kvikmyndir á ári með sígarettuauglýsingum og þess háttar. Það hefúr einnig komið í ljós að kvikmyndin E.T. tók gjald frá fýrirtæki fýrir að auglýsa sælgæt- istegund í myndinni. Of mikið notað af þvottaefni Áveðnar reglur gilda um það hvernig geymsluþolsmerk.ingum á vörum skuli háttað. Könnun sem gerð var I samvinnu Verðlagsstofn- unar og Neytendasamtak- anna hefur leitt í Ijós að fram- leiðendur þvottaefna ráðleggja fólki að nota miklu meira af þvottaefni en þörf er á. Þessar upplýsingar koma fram í Neytendaþlaðinu og þar segir einnig að besta leiðin til að vera umhverfisvænn í þvottahúsinu sé einfaldlega að nota minna þvotta- efni. Könunin, sem var gæða- og verðkönnun, náði alls til 41 teg- unda af þvottadufii í 64 mismun- andi umþúðum af ýmsum stærð- um. Verðupplýsinga var aflað í 25 matvöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu. Við verðsamanburð var miðað við að til þess að þvo eitt kíló af meðalóhreinum þvotti þurfti 10 grömm af virku efni í þvottadufi- inu. Miðað við þetta kemur Nemli í 5,2 kílóa pakkningum best út, en Jelp í 0,88 kílóa pakka er dýrast. Verðmunurinn er fjórfaldur. Atján gerðir af þvottaefnum sem voru með í könnuninni voru íslenskar. Alls voru 15 þeirra í ódýrari helmingnum. það gefur því auga leið að íslenska framleiðslan er vel samkeppnisfær við erlendar tegundir. íslenska framleiðslan er al- mennt til í fleiri verslunum og gef- ur það enn betur samkeppnishæfni hennar til kynna. Það var Iðntæknistofnun sem fengin var til að rannsaka efnis- innihald dufisins fýrir þessa könn- Nú hefur komið (Ijós að fólk notar almennt of mikið af þvottaefni. ÞJÓÐVIl. 1N Miðvikudagur 10. júlí 1991 Síða 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.