Þjóðviljinn - 10.07.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.07.1991, Blaðsíða 6
<9 Áttu grill? Sigurður A. Jónsson, forstöðumaður: Já, ég á bæði kola- og gasgríli og grilla talsvert. Kolagrillið hef ég í sumar- bústaðnum en gasgríllið heima hjá mér og þau eru bæði góö þótt gasið sé auövitað fljótlegra. Dóra Jakobsdóttir, líffræðingur: Nei, það á ég ekki, en ég fæ stundum grillmat hjá kunningjum. Eg sakna þess ekkert að eiga ekki grill, enda væri ég þá löngu búin aö fá mér slíkt. Ama Emilía Vigfúsdóttir, nemi: Nei, ég er ekki enn búin að fá mér grill þótt það hafi staðið til í 10 ár. Það er alltaf skemmtileg stemning yfir því að grilla. Sveinbjöm Hilmarsson, nemi: Já, ég á gasgrill sem er fljótlegra en á engan hátt verra en kolin. Ég grilla aðallega í góðu veöri. Helgi Zimsen, nemi: Já, ég á kolagrill sem dug- ar mjög vel. Það er gaman að grilla þegar veður er gott. Fiéttir Bornin skemmtu ser Konunglega eins og sjð má. Myndir: Kristinn. Froskur og prinsessa á róló Nú er verið að sýna leikritið „Anna ómögulega“ á öll- um helstu gæsluvöllum borgarínnar. Það er Litla leik- húsið sem stendur fyrir þessu í samvinnu við Dagvistun barna í Reykjavík. Það var glatt á hjalla í gær er leikhópurinn mætti á gæsluvöllinn við Fannafold þar sem glaður bamahópur sat í sólskininu og beið þess að leikritið byijaði. Bömin kunnu vel að meta þetta uppátæki og lifðu sig vel inn í að- stæður sögupersónanna. „Þú ert ekki alvöru prinsessa," kallaði lítil stúlka sem var með það alveg á hreinu hvemig alvöm prins- essur ættu að líta út. „Okkur datt í hug að það yrði gaman að færa leikhúsið út úr húsi og þá kom upp þessi hugmynd um að sýna á gæsluvöllum borgarinn- ar,“ sagði Jón Hjartarson, einn af leikendunum. „Það hefur ofl verið gert að fara með svona leikhús á bamaheimilin. Samt er þetta nokk- uð nýtt því þetta er fyrirferðarlítið og meðfærilegt leikverk.“ Litla leikhúsið ferðaðist einnig um gæsluvelli borgarinnar síðast- liðið sumar en þá var sýnt verk er nefhist „Tröllið týnda“. Jón sagði að það væri mjög gaman að leika fyrir böm þvi það væri aldrei að vita hvemig þau brygðust við leikverkum hveiju sinni. Leikrit þetta fjallar um Önnu litlu sem fer með pabba sínum á róluvöll. Hún er mjög feimin og óömgg og vill ekki að pabbinn skilji hana eftir á róluvell- inum. Hún kann ekki að taka þátt í leikjum bam- anna en þá hittir hún Óla sem kennir henni hvemig á að fara í prinsessuleik. Leikritið Anna ómögu- lega er samið í hópvinnu undir leiðsögn Jóns Hjart- arsonar en eins og áður sagði leikur hann eitt hlut- verkið í leikritinu.. Aðrir Ieikendur em Ragnheiður Tryggvadóttir og Emil Gunnar Guðmundsson. Leikritið Anna ómögu- lega er annað verk leikhúsins á þessum vettvangi og er þessi sýn- ing ætluð bömum á aldrinum 2-6 ára. _ I dag miðvikudag verður sýning á gæsluvellinum í Vesturbergi, á morgun í Frostaskjóli og í Ljós- heimum á föstudaginn. Sýningamar heQast kl. 14. Aðgangur er ókeypis og allir em velkomnir. -KMH Hér er froskurinn, sem gat ekki breyst f fallegan prins, aö biöja um koss frá prinsessunni. Kóngurinn og prinsinn ræöast viö. Leikritiö um Önnu ómögulegu er ætlaö bömum á aldrinum 2-6 ára, ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 10. júlí1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.