Þjóðviljinn - 10.07.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 10.07.1991, Blaðsíða 2
Hræðsla og upplýsing S föstudag birti Morgunblaðið leiðara í tilefni Aþess að unnið hefur verið að því að stofna þverpólitísk samtök gegn aðild íslands að tvrópsku efnahagssvæði, EES. Leiðarahöf- undur telur það ekki nema eðlilegt að þeir sem hafa gert upp hug sinn í því stórmáli efni til samtaka um að vinna malstað sínum fylgi. Þar á eftir muni von- andi fylgja nauðsynleg umræða um „helstu þætti mála af þessu tagi“ og slíkt sé lýðræðinu hollt. Um leið setur blaðið sig í föðurlegar áminningar- stellingar: það varar við því að í fyrri deilum um stöðulslands í heiminum hafi umræðan ekki verið á nógu háu plani, miðlun þekkingar hafi vikið fyrir „margvíslegum hræðsluáróðri“. Þetta er reyndar ekki ut í hött sagt og vítanlega er það ekki nema góð regla að forðast frumstæðan hræðsluáróður í nverju máli. Hitt er svo óumflýjanlegt að einhver „hræðsluáróður" er næstum því óhiákvæmilegur hvenær sem tekist er á um stórmál. Líka vegna þess að í dæmi sem EES og EB eru menn að reyna að rýna í framtíðina, og eins oa menn vita er „þekking" a henni mjög af skornum skammti. Menn iljóta því að deila hver um sinn líkindareikning - sott svo hver og einn reyni ( vonandi) að sækja í lann sem traustust reynslurök. En hræðsluáróður sá sem er á ferðinni í EES- málum, hann hefur hingað til að mestu komið frá aeim sem fúsastir eru til að taka upp þá viðskipta- lætti Evrópubandalagsins sem í EÉS felast. -Iræðsluáróðurinn hefur haldið því fram leynt og jóst að íslendingar muni einangrast á öllum sviðum ef þeir gerast of fastheldnir á til þessa aildandi hua- myndir um efnahagslegt sjálfsforræði. Að ógleymdri þeirri hrollvekju sem blasio hefur verið yfir landið: ef við ekki fylgjum öðrum inn í Evrópu þá verðum við „fátækasta ríki álfunnar". Albanía norðursins. En sem fyrr segir: upplýsing er nauðsyn. Leiðari Morgunblaðsins er reyndar merkilegt dæmi um að menn finna átakanlega fyrir vanþekkingu á því hvað aðild að EES þýði. Leiðarinn segir, að ef samningar akast um EES þá „þurfa stjórnvóld að efla til mikils cynningarátaks til að Islendingar geti áttað sig á )ví hvað felst í samningsdrögum: „ Hvað felst í lugsanlegum samningum um frjálsan búsetu- og atvinnuréit... Hver verður réttur útlendinga til þess að kaupa eignir hér á landi? Er um að ræða framsal á einhveiju valdi til EES osfrv?“, stendur þar. Þessar spurningar sýnast fela í sér ásókun á hendur stjórnvalda og fjölmiðla um að þeir hafi ekki staðið sig. En þær gætu líka boriö vitni um upp- gerðarsaKleysi: menn vita meira en petta um þær grundvallarreglur EB sem eiga að raða í EES. Menn þurfa ekki að láta eins og þeir hrökkvi í kút þegar minnst er á „framsal á einnverju valdi til EÉS“. Og Morgunblaðið sjálft hefur reyndar látið sína menn gera samantekt um afleiðinqar fjórfrels- isins í EES á ísland. Sú samantekt var ninsvegar öll í rósrauðum bjarma, kjarni hennar var dreginn út í formúlu á þessa leið: Nú getur Islendingur opnað tannlæknastofu í París, tryggt sig hjá Lloyds og far- ið í fiskvinnslu á Spáni - án pess að spyrja leyfís. Tengsl slíkra og þvílíkra dæma við veruleikann voru öll í skötulíki í samantektinni, sem og allt sem gæti vakið upp áhyggjur af því að fjórfrelsið hefði aðrar hliðar en greiða fyrir ábatasömu strandhöagi ís- lenskra dugnaöarmanna um alla Evrópu. Iþessum skilningi hefur Morgunblaðið verið miög samstíga þeirri einhliða kynnmgu á EB og EES sem Sjón- varpið hefur stundað. Ög svo er annað: hvers vegna á kynning að fara fram í alvöru fyrst þegar búið er að gera samnings- drög? Finnst mönnum að lagabálkar EB séu ein- hverskonar bannhelgt leyndarmál sem ekki má hrófla við fyrr en merki er gefið? ÁB. Þtqðviltinn Málgagn sósialisma þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guömundsson Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Slöumúla 37, Rvlk. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. Ekki er að marka hagvöxt. Hagvöxtur er mikið notaður sem mælikvarði á það hvemig þjóðfélögum vegnar. Mynstrið er mjög einfalt: þeim mun meiri hag- vöxtur því meiri framfarir í þjóðfé- laginu. Og ef hagvöxturinn stöðv- ast, þá er voðinn vís. Menn hafa í vaxandi mæli ver- ið að fetta fingur út í slíkan mæli- kvarða. Bæði er að menn em fusari til þess en lengst af áður að skoða hvað á bak við hagvöxt býr. Er um að ræða aukna framleiðslu á ein- hvetjum nytsömum vamingi, eða er um að ræða til dæmis vaxandi slysatíðni á þjóðvegum, sem einnig hefur þau áhrif að hagvöxtur eykst? ( hugsið ykkur umsvifin hjá bílaviðgerðamönnum og sjúkra- húsum og mörgum öðrum!) Auk þess hafa menn á það bent, að meðferð á vatni, lofti og jarðvegi og öðmm undirstöðuauðlindum, hún er ekki reiknuð með í hagvöxt. Það er því auðvelt að verða sér úti um rammfalskan hagvöxt, sem byggir á rányrkju ( t.d. á skóglendi eða fiskimiðum) sem gefúr vel af sér í kannski tíu-tuttugu ár, en síð- an kemur mikið hmn. Fimm framfararíki! í bandariska vikuritinu News- week var ekki alls fyrir löngu birt klausa sem lýsir því í raun mjög skemmtilega hve hæpið er að skoða gagnrýnislaust skýrslur um hagvöxt. Klausan segir ffá því í stuttu máli, hvaða fimm ríki heims hafi búið við mestan meðalatals- hagvöxt á áratugnum 1980 til 1989. Og hún segir líka ffá því, hvaða fimm ríki hafi staðið sig verst, það er að segja, þau stóðu ekki barasta í stað, þeim fór aftur. Það hlýtur að koma flestum á óvart hvaða fimm ríki lenda efst í þessari upptalningu. Ekkert þeirra er í hinum iðnvædda, þróaða og lýðræðislega hluta heims. Sem stafar vitaskuld af því meðal ann- ars, að sá heimur ffamleiðir svo mikið, að hvert prósent í hagvexti er mjög þungt að magni til. En áð- ur en lengra er haldið skulu þessi rlki upp talin: Oman 12,8% á ári Botstwana 11,3% Kína 9,7% Suður-Kórea 9,7% Bhutan 8,1% Öll eru þessi ríki í þriðja heim- inum svonefnda. Ekkert af þeim er svosem ffægt fyrir lýðræðislega stjómarháttu ( þó mun Botswana að mörgu leyti búa við þekkilegra stjómarfar en obbinn af öðmm Affíkuríkjum). Mætti í því sam- hengi halda áfram glannalegum ályktunum og segja sem svo , að það sé ekkert samhengi á milli lýð- ræðis og hagvaxtar! Hvað er á bak við? En Iátum svo vera. Listin yfir þau fimm ríki sem best stóðu sig á hagvaxtarmælikvarðanum minnir fyrst og fremst á það, að hagvaxt- artölur segja fátt eitt, einar og sér. Það verður að skoða hvað felst á bak við hvert dæmi. Til dæmis er líklegast, að kóngsríkið litla í Him- alajafjöllum, Bhutan, hafi komist á skrá vegna þess, að þar em umsvif öll í atvinnulífi sem á skýrslur komast svo lítil, að ekki þarf nema tvö þijú fyrirtæki taki til starfa á áratug, þá hafa allar ffamleiðslutöl- ur rokið upp úr öllu valdi. I Bots- wana má búast við því að náma- gröftur hafi aukist stórlega og af- leiðingamar em svipaðar og í Bhutan. 1 Kina ( eina ríkinu undir kommúnistastjóm sem á blað kemst) urðu vemlegar breytingar ffá kommúnubúskap og fleiri til- raunum til margskonar einkafram- taks í smáum stíl. Ekki emm við svo minnugir að geta skýrt það, hvað kom fynr furstadæmið Oman á Arabíuskaga sem setti það fá- heyrða ríki efst á blað í hagvexti. En það liggur beinast við að ætla að þar hafi verið farið að dæla upp olíu í auknum mæli eða eitthvað í þá vem. Suður-Kórea er svo eina ríkið sem í hóp „fimm bestu“kemst, sem maður gæti fyr- irffam búist við að sjá þar, en þar hefur orðið feiknalegt uppgos í iðnaði á næstliðnum áratug. Þeir sem töpuðu Þá er að skoða þá sem töpuðu í samanburðarfræðum þeirra sem tóku saman Þróunarskýrslu heims- ins (World Development Report) sem klausan í Newsweek er byggð á. En þau em þessi, öll með ,jiei- kvæðan hagvöxt": Trinidad/ Tobago -5,5% Sameinuðu fursta- dæmin - 4,5% Sádi Arabía -1,8% Nicaragua - 1,6% Niger -1,6% Hér em Iíka ýmsar fúrður. Eftir allt talið um efnahagslega stöðnun í kommúnistaríkjum gæti maður ætlað að þau væm hér efst á blaði. Svo er ekki. Eina „rauða ríkið“ sem hingað kemst er Nicaragua, en þar geisaði borgarastyrjöld mest- allan skýrslutímann. Eitt ríki virð- ist komið á þennan lista í takt við almennar fréttir, en það er Niger, eitt af fátækustu ríkjum Afríku og staðsett á illræmdu þurrkabelti. En svo geta menn rekið upp stór augu þegar þeir sjá, að tvö af langríkustu ríkjum heims, olíu- veldin á Arabíuskaga, Sádi- Arabía og Sameinuðu arabísku fursta- dæmin, em hér hátt á blaði. Sem minnir, sem fyrr segir, enn og aftur á það, hve takmarkaðar upplýsing- ar um efnahag em á bak við svona samanburðartölur. I þeirra dæmi hefur það væntanlega gerst, að þau hafa ákveðið að dæla ekki upp sinni olíu með sama hraða og áður. Og kannski hefúr það líka komið til að fúrstamir sem ráða í þessum löndum hafi verið búnir að byggja flestar glæsihallir sínar áður, sem og banka og flugstöðvar, og því hafi orðið vemlegur „samdráttur í atvinnulífi" á þessum slóðum. Aksturstæknileg atriði Að lokum þetta: Ekki verður of oft yfir því kvartað að um alla fjöl- miðla breiðist út sú árátta að tala „fræðilega" um allan skrattann. Nýlegt dæmi úr útvarpsþætti þar sem m.a. var rætt um brýr og vegi, nytsemd og fegurð í slíkum mann- virkjum. Vegagerðarmaður hafði orðið og lýsti hugsjónavegi sínum á þá leið að „vegferillinn sé hag- stæður aksturstæknilegum atrið- um“. Jamm, mikill er andskotinn. Hér er vitanlega átt við veg sem þægilegt er að aka, það er allt og sumt. Eitt dæmi af átján og hundr- að og átján... ÁB. ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 10. júlí 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.