Þjóðviljinn - 10.07.1991, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.07.1991, Blaðsíða 7
—?-------------------------------------- Astand sjávar gott Skýrsla Hafrannsóknastofnunar sem kynnt var í gær er á marg- an hátt svört. Þorskstofninn er með lakasta móti og ýmsar aðr- ar tegundir lélegar. Við njótum þó góðs af sterkum ýsuárgöng- um og bjartsýni ríkir um stofnstærð humars og rækju. Ýmislegt bendir til þess að rofa muni til og horfa sérfræðingar þá aðallega á gott ástand sjávar í dag; bæði er hitastig með betra móti og átumagn er gott. Ef fram fer sem horfir gætu næstu fiskárgangar komið Síminn alltaf að bila Undanfarið hefur orðið vart tíðra bilana í símakerfum landsmanna. Um helgina rofn- aði alit símasamband við Vest- Grði þrátt fyrir að um tvöfalt kerfi sé þar að ræða. Einnig rofnaði taisamband við útlönd afaranótt sunnudags. Að sögn Þorvarðar Jónsson- ar, framkvæmdastjóra tæknisviðs Pósts og síma, eru orsakir sam- bandsleysisins vestur á firði tví- þættar. I fyrsta lagi varð bilun í aðalkerfmu sem alltaf getur komið fyrir. Varakerfíð var aftur á móti ekki hægt að taka notkun vegna rafmagnsleysis. Hluti Reykvikinga mátti einnig búa við það hluta helgarinnar að vera sambandslausir út fyrir sitt síma- svæði. Astæðan fyrir því var að sögn Þorvarðar bilun i langlínu- stöð uppi í Breiðholti. Símasambandslaust var og við útlönd vegna einhverrar bil- unar í stýringu á geisla frá loft- neti sem verið var að gera við þá stundina. Þorvarður telur að or- sökin fyrir þeirri bilun hafi ekki verið tæknilegs eðlis, heldur hafi verið um mannleg mistök að ræða. -sþ Arferði í sjónum við Island er einkum metið af gögnum sem safhað er í vorleiðöngrum ár hvert. Það er flókið samspil margra mis- munandi þátta sem hefur áhrif á fæðukeðjuna og á vöxt og viðgang nytjastofiia á miðunum. Rannsókn- ir undanfarinna ára benda til þess að hlýsjór á norðurmiðum stuðli oftast að aukinni frumffamleiðni og átumagni sem aftur eykur lík- umar á góðri nýliðun og viðgangi nytjastofrianna. í heild sinni sýna niðurstöður vorleiðangursins 1991 gott ástand sjávar og lífrikis á Islandsmiðum. Utbreiðsla hlýsjávar er mun meiri á norðurmiðum en á árunum 1988- 1990, en þá ríkti þar kaldur pólsjór og svalsjór. í vor var átumagn yfir meðallagi fyrir Norðurlandi og þar virtist voraukning átunnar fylgja vorkomu gróðurs. Tillögur Haffannsóknastofnun- ar um að draga úr þorskafla eru reistar á því að draga muni úr bæði veiði- og hrygningarstofnum ef haldið verður áfram að veiða sama magn og gert hefúr verið undanfar- in ár. Ef veidd verða 200 þúsund tonn árin 1992-1993 er áætlað að veiðistofninn hafi vaxið úr 850 þúsundum upp i 970 þúsund tonn árið 1994. Ef menn halda áffam að veiða um 300 þúsund tonn árlega verður stofninn kominn niður í 730 þúsund tonn árið 1994. Haffann- sóknastofnun hefúr valið að fara milliveginn og ráðleggur 250 þús- und tonna afla en telur að með því sé varla raunhæft að byggja upp stofninn, nema til komi einhver bati í nýliðun ffá því sem verið hefur. Hafrannsóknastofnun gagn- rýnir og i skýrslu sinni að sókn í þorsk hafi verið alltof hörð síðustu árin þrátt fyrir ítrekaðar ráðlegg- ingar um að dregið verði úr sókn og með því móti sé ekki hægt að byggja upp stofninn þannig að fleiri árgangar verði í veiðistofni og hrygningarstofh vaxi. Sem fyrr er það stóri árgangur- inn ffá 1985 sem er uppistaðan í ýsuaflanum 1991. Argangamir ffá 1986-1988 eru allir taldir mun minni en meðalárgangur, en ár- gangamir ffá 1989 og 1990 virðast hins vegar mjög stórir. í Ijósi þess- ara upplýsinga leggur Hafrann- sóknastofiiun til að ýsuaflinn á fiskveiðiárinu 1991/92 fari ekki fram úr 50 þúsund tonnum. Hins vegar bendir allt til þess að auka megi ýsuaflann í 60- 70 þúsund tonn á ári 1993 og 1994. I þessari nýju úttekt er veiði- stofn ufsa áætlaður um 50 þúsund tonnum minni í ársbyrjun 1991 en gert var ráð fyrir í síðustu úttekt sumarið 1990. Nú er að bætast í veiðistofninn lélegur árgangur frá árinu 1986 sem saman stendur af árgöngum sem einnig em undir meðallagi. Því er ljóst að draga þarf allnokkuð úr veiðum á næst- unni vegna minnkandi stærðar stofnsins. Hafrannsóknastofnun leggur því til að leyfilegur há- marksafli af ufsa á fiskveiðiárinu 1991/92 fari ekki yfir 70 þúsund tonn, samanborið við 90 þúsund tonna áætlaðan afla árið 1991. Heildaraflinn á loðnuvertíðinni 1990/91 var aðeins 311 þúsund tonn eða um þriðjungur þess sem vænst hafði verið. Þetta er vegna þess að árgangur 1988 skilaði sér ekki í samræmi við mælingar sem gerðar vom á stærð hans árið 1989. Sama gerðist á vertíðinni 1989/90 varðandi árgang 1987, en þá var stærð veiðistofhsins minni en búist hafði verið við. Líklegt er talið að í báðum tilfellum stafi þetta af slæmu árferði á uppeldisslóðum loðnunnar norðanlands. Mælingar á stærð 1989 árgangsins, sem gerð- ar vom í ágúst 1990, benda til þess að hann sé mjög lítill eða næst- minnstur ffá upphafi ágústmæl- inga. Enda þótt umhverfisaðstæður á loðnuslóðum hafi farið batnandi undanfarið er lagt til að loðnuveið- ar verði ekki leyfðar fyrr en að undangengnum mælingum á stærð veiðistofhsins haustið 1991. -sþ Pappírinn skorinn niður að form sem við höfum á toll- og skattskýrslum verð- ur úr sögunni innan tíðar, beri tilraunir um pappírslaus viðskipti tilætlaðan árangur. Síð- ustu daga hafa staðið yfir próf- anir á viðskiptasendingum í gegnum tölvu- og símkerfi á meðal nokkurra fyrirtækja og hagsmunaaðila sem eru vongóðir um að minnka megi pappírsflóð í hvers kyns viðskiptum. Pappírslaus viðskipti með þessum hætti gefa möguleika á gíf- urlegri hagræðingu og spamaði hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þau fara þannig ffam, að skjöl eru send símleiðis á milli tölva í stað þess að þrykkja gögnum á pappír og senda í því formi. Þannig verður mun betri nýting á gögnum sem þegar hafa verið skráð í tölvu, en talið er að 80% útprentunar úr tölvukerfúm sé slegið inn í önnur kerfi. Auk þess getur tími og kostnaður vegna sendinga minnk- að talsvert. Kostnaður við send- ingu skjala verður mjög mismun- andi, en almennt verður hann held- ur meiri en við notkun símsendis (fax). Möguleiki er á miklum spamaði í vörusendingum á milli landa, en hér á landi er pappírs- kostnaður vegna slíkra sendinga um 6,4 miljarðar króna á ári. Þeir sem standa að verkefni um pappírslaus viðskipti em fjármála- ráðuneytið, SkÝRR, Netverk hf, Póstur & sími, Strikamerkjanefhd, EDI- áhugafélagið og svokölluð ICEPRO- nefnd um bætt verklag í viðskiptum. Saman leggja þeir 5,8 miljónir króna í verkeftiið og á því að ljúka um næstu áramót. Tölvuvæddar þjóðir reyna í auknum mæli að nýta sér þessa tækni. Sem dæmi era sendar um 20 þúsund tollskýrslur á viku í gegnum þetta kerfi í Noregi og era það um 40% af öllum tollskýrslum á Oslóarsvæðinu. Búist er við að 200 störf af 350 leggist af í norska Samkomulag vegna samstarfsverkefnis um papplrslaus viðskipti var undirritað 1 gær. Mynd: Kristinn. tollinum af þessum sökum. Að- spurður sagðist Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri VI, ekki hafa áhyggjur af afstöðu íslenskra verkalýðsfélaga vegna þessa, því einfaldlega væri verið að skapa ný störf og fækka öðrum minna spennandi. Pappírslaus viðskipti eiga vita- skuld við um flestar tegundir við- skipta og skjalaflutninga. Sé litið á íslenskt pappírsflóð má nefha að Qórar miljónir pappírsblaða koma til geymslu í tollstjóraembættinu á hveiju ári. Þannig verður pappírs- spamaður ekki aðeins hagræðandi, heldur ekki síður umhverfisbæt- andi -þóm Vinsælt hjá litlum fyrirtækjum að kaupa vask-bíla Innflutningur á bílum eftir tegundum Gífurleg aukning hefur orð- ið í innflutningi sendibíla fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Inn- flutningur sendibíla var 158 pró- sent meiri á tímabilinu janúar til apríl í ár miðað við sama tíma 1990. Innfiutningur fólksbíla jókst um 46 prósent á sama tíma og innfiutningur á fjórhjóla- drifnum bílum jókst um 82 pró- sent en innfiutningur vörubíla einungis um 24 prósent. Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins, sagði að hluti skýringarinnar á þessari miklu aukningu væri að flokkun bílanna hefði verið breytt. Þannig teljast flestir skutbílar ekki lengur til vörabíla heldur til sendi- bíla, þá era þeir fólksbílar sem breytt hefur verið ytra í sendibíla nú flokkaðir sem sendibílar en töldust áður bara fólksbílar. Réttara væri því að leggja saman innflutn- ingstölur á vörabílum og sendibíl- um til að fá út réttari tölu. Þetta er gert á meðfylgjandi línuriti. Þá kemur í ljós að fyrstu fjóra mánuði ársins 1990 vora fiuttir inn 347 vöra- og sendibílar miðað við 792 slíka bíla i ár á sama tíma. Þetta er aukning upp á ein 128 prósent sem en mun meira en aukningin í inn- flutningi annarra bíla. Þá ber líka að athuga það að þeir bílar sem er breytt úr fólksbílum í sendibíla hérlendis teljast fólksbílar í inn- flutningsskýrslum. Fyrstu fjóra mánuðina í ár vora fluttir inn 694 sendibílar borið saman við 268 bíla í fyrra. Stór hluti bílanna er notaður, þannig vora fluttir inn 157 notaðir sendi- bílar fyrstu fimm mánuði ársins en 662 nýir sendibílar á sama tíma. Líklegt er að eitthvað dragi úr innflutningi notaðra bíla eftir 1. júlí því þá var tollalögunum breytt. Tollar á sendibílum lúta nú sömu tollaákvæðum og fólksbílar. Þetta þýðir að bílamir era tollaðir miðað við upphafsverð (fob) þeirra frá verksmiðju að ffádregnum aldri þeirra eftir ákveðinni reglu. Áður vora greiddir tollar af sendibílun- um eftir reikningi einsog reglan var hér áður fyrr með alla bíla. Líklegt er því að einstaklingar sem ekki stunda bílasölu flytji inn mun færri notaða bíla en áður. Önnur skýring á auknum inn- flutningi sendibíla umffarn aðra bíla er að nú geta fyrirtæki dregið virðisaukaskattinn af bílunum frá útskatti sínum, það er að segja virðisaukaskatturinn telst sem inn- skattur hjá þeim. Bjöm Olafsson, sölustjóri Skoda hjá Jöfri, sagði að hjá sínu fyrirtæki gætu menn fengið virðis- aukaskattinn á víxli þannig að ekki þyrftu að fara peningar manna á milli þess vegna. Hann sagði að það væra mest lítil fyrirtæki sem keyptu vask-bílana og að nokkur aukning hefði orðið í sölu á slíkum bílum í ár. Hann sagði til dæmis að í byijun hefði Jöfur flutt inn fólks- bíla sem breytt hefði verið í sendi- bíla í verksmiðjunni en að hún hefði ekki haft undan. Því breyttu þeir bílunum nú sjálfir. Til þess að bíll teljist sendibíll mega ekki vera í honum aftursæti og í honum þarf að vera skilrúm. Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, var sammála því að aukn- ing hefði orðið í sölu þessara bíla á árinu en Helgi Ingvarsson, ffam- kvæmdastjóri hjá Ingvari Helga- syni, sagði að salan væri í meðal- lagi. Hann sagði að sala vask-bíla hefði aukist mikið fyrst eftir breyt- inguna en að þetta væri nú að kom- ast í jafnvægi. Breytingar á fólks- bílum í sendibíla sagði hann að hefðu nánast dottið alveg niður upp á síðkastið. -gpm Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 10. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.