Þjóðviljinn - 17.07.1991, Síða 2

Þjóðviljinn - 17.07.1991, Síða 2
Er íslenskt fullveldi annað en norskt? Þegar EES, Evrópska efnahagssvæðið, er á döf- inni, skýtur sú spurning upp kolli fyrr en síðar, hvort sá samningur feli í sér skerðingu fujlveldis. Framsal löggjafarvalds.til yfirþjóðlegra stofnana. Við þessari spurningu bregðast menn með misjöfn- um hætti. Stundum er settur upp sakleysissvipur eins og gert var í leiðara Morgunblaðsins á dögun- um, þar sem talað var um nauðsyn þess að upplýsa fólkið. Til dæmis um það hvort verið væri að skerða fullveldið eða ekki með EES- samningum? Með öðr- um orðum: svo er látið sem hér sé á ferð eitthvert leyndarmál sem erfitt er að átta sig á. Algengara er það þó, að þeir sem ákafastir eru í að ná samningum um EES neiti því að þeir feli í sér nokkuð það sem heitir framsal á löggjafarvaldi, skerðing fullveldis. Gott dæmi um þetta var málflutn- ingur Jóns Baldvins Hannibalssonar í sjónvarpinu á dögunum. Hann kaus að búa til eftirfarandi flækju: íslendingar eru ekki að afsala sér einu né neinu með aðild að EES, vegna þess að, eins og ráðherrann sagði, „við sækjumst sjálfir eftir“ samkomulagi um EES. Það er enginn að neyða okkur til neins, segir hann. Alþingi verður að samþykkja samningsdrög. En eins og hver maður sér er hér um næsta skammgóðan vermi að ræða. Vitanlega heldur því enginn fram að Alþingi geti ekki hafnað hvort sem væri samningum um EES eða öðru því sem utanrík- isráðherra hefur haft á sínum prjónum. En það er fá- ránlegt að setja dæmið upp með þeim hætti, að fyrst ráðherrar „sækjast eftir" EES (þjóðin hefur ekki verið spurð um það beinlínis) þá geti ekki verið um neitt það að ræða sem heitir afsal fullveldis. Það hefur enginn haldið því fram að þjóðir glutri niður fullveldi sínu og sjálfstæði með því móti einu að farið sé að þeim með hervaldi. Það er til dæmis gamalt bragð úr sögunni, þegar eitthvað slíkt er á seyði, að koma asna klyfjuðum gulli inn fyrir borgarmúrana. Og það er með mörgu móti hægt að draga svo úr viðnáms- þrótti þjóða að þær trúi því að þeim sé best borgið „innan hinna stóru heilda" og gefi af fúsum og frjáls- um vilja upp þá sérvisku að standa á eigin fótum. En söm er gjörðin: afsal fullveldis er afsal fullveldis. í rauninni er þessi deila um það hvort „fjórfrelsið" í EB, sem EES yfirtekur, sé jafngilt afsali fullveldis næsta fáránleg þegar litið er til nágranna okkar Norðmanna. Þeir virðast aldrei hafa verið í vafa um það hvað er á seyði. Þetta kemur eina ferðina enn skýrt fram í fréttaskýringarpistli í Morgunblaðinu um síðustu helgi, en þar segir frá áhrifum EES-við- ræðna á stjórnmál í Noregi. í greininni stendur þetta hér skýrum stöfum: „Þegar EES-samningarnir liggja fýrir og koma til atkvæða í norska þinginu nægir ekki einfaldur meirihluti (til að samþykkja þá). í norsku stjórnarskránni er að finna lagagrein sem kveður á um að lög eða samningar sem skerða fullveldi landsins verði að fá 3/4 atkvæða í Stórþinginu og fellur samningurinn um EES undir þá grein vegna ákvæða hans um yfirþjóðlegt vald.“ Með öðrum orðum: Norðmenn, einnig þeir stjórn- málamenn sem áhugasamir eru um EES, eru ekki að flækja málin að óþörfu og rugla almenning í rím- inu. Þeir viðurkenna að ákvæði um „yfirþjóðlegt vald" jafngildi skerðingu á fullveldi. Þeir ætla sér að bíta í það súra epli og kyngja bitanum. En á íslandi skal sem flest í Evrópumálum vera sem lengst í þoku og móðu - það er þessvegna sem utanríkis- ráðherra og þeir sem hugsa með svipuðum hætti taka á sig stóran sveig um leiö og fullveldi landsins ber á góma, vilja ekki við neinn ugg um það kann- ast. ÁB. Þióðviltinpj Málgagn sósfalisma þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiösla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvlk. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr. Forsætisráðherra í samtalsbók Fyrir skömmu barst í hendur klippara samtalsbók við Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Sví- þjóðar. Það er forlagið Tiden sem gefur bókina út, en spyrillinn er Göran Fárm, blaðamaður frá Norr- köping. Bókin er hugsuð sem framlag í kosningabaráttuna vegna kosninganna sem fram fara í Sví- þjóð í haust og er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. I fyrsta lagi eiga íslenskir kjósendur aldrei kost á bókum af þessu tagi og má raunar segja að það einkenni ís- lensk stjómmál hve þögulir margir stjómmálamenn em um ýmis pól- itísk gmndvallaratriði. í annan stað er bókin áhuga- verð vegna þess að hún dregur fram ákaflega skýran mun á milli pólitískrar framsetningar Ingvars annars vegar og þess hvemig ís- lenskir stjómmálamenn tjá sig um málin. Og síðast en ekki síst er fróðlegt að lesa klausur sem í end- ursögn er þannig: „Okkur hefur tekist að jafna efnhagslegar að- stæður, grunnmenntun og svo framvegis. En ef það er þannig að okkur hefur ekki tekist að skapa réttláta möguleika allra til að lifa innihaldsríkara Iífi. Ef það er - sagt á dálítið einfaldan máta - þannig að verkafólk sest við víd- eóið en einungis yfír- og milli- stéttin fer í leikhús, þá er ljósl að okkur helúr mistekist. Nú held ég að vísu, að þetta sé ekki svona slæmt. Ég held að bóklestur sé al- mennari meðal bama, einnig leik- hús og tónlist, en það var þegar ég var að alast upp. Ahuginn á menn- ingu ræðst mjög af þeim áhrifum sem böm verða fyrir, t.d. áður en þau koma í skóla, sem þýðir að foreldrahlutverkið hefur afar mikla þýðingu. Við héldum að menningarleg- ur jöfnuður myndi nást þegar við byggðum upp gmnnskólakerfið en andstæðumar skapast miklu fyrr, og liggja dýpra en við héldum. Það er ein ástæðan fyrir því að dagvistir fyrr böm em svo þýðing- armiklar. Þær eiga ekki að vera eingöngu geymslustaður á meðan foreldramir em í vinnu, innra starf þeirra verður að vera þannig að öll böm, án tillits til aðstæðna þeirra að öðru leyti, eigi möguleika á að þroska hæfileika sína.“ Sósíalisminn í vanda Þeir em ekki margir íslensku stjómmálamennimir af karlkyni sem opinberlega hafa rætt mál af þessu tagi og líklega myndu flestir reka upp stór augu og sperra eyru ef íslenskur forsætisráðherra léti sér annað eins um munn fara: Dag- vistir eiga að vera þroskandi og jafna aðstöðu bama! Einhverjir Moggapennar yrðu líklega ekki lengi að sjá í þessu bæði guðlast og guðlausan kommúnisma — allir í sama mótið - og þar fram eftir götunum. Og er þá rétt að líta á spum- ingu úr allt annarri átt, en blaða- maðurinn spyr Ingvar Carlsson hvemig hann bregðist við þegar hægri menn segi, eftir fall komm- únismans í Austur-Evrópu, að gjaldþrot kommúnismans snerti jafnaðarstefnuna; sósíalisminn sé þegar allt kemur til alls aíurð sama huga. Þá svarar Ingvar Carlsson: „Þetta er álíka óréttlátt og ef ég spyrti saman Bildt og Pinochet (formann hægri flokksins í Svíþjóð og einræðisherra Chile - innsk. Þjv.) eða aðra hægrieinræðisherra sem kalla sig íhaldssama. Allt mitt líf hef ég verið mjög nákvæmur og alltaf talað um „lýðræðislegan sósíalisma“ vegna þess að komm- únisminn hefur fyrir mér alla tíð verið hatursfullt þjóðfélagskerfi. í þessu efni hef ég alltaf talað mjög skýrt. Og það erum jú við jafnað- armenn sem höfum orðið að beij- ast af mestum ákafa gegn komm- únistum, t.d. úti á vinnustöðunum. Þrátt fyrir þetta má spyija sig þeirrar spumingar hvort fall kommúnismans í Austur-Evrópu hafi spillt fyrir jafnaðarstefnunni - fyrst og fremst í Austur- og Mið- Evrópu - hversu óréttlátt sem það kann að hljóma. í Þýskalandi sjá- um við þá mótsetningu að Kristi- legum demókrötum, sem störfúðu allan tímann í kommúníska kerfinu og vom einskonar leppfiokkur eða hvað maður getur kallað það, gengur nú betur en jafnaðarmönn- um sem vom bannaðir. Það er með öðmm orðum mögulegt að hugtak- ið sósíalismi hafi skaðað jafnaðar- menn í bráð en ég er sannfærður um að það gerir það ekki í lengd.“ Blaðamaður spyr: Myndi verkalýðshreyfingin (Þegar sœnskir jafnaðarmenn tala um verkalýðshreyfmguna eiga þeir bæði við Jlokk og verkalýðsfélög - innsk.) ekki grœða á því að hœtta að nota orðið sósíalismi en nota í staðinn bara jafnaðarstefna? „Mér sýnist við hafa skýrt þetta vel í stefnuskránni. Við höf- um aldrei samþykkt þá einföldu skilgreiningu á sósíalisma að hann sé aðeins félagsleg eign. Markmið okkar em frelsi, jafnrétti og bræðralag. Þessi hugtök munu ekki breytast. Hinsvegar munu að- ferðimar við að ná þessum mark- miðum þróast og breytast. í þeim efnum hafa jafnaðarmenn alltaf verið lausir við kreddur og reiðu- búnir til endurmats. Ég get nefnt mál eins og um- hverfismál. Það er ekki hægt að leysa umhverfisvandamálin með því að sleppa markaðsöflunum lausum, og þú getur ekki mætt þörfum bafna á viðunandi hátt með því að láta einkafyrirtæki sjá um bamagæslu og foreldratrygg- ingar. „Markaðsöflin“ njóta nú hylli og það gætir tilhneigingar til að víkja sér undan pólitískri ábyrgð. En þessi dæmi sem ég hef hér nefnt, sýna að það em stjómmálin sem skapa tryggingar og réttlæti. Minna af pólitík mundi ekki síst koma illa við margar konur. Það er engin tilviljun að við höfúm fengið aukið fylgi kvenna því þessi sjón- armið geta jafhaðarmenn einir var- ið og þróað. Hliðarverkanir markaðslög- málanna myndu einnig fara mjög illa með stórborgimar ef litið er á umhverfið, samgöngur og aðstöðu bama. Á grundvelli þessara mála eiga jafnaðarmenn mikla mögu- leika á auknu fylgi.“ Hvað eiga þeir sameiginlegt? Sósialdemókratar í Svíþjóð og Alþýðuflokkurinn - Jafnaðar- mannaflokkur íslands em taldir bræðraflokkar, en þegar borin em saman viðhorf sem talsmenn flokkanna setja fram fer maður ósjálfrátt að spyija hvað flokkamir eigi raunverulega sameiginlegt annað en nöfhin og andstöðuna við kommúnista. Eitt er að minnsta kosti vist að sænskir jafnaðarmenn fá ekki íslensk „flokkssystkin“ sín til að slást í förina gegn markaðs- öflum og hægri pólitík um þessar mundir. hágé. ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. júlí 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.