Þjóðviljinn - 17.07.1991, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 17.07.1991, Blaðsíða 13
 Mengunin í umhverfisráðuneytinu SMÁFRÉTTIR Hreinsunarferð í Engey Náttúrvemdarfélag Suður- nesja verður með hreinsunarferð í Engey á fimmtudagskvöld. Þetta er önnur ferð félagsins út í Engey núna í júlí til að hreinsa strendur eyjarinnar. [ fyrri ferð- inni var allt plast hreinsað og far- ið með það í land. Nú er ætlunin að hreinsa við af fjörum og koma honum upp á eyjuna, þar sem gróður mun síðan vinna á rekan- um. Eftir hreinsunina verður farið í skoðunarferð um eyna. Lagt verður af stað frá Grófarbryggju kl. 20.30, við ferjulægi Akraborg- ar. Ferðin kostar ekkert. Þroskaheftir á ólympíuleika 18 manna hópur þroska- heftra einstaklinga ásamt farar- stjórum og þjálfurum heldur í dag á Ólympíuleika þroska- heftra, sem haldnir verða í Minn- eapolis í Minnesota í Bandaríkj- unum. Þetta eru stærstu leikar þroskaheftra í heiminum og verða þátttakendur 6000 frá 90 þjóðum og er sjónvarpað beint frá leikunum víða um heim. Keppt er í sundi, fótbolta og frjálsum íþróttum. (slensku þátt- takendumir koma frá Sólheimum f Grímsnesi, Selfossi, Mosfells- bæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík, Garðabæ, Seyðis- firði, Siglufirði og Akureyri. Evrópumót æskunnar 27 manna hópur keppenda og flokksstjóra fer í dag til Brussel til að taka þátt f Evrópu- móti æskunnar, sem haldið verður þar dagana 17. til 21. júlf. Þetta er í fyrsta skipti sem (sland tekur þátt í þessu móti. Kepp- endur eru á aldrinum 14 til 17 ára og taka þeir þátt (frjálsum íþróttum, sundi, tennis og borð- tennis. Allar þjóðir Evrópu senda þátttakendur á mótið, sem haldið er í tengslum við 60 ára afmæli Baldvins Belgíukonungs 21. júlí. Fararstórar verða Ágúst Ásgeirs- son og Kolbeinn Pálsson, stjóm- armenn í ólympíunefnd íslands. íslenskar kvikmyndir Sveinn Einarsson dagskrár- stjóri mun tala um íslenskar kvik- myndir í Opnu húsi í Norræna húsinu annað kvöld, fimmtudag, kl. 19.30. Hann rekur íslenska kvikmyndasögu og segir frá sjónvarpsmyndagerð. Sveinn talar á sænsku og tekur fyririest- urinn um 45 mínútur. Eftir kaffi- hlé verður sýnd kvikmynd Guð- nýjar Halldórsdóttur, Kristnihald undir jökli, á myndbandi. Opna húsið er á hverjum fimmtudegi og er einkum ætlað norrænum ferðamönnum en öllum er heim- ill aðgangur, sem er ókeypis. Langa ferðin á Kjöl Hið íslenska náttúrufræðifé- lag fer í löngu ferðina á Kjöl dag- ana 25. til 28. júlí. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni um kl. 9 á fimmtudag og komið aftur um kl. 22 á sunnudag, ef áætlun stenst. Gist verður á Hveravöllum í þrjár nætur. Gist- ing í skála kostar 600 kr. á mann og nótt en tjaldstæði 300 kr. Böm 12 ára og yngri fá ókeypis gistingu. Ferðin sjálf kostar 5100 kr. og 2500 fyrir börn. Skála skal panta tímanlega. Tekið á móti ferðapöntunum á skrifstofu HÍN við Hlemm (sama hús og Nátt- úrufræðistofnun) 5. hæð, fyrir hádegi þriðjudaga og fimmtu- daga, eða f síma 91-624757. Sumartilboð leigubílstjóra Leigubílstjórar á Reykjavík- ursvæðinu og á Aðalstöðinni í Keflavík bjóða nú sérstakt sum- artilboð á ferðum á milli Reykja- víkursvæðisins og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Tilboðið gildir til 30. september. Eins til fjögurra farþega bíll kostar 3.500 kr. en fimm til sjö farþega bíll 4.200. Sama verð gildir allan sólar- hringinn. Embættisfærslur ráðherranna í ríkisstjóm fjármagnsins em margar hverjar vægast sagt afar sérkenni- legar, einkum og sér í lagi þó ráð- herra Alþýðuflokksins, sem virðast leggja ofurkapp á að rústa velferð- arkerfið. Þannig virðist heilbrigðis- ráðherra telja það höfuðhlutverk sitt að leggja skatta á sjúka og aldraða, enda fékk hann ráðherraþjálfun sína í fjármálaráðuneytinu. Utanríkisráð- herrann ráfar um með EES-blik í augum, staðráðinn í að framselja ís- lenskt fullveldi afkomendum Hansakaupmanna, hvort sem þjóðin vill það eður ei. Iðnaðarráðherrann endurtekur stöðugt sömu setning- una: ég á mér draum um að samn- ingar um nýtt álver verði undirritað- ir á næstunni, en virðist ekki vita að eitthvað er til sem heitir íslenskur iðnaður. Og þá er það umhverfisráðherr- ann sem er til umfjöllunar í þessum pistli. Hlutverk Eiðs hjá krötum hefur lengi verið hálf eyðilegt. Ný- græðingar hafa verið dubbaðir upp í ráðherrastóla en Eiður gamli hefur ætíð setið eftir sem óbreyttur þing- maður. Til að leysa þetta vandamál Lárétt: 1 heiðarieg 4 ramma 6 þjóta 7 niðrun 9 málmur 12 örk 14 fljót 15 dauði 16 níska 19 dugleg 20 náttúra 21 slíti Lóðrétt: 2 sefa 3 merki 4 hviða 5 fitla 7 hefur 8 batnir 10 mælti 11 smáir 13 sáld 17 álpaðist 18 virði ákváðu kratar að mynda ríkisstjóm með Davíð, þar sem ljóst var að þeir fengju þá fleiri ráðherrastóla. Þrátt fyrir það voru horfumar á því að Eiður fengi ráðherrastól ekki góðar. Verkalýðsforinginn á Suður- nesjum taldi sig alveg eins vel að stólnum kominn og hafði formaður- inn handsalað honum stólnum. Þá var Eiði nóg boðið og handsalið varð jafhmikils virði og heiðurs- mannasamkomulag í Viðey og Brussel. Eiði var svo komið fyrir í um- hverfismálaráðuneytinu, enda talið að minnst myndi mæða á honum þar því hlutverk ráðuneytisins var jafnóljóst og hlutverk Eiðs í stjóm- málunum. Öllum að óvömm er Eið- ur hinsvegar allt í einu í aðalhlut- verki. Fyrst lenti hann í rimmu við landbúnaðarráðherrann um skóg- ræktina. Þeirri rimmu er enn ólokið og telja menn að málið verði saltað þannig að óbreytt fyrirkomulag verði í skógræktarmálum á þessu kjörtímabili. Þá var röðin komin að því að gera iðnaðarráðherra smágreiða fyr- ir stuðning hans við að koma Eiði í Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 máta 4 bákn 6 sía 7 riss 9 smán 12 kafla 14 fár 15 gæf 16 askur 19 laut 20 nasi 21 tóman Lóðrétt: 2 áli 3 assa 4 basl 5 krá 7 ræf- III 8 skraut 10 margran 11 nefnir 13 fák 17 stó 18 una ráðherrastól. Eitt lítið starfsleyfi fyrir álver var gefið út. Við þá at- höfn kom í ljós hvert hlutskipti Eið- ur hafði kosið sér í ráðherrastóln- um. Hann var ekki sestur í þann stól til þess að standa vörð um umhverf- ið fyrst og fremst; miklu ffekar var hann að gæta hagsmuna iðnaðarráð- herra. Farið var með drög að starfs- leyfinu sem rikisleyndarmál og fékk enginn að líta á þau nema þeir sem voru beinir hagsmunaaðilar að ál- verinu. Sjálffi umhverfismálanefnd alþingis var meinaður aðgangur að þessum drögum. Varla hafði öldur lægt vegna starfsleyfisins þegar aðrar öldur skoluðu grút á land á Ströndum og umhverfisráðherranum aftur í sviðs- ljósið. Nú beið þjóðin spennt eftir að sjá hvemig ráðherrann tæki á þessu alvarlega umhverfisslysi sem grandaði æðarfugli svo tugþúsund- um skipti. Jú, ráðherrann brá skjótt við, sendi einn mann norður á Strandir að ná í grút til að efna- greina í Reykjavík. Síðar kom í ljós að maðurinn hafði náð i alltof lítið af grút. Flugvél Landhelgisgæsl- unnar var send á vettvang en sá APÓTEK Reykjavfk: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúða vikuna 12. til 18. júli er í Apoteki Austurbæjar og Breiðholts Apóteki. - Fyrrnefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Síðarnefnda apótekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9-22 samhliða hinu fyrrnefnda. LÖGGAN Reykjavik..................« 1 11 66 Neyðam.....................» 000 Kópavogur..................« 4 12 00 Seitjamarnes...............n 1 84 55 Hafnarfjörður..............« 5 11 66 Garðabær...................» 5 11 66 Akureyri...................» 2 32 22 Slökkvilið og sjúkrabílar Reykjavik..................»1 11 00 Neyðarn....................« 000 Kópavogur..................» 1 11 00 Seltjamarnes...............«1 11 00 Hafnarfjörður..............« 5 11 00 Garðabær...................« 5 11 00 Akureyri...................» 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-ames og Kópavog er í Heilsuverndar-stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í rr 21230. Upplýsingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspít-alans er opin allan sólarhringinn, « 696600. Neyöarvak Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og stórhátíðir. Símsvari 681041. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl-an, tt 53722. Næturvakt lækna, » 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt, t> 656066, upplýsingar um vaktlækni "51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Læknamiðstöðinni, » 22311, hjá Akureyrar Apóteki, " 22445. Nætur- og helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985- 23221 (farsimi). Keflavík: Dagvakt, upplýsingar í " 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, tt 11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomulagi. Fæöingardeild Land-spítalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðra-timi kl. 19:30 til 20:30. Fæöingar-heimili Reykjavíkur v/Eiriksgötu: Al-mennur tími kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatimi kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspital-ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu-verndarstöðin við Barónsstíg: Heimsóknartími frjáls. Landakotsspítali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Barnadeild: Heim-sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga. St. Jósefs-spitali Hafnar-firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspítalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. ekkert vegna svartaþoku og áfram hélt fuglinn að engjast og drepast í grútnum á Ströndum. Aðstoðarmað- ur ráðherra lýsti því daglega yfir að mengunin væri í rénun en heima- menn vissu betur og síðast í gær bárust ffegnir af því að mengunin ykist. Heimamenn fóru að kvarta yfir aðgerðaleysi ráðherrans. Þá sá ráðherrann sig knúinn tii að halda blaðamannafund, sem snerist fyrst og ffemst um það að verja ráðuneytið, en minna um mengunarslysið. Það er ekkert hægt að gera vegna þess að Strandir eru svo langt í burtu, sagði ráðherrann, og heimamenn geta sjálfum sér um kennt, að hafa sýnt það andvara- leysi að tilkynna ekki um grútinn fyiT en þeir urðu varir við hann. Þegar heimamönnum bárust þessi skilaboð ráðherrans hugguðu þeir sig við það að mengunin á Ströndum væri þó illskárri en mengunin í ráðuneytinu. En svo bárust heimamönnum enn uggvæn- legri tíðindi. Ráðherra er væntan- legur norður á Strandir seinna í vik- unni. Varð þá einum að orði: Einsog mengunin hér sé ekki næg fyrir. Sjúkrahúsið Húsavík: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsiö: Neyöarathvarf fýrir unglinga, Tjarnargötu 35, " 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudags-kvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðrum tímum. "91- 28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf í sálfræöi-legum efnum, " 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, er veitt I sima 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17, « 91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúk-linga og aðstandendur þeirra i Skóg-arhlfð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvandann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aöstandendur þeirra « 91- 28586 og þar er svaraö virka daga. Upp- lýsingar um eyðni og mótefnamælingar vegna alnæmis: " 91-622280, beint sam- band við lækni/hjúkrunarfræðing á mið- vikudögum kl. 18 til 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf: « 91-21205, húsaskjól og aðstoö við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, « 91-21500, sfmsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum: « 91-21500, símsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: « 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stígamót, miðstöð fyrir konur og börn sem orðiö hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, » 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt f » 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, « 652936. GENGIÐ 16. júli 1991 Kaup Sala Tollg Bandaríkjad... 62,400 62,560 63,050 Sterl.pund...102,913 103,177 102,516 Kanadadollar.. 54,467 54,607 55,198 Dönsk króna... .8,998 9,021 9,026 Norsk króna... .8,924 8,947 8, 938 Sænsk króna... .9,617 9, 641 9, 651 Finnskt mark.. 14,472 14,510 14,715 Fran. franki.. 10,252 10,278 10,291 Belg. franki.. .1,690 1,694 1, 693 Sviss.franki.. 40,141 40,244 40,475 Holl. gyllini. 30,890 30,969 30,956 t>ýskt mark.... 34,792 34,881 34,868 ítölsk líra... .0,046 0,046 0, 047 Austurr. sch.. .4,942 4,955 4, 955 Portúg. escudo.0,405 0,406 0,399 Sp. peseti.... .0,554 0,556 0,556 Japanskt jen. . .0,456 0,457 0,456 írskt pund.... 93,073 93,311 93,330 LÁNSKJARAVÍSITALA Júni 1979 = 100 1986 1987 1988 1989 1990 1991 jan 1364 1565 1913 2279 2771 2969 feb 1396 1594 1958 2317 2806 3003 mar 1428 1614 1968 2346 2844 3009 apr 1425 1643 1989 2394 2859 3035 mal 1432 1662 2020 2433 2873 3070 jún 1448 1687 2020 2475 2887 3093 júl 1463 1721 2051 2540 2905 3121 Agú 1472 1743 2217 2557 2925 sep 1486 1778 2254 2584 '2932 okt 1509 1797 2264 2640 2934 nóv 1517 1841 2272 2693 2938 des 1542 1886 2274 2722 2952 Síða 13 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. júlí 1991 I dag verður norðaustan- og austan gola eða kaldi með smá þokusúld norðan- og austanlands, en hægviðri og skýjaö en að mestu þurrt í öðrum landshlutum. Hiti verður 7-12 stig norðan- og austanlands en allt að 17 stigum sunnantil á landinu. KROSSGÁTAN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.