Þjóðviljinn - 17.07.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.07.1991, Blaðsíða 10
Minmng Auglýsingar L LANDSVIRKJUN lltboð á raðþétti Landsvirkjun auglýsir eftir tilboðum í framleiðslu og afhendingu F.O.B. á 132 kV raðþétti, sam- kvæmt útboðsgögnum HOA-10 fyrir Prestbakka- línu 1 sem staðsett verður í aðveitustöðinni á Hólum, Útboðsgögn verða fáanleg hjá Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með miðvikudeginum 17. júlí 1991 gegn óafturkræfri greiðslu að fjárhæð kr. 3.000,- fyrir fyrsta eintak en kr. 1.500,- fyrir hvert viðbótareintak. Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar, Háaleitis- braut 68, 103 Reykjavík, eigi síðaren kl. 12.00, miðvikudaginn 16. október 1991. Tilboðin verða opnuð kl. 14.00 sama dag á skrif- stofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68 í Reykja- vík. Reykjavík, 17. júlí 1991 LANDSVIRKJUN frá MENNTAMALARAÐUNEYTINU Rannsóknastyrkir EMBO í sameindalíffræði Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Molecular Biology Organization, EMBO) styrkja vísindamenn sem starfa í Evrópu og ísrael til skemmri eða lengri dvalar við erlendar rannsóknastofnanir á sviði sam- eindalíffræði. Nánari upplýsingar fást um styrkina í menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja- vík. Umsóknareyðublöð fást hjá dr. J. Tooze, Executive Secretary, European Molecular Biology Organization, 69 Heidelberg 1, Postfach 1022 40, Þýskalandi. Lím- miði með nafni og póstfangi sendanda skal fylgja fyrir- spurnum. Umsóknarfrestur um langdvalarstyrki ertil 16. febrúar og til 15. ágúst en um skammtímastyrki má senda umsókn hvenær sem er. Menntamátaráðuneytið 15. júlí 1991 Keflavíkurganga 10. ágúst 1991 Skrifstofan í Þingholtsstræti 6 er opin alla virka daga frá kl. 14 til 18. Komið eða hringið og skráið ykkur í gönguna, einnig vantar sjálfboðaliða til að vinna. Hringið í síma 620273 og 620293. Guðmundur Hannesson Fæddur 10. desember 1898. - Dáinn 5. júlí 1991 Guðmundur fæddist að Bolla- staðakoti í Flóa. Þar bjuggu for- eldrar hans, Sigríður Hansdóttir og Hannes Sigurðsson. Sigríður var fædd 1859 að Baugsstöðum í Stokkseyrarhreppi, en alin upp að Tóftum í sama hreppi. Hans var Jónsson Hanssonar. Jón Hansson var bróðir Hannesar Hanssonar landpósts. Faðir Guðmundar, Hannes Sigurðsson, var fæddur 1834 á Langsstöðum í Flóa. Sig- urður var Þorsteinsson ættaður af Rangárvöllum og kominn af Vik- ingslækjarætt. Guðmundur var næst yngstur sjö systkina. Elstur var Ingibergur sem var sjómaður í Vestmannaeyjum. Síðan Sigurhans sem bjó í Reykjavík og vann lengst af hjá Isaga og talinn er fyrsti logsuðumaður á Islandi. Síð- an koma Jónína sem bjó í Reykja- vík, Hannesína sem bjó í Kálfholti í Villingaholtshreppi, en síðustu árin á Selfossi, og Guðríður sem bjó einnig i Reykjavík. Yngstur sinna systkina er Gestur sem orð- inn er níræður og er pípulagninga- meistari í Reykjavík. Afkomendur þessara systkina eru íjöldamargir. Sökum fátæktar var Guðmundi ráðstafað af hreppnum eins og öll- um hans eldri systkinum. Þriggja ára ætlaði hann að reyna að stijúka heim, en gafst upp við „stóra fljót- ið“ eins og hann sagði sjálfur, sem í raun var ekki nema lækjarsytra milli þúfna. Síðar ólst hann upp til 17 ára aldurs að Litlu-Reykjum þar til hann fluttist til Reykjavíkur og bjó þar æ síðan. Oft talaði Guð- mundur um harðæði sitt í æsku, en honum var hlýtt til bóndans sem oft hefði tekið sinn málstað. Guðmundur vann almenna verkamannavinnu í Reykjavík, en mest i smiðjum. Fyrst í Hafnar- smíðjunni við brúa- og vitasmíði. I mörg ár í Stálsmiðjunni, og fór orð af honum þar, að ekki brenndi hann hnoðin, og þótti góður áslátt- armaður. Síðustu starfsár sín vann Guðmundur á málningarverkstæði Egils Vilhjálmssonar og bjó bíia undir sprautun og sprautaði. Guðmundur var mjög sérstæð- ur maður, einstæðingur alla sína ævi og ávallt í vamarstöðu gagn- vart þjóðfélaginu. Bestu árin átti hann í kartöflugörðunum í Kringlumýrinni þar sem hann gerði upp skúr að notalegu heimili fyrir sig. Þar höföu vinir hans, málleysingjamir, griðland. Hann var sérstækur fugla- og dýravinur. Þar haföi hann kartöflurækt og byggði forláta jarðhús sem við frændumir nutum góðs af. Þegar hann varð að yfirgefa Kringlumýr- ina flutti hann til frænda síns Osk- ars Halldórssonar í Laugarásnum. Síðustu æviár sín bjó hann í þjón- ustuíbúðum aldraðra að Dalbraut 27. Þegar þrótturinn fór að bila og hann hætti að geta hugsað um sig sjálfúr þáði hann í fyrsta sinn á æv- inni umönnun annarra, þar sem starfsfólkið veitti honum ást og umhyggju sem hann haföi alltaf farið á mis við. Hannes Ingibergsson Knnaitomh Þrítugur karlmaður óskar eflir pennavinum. Ahugamál: frímerki, bankanótur og póstkort. Skrifar á ensku og þýsku. Heimilisfang hans er: Uwe Kurick Paulinenstr. 13 Leipzig DDR-7050 Þýskaland. 25 ára kona hefur áhuga á að eignast pennavini frá Islandi. Áhugamál: sund, biblíulestur, skoðunarferðir, skipti á myndum og að finna einhvem til að giftast. Heimilisfang hennar er: Miss Annebella Particulars Post oftice box 780 OGUAA- c/r Tsibudarko Street H/No. 37 A Ghana Vestur-Afrika. 24 ára gamall karlmaður vill eignast pennavini frá íslandi. Áhugamál: fótbolti, ferðalög, bibl- íulestur, skipti á myndum. Heimil- isfang hans er: Mr. Joe-Calvin Amewugah Post office box 952 Cape Coast Ghana Vestur-Africa. 13 ára þýsk stúlka vill gjaman eignast íslenska pennavini á aldrin- um 12-14 ára. Áhugamál: köttur- inn hennar og skák. Hún skrifar á ensku. Heimilisfang hennar er: Reda Bouzidi 7, Rue Marisoursaid 22000-S Bei-Abbes ALSÍR Christine Mosenez Andreasberger Weg 22 2000 Hamburg 61 Þýskaland. 22 ára strákur vill komast í samband við fólk frá íslandi. Áhugamál: ferðalög, söfnun frí- merkja, tónlist. Hann skrifar á frönsku og ensku. Heimilisfang hans er: 14 ára drengur óskar eftir pennavini frá Islandi á aldrinum 13-99 ára. Hann hefúr mikin áhuga á íslandi. Áhugamál: fótbolti, sund, handbolti, lestur og borð- tennis. Skriflð á þýsku. Heimilis- fang hans er: Christian Winterhalter Heine str. 13 D-6606 Gersweiler/Saar, F.R. Þýskaland. Alúðarþakkir sendum við öllum þeim er sýndu okkur sam- úð og hlýhug við andlát og útför Jóns Kr. Guðmundssonar Gerður Gestsdóttir og börn 'UR u F- Innflutnlngur — TfcknlÞJónusta Orkumælar frá KAMSTRW blSTBO AJH Á Rennslismælar frá HYDROMETER Sími652633 GLÓFAXI HF. ARMÚLA 42 108 REYKJAVlK SlMI: 3 42 36 RAFRUN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Allt efni til raflagna Sími641012 Varahlutir í hemla Hemlaviðgerðir Hjólastillingar Vélastillingar Ljósastillingar Almennar viðgerðir Borðinn hf SMIÐJUVEGI 24 SÍMI 72540 ÞJÓÐVILJINN Smáauglýsingar Þjóðviljans Opið mánudag til föstudags kl. 9.00 til 17.00 Símar 681310 og 681331 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. júlí 1991 Síða 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.