Þjóðviljinn - 17.07.1991, Blaðsíða 9
^Twenning
Ógnþrungið
hversdagslíf
Prenthúsið hefur gefíð út fyrstu bókina í nýjum bókaflokki eftir
Margit Sandemo, höfund bókanna um Isfólkið. Um 350.000
bækur um Isfólkið komu út á Islandi þau 8 ár sem útgáfa bók-
anna stóð yfir. Það er eðlilegt að reikna með því að fleiri en
einn iesi hverja bók svo að lesendur eru ótrúlega margir. Hér er því
um að ræða afþreyingarbókmenntir sem standa undir nafni. Þetta
eru bókmenntir almennings. Þær ættu að búa yflr þeirri vitneskju
sem fræðimenn hefur löngum dreymt um að sjoppubókmenntir
gætu gert. Með því að rannsaka bækurnar sem allur þorri manna
vill lesa eigum við að geta séð ansi margt um það hvernig allur þorri
manna hugsar.
Hér verður að sjálfsögðu ekki
lögð fram nein slík rannsókn held-
ur aðeins tæpt á nokkrum þeirra at-
hupunarefna sem bíða djarfra og
óserhlifinna fræðimanna.
Aður en lengra er haldið langar
mig til að segja örlitla sögu af út-
varpsviðtali sem ég heyrði úti í
Noregi fyrir nokkrum árum. Þar
var Margit Sanderro spurð að því
hvemig ritstörf hennar hefðu haf-
ist. Tildrögin voru þau, sagði
Margit, að hún hafði lengi verið
þjökuð af andlegum meinum. Hún
sá dularfullar sýnir sem héldu íyrir
henni vöku. Hún hafði leitað til
fjölmargra geðlækna en þeir höfðu
engin skil kunnað á vanda hennar
og hröktu hana jafnvel frá sér með
óviðkunnanlegum aðferðum þegar
þeir treystust ekki lil að standa
ffamrni fyrir skorti sínum á lækn-
ingamætti. Þessari þrautagöngu
lauk með því að hún rambaði á
gamlan, slunginn geðlækni sem
sagði henni að fara heim, skrifa
niður allar sínar sjúklegu sýnir og
koma svo með skýrsluna til sín.
Margit settist við að skrifa og þá
bráði svo af henni að hún fór aldrei
afhir til þessa ágæta geðlæknis
Rangt um
tiluro kvæðis
„Og þá rigndi blómum“ heit-
ir bók með Ijóðum og sögum eft-
ir borgfirskar konur.
Ragnheiður Magnúsdóttir
hafði samband við blaðið og bað
um leiðréttingu vegna þessarar
bókar. I bókinni er rangt sagt frá
tilurð kvæðis eftir Ragnheiði.
Kvæðið heitir:“Til þín“ og Ragn-
heiður orti það til eiginmanns sins,
Hermanns Hákonarsonar.
Við þetta má bæta að Þjóðvilj-
anum hefúr enn ekki borist eintak
af þessari bók.
-kj
heldur gaf út fyrstu bókina um Is-
fólkið, o.s.ffv.
, Isfólkið er að vísu vinsælla á
Islandi en nokkurs staðar annars
staðar en á sér þó nokkuð traustan
aðdáendahóp bæði í Noregi og
Svíþjóð.
Miðað við vinsældir bókanna
er Margit Sandemo „normalli“ eða
venjulegri en gengur og gerist og
hefði aldrei átt að þurfa að leita
geðlæknis. Eða hvað?
Nýja bókin: „Galdrar" dregur
nokkum dám af því að íslendingar
elska Margit Sandemo meira en
aðrar þjóðir. Sagan hefst með því
að rakm er sagan af Jóni Magnús-
syni píslarvotti (þrengingum hans
ætlar seint að linna) og þaðan
skellir höfundur sér í að endur-
segja Djáknann á Myrká og svo
beinustu leið yfir í sögur af Eiríki
ffá Vögsósum. Þegar hér var kom-
ið sögu var farinn að læðast að mér
nokkur efí um það hvort Margit
Sandemo væri qð skrifa fýrir Is-
lendinga eða íslendingar fyrir
Margit Sandemo. Þá yfirgaf höf-
undurinn íslenskar heimildir sínar,
til allrar blessunar.
Astæðan fyrir þessum endur-
sögnum á íslenskum sögum reynd-
ist vera sú að þær eru hér gerðar að
forsögu íslenska galdrameistarans
Móra sem flýr land og birtist okk-
ur aftur í Björgvin.
Hinn meginþráðurinn er saga
af ræðismannsyölskyldu i Björg-
vin sem er með lík í lestinni eins
og vera ber. Örlög yngstu dóttur-
innar í ræðismannsfjölskyldunni
og Móra, yngsta afkomanda trausts
ættleggs galdrakarla á íslandi,
fléttast saman í Björgvin í lok 16.
aldar. Þegar fyrsta bindi lýkur má
segja að engum spumingum sem
mali skipta nafi enn verið svarað.
Allt er á huldu og fjarri því að ör-
lög séu ráðin. Það bíður væntan-
lega næstu binda.
Sú spuming sem ekki er hægt
að leiða hjá sér í þessu sambandi
er það hvers vegna þessar bækur
em svona vinsælar og þá sér í lagi
á Islandi. Nú er þetta galdrabók og
gjama vitnað í merki af ýmsu tagi
og undarlega galdrastafi. Sé tekin
líking af því þa er reyndar erfitt að
segja hvort pessi bók er skrifuð
undir merki stórmennskubrjálæðis,
ofsóknarbijálæðis eða sjálfsmeð-
aumkunar en allt em þetta að sjálf-
sögðu náskyldar kenndir.
A sögunni er allmikill ævin-
týrabragur eins og vænta má.
Stúlkan:“Tiril“ býr yfir innri feg-
urð sem hefúr hana yfir umhverfi
sitt og enginn skilur nema hund-
amir og alþýðan. Ræðismaðurinn
faðir hennar er illur og móðirin
heimsk enda er Tiril vinkona okkar
greinilega ekki dóttir þeirra þegar
allt kemur til alls. Hún verður kyn-
þrosjca,á sögutímanum.
A íslandi býr galdraunglingur-
inn Móri. Hann er rekinn ur skóla
vegna þekkingarþorsta og kemur
móður sinni og vini hennar í ljótan
vanda því hann verður til þess að
þau em hálshöggvin. Oft hefúr
maður nú heyrt að erfitt sé að vera
með ungling á heimilinu en þetta
tekur út yfir allan þjófabálk.
Món verður að flýja land.
Hann kemur til Björgvinjar og þau
Tiril verða ástfangin hvort af öðru.
Þau em bæði heifiarlega vanmetin
af umhverfinu, það stendur ti,l að
drepa þau, sitt í hvom lagi. Aður
en ástir þeirra ná nokkmm þroska
stingur Móri af og fer utan til
mennta (þ.e. hann fer heim til ís-
lands til pess að grafa upp Rauð-
skinnu og læra svartagaldur).
Það er sérkennilegur dráttur í
þessari sögu að ræðismaðurinn,
ninn falski faðir Tirilar og eldri
systur hennar, Cörlu, er sveittur og
feitur sifjaspellaiðkandi og hrekur
með því Cörlu í dauðann og Tiril
að heiman. Þetta er eins og hver
önnur staðfesting á því að sifja-
spell em að hætta að verða „bann-
að umræðuefni“, að minnsta kosti í
heimalandi þessa höfundar.
Eftir þessa lýsingu á bókinni
vona ég að lesandi sé með á nótun-
um í þessari samantekt á sögunni:
Þetta er saga af ungri stúlku sem
verður kynproska og vex frá for-
eldrum sínum; Hún hittir glæsileg-
an, útlendan strák sem er á ferða-
lagi en missir sambandið við hann
þegar hann snýr heim aftur til að
ljúka menntun sinni. Hversdags-
legri söguþráð getur varla að líta.
Eínið sem þráðurinn er spunninn
úr er hins vegar alls ekki hvers-
dagslegt. Það em margra alda sam-
band við djöfulinn ásamt illum
Islendingar elska
spennusögur eftir
Margit Sandemo.
göldrum, kynferðisleg misnotkun
af versta tagi, fjármál sem ekki
þola dagsins ljós, morð og aftökur,
sem hönindurinn notar til þess að
hrinda þessum söguþræði í fram-
kvæmd.
Hér held ég að komið sé að
mikilvægu atriði í sambandi við
afþreyingarbókmenntir. Því hvers-
dagslegri sem raunvemlegur sögu-
Iiraður þeirra er þeim mun rosa-
egri hjalparmeðöl þarf að nota til
þess að fela viðfangsefúið. Svo-
kallaður „hversdagslegur sögu-
þráður“ er auðvitað nauðsynlegur
til þess að ná til fjöldans. Oll vilj-
um við helst sjá móta íyrir sjálfúm
okkur í því sem við lesum. Hver
maður er yfirleitt hetja í sinni eigin
sögu og þykir það merkileg saga.
Við viljum hins vegar alls ekki sjá
hversu hversdagsleg við emm.
Þess vegna emm við viljug til að
trúa næstum öllu sem bemist gegn
hverdeginum í hetjusögunni af
okkur sjálfum. -kj
Varið ykkur drengir
Umsjónarmanni menning-
arsíðu hefur borist eftirfarandi
bréf frá Þorgeiri Þorgeirssyni
rithöfundi:
Góði Kristján,
I samtali okkar sem Helgar-
blaðið birti þann 12. júlí s.l. hefur
slæðst inn meinleg villa sem á
engan hátt er þér að kenna. Þú
hefur skráð samviskusamlega
þaðsem ég hreinlega fór rangt
með í þessu efni.
Vonandi á ég samt rétt á leið-
réttingu.
Það er semsé rangt hjá mér
að Þorgeir Guðmundson afi minn
hafi verið ábúandi í Flekkuvík
tiarscm nú á að fara að byggja er-
ent verksmiðjubákn og gefa því
raforku um alla framtíð. Þessi afi
minn var ábúandi á Garðbæ í
Garði, ef ég kann rétt að segja.
Hinsvegar var Elísabet Þorleifs-
dóttir amma mín (f. 1888) ættuð
úr fyrmefndri Flekkuvík á Valns-
leysuströnd.
Þetta ótrúlega misminni mitt
hlýtur að hafa stafað af einhvers-
konar karlagrobbsrembu sem
byrjandi kölkun mín gat ekki
kveðið niður hjálparlaust.
En þessi staðreynd bætir þó
lítið úr skák fyrir þá stuttbuxna-
krata sem nú eru hvað ákafastir í
stóriðjudellunni. Elísabet amma
mín var nefnilega þvílíkur stólpa
Hafnarfjarðarkrati framanaf æf-
inni að peir Emil Jónsson og Her-
mann Guðmundsson blikna hjá
Íví. Enda mátti hún ekki heyra á
rata minst þegar nær leið æfi-
kvöldinu. Og vitaskuld er það
miklu öflugra að tala í hennar
naíni þegar ég segi nú við þessa
pólitísku stráka:
- Varið ykkur, varið ykkur á
Flekkuvík, drengir!
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna,
Þorgeir Þorgeirson
„Sjálftalandi
kjötflykki"
Um ritverkið: „Óþol“, eftir
Normu Samúelsdóttur.
Á forsíðu bókarinnar stendur
skrifað að þetta sé bók fyrir hús-
mæður sem vilja vera rithöfúndar
og þá sem hafa áhuga á svoleiðis
fólki.
Sögukonan Beta kallar sig m.a.
„sjalftalandi kjötflykki“. Þessi
orðun er notuð í íyrirsögn hér
vegna þess að hún segir nokkuð
skyrt frá viðhorfi sögukonunnar
Betu til sjálfrar sín. Þunglyndið
kemur í veg fyrir að Beta sögu-
kona eigi sér viðreisnar von. Snúi
hún gagnrýni inn á við fer hún út í
öfgar (sbr. fyrirsögn). Beta virðist
ekki kunna að gagnrýna sjálfa sig
fyrir það sem er að og taka afleið-
ingunum af því. Þess vegna pengur
henni illa að hrinda nokkru í ffam-
kvæmd og hún lýsir lífi sínu með
þessum orðum:
„Dagamir liggja samankrump-
aðir í ruslafotunni."
Þrætubók
Fyrir nokkm kom út ljóðabók
eftir Hallberg Hallmundsson. Hann
kallar bók sína Þrætubók. Mörg
ljóða Hallbergs em stuðluð og rím-
uð en hann bregður einnig fyrir sig
nútímalegra formi eins og til dæm-
is í þessu kvæði:
Húsdýr
Veröldin er Jjós.
Þar himum við bundin á bása
sölsum i okkur sildarmél og
hey
leggjumst
ogjórtrum sömu tugguna upp
aftur ogaftur
uns við skilum henni baulandi
í flórinn.
Veröldin er fjós
og guð mokar undan okkur
hrossakúlan sem á haugnum
grœr
óæt.
Það er leikur
að skrifa
Bókaútgáfan Iðnú hefur sent
frá sér bókin^: „Það er leikur að
s,krifa“, eftir Olaf M. Jóhannesson.
Á bókarkápu segir að bókin sé
sniðin við næfi skólanemenda en
eigi líka erindi við almenning og
atvinnulífið.
Hugmyndin með þessari bók er
bæði goð og gagnleg. Viðfangsefni
hennar er að kenna fólki að skrifa í
blöð og tímarit og: „opna þannig
leið að upplýsingasamfélaginu“
svo að aftur sé vitnað til bókar-
kápu. Hins vegar má ef til vill
gagnrýna bókina sem kennslubók
fyrir að vera of löng. Hún hentar
almenningi og atvinnulífinu betur
en skólanemum. Fólk sem ekki er
vant að skrifa getur ótvírætt haft
gagn af henni með því að slá upp á
þeitn textategundum sem verið er
að fást við hverju sinni.
Tukthúsrímur
Út er komin bók eftir Gunnar
Frey Gunnarsson. Bók ^ína kallar
Gunnar: Tukthúsrímur. Á saurblaði
em rímumar í þessu hefti kallaðar
Drekarimur og hafa undirtitilinn:
Tukthúsrímur eftir dreka. Ekki
verður betur séð en þetta sé 6.
bindi.
Vísumar í bókinni era 76. í tí-
undu vísu bregður fyrir persónu
sem er sjaldgæf í íslenskum rímna-
kveðskap:
Gítaristi góður er
gaurinn Frank Zappa
músik mest hans yndi hér,
menningu saman þjappa.
kj
Síða 9
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. júlí 1991