Þjóðviljinn - 17.07.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.07.1991, Blaðsíða 11
Mmmng Guðmundur Halldórsson rithöfundur, ffá Bergsstöðum ,,Hver af öðrum til hvíldar rótt halla sér nú og gleyma vöku dagsins um vœra nótt vinimir gömlu heima. Þótt leið þín sem áður þar liggi hjá, er lyngið um hálsa brumar, mörg höndin, sem kœrast þig kvaddi þá, hún k\>eður þig ekki i sumar. “ Þorsteinn Valdimarsson Að kvöldi hins 16. apríl s.l. hringdi síminn. Ég þekkti óðara rödd vinar míns, Guðmundar Hall- dórssonar, rithöfundar frá Bergs- stöðum. Ég spurði hann fyrst al- mæltra tíðinda að heiman og vék síðan að því, hvemig honum liði. Þar átti ég ekki við líkamlega líðan því ég vissi ekki betur en hann væri við þolanlega heilsu. „Ekki sem best,“ var svarið. Það undrað- ist ég ekki. Guðmundur. fylgdist flestum mönnum betur með öllum meiriháttar atburðum, utanlands sem innan og maður, með jafn ríka réttlætiskennd og hann, hlaut að taka ýmsa þeirra nærri sér. En hér var fleira í efni. „Ég hef verið hálf slappur í vetur,“ sagði hann, „bölv- aður í baki og hef nú verið hér syðra til þess að láta lækna líta á mig“. „Skýstu ekki til mín áður en þú ferð heim?“ „Ekki hefði ég á móti því, en eins og sakir standa er best að Iofa engu.“ Og Guðmundur kom ekki. Og hann kemur ekki ffamar. Læknar komust að þeirri niðurstöðu, að hann væri haldinn sjúkdómi, sem ekki yrði unninn bugur á. Mátti jafnvel búast við að skammt yrði að bíða endalokanna. Með þann úrskurð hélt Guðmund- ur heim. Örfáum vikum síðar var hann allur. Guðmundur var fæddur að Skottastöðum í Svartárdal, Austur- Húnavatnssýslu þann 24. febrúar 1926. Voru foreldrar hans Halldór Jóhannsson og Guðrún Guð- mundsdóttir, sem þar bjuggu um skeið, en lengst af á því foma prestsetri og kirkjustað Bergsstöð- um í Svartárdal og kenndi Guð- mundur sig jafnan við þann bæ, sem honum var einkar kær og i rauninni átti hann aldrei annars staðar heima. Framan af ámm dvaldi Guðmundur á Bergsstöðum utan einn vetur, er hann var við nám í Héraðsskólanum á Reykjum í Hrútafirði. Vann hann að búi for- eldra sinna uns þau fluttust til Blönduóss á efri ámm. Eftir það stundaði hann ýmis störf, vann m.a. með stórvirkum vinnuvélum, sem þá vom komnar til sögunnar, uns hann fluttist til Sauðárkróks með konu sinni, Þórönnu Krist- jánsdóttur, þar sem var heimili hans upp frá því. Þau hjón eignuð- ust eina dóttur, Sigrúnu, sem jafn- an hefúr búið hjá foreldrum sínum. Efíir að til Sauðárkróks kom sinnti Guðmundur til að byrja með almennri verkamannavinnu. Við, sem þekktum Guðmund, vissum að erfiðisvinna hentaði honum ekki. Hann virti þá menn, er slík störf unnu, jafnvel öðmm mönnum fremur, en sjálfúr var hann naum- ast búinn þeirri hcilsu né gæddur því líkamsþreki, er þau störf oft og einatt útheimta. Vinir Guðmundar á Sauðárkróki tóku því að velta fyrir sér möguleikum á nýjum starfsvettvangi, er hentaði Guð- mundi betur. Formaður stjómar sjúkrahússins á Sauðárkróki, Jó- hann Salberg Guðmundsson, sýslumaður og bæjarfógeti og Sæ- mundur Á. Hermannsson, ráðs- maður sjúkrahússins, höfðu áhuga á að koma upp bókasafni við húsið og ráða til þess sérstakan bóka- vörð. Þeir vissu, að við Guðmund- ur höfðum verið góðvinir til margra ára og spurðu hvemig mér litist á að hann yrði ráðinn til starfsins. Ég varð sannast sagna himinlifandi. Tæpast gat nokkurt starf hentað Guðmundi betur en þetta, manni, sem hvergi undi hag sínum betur en innan um bækur. Er skemmst af því að segja að þessu starfi gegndi Guðmundur af ár- vekni, ósérplægni og samvisku- semi svo lengi sem heilsan leyfði. Munu þeir, sem nutu þessarar góðu þjónustu og enn em lífs nú sakna vinar í stað. Snemma beygist krókurinn. Löngunin til ritstarfa gerði snemma vart við sig hjá Guð- mundi. Bam að aldri byrjaði hann að setja saman sögur. „En þær gistu allar glatkistuna,“ sagði hann. „Þetta voru bara æfingar og gildi þeirra i því einu fólgið.“ Sóknarprestur hans og kær vinur, séra Gunnar Amason á Æsustöð- um, komst á snoðir um þessar „æf- ingar“ og hvatti Guðmund til að halda þeim áfram. Guðmundur þekkti óbrigðulan bókmennta- smekk séra Gunnars og vissi, að ráðleggingum hans mátti treysta í þessum efnum sem öðrum. Og það sagði Guðmundur mér síðar að hvatningarorð séra Gunnars hefði þama riðið baggamuninn. Fyrsta bók Guðmundar, smá- sagnasafnið „Hugsað heim um nótt“, kom svo út árið 1966. Fékk bókin hinar ágætustu viðtökur og fór ekki á milli mála, að þar hefði nýr höfundur kvatt sér hljóðs, með eftirtektarverðum hætti. Næst kom skáldsagan „Undir ljásins egg“, en alls vom bækur Guðmundar orðn- ar sjö, er hann féll frá. Em það bæði smásagnasöfn og lengri skáldsögur. Kom sú síðasta út, skáldsagan „I afskekktinni", s.l. haust. Og að því er ég best veit hafði hann gengið ffá smásagna- safni er hann lést. Er þess að vænta, að það komi út á þessu ári. Þannig var svo sannarlega staðið á teignum meðan stætt var. Styrkur Guðmundar sem rit- höfúndar lá öðmm þræði í því, hversu gott vald hann hafði á ís- lensku máli og að hinu leytinu hætti hann sér aldrei út á önnur mið en þau, sem hann gjörþekkti. Hann var umfram allt skáld ís- lenskra sveita og sveitalífs, ís- lenskra dalabyggða. Hann var óvenjunæmur á margvísleg lit- brigði hins daglega lífs, átti auð- velt með að gæða hina hversdags- legu viðburði listrænum þokka. Honum sást aldrei yfir smáatriðin. Guðmundur hafði frá unga aldri brennandi áhuga á mannfé- lagsmálum og tók virkan þátt í margvíslegri menningar- og félags- málastarfsemi ffaman af árum og raunar með ýmsum hætti alla stund. Hann var ávallt reiðubúinn til liðsinnis þegar verja þurfti „hinn lægri garð“. Vildi ávallt leggja ffam hjálpandi hönd „þar sem lítið lautarblóm langar til að gróa“. Hann var vinmargur en jafnframt vinavandur. Hann gaf ekki annan kyrtilinn, heldur báða. Þótt Guðmundur byggi á Sauð- árkróki mörg hin síðari ár, þar sem kona hans og dóttir bjuggu honum hugþekkt heimili, sem einkenndist af hlýju, gestrisni og glaðværð, þá leitaði hann ávallt á æskustöðvam- ar hvenær sem því varð komið við. Og nú er hann endanlega kominn heim í dalinn sinn. Magnús H. Gíslason / Olafur Þorsteinsson fæddur 9.4. 1945 - dáinn 6.7. 1991 I mars síðastliðnum hitti ég Óla og Villu, þau voru á leið til Þýskalands í viðskiptaerindum hress og kát eins og alltaf þegar maður hitti þau. Þá var rætt um að drífa í þvi að hittast fljótlega, það hafði farist fyrir alltof lengi vegna anna. Ekkert varð úr því, Öli lagð- ist helsjúkur á spítala skömmu síð- ar. Ég hef verið á ferðalögum, og þegar ég kom heim frétti ég að þessi góði vinur minn væri farinn. Við ÓIi kynntumst í Gagn- lfæðaskóla Austurbæjar og lágu leiðir okkur mikið saman eftir það, við vomm samferða i gegnum Iðn- skólann, unnum saman hjá ISAL, störfúðum saman i Rafiðnaðarsam- bandinu, reistum okkur hesthús saman, fyrst í Kardimommubæ og síðan í Viðidal, við vomm ná- grannar í Fossvogsdalnum í mörg ár og áttum margt sameiginlegra vina og kunningja. Fljótt bar á félagslegum áhuga Óla og góðum skipulagshæfileik- um hans. Hann var mikill félags- hyggjumaður, átti mjög gott með að færa rök fyrir sínu máli, flutti það af festu og á skipulegan hátt og átti auðvelt með að fá menn til liðs við skoðanir sínar. Óli átti ekki langt að sækja félagslegan áhuga sinn. Foreldrar hans, Guðmunda Lilja Ólafsdóttir og Þorsteinn Pjet- ursson, tóku mikinn þátt í störfiim verkalýðshreyfmgarinnar. Þor- steinn var starfsmaður Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í mörg ár, þar hitti Óli kjamann í verkalýðshreyf- ingunni og gekk á beinan og óbeinan hátt í gegnum fyrsta flokks félagsmálaskóla. í Gaggó Aust myndaðist sterk- ur vinahópur kraftmikilla stráka; var margt brallað og víða komið við. Þessi hópur stóð að stofnun og rekstri á mjög virkum unglinga- klúbbi, Mánaklúbbnum. Oli var formaður þar. Hann var virkur fé- lagi hjá ungum jafnaðarmönnum. Óli hóf nám i útvarpsvirkjun hjá Eggert Benónýssyni. Hann vann ekki mikið við fagið, en sá um inn- flutning og rekstur verslunar Egg- erts sem var mjög umfangsmikil á þessum árum. Á námstíma sínum var Óli i forystusveit rafiðnaðar- nema og fúlltrúi þeirra í stjóm Iðn- nemasambandsins. Að námi loknu 1968, hóf hann störf hjá Álfélaginu. Hann dreif upp Félag útvarpsvirkja og varð formaður þar. Rafiðnaðarsamband lslands er stofnað 1970, þar er Óli í forystusveit, er í miðstjóm á stofnfundi og er kosinn ritari RSI á framhaldsstofnfundi. Hann var kosinn varaformaður RSÍ 1972 og er það til 1974, þá dregur hann sig út úr, verkalýðsmálum. Þann tíma sem ÓIi starfaði hjá ÍSAL var hann trúnaðarmaður rafiðnaðarmanna á svæðinu og tók mikinn þátt í samningagerð. Á þessum arum komu fram í samningum ÍSAL margar nýjungar í kjara- og ekki síður félagslegum réttindamálum launþega, sem síðar vom teknar upp í kjarasamningum annarra. Það var eftirtektarvert hve mikið ÓIi lagði upp úr félagslegum rétt- indum, hann hafði mjög næmt auga fyrir stöðunni í kjarasamn- ingum og kom ofi fram með hug- myndir um aukin félagsleg réttindi á hárréttum augnablikum og lagði jafnvel meira upp úr þeim en bein- um kauphækkunum. Við rafiðnað- armenn vomm óhressir þegar Óli ákvað að hætta störfum sem út- varpsvirki og snúa sér alfarið að versjunarstörfum, fyrst hjá Gunn- ari Ásgeirssyni og þá Landvélum. Hann var vinsæll leiðtogi, réttsýnn og með mikla yfirsýn. Þegar hann hættir hjá Landvélum, stofnar hann sitt eigið fyrirtæki, Barka, ásamt félaga sínum. 1988 dregur hann sig út úr því fyrirtæki og stofnar Gassa sem hann rak ásamt konu sinni til dauðadags. Óli kvæntist Vilhelmínu Þor- steinsdóttur 1974, þau eignuðust fjögur böm. Þau urðu fyrir þeirri hörmulegu lífsreynslu að missa elsta drenginn sinn 7 ára gamlan í bílslysi. Þá sýndu þau Óli og Villa aðdáunarverðan styrk. Óli var allt- af mikill fjölskyldumaður, hann var vakinn og sofinn yfir velferð heimilisins. Þau hjónin reistu sér fallegt heimili í Fossvogsdalnum, þar var alltaf gott að koma. Ég lenti í persónulegum hrakningum fyrir nokkmm ámm og kom þá oft til þeirra og sótti þangað alltaf hjartahlýju og styrk. Ef ég kom ekki, þá hringdi Óli reglulega og fylgdist með því hvemig mér leið. Hjá honum fann ég hversu mikið ríkidæmj það er að eiga góða vini og um Óla vil ég nota orð Henry Ford: „Besti vinur þinn er sá sem kallar það besta fram í sjálfum þér“. Óli hafði alltaf mikinn áhuga á hestum og tók mikinn þátt í félags- störfúm hestamanna. Þegar bömin náðu þeim aldri að geta farið á bak, tók hann fjölskylduna sífellt meir með sér í hestamennskuna. Þau hjónin reistu sér glæsilegt hús fyrir hesta fjölskyldunnar í Víði- dal. Undanfarin sumur hafa þau unnið mikið við að koma sér upp unaðsreit austur í Grímsnesi, þar sem þau vom öllum stundum yfir sumarið í nágrenni við hestana sína. Maður lendir stundum í þeirri stöðu að skilja ekki tilgang lífsins. Óli og ViIIa hafa unnið hörðum höndum við að koma sér fyrir og skapa sér aðstöðu til þess að geta notið lífsins með bömunum í starfi og leik með hestunum sínum út í náttúmnni. Þegar markið blasti við, þá hiynur veröldin og maður veltir fyrir sér til hvers var maður að þessu og lífið verður eitthvað svo tilgangslaust. En illviðri geng- ur niður og sólin kemur upp, ég vona að góður guð gefi þér Villa og bömunum styrk til þess að komast í gegnum þá miíclu sorg sem að ykkur steðjar. Guðmundur Gunnarsson Vantar ykkur launað morguntrimm? Okkur vantar blaðbera í: ~ —........... ^ 'v - ‘<;eZ................................. Reykjavík Miðbæ Hlíðar Laugarásveg Smáíbúðarhverfi Fossvog Grafarvog Kópavog Garðabæ Hafnarfjörð Þióðviltinn Síðumúla 37 sími 681333 Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. júll 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.