Þjóðviljinn - 17.07.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.07.1991, Blaðsíða 3
ÍDAG 17.JÚIÍ er mKhrikudagur. 198. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 3.45 - sólarlag kl. 23.20. Viðburðir Þjóðhátíðardagur íraks. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Nýtt Dagblað: Verður (s- land sjálfstætt þegar Bandaríkin hverfa burt með heraflann? Siglingar bannaðar um Hvalfjörð. Japanska stjórnin segir af sér. Tvísýn hemaðarstaða á austurvígstöðvunum. fyrir 25 árum Á mánudag verður geim- farinu Gemini 10. skotið á loft frá Kennedyhöfða og verða innanborðs þeir geimfararnir John Young og Michael Colling. Talið er að ferð þeirra verði all- merkur áfangi í kapphiaup- inu til tunglsins. Sá spaki Heimurinn er skopleikur fyrir þann sem hugsar og harmleikur fyrir þann sem finnurtil. (Horace Walpole) MÍN SK'QÐÍJN á borgarstjómarferli Davíðs Oddssonar Sigurjón Pétursson borgarstjórnarfulltrúi Sá tími sem Davíð Oddsson heftir verið borgarstjóri í Reykja- vík hefur sett sterkara svipmót á borgina en flest önnur sambæri- leg tímabil. Hann náði stöðu borgarstjóra og oddvita Sjálf- stæðisflokksins naumlega eftir harða og óvægna baráttu við Al- bert Guðmundsson í prófkjöri 1982. Eftir þennan nauma sigur var staða Davíðs innan flokksins fremur veik en hún styrktist mjög fljótt, m.a. vegna óvæginna árása fjölmiðla (Þjóðviljinn þar meðtalinn). Þær urðu til þess að Sjálfstæðismenn urðu að standa enn þéttar að baki sínum foringja en þeir margir hverjir vildu. Davíð náði fljótt sterkum tökum á flokknum og hefur lengi ráðið öllu sem hann vill ráða og hann vill ráða miklu. Á verð- bólguárunum, á tíma vinstri stjómar i Reykjavík, söfnuðu flest önnur sveitarfélög en Reykjavík, nær óbærilegum skuldum. Þegar verðlag var ffyst batnaði hagur Reykjavíkur mjög mikið og fjárráð urðu mjög rúm. Uppbygging hefúr verið mikil og umdeild. Nýju hverfin í Grafar- vogi og nágrenr.i, háhýsin við Skúlagötu, Borgarleikhúsið, Ráðhúsið, Perlan, uppbygging Kringlunnar, endurreisn Viðeyjar og uppbygging Laugardalsins eru allt varanlegar ffamkvæmdir sem munu vitna um feril Davíðs. Hann er harður og óvæginn and- stæðingur en getur að sama skapi verið ákaflega skemmtilegur fé- lagi á góðri stundu. 1 kringum Davíð Oddsson er aldrei logn. A Sigríður Jóhannesdóttir skrifar Lögmál markaðarins munu ríkja ein Þ að er nú að verða Ijósara með hverjum deginum sem líður hvert viðræðurnar um evrópskt efnahagssvæði leiða. Okkur sem á liðnu ári studdum það að þessar viðræður hæfust hafa orðið það nokkur vonbrigði á hvern veg þessi mál hafa þró- ast.Það var í fyrstu talað um samning EFTA- Iandanna við Evropu- bandalagið en samningsstaða EFTA, sem í upphafí var ekki sterk, hefur þ lagið. Þ; enn veikst þegar Svíþjóð ákvað að ganga í Evrópubanda- að sem í fyrstu áttu að heita samningar hafa nú snúist upp í einhliða yfírlýsingar frá hendi EB um hvernig EFTA-ríkin geti best aðlagað sig hinu yfírþjóðlega valdi EB í smáu og stóru. Það er augljóslega því stefnt að þessar viðræður Islend- inga við EFTA verði fyrsta skreflð til inngöngu í EB. Þetta er í senn dapurleg þróun og hættuleg. Hitt er þó jafnvel enn ískyggilegra á hvem hátt menn bregðast við þeim undarlega hræðsluáróðri sem ein- kennt hefur allan fféttaflutning og umræður um þetta mál. Náum við ekki samningum um Evrópskt efnahagssvæði munum við ein- angrast og verða fátæki Albaníu- ffændi Evrópu. Tannlæknar lands- ins munu ekki geta sett upp stofur i París. Fiskvinnslufólk mun vinna hjá „Trosi og slori h.f.“ á krumm- askuðum landsins í stað þess að verka fisk undir spænskri sól. Öll er þessi umræða í sorglegra lagi. Það er löngu kominn tími til að reyna að vekja almenning í landinu til umhugsunar því þetta mál er stórum alvarlegra en svo að um- ræðan um það megi hjakka í því áróðursfari sem við sáum dæmi um hjá utanríkisráðherra í sjón- varpinu á dögunum. Að öllum lík- indum stöndum við fljótlega ffammi fyrir afdrifaríkustu akvörð- unum sem við höfúr þurft að taka síðan lýðveldið var stofnað. Það ætti því að vera skýlaus krafa okk- ar að umræður um þetta mál séu ffá hendi þeirra sem gerst þekkja hlutlægar og fræðandi þannig að almenningur eigi þess kost að mynda sér rökstudda skoðun á málinu. Kennarasamtökin hafa nú lagt sitt lóð á þessa vogarskál með ráð- stefnu sem haldin var á Laugar- vatni með ráðstefnu sem haldin var að Laugarvatni vikuna 5.-12. júlí og hafði yfirskriflina .“Norðurlönd og norræn kennarastétt í Ijósi ný- sköpunar Evrópu". Á þessari ráð- stefnu reifúðu ýmsir ágætir ffæði- menn, innlendir sem erlendir, hugsanlegan ávinning okkar og tap af tengsium við Evrópskt efna- hagssvæði og þó einkum af inn- göngu í Evrópubandalagið því fá- um blandast orðið hugur um að þangað sé ferðinni heitið. Frá sjónarhóli kennarasamtaka á Norðurlöndum er lítið að vinna og miklu að tapa við inngöngu i EB og sama gildir um anddyri EB, Evrópska efnahagssvæðið. Aðal- ávinningurinn væri þó auknir möguleikar til atvinnu og mennt- unar í löndum Evrópubandalags- ins. En þetta er þó eitt af því sem við Norðurlandabúar höfúm hing- að til haff gott samstarf um og má þar nefna áætlanir um kennara- skipti á vegum Norðurlandaráðs og agnkvæma atvinnumöguleika ennara á Norðurlöndum. Xuðvit- að getur verið mikilvægt að hafa aðgang að tækni og námstilboðum i Mið- Evrópu. Við hljótum þó að spyrja hversu mikilvægt það sé og mæla þann ávinning við tap okkar á öðrum sviðum. Það er til dæmis alvarlegt umhugsunarefni hversu veik staða stéttarfélaganna er innan Evrópubandalagsins og hversu lítið tillit er tekið til þeirra í stjómkerfi þess. Þar er ekkert til sem likist því „samráði við verkalýðshreyfing- una“ sem við eigum að venjast á Norðurlöndum. Eini möguleikinn sem stéttarfélögin hafa til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa áhrif á ákvörðanatöku er með moldvörpustarfsemi eða svoköll- uðum „lobbýisma „og þar stendur verkalýðshreyfmgin vægast sagt höllum fæti. Verkalýðshreyfingin á Norðurlöndum hafði til skamms tíma einn „lobbýista“ í Briissel meðan Fíatverksmiðjurnar einar höfðu tæplega 40 slíka og alls eru þar í fullu starfi um það bil 5000 pess konar undirróðursmenn. Flestir þessara „lobbýista“ eru á snærum alþjóðlegra stórfyrirtækja. Það geta alíir séð að við slíkar að- stæður verður erfitt og seinlegt verk fyrir verkalýðshreyfinguna á Norðurlöndum að vinna upp það sem tapast við inngöngu í Evrópu- bandalagið eða þátttöku í „Evr- ópsku efnahagssvæði" af þeim rettindum sem aflað var með mik- illi baráttu á undanfömum árum og áratugum og okkur hér á Norður- löndum þykja orðið sjálfsögð mannréttindi. Við skulum gera okkur ljóst að umræðumar um Evrópubandalagið eru ekki venjulegt póljtískt karp. Þegar deilt er um hvort Island skuli gerast aðili að Evrópubandalaginu - jafnvel þótt í gegnum Evrópskt efnahagssvæði sé - er í raun tekist á um grundvallarsjónarmið. Ann- ars vegar er „hin nýja Evrópa“ þar sem lögmál markaðarins munu ríkja ein ofar sérhverri kröfú um manneskjulegt samfélag. Þar sem samkeppni og ágóðavon er hið ráð- andi afl fremur en sú samvinna og jafnrétti sem við hér á Norðurlönd- um höfum litið á sem þann hom- stein sem við viljum reisa samfélag í þessari umræðu er nauðsyn- legt fyrir okkur sem teljum okkur til vinstri í pólitík að ná vopnum okkar og þótt ekki sé þess að dylj- ast að af ymsum ástæðum stöndum við nú hallari fæti en ofl áður, ber okkur að standa vörð um þau grundvallarsjónarmið sem íslenskt jafnréttisþjóðfélag byggist á og verða aldrei föl fyrir vafasaman efnahagslegan ávinning. Höfundur er kennari í Keflavík Verkalýðshreyfingin á Norðurlöndum hafði til skamms tíma einn „lobbýista“ í Briissel meðan Fíatverksmiðjurnar einar höfðu tæplega 40 slíka og alls eru þar í fullu starfi um það bil 5000 þess konar undirróðursmenn Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.