Þjóðviljinn - 18.07.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.07.1991, Blaðsíða 4
Bílalest Bandaríkjahers á undanhaldinu frá Clarkvelli - 90 ára herseta hans þar er á enda. Bandaríkin sleppa Clarkvelli, leigja Subic Bay áfram til tíu ára S tta mánaða þvargi Astjórna Bandaríkjanna og Filippseyja um her- stöðvar fyrrnefnda ríkis- ins í hinu síðarnefnda lauk í gær með nýjum samningi um stöðvar þessar. Aðalatriði þar eru að Bandaríkin hætta hersetu á Clarkflugvelli og afhenda Fil- ippseyingum fjórar minni stöðv- ar einnig, en hafa flotastöðina Subic Bay á Ieigu áfram framyf- ir aldamót. Afhending Clarkflugvallar er sögulegur atburður kallaður, þar eð hann hefur gegnt mikilvægu hlut- verki í umsvifum Bandaríkjanna á Kyrrahafssvæðinu frá því um alda- mót, og eftir heimsstyTjöldina síð- ari á Indlandshafssvæðinu einnig. Flugherstöð þessi og Subic Bay eru tvær stærstu herstöðvar Banda- ríkjanna í Asíu. Opinberlega verður Clarkvöll- ur afhentur Filippseyingum 16. sept. 1992 en litlu stöðvunum fjór- um taka þeir við þegar um sama leyti í haust, er núverandi her- stöðvasamningur ríkjanna rennur út. Subic Bay, þar sem er stærsta birgðastöð í heimi fyrir herflota, hafa Bandaríkin samkvæmt nýja samningnum áffam til ársins 2001 a.m.k. Munu Bandaríkin borga Fil- ippseyjum yfir 200 miljónir dollara leigu í reiðufé fyrir afnotin frá og með 1993. Með annarri bandarískri aðstoð sem ráð er fyrir gert í samn- ingnum er sennilegt að Filippsey- ingar muni fá alls sem svarar allt að 800 milj. dollara í ársleigu fyrir stöðina, að sögn eins talsmanns þeirra. Það var gosið úr Pinatubo, 5800 metra háu eldQalli um 90 km norður af Manila, höfuðborg Fil- ippseyja, sem hrakti Bandaríkjaher á flótta ffá Clarkflugvelli og réði úrslitum um að Bandaríkjamenn ákváðu að hættu starffækslu þess- arar sögufrægu herstöðvar. En fleira kom til, þar á meðal kröfur Filippseyinga um stórhækkaða leigu fyrir stöðvamar og minnk- andi áhugi Bandaríkjastjómar fyrir herstöðvum yfirleitt vegna þess að kalda stríðið er ekki lengur. Ekki er herstöðvasamningurinn nýi alveg í höfn enn, því að öld- ungadeild Filippseyjaþings, þar sem andstaða við hersetu Banda- ríkjanna á eyjunum er mikil, á eftir að staðfesta hann. Á sama tíma og samninga- nefndir ríkjanna tveggja kunngerðu samninginn, herti Pinatubo gosið og rigndi ösku ffá ljallinu yfir Manila. Sjöveldi heita Sovétríkjum tækniaðstoð - Mitterrand segist vilja þau í „klúbbinna / heimsókn sinni á fund ieiðtoga sjö mestu iðnríkja heims, sem á Isér ekkert fordæmi, fékk Gorbatsjov Sovétríkjaforseti loforð þeirra um tækniaðstoð og að stuðlað yrði að aukinni utanríkis- verslun Sovétríkjanna. Þar með fylgdi að Sovétríkin skyldu fá aukaaðild að Alþjóðlega gjaldeyrissjóðnum (IMF). En leiðtog- arnir reyndust ekki örlátir á beina íjárhagsaðstoð. Ágreiningur er nokkur milli meginlandsveldin, Þýskaland, leiðtoganna sjö um hve langt skuli Frakkland og ltalía, vilja gera ganga í tilraunum til að rétta við meira að þvi en hin, sökum þess að efnahag Sovétríkjanna. Evrópsku þau óttast að annars sé upplausn fyrir höndum í Sovétríkjunum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Hin fjögur eru tregari, Japanir segja t.d. að ef sovésku stjómina vanti pen- inga, geti hún skorið niður útgjöld til hersins eða tekið af gullforða sínum. Einnig er talið að sjöveldin séu hikandi nokkuð við að veita til Sovétríkjanna mikilli aðstoð af því að þau séu ekki laus við kvíða um að það yrði til þess að efla að nýju gamla hagkerfi sovéska kommún- istaflokksins og þar með hann sjálfan. Mitterrand Frakklandsforseti gaf í skyn að hann væri því hlynnt- ur að stefnt yrði að þvi að taka Sovétríkin í „sjöríkjaklúbbinn", en ennþá væri það að visu ekki tíma- bært og Kohl sambandskanslari Þýskalands sagði að Gorbatsjov yrði boðið á næsta leiðtogafund „klúbbsins“, sem haldinn verður í Munchen. Telja fféttamenn að hvað sem líði öðrum árangri af viðræðum Gorbatsjovs við leiðtoganna sjö marki heimsókn hans á fund þeirra í Lundúnum upphaf nánari tengsla sjö auðugustu iðnríkja heims og Sovétríkjanna. Listin að komast á mynd með forsetanum Allir sem vilja láta á sér kræla í bandarísku samfélagi - forstjórar stórfyrirtækja, embætt- ismenn, þingmenn, iðka af miklu kappi þá list að troða sér inn á Ijósmynd með forsetanum. I sumum þjóðfélögum hafa menn óttast að láta taka af sér myndir; þeir telja að myndin steli úr þeim sálinni. En í „menningu valdsins“ óttast menn hinsvegar að það steli virðingu þeirra og stöðu í samfélaginu að komast ekki á mynd! Svo segir í fróðlegri grein í Int- emational Herald Tribune um það að „þegar ljósmyndavélar beinast að forsetanum, þá er það engin til- viljun hver sést með“. Ástæðan fyrir því, hvílíkt kapp er lagt á fyrrgreinda list liggur reyndar í augum uppi. Ef menn komast nálægt höfðingjanum sjálf- um - í bílalest, í þyrlu, á fundi, hvar sem er - þá lítur svo út sem viðkomandi hafi beinan aðgang að forsetanum. Og auðvitað er það svo í stjómmálum sem í öðm ímyndarstríði, að það sem sýnist skiptir meira máli en það sem er. Ljósmyndamar Hvíta hússins og lífverðir sem vanir eru að skoða þá myndsjúku og æsilega hegðun þeirra, hafa skipað þeim í flokka og búið til sérstök orð yfir hegðun þeirra (sem því miður em óþýðan- leg). „Velcrosis“ heitir sjúkdómur þeirra embættismanna sem líma sig upp að George Bush hvert sem hann fer í von um að komast með honum f blöðin eða sjónvarpið. Önnur formúla, „limbo bait“, er höfð um siði þeirra áhrifamanna á ýmsum stöðum sem taka á móti Bush forseta þegar hann heimsækir borgir þeirra. Limbókarlar koma sér upp að forsetanum þegar hann er að stiga upp í bíl sinn til að segja honum eithvað um dagskrána sem er í vændum. Og þetta er gert í þeirri von, að forsetinn bjóði við- komandi upp í bíl sinn til að halda áfram samræðum, vegna þess að myndir sem teknar eru af manni í forsetabíl eru feiknalega hátt skrif- uð sigurlaun í „myndatökulist- inni“. Þessi undarlega list var ekki fundin upp í tíð Georges Bush eins og gefur að skilja. Til eru menn sem eltu fyrri forseta og náðu frægum árangri í henni. Einn slíkur er Helmut Sonnenfeldt, sem var háttsettur í Öryggismáianefnd Bandaríkjanna í stjómartíð Nixons og Fords. Honum tókst einhvem- vegin að koma sér á allar forseta- myndir. Helmut Sonnenfeldt er nú gistifyrirlesari við Brookings- stofnunina, og kann að miðla öðr- um afreynslu sinni. Ef að verið er að filma fund, segir hann, og myndavélamir eru við enda borðsins, þá er rétta að- ferðin að halla sér fram á við. Þá skyggir maður á þá þijá menn sem sitja á milli þín og forsetans, venjulega eru það háttsettari menn, til dæmis utanríkisráðherrann og formaður öryggismálanefndar, og á myndum sýnist maður sjálfur sitja næst forsetanum. En maður má ekki halla sér svo langt fram að maður skyggi á forsetann“. Tilbrigði við „limbo“ er oft notað af starfsmönnum Hvita húss- ins, sem koma hlaupandi til forset- ans með einhverja pappíra, sem sýnast mikilvægir, einmitt í þann mund sem herra Bush kemur til Hvíta hússins í bíl eða þyrlu. Slík- ur atburður kemst alltaf á margar filmur og fer víða. Það fylgir þeim sögum sem sagðar eru af þessum málum í Her- ald Tribune, að hver einasti maður geri sér mætavel grein fyrir mikil- vægi þess að komast á mynd. Forsetinn veit þetta manna best sjálfur. Til dæmis gerði George Bush sér mikið far um það meðan á Flóabardaga stóð, að láta Don Quayle varaforseta vera með sér á myndum eins oft og við var komið. Sú nærvera átti að gefa til kynna að forsetinn treysti varamanni sín- um, sem var þá undir mikilli skot- hríð í ljölmiðlum sem ómerkingur sem engu máli skipti. áb tók saman Og þá kemur einhver undirsátinn hlaupandi með pappíra sem forsetinn verður endilega að sjá strax - meðan Ijósmyndaskothríðin dynur á liðinu. ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. júlí 1991 Síöa 4 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.