Þjóðviljinn - 18.07.1991, Page 5

Þjóðviljinn - 18.07.1991, Page 5
Tudjman - væntir sér hjálpar frá Þjóöverjum. Tudjman heimsækirKohl og Genscher Franjo Tudjman, forseti Króatíu, kemur til Bonn í dag og ræðir við sambands- kanslara og utanríkisráðherra Þýskalands, þá Helmut Kohl og Hans-Dietrich Genscher. I Evrópubandalaginu hefur þýska stjómin haft forgöngu um að bandalagið taki með í reikninginn þann möguleika að viðurkenna Króatíu og Slóveníu sem sjálfstæð ríki, ef stjóm júgóslavneska sam- bandslýðveldisins grípi til vopna gegn þeim á ný. Agreiningur er um þetta í EB. Belgía og Ítalía hafa um það svipaða afstöðu og Þýska- land, en Frakkland og Spánn eru einkum á móti. Munu stjómir þeirra óttast að sjálfstæði júgóslav- nesku lýðveldanna tveggja verði þjóðemisminnihlutum í Frakklandi og á Spáni hvati til að herða kröfur um sjálfstæði eða sjálfstjóm. Beiðni um aukafund Arababandalags haf nað f tta arabaríki sem tóku þátt í Persaflóastríðj vísuðu í gær JL \_á bug beiðni íraks um að ut- anríkisráðherrar aðildarríkja Ar- ababandalagsins kæmu saman á sérfúnd til að ræða hótanir Banda- ríkjastjómar um að gera loftárásir á írak, vegna þess að íraksstjóm tregðast við að gefa upp kjamorku- leyndarmál sín. Riki þessi átta em Egyptaland, Sýrland, Saúdi-Arab- ía, Kúvæt, Sameinuðu arabafúrsta- dæmin, Óman, Bahrain og Katar. „Fyrst núna man Irak eftir því að að Arababandalagið og Araba- þjóð em til,“ sagði utanríkisráð- herra Kúvæts reiðilega. Stóðu og horfðu á bami nauðgað Tæplega þrítugur maður er í varðhaldi eftir að hafa verið staðinn að því að nauðga þriggja ára frænku sinni á skóla- leikvelli rétt við East Side High- way, sem er ein af helstu umferða- ræðum New Yorkborgar. Gerðist þetta s.l. fostudag. Um 20 ökumenn stöðvuðu bíla sína og stigu út og horfðu á. Myndaðist við það umferðarstífla. Enginn hafðist hinsvegar að til að stöðva illvirkið fyrr en vömbíl- stjóri að nafni Noel Sanchez brást við. Tókst honum að ná nauðgar- anum og halda honum föstum, uns lögregla kom á vettvang. Telpan er nú í umsjá borgaryfirvalda. Atburður þessi hefur vakið mikla athygli og orðið í margra augum tákn kæmleysis almennings um glæpi, sem sumir telja að sé með mesta móti í New York. Konur í liði tamíltígra Af um 160 tamílskum skæm- liðum, sem féllu í orrustu við stjómarher Sri Lanka á norðurhluta eyjarinnar í s.l. viku, vom yfír 25 konur, að sögn Lank- apuwath, ríkisfféttastofú eylands þessa. Reyndu skæmliðar að stöðva deild í stjómarhemum er var á leið til aðstoðar setuliði í her- stöð nokkurri, er skæmliðar sitja um. Bardagar tamílsku ffelsistí- granna svokölluðu og stjómarhers- ins, sem geisað hafa linnulaust í rúmt ár, em um þessar mundir harðir og mannfall i þeim mikið. Stjómarher játar á sig vemlegt manntjón, en segir tjón tígranna miklu meira. FRÉTTIR ▲ Umsjón: Dagur Þorleifsson Samningur um 30% niðurskurð langdrægra kjamavopna næstum tilbúinn eir George Bush og Míkhaíl Gorbatsjov, forsetar Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna, komust í gær í megin- atriðum að samkomulagi um nýjan samning ríkja sinna um langdræg kjarnavopna. Er í þeim samningi gert ráð fyrir að þesskonar kjarnavopnum í eigu stórvelda þessara tveggja verði fækkað um 30 af hundraði. Einn fréttamaður Reuters kemst svo að orði að þar með hafi endalok kalda stríðsins verið inn- sigluð. Samningnum samkvæmt munu Bandaríkin eyða um 3000 kjama- oddum og -sprengjum og þarlendir sérfræðingar segjast telja að Sovét- ríkin verði að eyða um 4000 slík- um vopnum. Meðal langdrægu kjamavopnanna em þau ægileg- ustu sem til em. Samkvæmt samn- ingnum, þekktum undir skamm- stöfuninni START, mega stórveldi þessi tvö ekki eiga nema 6000 kjamaodda hvort. I einni ffétt er tekið fram að það sé að vísu nóg til að eyðileggja heiminn mörgum sinnum, ef út í það færi. Samninganefndir hafa verið að basla við að koma samningnum saman í níu ár, en talið er að þeim James Baker og Aleksandr Bessm- ertnykh, utanríkisráðhermm Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, hafi orðið allnokkuð ágengt í þvi er þeir hittust áður en forsetamir ræddust við. Það gerðu þeir i há- degisverði. Fréttamenn segja þetta mikinn ávinning fyrir Gorbatsjov og er svo að heyra á sumum þeirra að hann hafi með þessu „stolið senunni“ á sjöveldafundinum í Lundúnum. Um leið og Gorbatsjov til- kynnti samkomulagið bauð hann Bush í heimsókn til Moskvu í mánaðarlokin og hann og banda- rískir hvítahússmenn sögðu að samningurinn yrði þá undirritaður. Enn munu ýmis minniháttar atriði í honum óútkljáð. „Þakka þér fyrir heimboðið, Míkhaíl. Ég skal strax þiggja það, áður en þér snýst hugur,“ sagði Bush. Með heimsókn Bush til Moskvu kemst loksins í kring toppfundur sá, sem fyrirhugaður var í febrúar, en var slegið á ffest vegna anna Bandaríkjaforseta við Persaflóastríð, óánægju Bandaríkj- anna út af aðförum sovéska hersins í Eystrasaltslöndum og ágreinings út af START. Er talið að sá árangur sem' felst í því að toppfundurinn verður nú haldinn muni verða Gor- batsjov til eflingar í deilum hans við íhaldsmenn heima fyrir. Nýi START-samningurinn er sá fyrsti af slíkum, sem skerðir birgð- Gorbatsjov - fréttamenn segja aö heimsókn hans á Lundúnafund sjö mestu iðnríkja heims hafi sýnt að enn sé hann ekki af baki dottinn með að marka tímamót (sögunni. ir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna af langdrægum kjamavopnum. Með fyrri samningum þeirra um þau vopn hefúr aðeins verið reynt að draga úr hraðanum í því víg- búnaðarkapphlaupi. Bandarfskt skriðdrekalið í Persaflóastríði -1 ágúst fara slðustu hersveitir vesturveldanna frá Kúvæt. Kúvæt óttast Irak á ný Ráðstefnu átta arabaríkja, sem börðust gegn írak í Persaflóastríði, lauk á þriðjudag í Kúvætborg án þess að samkomulag næðist um stofn- un sameiginlegs hers þeirra Kú- væt til varnar. Ríki þessi átta eru auk Kúvæts fimm ríki önnur á Arabíuskaga, Saúdi- Arabía, Sameinuðu arabafurstadæmin, Bahrain, Katar og Óman, og Eg- yptaland og Sýrland. I mars gerðu ríkin átta með sér samning, undirritaðan í Damaskus, þess efnis að slíkum her yrði kom- ið á fót. Var gert ráð fyrir að Eg- yptaland og Sýrland, nú mestu her- veldi arabaheimsins, legðu öðrum fremur fram lið í her þennan gegn efnahagsaðstoð frá olíuauðugum Arabíuríkjum. Agreiningur mun ekki síst hafa risið af kostnaðinum við þennan fyrirhugaða herstyrk. Kúvæt hefur t.d. í bráðina nóg annað við sína peninga að gera, þ.e.a.s. við að endurreisa samféíag sitt og efna- hagslíf eftir eyðilegginguna sem Israelar gerðu í gær loftárásir á stöðvar herliðs Hizbollah og ann- arra Líbanonssjíta í Suður- Líban- on eftir að nokkrir liðsmenn sjíta- samtakanna höfðu reynt að komast inn á yfirráðasvæði lsraela syðst í íraksher skildi þar eftir sig. Af landher vesturlandaríkja í Kúvæt eru nú aðeins eftir um 4000 banda- rískir og breskir hermenn og fara þeir síðustu þeirra þaðan í ágúst. Hafa Kúvætar nú áhyggjur af að þeir verði á ný vamarlitlir gegn ír- ak, enda her þeirra lítill og illa þjálfaður. landinu. Er þetta fyrsta loftárás ísraela á Líbanon frá því að her Líbanonsstjómar sigraði lið Frels- issamtaka Palestínu (PLO) í suður- hluta landsins. Loftárásir á Hizbollah Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.