Þjóðviljinn - 18.07.1991, Side 11

Þjóðviljinn - 18.07.1991, Side 11
Eru Framsóknarmenn í Ástralíu? Reykjavik 17. júli 1991 Heil og sæl og þakka þér fyrir bréfið í síðustu viku. Þú áttir kollgátuna. Eg á alveg eftir að koma til Barselónu og hitta Börsunga eins og Kristinn R. Ól- afsson fréttaritari Útvarpsins á Spáni kallar heimamenn. Borgina bar á góma í samtali við mann hér á dögunum, sem sagði voðalegar sögur, sagði þar að störfúm ein- hverja fingraliprustu þjófa sem sögur fara af. A eftir fylgdu ffá- sagnir af því hvemig farið hefði fyrir ýmsum ferðalöngum sem sáu á eftir sinni aleigu í ferðafé og krít- arkortum að viðbættu vegabréfi og öðm smálegu. Sögumar nægja mér auðvitað ekki til að sverja þess dýran eið að koma aldrei til þessar- ar borgar. Þangað fer ég sjálfsagt þegar færi gefst i trausti þess að hinir fingralöngu hafi öðmm hnöppum að hneppa en mínum á meðan ég stend við. Og af því að þú fórst að tala um Spánveija má ég til með að segja þér sögu af vini mínum sem var á ferð í Madrid, sem honum þótti öðmm borgum sem hann hafði komið í miklu fegurri. Hann var þama á ferð með konu sinni og bömum sem öll em nálægt því uppkomin. Eins og gengur á svona ferðalögum verða menn stundum viðskila hver við annan og dag einn uppgötvar félagi minn að hann er einn á ferð á hinum fogru strætum höfuðborgarinnar. Hann er af gætnara taginu og geymir fjár- sjóði sína í þar til gerðum pung, þegar hann ferðast í ókunnum borgum. Sem hann er nú þama á ferð í einsemd sinni ber að konur nokkrar, ákaflega heillandi. Hrafh- svart hárið glampaði í sólskininu og iturvaxnir líkamimir nutu sín vel í þröngum hæfilega flegnum blússum og mikilfenglegum pils- um. Þær gáfu sig á tal við hann, en þessi góði vinur minn er ekki mæltur á tungu kvennanna. Það skipti hins vegar litlu, því þær vildu bókstaflega allt fyrir hann gera, einkum að láta vel að honum með handayfirlagningum og öðm atlæti sem ofl hefur gagnast kon- Helgi Guðmundsson skrifar Sólveigu Kr. Einarsdóttur í Ástralíu um vel ef þær vilja fá ffam vilja sinn við karlmenn. Nú er þessi félagi minn grand- var maður og ákaflega heiðarlegur. Það var þess vegna ekki nema von að honum væri um og ó við svo hlýleg atlot fagurlimaðra kvenna á götum úti. Hann fór því undan í nokkram flæmingi og sýnist mér af ffásögnum að brosið á vörum hans hafi verið heldur vandræða- legt um það leyti sem hinar hjálp- fúsu konur náðu að króa hann af við fagran gosbrann. Þá þótti mín- um manni nóg að gert og vildi rífa sig lausan, ekki mátti hann til þess hugsa að konan og bömin kæmu að honum í vafasömum félags- skap, svoleiðis gæti jú misskilist. Hann hristi þær af sér og eins og gefúr að skilja móðguðust þær sár- lega, enda heiðri þeirra og miklum sóma gróflega misboðið. - Jæja góði, úr því að þú ert með þessi merkilegheit þá geturðu bara átt þig - hafa þær áreiðanlega sagt, því þær stransuðu burt í fússi og hurfú í mannhafið. Ég þarf náttúrlega ekki að segja þér að konumar hirtu sinn toll fyrir óumbeðna athygli og at- lot, því pungurinn góði var tómur. Og lýkur þar að segja ffá með- höndlun fagurra spænskra sígauna- kvenna á íslenskum sómamanni. Aldrei hef ég komið til Ástral- iu og Iangar því til að spyija þig um bæjarbraginn þar um slóðir. Til að mynda hvort þar um slóðir finn- ist jafh fingralangir menn og Bör- sungar, eða sígaunakonur í Madr- id. Eg var í eina tíð málkunnugur manni nokkram sem bjó í Welling- ton á Nýjasjálandi og spurði hann hvort það væri rétt sem ég hefði eftir sannorðum manni uppi á ís- landi að Nýsjálendingar væra breskari í sínum háttum en ffumrit- ið, Bretar sjálfir. Kvað hann nokk- uð til í þessu hjá hinum sannorða Islendingi. Það sem maður sér af þessu mikla landi, Ástralíu, með því að horfa á kvikmyndir og fylgjast með fféttum, bendir helst til að þjóðfélagð sé einskonar affit af Bandaríkjunum. Er þetta rétt hjá mér? Og af því að ég er að tala um sannorðan íslending minnist ég þess að hafa heyrt konu nokkra lýsa manni svo, að hann væri bæði greindur maður og gætinn, sem hún taldi til mestu kosta sem prýða mættu einn mann. Má þá ljúka þessu skrafi með því að spyija þig hvort Ástralir séu greindir menn og gætnir og svona í bláendann: hvar era þeir í pólitík? Ihald eins og Kanamir? Finnast kannski Framsóknarmenn þar um slóðir? Eða einhveijir sem kenna sig við rauða litinn? Heilsaðu manninum þínum. Heyri ffá þér fljótlega. Með kveðju. hágé VIÐHOIF H [vei t*s veei n Ld . vei cí ia . S1 b ri íð A Sieurlaue S. Gunnlauesdóttir skrifar Fyrri grein. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti naglann á höfuðið þegar hann kallaði grein sína um Atl- antshafsbandalagið (NATO) 27. júní s.l.: „Persaflóastríðið kennslustund í því sem koma skal“. Niðurstaða hans er sú að NATO hafi hlutverki að gegna. Ég hyggst nú gera grein fyrir hvernig staðhæfingin stenst. Síð- ar vil ég reifa hvers vegna NATO er partur af vandanum. Persaflóastríðið var ólíkt öðr- um striðum sem háð hafa verið ffá Persaflóastríðið var stríð kapítalískra ríkja lokum síðari heimsstyijaldar að því leyti, að það var ekki stríð gegn þjóðfrelsishreyfingu eða sósí- alískri fylkingu, heldur stríð kapít- alískra ríkja. Hvað mannfall og eyðilegg- ingu snertir líktist það Kóreustríð- inu og Víetnamstríðinu (ég deili þeirri skoðun með neíhdum á veg- um Sameinuðu þjóðanna og Har- vardháskóla í Bandaríkjunum sem hafa gert aðgengilegar skýrslur um ástandið í írak). Bandaríkjaher lagði Pyongyang í rúst og drap a.m.k. miljónir Kóreumanna á ár- unum 1952-’55. Hvemig má það vera? Einangran þjóðfrelsisafla í Kóreu og styrkur heimsvaldasinna heima fyrir, á kostnað skipulags- sfyrks og sjálfstrausts vinnandi fólks, er helsta skýringin á því hveiju ffam fór í Kóreu. Þessar afstæður breyttust á tím- um Víetnamstriðsins. Hreyfingin gegn Víetnamstríðinu sótti styrk sinn til félagsafla skyldra þeim sem standa undir ffamleiðslu auðs- ins, nefnilega til ungra herskyldra manna úr alþýðustétt, og til baráttu blökkumanna fyrir borgararéttind- um, en þeir bjuggu þá nánast við aðskilnaðarkerfi og sérstaka vinnu- kúgun. Sú trú styrktist meðal ungs fólks og margra annarra, að hægt væri að spoma við og jafnvel vinna sigur á þeim öflum sem skáluðu í hauskúpum snauðrar bændaalþýðu í fjarlægum löndum. Aukin réttindi og sjálfstraust er ekki öll skýringin. Ognir Vietnam- Harmonikuhátíð í Árbæjarsafni Unnendur harmoníkutónlist- ar eru mjög margir og sömu sögu er að segja um þá sem hafa gaman af að taka einn léttan ræl eða skottís. Þeir ættu að fjöl- menna i Árbæjarsafn á sunnu- dag því þá verða gömlu dans- arnir og harmoníkan í hávegum höfð. Dansað veður við harmoníku- undirspil í Árbæjarsafni. Danshóp- ur eldri borgara undir stjóm Sig- valda Þorgilssonar danskennara mun sýna gömlu dansana við und- irleik Harmóníkufélags Reykjavík- ur ffá kl. 14.30 til 15.00 við Dill- onshús. Harmóníkan mun svo hljóma fram eftir degi, enn einnig gefst gestum kostur á að skoða safnið. Unnið verður við spjaldvefnað og tóvinnu, lummur verða bakaðar í Árbænum og gullborinn verður í gangi allan daginn. -Sáf Sama er uppi á teningnum hvað varðar verslunarstríð, en fijálsri verslunarstefnu fylgja nán- ast í prinsippinu mannskæð striðs- átök. Verðbréfamarkaðir og lána- stofhanir era í dag helsti vettvang- ur íjármagnseigenda til að við- halda efnahagsgrunni þjóðfélags- stöðu sinnar. Verðbréfahranið fyrir fimm árum gaf til kynna að nýir tímar kynnu að renna upp og nýjar aðferðir yflrgnæfa. Ég er að leiða að þeirri stað- hæfingu að stríð um verslun (olíu) og viðskiptasvæði (Mið- austur- lönd) á borð við Persaflóastríðið, þar sem venjulegt vinnandi fólk er ekki meira virði en peð á skák- borði, sé það sem er í vændum. Það era eldci stríð þar sem alþýðu- fólk er skipulagt til að beijast gegn yfirgangi heimsvaldasinna. (í Nic- aragua féllu 50.000.) Slíkt stríð getur komið aftan að vanskipu- lögðum smábændum og alþýðu- fjölskyldum í borgum, sem hefúr látið eiginhagsmunasegg tala fyrir sig í stjómmálum, og strádrepið hundrað þúsunda manna á fáeinum dögum. (I írak féllu til samanburð- ar 200.000.) Þessar hugmyndir era meðal þess sem við viljum ræða, sem stöndum að málfundum verkafólks og baráttusinna. Málfundir verða haldnir næstu þrjú fimmtudags- kvöld kl. 20:00 að Klapparstíg 26, 2. hæð (Pathfinder-bóksölunni). Á fyrsta fundinum 18. júlí verður Gylfi Páll Hersir, Dagsbrúnarfé- lagi, málshefjandi um efnið: Hvers vegna verða stríð. Sigurlaug S. Gunnlaugsdóttir er félagi f Iðju. stríðsins urðu opinberar líka vegna þess að kapitalisminn færir lönd þéttar saman. Heimsvaldasinnaðar ríkisstjómir opna fyrirtækjum af öllum stærðum, sem skipuleggja sig innan ramma þjóðríkis, braut inn í Afríku, Indókína, Mið-Amer- íku, Brasilíu, og svo framvegis. Um leið skapa þeir verkalýðsstétt í þessum löndum hemaðaritök, að- stöðu, andstöðu, umhverfisslys, eymd og niðurlægingu, rosalega fólksflutninga og skuldabönd gegnum hyskið sem situr við „völd“ og myndar þarlenda ráða- stétt. Það er mikilvægt að átta sig á hvemig kapítalisminn þróast. Þá er hægt að skilja hve gjörólíkur heim- urinn er veröldinni á fyrstu áratug- unum eftir að Bandaríkin höföu fengið forskot á að þróa efhahag sinn og athafnir eftir eyðileggingu síðari heimssfyrjaldarinnar. Ekki aðeins Bandaríkin, heldur önnur heimsvaldaríki, gátu þróað efhahag sinn í friðsamri sambúð. Sovétrík- in gátu gert slíkt hið sama, með framstæðari lögmálum: Draga sí- fellt fleiri úr sveitum inní fram- leiðsluna og pína fólk til að fram- leiða iðnvaming með aðstoð her- og leynilögreglu. Þetta vora friðsamir tímar í þeim skilningi að gróðahlutfallið af vöraframleiðslu var nægilega stórt til að fjármagnseigendur fjár- festu í framleiðslu og væra tiltölu- lega ánægðir með úrbýtið. Verð- myndunarstríð hófúst: Þeir sem vora í sterkri aðstöðu til að koma sér upp einokun á ákveðnum markaði eða ákveðinni vörateg- und, gerðu það með því að hafa fyrir áhrif samkeppni, og samfara vissri mettun markaðarins rýmar bæði gróðahlutfallið og heildar- gróðinn. Við þessu þurfti að spoma. andstæðinga undir í verðstríði og ákveða síðan verð. Að baki þessu lá ekki ósiðferðileg afstaða, heldur kapítalískt lögmál: Með aukinni tækni lækkar verðgildi vörannar Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.