Þjóðviljinn - 18.07.1991, Page 14
SlONVARP & ÚTFAKP
18.00
19.00
20.00
21.00
22.00
23.00
SJONVARPIÐ
17.50 Þvottabirnirnir (21). Banda-
rískur teiknimyndaflokkur.
18.20 Babar (10). Fransk/kanad-
ískur teiknimyndaflokkur um
fílakonunginn Babar.
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Á mörkunum (4).
Frönsk/kanadísk þáttaröð um
hetjur, skálka og fogur fljóð í
villta vestrinu um 1880.
19.20 Steinaldarmennirnir (22).
Bandarískur teiknimyndaflokkur.
19.50 Jóki björn. Bandarísk teikni-
mynd.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Saga flugsins (5). Anthony
Fokker. Hollenskur heimilda-
flokkur um helstu flugvélasmiði
heimsins og smíðisgripi þeirra.
21.25 Evrópulöggur (9). Þessi
þáttur er frá Sviss og nefnist
Réttlætið sigrar. Gömul kona
verður fyrir því óláni að frá henni
er stolið peningum sem hún getur
ekki sannað að hún hafi átt.
22.25 Reiðhjólasmiðurinn í
Kristjaníu. Mynd um fyrrver-
andi vandræðaungling sem enn er
utangarðsmaður í Kristjaníu þrátt
fyrir það að reiðhjól sem hann
framleiðir seljist um allan heim
og fyrirtæki hans skili miljóna
hagnaði.
23.00 Ellefufréttir og dagskrár-
lok.
STOÐ2
16.45 Nágrannar.
17.30 Börn eru besta fólk.
19.19 19.19. Fréttaþáttur.
20.10 Mancuso FBI. Spennandi
þáttur um alríkislögreglumannirm
Mancuso.
21.00 Á dagskrá.
21.15 Sitt Iítið af hverju.
22.05 Alríkislögregiukona. Þessi
mynd byggir á sönnum atburðum
og segir hún frá því er fyrsta lit-
aða konan reyndi að verða alrík-
islögreglukona. Bönnuð bömum.
23.40 Tiger Warsaw. Hjartaknús-
arinn Patrick Swayze leikur hér
Chuck Warsaw sem kallaður er
Tiger. Hann snýr aftur til heima-
bæjar síns eftir 15 ára fjarvem og
kemst að því að margt hefúr
breyst. Ekki eru allir jafn ánægðir
með endurkomu hans, því seint
fymast gamlar syndir. Stranglega
bönnuð bömum.
01.15 Dagskrárlok.
Rás 1
FM 92,4/93,5
06.45 Veðurfregnir. Bæn.
07.00 Fréttir.
07.03MorgunþátturRásarl.
07.30 Fréttayfirlit.
07.45 Dagiegt mál.
08.00 Fréttir.
08.10 Umferðarpunktar.
08.15 Veðurfregnir.
08.40 í farteskinu.
09.00 Fréttir.
09.03 Laufskálinn.
09.45 Segðu mér sögu.
„Svalur og svellkaldur“
eftir Karl Helgason. Höf.
les (9).
10.00 Fréttir.
10.03 Morgunleikflmi með
Halldóru Bjömsdóttur.
10.10 Veðurfregnir.
10.20 Táp og fjör. Þáttur um
heilsu og heilbrigði.
11.00 Fréttir.
11.03 Tónmál. Tónlist 18. og
19. aldar.
11.53 Dagbókin.
12.00 Fréttayfirlit á hádegi.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir.
12.48 Auðlindin.
12.55 Dánarfregnir. Auglýs-
ingar.
13.05 í dagsins önn - „Að-
stoð við sjúklinga og að-
standendur þeirra.“
13.30 Lögin við vinnuna.
14.00 Fréttir.
14.03 Útvarpssagan: „Einn í
ólgusjó, lífssigling Péturs
sjómanns Péturssonar."
Sveinn Sæmundsson skrá-
setti og les (14).
14.30 Miðdegistónlist.
„L'Isle joyeuse“ eftir
Claude Debussy. Christina
Ortis leikur á píanó. Þijú
sönglög eftir Gabriel
Fauré. Gérard Souzay
syngur, Dalton Baldwin
leikur á píanó. Rómansa
fyrir fíðlu og píanó eftir
Sergej Rakmanínov. Igor
Bezrodny og A. Markarov
leika. „Musikalske flaneri-
er“ fyrir blásarakvintett eft-
ir Ragnar Danielsen.
Norski blásarakvintettinn
leikur.
15.00 Fréttir.
15.03 Leikrit vikunnar:
„írafár" eftir Bemard
Shaw. Þýð. Ámi Guðna-
son. Leikstj. Baldvin Hall-
dórsson. Leikendur: Valur
Gíslason, Rúrik Haralds-
son, Guðrún Þ. Stephensen,
Bríet Héðinsdóttir og Guð-
mundur Magnússon.
16.00 Fréttir.
16.05 Völuskrín.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Á förnum vegi. í
Reykjavík og nágrenni
með Sigurlaugu M. Jónas-
dóttur.
Þórhildur Þorleifsdóttir sér um sumarspjallið sem er á dagskrá kl.
23.00 I kvöld.
16.40 Létt tónlist.
17.00 Fréttir.
17.03 Sögur af fólki. Um
Guðmund Hjaltason (1853-
1919), áhugamann um lýð-
háskóla fyrir og um alda-
mótin.
17.30 Tónlist á síðdegi. Til-
brigði um „Kamival í Fen-
eyjum“ ópus 10 eftir
Niccoló Paganini. Salva-
tore Accardo leikur á fiðlu
með Kammersveit Evrópu,
Franco Tamponi stjómar.
„Vespumar“ - forleikur
eflir Ralph Vaughan Willi-
ams. Fílharmoníusveitin í
Lundúnum leikur; Sir Ad-
iran Boult stjómar.
18.00 Fréttir.
18.03 Hér og nú.
18.18 Að utan.
18.30 Auglýsingar. Dánar-
fregnir.
18.45 Veðurfregnir. Auglýs-
ingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Daglegt mál.
19.35 Kviksjá.
20.00 Úr tónlistarlífínu.
Þáttur í beinni útsendingu.
Gestur: Lárus Sveinsson
trompetleikari. Meðal efn-
is: Hljóðritun frá tónleikum
í Gerðubergi 7 í janúar s.l.
er þrír ungir tónlistarmenn
kepptu um að verða til-
nefndir fulltrúi Islands á
Tónlistarhátíð ungra nor-
rænna einleikara er fram
fór í Helsinki.
22.00 Fréttir.
22.07 Að utan.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Orð kvöldsins. Dag-
skrá morgundagsins.
22.30 Sumarsagan: „Dóttir
Rómar“ eftir Alberto Mor-
avía. Hanna María Karls-
dóttir les þýð. Andrésar
Kristjánssonar og Jóns
Helgasonar. (15).
23.00 Sumarspjall. Þórhild-
ur Þorleifsdóttir.
24.00 Fréttir.
00.10 Tónmál.
01.00 Veðurfregnir.
01.10 Næturútvarp
Rás 2
FM 90,1
07.03 Morgunfréttir -
Vaknað til lífsins.
08.00 Morgunfréttir.
09.03 9-fjögur.
12.00 Fréttayfirlit og veður.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 9-fjögur.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagskrá: Dægurmála-
útvarp og fréttir.
17.00 Fréttir. Dagskrá heldur
áfVam.
17.30 Meinhornið: Óðurinn
til gremjunnar.
18.00 Fréttir.
48.03 Þjóðarsálin - Þjóð-
fúndur í beinni útsendingu.
Sigurður G. Tómasson sit-
ur við símann, 91- 686090.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 McCartney og tónlist
hans.
20.30 íslenska skífan.
21.00 Rokksmiðjan.
22.07 Landið og miðin.
00.10 í háttinn.
01.00 Næturútvarp.
Troa^BENDUM A
Leikrit vikunnar
„ÍRAFÁR“
Útvarp kl. 15.03
Leikritið ÍRAFÁR eflir Bem-
ard Shaw verður flutt á Rás 1 í
dag. Þýðandi er Ámi Guðnason og
leikstjóri er Baldvin Halldórsson.
Leikurinn gerist á írsku sveitar-
setri árið 1915. Dennis O’Flaherty,
óbreyttur írskur hermaður í breska
hemum, heíúr verið boðinn í te til
Pearce hershöfðingja. Tilefnið er
það að hann hefúr verið sæmdur
Viktoríukrossinum fyrir hugrekki í
stríðinu. Hershöíðinginn, sem er
góður og gildur fulltrúi hinnar
ensku yfirstéttar, dáist _ mjög að
vasklegri framgöngu írans. En
hann gefur hershöfðingjanum þá
skýringu á hugrekki sínu, að sem
drengur hafí hann femur kosið að
slást við óvini sína en að mæta
reiðilestri móður sinnar sem ávallt
hafi fyrirlitið gunguskap. Eftir að
hafa kynnst frú O’Flaherty nánar
verður hershöfðinginn sammála
Dennis um að heimavígstöðvamar
séu síst betri en hinar.
Leikcndur em: Valur Gíslason,
Rúrik Haraldsson, Guðrún Þ.
Stephensen, Bríet Héðinsdóttir og
Guðmundur Magnússon.
Alríkislögreglukona
Stöð tvö kl.22.05
Johnnie Gibson er lögreglu-
kona í litlum bæ í suðurríkjum
Bandaríkjanna. Dag einn er hún
valin til að aðstoða alríkislögreglu-
mann. Verkefni hennar er að þykj-
ast vera kærasta lögreglumannsins
sem er að reyna að koma upp um
vopnasala. Skyndilega er Johnnie
mitt inn í hringiðu undirheimsins
þar sem morð em daglegt brauð.
Upp kemst um Johnnie og spum-
ingin er hvort henni takist að
bjarga lífi sínu og félaga síns.
Þessi mynd byggir á sönnum at-
burðum en Johnnie Gibson var
fyrsta litaða konan sem varð alrík-
islögreglumaður.
Reiðhjolasmiðurmn
• t' '
í Kristjaniu
Sjónvarp kl.22.25
Hippanýlendan í Kristjaníu er
mörgum íslendingnum að góðu
kunn, þar býr margt sérkennilegt
fólk sem margt hefur lífsafkomu
sína af sérkennilegum störfum og
framleiðslu. Einn íbúi Kristjaníu,
reiðhjólasmiðurinn Jesper Solling
hefur marga hildi háð við dönsk
yfírvöld í baráttu sinni fyrir auk-
inni samneyslu og launajafnrétti.
Nú er hann hins vegar orðinn fyrir-
tækjaeigandi og veltir tugum milj-
óna króna. Jesper er sjálfmenntað-
ur í iðn sinni og framleiðir sér-
kennileg, há reiðhjól með svoköll-
uðum hengirúmshnakk. Kristjaníu-
hjólin eru farin að setja svip sinn á
bæjarlífið í Kaupmannahöfn, þó að
langflest þessara hjóla séu flutt út.
I myndinni kynnumst við Jesper en
einnig Michael Pederssen, mann-
inum sem upphaflega fann upp þá
tegund reiðhjóla sem hér um ræðir.
Þýðingu annaðist Þrándur Thor-
oddsen.
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 18. júlí 1991
Síða 14