Þjóðviljinn - 26.07.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.07.1991, Blaðsíða 4
Umhvefi sráðunevtið: Yfir þúsund hreindýr verða felld Reglur um hreindýraveiðar fyrir árið 1991 hafa verið kynntar af umhverfisráðuneytinu Alls verður heimilt að veiða allt að 1097 hreindýr og fá Fljóts- dals- og Jökuldalshreppar flest Ieyfin eða 114 dýr hvor hreppur. Nú er talið að hreindýrastofn- inn sé rúmlega 4000 dýr. Það er talið of mikið miðað við aðstæð- ur. Því er talið eðlilegt að stefna að töluverðri fækkun dýra á næstu þrem árum, segir í fréttatilkynn- ingu er umhverfismálaráðunt ytið hefur sent frá sér. Hinn 24. júlí voru staðfestar reglur í ráðuneytinu um hrein- dýraveiðar árið 1991. Þessarregl- ur eru í tveimur meginatriðum frábrugðnar reglum er gilt hafa ffá árinu 1955. Fyrri breytingin, sem er gerð nú, er að í stað þess að tilgreina einungis hvemig heildaríjöldi þeirra dýra, sem heimilt er að veiða, skiptist milli sveitarféiaga, er nú mælt fyrir hve marga tarfa, kýr og kálfa megi veiða í hverju sveitarfélagi. Þetta er gert, sam- kvæmt tilkynningu umhverfis- ráðuneytisins, til að halda eðli- legu hlutfalli milli kynja. A þessu ári eru veturgamlir tarfar friðaðir, þar sem törfum hefur fækkað verulega á undanfomum ámm. Hin meginbreytingin er sú að nú er ákveðið, að sveitarfélögin greiði tiltekið gjald fyrir hvert dýr, sem fellt er, og gangi það til Hreindýrsstofninn telur orðið fjögur þúsund dýr, fræöingar telja það orðið of mikið miðað við aöstæður og stefna að töluverðri fækkun á næstu þremur ámm. rannsókna, sem embætti veiði- stjóra annast á vistfræði hrein- dýrastofnsins og tengjast nýtingu hans og vemdun. Tekjur af veið- unum renna til sveitarfélaga, sem ráðstafa þeim eflir að greiddur hefur verið kostnaður, sem á þau fellur. I reglum sem settar vom 1990 var gert ráð fyrir því, að tekjur af tilteknum veiðum rynnu til rann- sókna, en nú er tekið upp einfald- ara fyrirkomulag. I lögunum frá 1954 er mælt svo fyrir, að ráð- herra ákveði, hvert renna skuli hagnaður af hreindýraveiðum. Á síðastliðnu vori vom settar reglur um hreindýraráð, sem fara skyldi með tiltekna framkvæmd í sam- bandi við hreindýraveiðar. Um- hverfisráðuneytinu bámst ýmsar athugasemdir við reglumar og í framhaldi af fúndi sem haldinn var á Egilsstöðum snemma í sum- ar, var ákveðið að endurskoða reglumar. Stefht er að því að nýjar regl- ur geti komið til framkvæmda á veiðitímabilinu 1992. -sþ FJARFESTING ERLENDRAAÐILA í ATVINNUREKSTRI Á ÍSLANDI, FYRIR OG EFTIR 25. MARS 1991. Athygli innlendra fyrirtækja í eigu erlendra aðila, að hluta eða öllu leyti, er vakin á ákvæðum laga nr. 34/1991 um tilkynningarskyldu til Seðlabanka íslands, gjaldeyriseftirlits, sbr. auglýsingu Seðlabankans i Morgunblaðinu 14. júní 1991 og Lögbirtingarblaði nr. 78/1991. Samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða, bar að tilkynna fjárfestingu erlendra aðila hér á landi, sem átt hafði sér stað fyrir gildistöku nefndra laga, innan þriggja mánaða frá gildistöku laganna. Eyðublöð fyrir tilkynningar fást afhent hjá Seðlabanka íslands, gjaldeyriseftirliti. Brot gegn ákvæðum laganna varða við 12. grein þeirra. Reykjavík, 21. júlí 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS Þjóðyitjinn Umboðsmenn 210 Garðabær 220 Hafnarfjörður 230 Keflavík 260 Njarðvík Starri Sigurðarson Starri Sigurðarson Guðríður Waage Katrín Sigurðardóttir 91-54948 91- 54948 92- 12883 92-12169 300 Akranes 310 Borgames 340 Stykkishólmur 350 Grundarfjörður 355 Olafsvík Finnur Malmquist Inga Björk Halldórsdóttir ErTa D. Lámsdóttir Anna G. Aðalsteinsdóttir Linda Stefánsdóttir 93-11261 93-71740 93-81410 93-86604 93-61269 400 ísafjörður 415 Bolungavík 130 Suðureyri Jens Markússon Ráðhildur Stefánsdóttir Þóra Þórðardóttir 94-3541 94-7449 94-6167 530 Hvammstangi 540 Blönduós 545 Skagaströnd 550 Sauðárkrókur 580 Siglufjörður Hólmfríður B. Guðmundsd. Snorri Bjamason Olafur Bemódusson Björg Jónsdóttir Sveinn Þorsteinsson 95-12485 95-24581 95-22772 95- 35914 96- 71688 600 Akureyri 625 Olafsfjörður 640 Húsavík 675 Raufarhöfn 680 Þórshöm Halldór Ingi Ásgeirsson Agnes Númadóttir Sverrjr Einarsson Páll Amason Amþór Karlson 96-24275 96-62514 96-41879 96-51166 96-81125 690 Vopnafjörður 700 Egilstaoir 710 Seyðisfiörður 730 Reyðarfiörður 735 EsKÍfjörður 740 Neskaupsstaður 750 Fáskrúosfjörður 780 Höfn Svanborg Víglundsdóttir Páll Pétursson Margrét Vera Knútsdóttir Olöf Pétursdóttir Berglind Þorbergsdóttir Heimir Asgeirsson Guðbjörg H. Eyþórsdóttir Sigurbjörg Einarsdóttir 97-31289 97-11350 97-21136 97-41167 97-61410 97-71461 97-51299 97-81274 800 Selfoss 8 í 0 Hveragerði 815 Þorlákshöfn 825 Stokkseyri 840 Laugarvatn 870 Vík í Mýrdal 900 Vestmannaeyjar Margrét Þorvaldsdóttir Vilborg Þórhallsdóttir Halldóra S. Sveinsdóttir Guðmundur Einarsson Halldór Benjamínsson Ingi Már Bjömsson Marta Jónsdóttir 98-22317 98-34323 98-33627 98-31211 98-61179 98-71122 98-12192 68 55 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.