Þjóðviljinn - 26.07.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.07.1991, Blaðsíða 8
Útgefandl: Útgáfufélagíð BjatKi h.f. Auglýslngadeild: * 68 13 10 - 6813 31 Framkvaemdastjóri: Hallur Páll Jénsson Sfmfax: 68 19 35 Ritstjórar: Ami Bergmann, Helgi Guðmundsson, Verð: 150 krónur f lauaasðlu Umsjónarmaður Helgarblaðs: Bergdla Ellertsdóttlr Setnlng og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófeson Prentun: Oddl hf, Auglýslngastjóri: Stelnar Harðarson Aðsetur: Slðumúla 37,108 Reykjavík Afgreiðsta: «■ 68 13 33 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Fortíðarhyggja - nútíðarklúður - framtíðarvandi Ríkisstjórnin er að koma sér upp nefnd sem á að rýna í það sem kallað er fortíðar- vandi. Ef að líkum lætur mun nefnd þessi í fyll- ingu tímans skila af sér tillögum um það hvernig leysa á þann vanda sem fortíðin hefur að mati ríkisstjórnarinnar lagt á framtíðina. Skipun nefndarinnar er iiður í því mikla áróðursstríði sem ríkisstjórnin heldur úti í því skyni að sannfæra þjóðina um að lítt vitrir stjórnmálamenn fortíðarinnar hafa lagt á herð- ar hennar slíkar byrðar að ekki dugi neitt minna en að endurskoða sjálft hlutverk ríkis- valdsins í samfélaginu: „Á næstu vikum verð- ur það verkefni ríkisstjórnarinnar að deila byrðunum af þeim róttæku breytingum, sem grípa þarf til, milli velferðarkerfisins, fram- kvæmda ríkisins, framlaga til atvinnulífsins og starfsemi ríkisins sjálfs," segir Friðrik Sóphus- son fjármálaráðherra um þetta í grein í Morg- unblaðinu nýlega. Fortíðarnefndin er þó fyrst og fremst til marks um það nútíðarklúður sem ríkisstjórnin er að koma sér í. Stefna hennar er byggð á „hugsjónum" markaðshyggjunnar og í sam- ræmi við það verður að skera niður sem allra mest af útgjöldum ríkisins, fela einkaaðilum margvísleg verkefni sem hingað til hefur verið r r 0-ALIT talið sjálfsagt að hið opinbera sæi um og síð- ast en ekki síst að hygla þeim sem betur mega sín með því að gera engar raunveruleg- ar breytingar á innheimtu skatta. Stefna af þessu tagi hefur í för með sér endalaust klúð- urog aukna mismunun á öllum sviðum. Klúðr- ið felst í því að ráðherrarnir eru að hrinda i framkvæmd stefnu sem hefur þveröfug áhrif úti í þjóðfélaginu, við það sem til er ætlast. Því er m.a. haldið fram að allt þetta sé gert til hagsbóta fyrir atvinnulífið, en öflugt atvinnulíf sé síðan udirstaða hagsældar í landinu. Hið síðast nefnda er að sjálfsögðu rétt, traust at- vinnulíf er undirstaða þjóðlífsins. Hlutverk rík- isvaldsins, ekki síst á erfiðleikatímum, ætti því að felast í að bæta skilyrðin til að atvinnulífið geti svarað kröfum tímans, meðal annars staðið undir bærilegum launum til verkafólks. Ríkisstjórnin vinnur ekki í þessum anda. (stað þess að létta verkalýðshreyfingunni róðurinn að því marki að ná viðunandi kjarasamningum meðal annars með aðgerðum í skattamálum og tryggingum fyrir því að samfélagsþjónusta verði ekki skert, fer stjórnin þveröfuga leið. Hún ætlar sér að létta útgjöldum af ríkissjóði og láta almenning greiða þau beint með þeim augljósu afleiðingum að verkalýðshreyfingin kemst ekki hjá að sækja meiri launahækkanir til atvinnulífsins til að mæta þessum kostnað- arauka. Fyrirfram er vitað hverjar tillögur fortíðar- nefndarinnar verða, enda hafa ráðherrar ekki sparað að kynna landslýðnum hvað þeir hyggjast fyrir. Verkefni nefndarinnar verður því ekkert annað en að klæða stefnu ríkis- stjórnarinnar ( nýjan búning, sem væntanlega verður skreyttur með rökum markaðshyggj- unnar undir hagfræðilegu yfirskini. Hið alvarlega í málinu er svo það að stefna stjórnarinnar mun leiða yfir þjóðina framtíðar- vanda sem felst í því, að á öllum sviðum verð- ur mismunun aukin. Hinir betur settu geta borgað dýr lyf ef þeir verða veikir, þeir geta greitt skólagjöld, þeir geta borgað fyrir sig á sjúkrahúsum og þeir þurfa ekki á Bygginga- sjóði verkamanna að halda svo aðeins fáein dæmi séu nefnd. ( samræmi við markaðs- hyggjudrauminn mun hagur þeirra batna, en lífskjör hinna sem ekkert hafa nema lág laun eða tryggingabætur til að lifa af fara versn- andi, og síðast en ekki síst: klúður nútímans verður vandamál framtíðarinnar. hágé. 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.