Þjóðviljinn - 26.07.1991, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 26.07.1991, Blaðsíða 14
Siðareglur Það liggja margar ástæður fyrir því að golf er sérstök íþrótt. Góð útivera og nálægð við nátt- úruna mætti nefna en það sem skilur golf frá mörgum íþróttum er hversu mjög leikurinn stjórn- ast af settum reglum. Flestir þeir sem leika golf hafa kynnt sér helstu reglur sem fylgja þarf og margir hafa fest kaup á reglu- bókinni góðu og hafa hana ávallt með sér þegar þeir leika. Reglu- bókin ætti að teljast til nauðsyn- legra áhalda til golfleiks þar sem góður skilningur og kunnátta í beitingu hennar getur oft bjarg- að höggum. Þeir sem leikið hafa golf að einhveiju marki vita, að kylfingar þurfa að fylgja fleiri reglum en bara þeim sem eru í reglubókinni, nefnilega siðareglum. Siðareglur eru lögmál sem gilda um tillits- semi við aðra kylfinga. Golf er ein- taklingsíþrótt sem krefst mikillar einbeitingar og margs sinnis hefur verið sagt að golf fari ffam 95% á 15 cm svæði, þ.e. á milli eyma leikmanna, og 5% á vellinum sjálf- um. Við leggjum engan dóm á rétt- mæti þessarar fullyrðingar en full- víst er að leikurinn byggist mikið á einbeitingu og flestar siðareglur eru settar til að koma í veg fyrir að kylfingar trufli einbeitingu hvers annars. Mjög algengt er að fólk, sérlega þó fólk sem lítið þekkir til golfsins, vanmeti þörf leikmanns fyrir frið, ró og hljóð þegar hann einbeitir sér að leik sínum. Eitt það fyrsta sem fólk lærir þegar það kemur á golfvöll er að hafa algjört hljóð. Minnsta hljóð sem kemur kylfingi á óvart er mjög líklegt til að raska einbeit- ingu hans og þar með hafa áhrif á leik hans. Einnig er varasamt að vera mikið á hreyfingu þegar á leik stendur og verði leikmaður var við hreyfingu í nánd við sig, jafnvel þó hljóðlaus sé, veldurþað truflun, Til að varast þetta er skynsamlegt að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá þeim sem er að leika og helst að vera á stað þar sem hann veit að hann verður ekki truflaður. Sum- um kylfingum finnst óþægilegt að hafa fóik fyrir aftan sig og því er öruggast að vera fyrir framan leik- mann, en þó í góðri fjarlægð. Hér er átt við til móts við leikmanninn en ekki höggstefnu. Þegar á flötina er komið hafa kyifingar meiri þörf fyrir að vera Golfari vikunnar Þessar tvær hressu stelpur, Erla Þorsteinsdóttir og Rut Þorsteinsdóttir, eru golfarar vikunnar í þetta sinn. Þær eru félagsmenn í Golf- klúbbi Suðumesja, Erla byrjaði núna í sumar en Rut hefur verið félagsmaður í þrjú ár. Þær sögðu að pabbi þeirra spilaði golf og þess vegna höfðu þær leiðst inn í þetta og voru báðar sammála að golf væri það skemmtilegasta sem þær gerðu á sumrin. Þær kvörtuðu þó sáran um að það vantaði fleiri stelpur í íþróttina, og hvetja allar þær sem hefðu áhuga að koma og vera með, því í golfi er svo gaman. Munið að ganga vel um völlinn. Setjið torfurnar í torfuförin. Rakið sandgryfjumar. Lagið boltaför á flötum. Verið tillitssamir við meðleikendur ykkar. Látið ekki slæmt gengi bitna á öðrum. Hreint land - fagurt land. án tmflunar en annars staðar. Avallt skal varast að stíga ekki í púttlínu leikmanns því það getur haft slæm áhrif á rúll boltans á flöt- inni. Einnig ber að merkja bolta sinn á flötinni þegar annar leik- maður er að pútta, sérstaklega þó ef hann fer fram á það. Oft biðja leikmenn um að haldið sé við stöngina sem er ofan í holunni. Þetta er gert vegna þess að þeir sjá ekki hvar holan er án stangarinnar i, og eins og flestir vita, þá fær leikmaður vítishögg fyrir að pútta í stöngina ef hann er á flötinni. Þeg- ar haldið er við stöngina er skyn- samlegt að athuga vel hvort hún er ekki vel laus í holunni þannig að auðvelt sé að ná henni úr þegar boltinn kemur. Siðareglur golfsins eru fjöl- margar og engin leið að nefna þær allar í stuttri grein sem þessari. Nokkrar helstu voru hins vegar nefndar en mælum við með að þið kynnið ykkur siðareglumar vel. Sumar siðareglur tengjast golffegl- unum sjálfum og mikilvægi þess að eiga reglubókina og kunna að nota hana verður seint ofmetið. Á flöt má leikandi ekki standa í púttlínunni aftan við boltann þegar hann púttar. Leikmenn skulu yfirgefa flötina undir eins að leik loknum. Blða skal með að skrá skor leikmanna þar til komið er á næsta teig. Þetta flýtir leik og er auk þess sjálfsögð kurteisi við þá sem á eftir koma. Regluþáttur Bolti leikmanns liggur í skurði utan brautar. Meðfram honum beggja vegna eru gular stikur. Hvað þýða þessar gulu stikur? A: Að skurðurinn sé utan vallar. B: Að skurðurinn sé vatnsstor- færa. C: Að skurðurinn sé hliðarvatns- torfæra. UBjn JD UI3S igæAS BþjJDUI jn>[i)s jb)iah jnjayjoiujEAjEQim JljX) JBQnBJ U3 ‘jnjæjJO)SU)BA j|jXj jbqb)ou jn>[i)s jB[n3 rua B(j jrnæjJO) ByJEUlJE QE [I) JBQB -)ou njs jnyps jbqbji i uios je<j :puiD SB§nt[)V a :jbas Á FLÖTINNI Umsjón Jóhanna Waagfjörð og Gunnar Sn. Sigurðsson Kennara- hornið Phillip Hunter Þegar staða er tekin þá ættu kylflngar að mKBb} hafa tvennt í huga: Hreyfan- leika og stöðugleika. Hreyfan- leika til að geta framkæmt allar þær hreyfingar sem þarf í sveiflunni, svo sem snúning á mjöðmum og öxlum. Stöðug- leika þarf hins vegar að hafa einnig til að halda jafnvægi þeg- ar sveiflan er tekin. Góð aðferð við uppstillingu er að byrja með fæturna saman og boltann I beinni línu milli fótanna. Vinstri fótur er síðan færður um 10 cm til vinstri og sá hægri síðan til hægri, nógu mikið til að u.þ.b. axlarbreidd sé á milli fótanna (sjá mynd 1). Mjög mikilvægt er að kylfing- um líði vel í uppstillingunni og hún sé sem eðlilegust fyrir þá. Staðan er upprétt með bakið eilít- ið bogið frá mjöðm, fætumir eru afslappaðir og lítið eitt bognir, en ekki of mikið, því of bognir fætur geta haft sömu áhrif og of stífir fætur. Hökunni ætti að vera haldið frá líkamanum og höfúðið haft í línu við miðja stöðuna. Góð hug- mynd er að vinstra augað geti horft aftan á boltann (fyrir rétt- hentan spilara) en það gerir snún- ing axla auðveldari. Síðan er stað- ið með jafnan þunga á báðum fót- um og allt er tilbúið til að slá höggið. Mitt ráð í þessari viku er að gæta vel að því að hafa uppstill- inguna afslappaða, þannig að ykk- ur líði vel yfir högginu. Gangi ykkur vel. 14 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.