Þjóðviljinn - 26.07.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.07.1991, Blaðsíða 2
Myndefnið ósátt við áhorfendur Karlmaður sker ljósmynd sína með hníf, málar yfir hana, kveikir í henni og grýtir hana og brýtur glerið. Myndefni ljósmyndarans Barkar Amarsonar er alls ekki sátt við þá ímynd sem við, áhorfendumir, gefum okkur þegar við gónum á mynd hans. Síðdegis í dag opnar Börkur for- vitnilega ljósmyndasýningu í Gallerí Nýhöfn við Hafnarstræti. A sýningunni era ljósmyndir á tré, silki, kopar, gleri og fleiri efnum. Sum- ar myndimar em í sterklegum málm- römmum með gleri á milli festu með stómm boltum, aðrar kyrrlátari og graf- ískari, þá em á sýningunni einnig tölvumyndir. Börkur segir myndimar Börkur Arnarson með eitt hinna sjö myndefna útskrift- arverka sinna. Mynd: Jim Smart. alls engar tilraunir, en afrakstur til- rauna. Myndasmiður Nýs Helgarblaðs og hinn ungi ljósmyndari ræða fjálglega um hin ýmsu tækniatriði að baki mynd- unum sem blaðamanni em hulin. Börk- ur er að ljúka námi frá London College of Printing og myndimar sem fyrst vom nefndar til sögunnar em útskrift- arverkefni hans. Sjö mismunandi myndir, sjö mismunandi aðstæður og sjö mismunandi aðgerðir. Börkur segist með þessari seríu hafa leitast við að gera myndir sem era meira en bara myndir, verknaðinum er ekki lokið: myndefnið er í miðju kafi við að eyði- leggja myndina. Við skiljum Börk eftir til að klára pissuna og upphengelsið. Sýning hans stendur yfir í Nýhöfninni næstu tvær vikumar. BE Eyöing og uppbygging í Menningar- miðstöð Bandaríkjanna Guðjón Bjamason sýnir enn um sinn 36 gripi unna með blandaðri tækni í Menningarmiðstöð Bandaríkj- anna að Laugavegi 26. Eyðing og upp- bygging er titill inngangsorða Aðal- steins Ingólfssonar, listfræðings að sýningarskrá listamannsins og arki- tektsins. Segir þar að eyðingin sé cin af forsendum tilvistar verka Guðjóns. Nú er bara að fara og kanna hvort það er rétt, en sýningin er opin daglega frá því skömmu fyrir hádegi þar til rétt fyrir sex síðdcgis. Fimmta helvíti Dantes Infemo 5 nefnist hópur listamanna sem hafa í hyggju að flytja tónlist sína á Púlsin- um við Vitastíg í kvöld og annað kvöld. Infemo 5 er fjöllistafyrirtæki er framset- ur afurðir sínar í ýmsum myndum, ef marka má fréttatilkynningu. Listmiðlun Fimmta helvítisins hefur vakið athygli og hneykslun manna undanfarin ár. Fyrst fyrirgeminga og svokallaðar margmiðla athafnir, en síðasta ár einkum fyrir hljómleika. Hljómsveitin, eða fjöllistafyrirtækið, er nefnt til heiðurs fimmta helvíti í heimsmynd Dantes, þar ku vera geymdir efasemdannenn og trúvilling- ar, eða frjálst hugarflug og óheft ímyndunar- afl. Tónlist Infemo 5 á sér ekki neinar betn- ar líkingar en hægt er að tala um iðn-dans- tónlist með fmmstæðum ryþma. Helvitis tónleikamir hefjast einni stundu fyrir miðnætti bæði kvöldin og verður 500 króna aðgangseyris krafist af þeim sem mæta. Kettir komast loks ífrí Á morgun opn- ar fyrsti áfangi Kattholts að Stangarhyl 2. Gefst þá lang- þreyttum köttum Iandsins kostur á að panta sér þægi- legt gistirými og komast í rólegt frí meðan eigendur þeirra flandrast út og suður. Það er að sjálfsögðu Katta- vinafélag Islands sem rekur hótelið. Inga Rósa við olíuverk sitt „The Giri Without a Lovef', sem er vel að merkja ekki sjálfsmynd. Mynd: Þor- finnur. Stúlka án elskhuga Á morgun opnar myndlista- konan Inga Rósa Loftsdóttir sína fyrstu einkasýningu í FIM- salnum við Garðastræti. Þrett- án olíumálverk verða á efri hæð sýningarhússins, auk fjölda verka á neðri hæð. Inga Rósa segir ekkert ákveð- ið þema einkenna sýninguna og því heitir hún ekki neitt. Verkin á sýningunni em unnin á síðustu þremur ámm, en Inga Rósa er ný- komin heim frá myndlistanámi í Hollandi. Sum þessara verka vom t.a.m. á samsýningu Islend- inga þar í landi, en einnig em þama nýrri verk. Aðspurð kvaðst Inga Rósa ætla að halda áfram að vinna í ol- íu á næstunni, en annars hafi hún áhuga á að prófa sem mest í myndlistinni. Hana vanti hins- vegar aðstöðu til að vinna í grafik líkt og hún hafði í Hollandi. Á þessari sýningu er einmitt talsvert af grafikverkum, teikningum og vatnslitamyndum. Sýning Ingu Rósu Lofisdóttur verður opin daglega til 11. ágúst kl. 14-18. -þóm 2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.