Þjóðviljinn - 26.07.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.07.1991, Blaðsíða 3
Vanfær á Vanity Fair Bandaríska kvikmyndaleikkonan Demi Moore hefur nú gert allt vitlaust í heimalandi sínu. Hún er sem kunnugt er gift leikaranum Bruce Willis og gengur nú með annað bam þeirra und- ir belti. Á forsíðu ágústheftis tímarits- ins Vanity Fair hefur Demi Moore hinsvegar ekkert belti og því síður ein- hver önnur klæði. Hún er sumsé nakin og kasólétt einsog það heitir á góðri ís- lensku. Mörgum finnst leikkonan aldrei hafa verið fallegri en einmitt á þessari mynd, en fordómafullir Kanar voru á öðru máli og vildu tímaritið burt úr verslunum. Tina Brown, rit- stjóri Vanity Fair, vísar allri gagnrýni á bug og segir flesta mjög sátta við myndina og blaðið muni örugglega seljast upp... Draugagangur á Tasmaníu Hjúkrunarfólk á geðsjúkrahúsi á Tasmaniu, eyju sem heyrir Ástralíu til, segist eiga þar erfitt um vik vegna draugagangs. Er nefnt til dæmis að draugur, sem þar kvað vera á kreiki, hafi hrundið hjúkrunarmanni einum á vegg. Talsmaður stjómvalda á Tasmaníu hefúr eftir starfsfólki sjúkrahússins að það hafi séð drauginn nokkmm sinn- um að nóttu til. Ekki hafi þó komið fram hvort hann sé karl- eða kvenkyns eða hvers eðlis hann yfirhöfúð sé. Hjúkrunarfólkið segist ennfremur hafa heyrt kynlega tónlist, auk þess sem barið hafi verið að dymm og gluggar opnaðir án þess að nokkur sæ- ist gera þetta. Miðaldir, endur- reisn og barrokk Svava Bemharðsdóttir og Peter Zimpel Á næstu þriðjudagstónleikum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar þann 30. júlí kl. 20.30 munu Svava Bemharðsdóttir, Peter Zimpell og Ruth Claire Pottinger flytja tónlist frá miðöldum, end- urreisnar- og barokktíma á upp- mnaleg hljóðfæri meðal annars eftir Lorenzo da Firenze, Tobias Hume, Corelli og J.S. Bach. Svava Bernharðsdóttir út- skrifaðist úr Tónlistarskólanum í Reykjavík 1982 á fiðlu og lágf- iðlu. Næsta vetur var hún við lágfiðlunám í Hollandi undir leið- sögn Nobuko Imai. Árið 1983 innritaðist Svava í Juilliard skól- ann í New York, lærði hjá Willi- am Lincer og Karen Tuttle og lauk þaðan „DMA“ (Doctor of Musical Arts) gráðu 1989. Haustið 1988 hóf Svava nám við Schola Basiliensis í Basel. Þar hefur hún lært á barokk- og klass- íska fiðlu hjá Jaap Schröder, víóla da gamba og barokk, selló hjá Hannenlore Mueller og Imke David og tekið þátt í samspili á miðaldafiðlu undir leiðsögn Ran- dall Cook. Þann 20. júni síðastlið- inn hélt Svava lokatónleika við þá stoíhun. Haustið 1990 veitti Kópa- vogsbær Svövu 6 mánaða „Starfs- laun bæjarlistamanns Kópavogs" og er það ekki síst því að þakka að af þessum tónleikum gat orðið. Peter Zimpel semballeikari er fæddur í Frankfurt am Main. Sjö ára gamall hóf hann nám í Augs- burg og lærði síðan á orgel í átta ár hjá Karl Maureen í Leopold Mozart tónlistarskólanum þar. Haustið 1986 hóf Peter nám í org- el- og semballeik við Schola Can- tomm Basiliensis hjá Jean Claude Zehnder og útskrifaðist þaðan með einleikarapróf haustið 1990. Nú stundar hann söngnám við sömu stofnun hjá Kurt Widmir. Ruth Claire Pottinger er frá Toronto í Kanada. Hún útskrifað- ist á selló frá háskólanum i Tor- onto árið 1986 og sótti síðan fjöl- mörg námskeið í gamalli tónlist. Hún er einnig útlærður tónlistar- kennari, hefúr kennt víða á fiðlu, lágfiðlu og selló og stjómað hljómsveitum. Árið 1990 hóf Ruth nám við Schola Cantomm Basiliensis. Kennarar hennar þar em Paulo Pandolfo og Jordi Sa- vall á viola da gamba og Christ- oph Coin á barokk selló. Hótel Lind, Rauðarárstíg 18: Helga Magnúsdóttir sýnir mál- verk frá kl. 11.00-23.00 alla daga vikunnar. Kjarvalsstaðir: Sýning á jap- anskri nútímalist sem kemur frá Seibu safninu í Tokyo. Sýningin verður í öllu húsinu og stendurtil 25. ágúst. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega frá kl. 11.00- 18.00. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga nema mánudaga kl.13.30-16.00, Höggmynda- garðurinn opinn alla daga 11.00- 16.00. Listasafn fslands: Sumarsýn- ing á verkum úr eigu safnsins. Opið frá kl. 12.00-18.00 alla daga nema mánudaga. Listasafn Sigurjóns Ólafsson- ar: Yfirlitssýning á andlitsmynd- um Sigurjóns frá árunum 1927- 1980. Opið um helgar 14.00- 18.00 og á kvöldin kl. 20.00- 22.00, virka daga, nema föstu- daga. Listasalurinn Nýhöfn, Hafnar- stræti 18: Börkur Arnarson opn- ar Ijósmyndasýningu í dag kl. 17. Opið virka daga 10.00-18.00 og um helgar kl. 14.00-18.00. Listaskáli Edens, Hverageröi: Þórunn Guömundsdóttir sýnir vatnslitamyndir og grafík, 15.- 29. júlí. NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 3 Sjóminjasafn Isiands, Vestur- götu 8 Hafnarfirði, er opið alla daga nema mánudaga kl. 14.00- 18.00. Þar stendur yfir sýningin: „Skipstjórnarfræðsla á íslandi, Stýrimannaskólinn í Reykjavík 100 ára“. Stofnun Árna Magnússonar: Handritasýning i Árnagarði við Suðurgötu alla virka daga í sum- ar fram til 1. september, kl. 14.00- 6.00. Torfan, Amtmannsstíg 1: Gigja Baldursdóttir sýnir myndir. Myndirnar eru til sölu. Veitingahúsiö í Munaðarnesi: Þorlákur Kristinsson, Tolli, sýnir myndverk í allt sumar frá kl. 18.00 á fimmtud., föstud., laug- ard., og sunnud. Þjóðminjasafnið: Þar stendur yfir sýningin Stóra-Borg, Forn- leifarannsókn 1978-1990. Sýn- ingin verður opin fram í nóvem- ber. Menntamálaráðuneytið: Sýn- ing á myndasögum 30.5-30.7., opið á virkum dögum kl. 8.00- 16.00. TÓNLIST Skálholtskirkja: Sumartónleik- ar. Tvennir tónleikar helgaðir 200 ára ártíð Mozarts. Laugar- dag kl. 15 og sunnudag kl. 15 Mozartónleikar. Laugardagur kl. 17 tónleikar helgaðir Bach. Flytj- endur Bach- sveitin í Skálholti, einsöngvarar og kór. Stjórnandi Hilmar Órn Agnarsson. Konsert- meistari Ann Wallström. HITT OG ÞETTA Bílaklúbbur Skagafjarðar: Rallý í Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslum laugardaginn 27. júlí. Útivlst: Hólmsárlón - Strútslaug - Bryta- lækir. Gist í húsi. Básar á Goða- landi. Fimmvörðuháls Básar. Ferðafélag íslands: Fjölbreyttar námsferðir. Mið- sumarferð í Þórsmörk. Land- mannalaugar-Eldgjá. Hvítárnes- Kerlingarfjöll- Hveravellir. Þver- brekknamúli-Hrútafell. Emstrur- Þórsmörk. Hana nú: Vikuleg laugardagsganga. Lagt af stað frá Fannborg kl. 10.00. Félag eldri borgara: Göngu- Hrólfar! brottför kl. 10.00 laugardag frá Risinu, Hverfis- götu 105. SYNINGAR: Árbæjarsafn: 28. júlí heyskapur að fornum hætti. Harmonikutón- list. Ásmundarsafn við Sigtún: Sýningin „Bókmenntirnar í list Ásmundar Sveinssonar". Ný við- bygging hefur verið opnuð. Opið 10-16 alla daga. Café Milanó, Faxafeni 12: Alda Ármanna Sveinsdóttir sýnir vatnslitamyndir. Opið virka daga 9.00-19.00 og sunnudaga 13.00- 18.00. FÍM-salurinn: Inga Rósa Lofts- dóttir opnar sýningu laugardag- inn 27. júlí kl. 15 til 17. Opið dag- lega frá kl. 14 til 18 til 11. ágúst. Gallerí einn einn: Helgi Örn Helgason sýnir. Sýningin verður opin alla daga vikunnar þangað til 4. ágúst. Gallerí Hulduhólar: Sumarsýn- ing 13. júlí til 1. september. Opið daglega kl. 14.00-18.00 Menningarstofnun Bandaríkj- anna: Myndlistarsýning Guð- jóns Bjarnasonar. Þar veröur op- ið daglega frá 11.30-17.45. Minjasafnið á Akureyri, Aðal- stræti 58: Opið daglega kl. 11.00-17.00. Sýning á manna- myndum Hallgríms Einarssonar, Ijósmyndara. Laxdalshús, Hafn- arstræti 11, er opið daglega kl. 11.00-17.00. Þar stendur yfir sýningin: „Öefjord handelssted, brot úr sögu verslunar á Akur- eyri". Sunnudagskaffi við lifandi tónlist. Elma Dröfn Jónasdóttir og Rut Ingólfsdóttir leika á gítar og fiðlu á sunnudag kl. 15. Norræna húsið: Sumarsýning Norræna hússins. Málverk eftir Þorvald Skúlason. Póst- og símaminjasafnið, Austurgötu 11 Hafnarfirði: Op- ið á sunnud. og þriðjud. 15-18. Safn Ásgríms Jónssonar: Sýning á Þjóðsagnamyndum og myndum frá Þingvöllum. Opið frá kl. 13.00- 16.00 alla daga nema mánudaga. Hafnarborg, Hafnarfirði: Þýski listamaðurinn Andreas Green sýnir í Sverrissal. G. R. Lúðvíks- son sýnir í kaffistofu og Sólveig Eggerz Pétursdóttir sýnir vatns- litamyndir í aðalsal. -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.