Þjóðviljinn - 07.08.1991, Síða 1

Þjóðviljinn - 07.08.1991, Síða 1
Smj örvanum laumað inn Olafur Ragnar Grímsson mun krefjast svara á fundi utanríkis- málanefndar við því hver það var sem tók ákvörðun um setja hefðbundnar landbúnaðarvörur á fríverslunarlistann vegna samninga um evrópskt efnahagssvæði án þess að hafa til þess umboð. Hafi það verið aðalsamningamaður íslands, Hannes Hafstein, telur Ólafur Ragnar rétt að hann segi af sér. Hafi hinsvegar Jón Baldvin Hannibalsson tekið þessa ákvörðun telur Ólafur Ragnar rétt að Alþingi verði kallað saman í ágúst til að fara yfir samningagerðina áður en samningar hetjast að nýju í september. Fundurinn átti að vera í dag en var frestað þar sem ekki náðist í alla nefndarmenn. Olafúr Ragnar kynnti á blaða- mannafúndi í gær tvær útgáfúr af frí- verslunarlista EES- samkomulags. Ólafúr Ragnar sagði það ótvírætt samkvæmt gögnunum að utanríkis- ráðuneytið hefði sagt þjóðþinginu ósatt um hvað væri verið að semja í EES. Samkvæmt drögum að fríverls- unarlista með unnar landbúnaðarvör- ur frá 7. mars í vor eru Smjörvi, Létt og laggott og ísgerðarefni ekki á list- anum - að minnsta kosti ekki undir sama tollnúmeri og þær eru sam- kvæmt lista ffá 11. júli. Þar eru þess- ar vörur komnar skýrt og greinilega inn á listann og eru enn á listanum endanlegum dagsettum 23. júlí, dag- inn sem samningamir strönduðu. Ut- anríkisráðuneytið hélt því fram í Þjóðviljanum fyrir helgi að þessar vöruflokkar hefðu verið á listanum í a.m.k. ár. En í kynningarbréfi fyrir fúnd í landbúnaðarráðuneytinu frá 21. maí kemur skýrt fram að ísland hafi ekki tekið þátt i óformlegum viðræðum um afléttingu tolla á land- búnaðarvörum en hafi hinsvegar tal- ið sig geta fallist á að fella niður gjöld á landbúnaðarafúrðum Suður- Ólafur Ragnar Grímsson kynnir tvær mismunandi útgáfur af friverslunar- lista vegna samnings um evrópskt efnahagssvæöi. Mynd: Jim Smart. Evrópulanda svo scm tómötum, gúrkum og afskomum blómum - svo framarlega sem ásættanleg niður- staða fáist vegna sjávarútvegsins. Hvergi er minnst á Smjörva eða aðr- ar slíkar vörur. Utanríkisráðherra sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að ráðuneytið hefði engu leynt þar sem alls ekki væri verið að semja um landbúnað- arvömr í EES - sem séu utan samn- ingssviðsins. Verið væri að semja um ffíverslun með iðnaðarvörur. Jón Baldvin sagði að Smjörvi og Létt og laggott væm iðnaðarvömr. Ef svo væri ekki ætti iðnrekandinn Davíð Scheving Thorsteinsson að vera i Stéttarsambandi bænda, sagði Jón Baldvin. Af orðum utanrikisráðherra er ljóst að hann telur sig hafa fullt umboð til að semja um þessar vömr þar sem þær séu iðnaðarvömr, auk þess að það hafi alltaf verið inní myndinni og hafi því farið rétta boð- leið í kerfinu. Ólafúr Ragnar lagði hinsvegar fram formála að endanlega listanum sem ber heitið Protocol 1 og kallast vömmar sem þar era teknar fyrir unnar landbúnaðarvömr eða „proc- essed agricultural products“. Hann taldi þar með sannað að um landbún- aðarvömr væri að ræða en Jón Bald- vin heldur því statt og stöðugt fram að um iðnaðarvömr sé að ræða. Hann bendir ennffemur á að Evrópu- bandalagið eigi í tvíhliða viðræðum um landbúnaðinn við allar aðrar EFTA-þjóðir en ísland. Ólafiir Ragnar sagði það ekki annað en hártoganir að kalla þessar mjólkurafúrðir iðnaðarvörur og þá væm eigi að síður um vísvitandi ósannindi af hálfú ráðuneytisins að ræða. Þá sagði Jón Baldvin að Smjörvi og Létt og laggott hefðu verið á list- anum sem var kynntur í vetur eða 7. mars. Hann bendir á tollnúmerið 20.06 þar sem talað er um unnar matvömr sem ekki em tilgreindar annarsstaðar á listanum. Sem þýðir í raun að 20.06 getur átt við nánast hvað sem er. Þetta tollnúmer er horfið í end- anlegu útgáfunni en inn er komið nýtt númer 15.07. Þar er talað um smjörlíki og blandaða eða unna mat- vöm með dýra- eða jurtafeiti og ol- íum - það er að segja t.d. Smjörvi sem er 80 prósent smjör og 20 pró- sent jurtaolía. Jón Baldvin sagðist ekki hafa hugmynd um af hveiju 20.06 væri farið út og 15.07 væri komið inn. Jón Baldvin viðurkenndi að þessar vömr væm notaðar sem skiptimynt í samningagerðinni enda væri það aðalkappsmál Islendinga að fá tollffelsi fyrir fisk og að aldrei hefði komið til greina að láta samn- inginn falla á viðbiti einu saman, en Ólafúr Ragnar benti á að þannig hefði verið gengið ffá listanum að honum yrði ekki breytt nema fella samkomulagið í heild sinni. Stéttarsamband bænda hefur óskað eftir því að fúlltrúi þess fái að sitja fúnd utanríkismálanefndar Al- þingis í dag. -gpm Þorsteinn veit ekki hvort leyfa eigi háhymingsveiðar Stjórn Sambands dýraverndunarfélags íslands hefur haft fregnir af því að fjölmargar fyrirspurnir um leyfi til að veiða lifandi háhyrninga til sölu í erlenda dýragarða hafi borist sjávarútvegsráðuneytinu. Auk þess liggi ein formleg beiðni þess efnis nú fyrir ráðuneytinu. 1 þeirri beiðni er beðið um leyfi til að veiða fjóra háhyrninga. fyrst og fremst spuming um hvort sjávarútvegsráðuneytið myndi meta stofninn þyldi tökur á svona dýmm og þá hlið málsins umfram allt. -KMH Herínn borgi brúsann ,J>etta mál er til skoðunar og við höfum ekki gefið neitt ákveðið svar enn sem komið er,“ sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, er blaðið innti hann effir upplýsingum um þetta mál. ,,Ég veit nú ekki til þess að okkur hafi borist fleiri en þessi eina beiðni um þetta. Þeir aðilar sem sótt hafa um leyfið em þeir aðilar sem séð hafa um uppbyggingu Sædýrasafnsins í Hafnarfirði," sagði Þorstemn. Þess má geta að síðan bannað var að veiða háhyminga í Bandaríkjunum og Kanada hafa íslendingar verið einir um að útvega hvali fyrir sædýragarða í þessum heimshluta. Þorsteinn sagði að tökur á háhym- ingum hefðu verið leyfðar á undan- fomum árum en þorði ekki að segja til um hversu margir hefðu verið veiddir. í yfirlýsingu,ffá Sambandi dýra- vemdunarfélags íslands segir að það sé íslendingum ekki samboðið að gefa leyfi til þess aðilar geti grætt á þján- ingu dýra eins og yrði ef leyft verður að veiða háhyminga. Stjóm Sambands dýravemdunar- félags Islands lýsir nú eins og áður yf- ir eindreginni andstöðu við að háhym- ingar séu veiddir til þess að verða lífs- tíðarfangar í sædýragörðum. Reynslan af slíkum veiðum er ekki góð. Sjálfar veiðamar fara mjög illa með dýrin, sem verða skelfmgu lostin og verða oft fyrir meiðslum. I sædýragörðum býr dýrið ævi- langt við aðstæður sem em algjörlega í andstöðu við eðli þess, enda verður meðalævi háhyminga þar ekki nema u.þ.b. 10 ár á móti 80 árum í eðlilegu umhverfi. Aðspurður um þessa hlið málsins sagði Þorsteinn að þetta væri Samtök herstöðvaandstæðinga á Borgarfirði eystra lýsa yfir stuðningi við kröfur landeig- enda á Heiðarfjalli um að svæðið verði rannsakað og hreinsað á kostnað bandariska hersins. Á fundi samtakanna á mánudag var samþykkt ályktun til stuðnings landeigendum. Þar segir m.a.: „Um Icið og bandaríski herinn flæðir yfir landið við heræfingar er afhjúpað stórhneyksli í sambandi við mengun af völdum bandarisku ratsjárstöðv- anna á Heiðarí]alli...Fundurinn krefst opinberrar rannsóknar á afsali ís- lenskra stjómvalda á skaðabótarétti í málinu.“ Um leið hvetur fundurinn til eflingar baráttunnar gegn hersetunni og mikillar þátttöku í Keflavíkur- göngu 10. ágúst. -þóm Króatar |§ ' ♦ % ' að virða vopna / "'ifft 'v>" "/Ay■ 5r&i.'

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.