Þjóðviljinn - 07.08.1991, Side 4
Erlenðar
V _______ _
FKETTIR
Hiroshima og
Kóreumenn
ennan þriðjudag (6. ágúst)
koma friöarsinnar hvaðan-
æva úr Japan og annars-
staðar frá saman í Hiro-
shima í tilefni þess að kjarnorku-
sprengju var varpað á þá borg
þennan dag fyrir 46 árum og á
Nagasaki þremur dögum síðar, 9.
ágúst. Þetta fólk minnist þeirra
sem þá fórust og heitir þvi að gera
sitt til að öllum stríðum megi verða
lokið. En þeir, sem leggja leið sína í
Minningagarð Friðarins í Hiro-
shima, þar sem stendur minnis-
merki um þá, er kjarnasprengjan
er á borgina féll varð að bana,
munu með eigin augum sannreyna
misrétti sem er slík viðurstyggð að
flestum mun átakanlegt þykja.
Beint þar undir sem sprengjan
sprakk er minnismerki og eru á það
letruð nöfn þeirra sem fórust. En þar
eru ekki nöfh yfir 50.000 Kóreu-
Frá safni I Hiroshima til minningar
um þá sem þar fórust er sprengjan
féll fyrir 46 árum - enn veröa Kóreu-
menn aö minnast sinna látnu utan-
garös.
manna, sem urðu fómarlömb
sprengjunnar. I ágúst 1945 bjuggu
um 70.000 Kóreumenn í Hiroshima
og um 30.000 í Nagasaki. Flestir
þeirra voru þar í nauðungarvinnu,
fluttir þangað til þess frá Kóreu, sem
þá var undir grimmri nýlcndustjóm
Japans.
Kóreumenn, sem em fjölmenn-
asti þjóðemisminnihlutinn í Japan,
mótmæltu en til einskis. Kóreumenn
i Hiroshima fóm fram á leyfi til þess
að reisa í garðinum minnismerki um
landa sína, sem dóu af völdum
kjamasprengjunnar, en borgaryfir-
völd synjuðu þeim þess. Þeir urðu að
reisa minnismerkið utan garðs, hin-
um megin árinnar. Flestir sem til
borgarinnar koma sjá ekki þetta
minnismerki, og ekki gera þeir sér
heldur grein fyrir að yfir tíundi hluti
þeirra sem urðu kjamasprengjunni að
bráð í Hiroshima vom Kóreumenn.
Borgarembættismenn neituðu um
leyfi til að reisa kóreanska minnis-
merkið í Minningargarði „af fagur-
fræðilegum ástæðum." Þeir sögðu að
þegar væm of mörg minnismerki í
garðinum. En síðar fundu arkitektar
þar stað fleiri minnismerkjum, þ.á m.
einu um hesta sem atómsprengingin
grandaði.
Kóreumenn þeir í borginni, sem
lifðu af sprenginguna, fengu ekki
styrk frá ríkinu til læknishjálpar fyrr
en 1978, þegar hæstiréttur Japans úr-
skurðaði að allir, sem beðið höfðu
heilsutjón af völdum sprengingarinn-
ar hefðu rétt á hjálp frá því opinbera,
sama hvert þjóðemi þeirra væri.
Sem við syrgjum þá látnu og
biðjum fyrir fnði á þessum degi
minninga er það skylda Japans að
hætta að loka augunum fyrir fordóm-
um þeim er hér hafa sýnt sig. Fyrst
þegar kóreanska minnismerkið er
komið í garðinn og þar blasa við
augum nöfn allra þeirra, sem vitað er
að urðu fómarlömb sprengjunnar
verður hægt að taka alvarlega orð
þau um frið og réttlæti, sem látin em
falla í garðinum við hátíðleg tæki-
færi.
K. Connie Kang, San Fransiskó.
(Lesendabréf í Intemational Her-
ald Tribune.)
, PRESS
UR HEIMSPRESSUHNI
Kólera geisar í Afríku
Um 4700 manns hafa látist af
völdum kólerufaraldurs sem und-
anfarið hefur gengið í Afríku og
náð til 12 landa þar, að sögn Al-
þjóðlegu heilbrigðismálastofnunar-
innar (WHO).
Yfir 52.000 manns i löndum þess-
um em nú veikir af sjúkdómnum, sem
einkum nær sér niðri þar sem ekki er
kostur á hreinu drykkjarvatni og
hreinlætisaðstaða er slæm.
Flestir, um 980, hafa látist í Sam-
bíu. Þar að auki hefúr faraldurinn náð
til Búrkína Faso, Kenýu, Mósambiks,
Nígeriu, Angólu, , Sjads, Senegals,
Fílabeinsstrandar, Úganda, Benin og
Sao Tome og Principe. WHO segir að
kólera valdi meira manntjóni í Afriku
en í Rómönsku Ameríku og Asíu, þar
sem hún einnig er landlæg.
Innilegar þakkir til alira, er sýndu okkur samúð og
vinarhug vegna andláts og útfarar
Eiríks Þorsteinssonar
Glitstöðum
Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilis aldr-
aðra, Borgarnesi, fyrir góða umönnun í veikindum
hans.
Katrín Jónsdóttir,
dætur og fjölskyldur þeirra.
Kaifu - heimsókn hans gaeti opnaö Japönum leið til mikilla efnahagslegra ítaka
I landinu milli Klna og Sovétríkjanna.
Japanir hugsa
sér gott til
glóðarinnar
í Mongólíu
Toshiki Kaifu, forsætisráð-
herra Japans, fer í opin-
bera heimsókn til Mongól-
íu í næstu viku og er talið
að það sé fyrirboði þess að Japan
verði öllum öðrum ríkjum örlát-
ara á efnahagshjálp við Mongóla.
Land þeirra er auðugt af málm-
um og því ekki ósennilegt að Japanir
hugsi sér gott til glóðarinnar þar um
fjárfestingar og viðskipti.
Kaifu verður fyrstur forsætisráð-
herra Japans til að sækja Mongóla
heim. Fyrri skipti þeirra og Japana
voru raunar ekki ýkja vinsamleg.
Mongólar reyndu að hertaka Japan á
13. öld og rétt fyrir heimsstyrjöldina
síðari reyndu Japanir það sama við
Mongólíu. Báðar tilraunimar mis-
tókust.
Eignaðist fimmta
bamið 92 ára
Les Colley, 92 ára fyrrverandi
hafnarverkamaður ástralsk-
ur, cignaöist fyrir nokkrum
dögum fimmta barn sitt, dreng er
látinn var heita Oswald.
Næstyngsta barn Colleys er 15
ára, það elsta 71 árs. Barnabörn
o.s.frv. á hann fleiri en hann segist
muna.
Nokkra athygli hefur þctta vakið
cn sjálfúr telur Colley, sem býr í bæ
að nafni Ararat í Viktoríufylki, þetta
ekki sæta neinum stórtíðindum. Seg-
ist hann ekki vera síður sprækur en
þegar hann var rúmlega tvítugur.
Hann þakkar gott heilsufar sitt
því að hann borði næringarríkan
mat, en láti ekki ofan í sig neitt
draslfóður eins og kók og kartöflu-
flögur, eins og hann orðar það. Hann
hvorki reykir né neytir áfengis.
Núverandi eiginkona Colleys
heitir Patty, 38 ára og frá Fidjieyj-
um. „Hann er betri en sumir ungir
menn,“ segir hún.
Ekki er vitað hvort Colley hefúr
slegið heimsmet með því að verða
faðir svo gamall og enginn verður
ÍTÓðari um það með því að líta í
heimsmetabók Guinness. Þar eru að-
eins taldar upp elstu mæðumar.
12 fórust
í húsbruna
Tólf manns fórust er gistiheimili
1 fylkinu Nýja Suður-Vels í Ástralíu,
um 300 km norður af Sydney, brann
fyrir helgina. Er þetta mesta mann-
tjón í húsbruna sem orðið hefúr í
fylkinu, sem er það fjölmennasta í
Ástralíu, frá því er 19 manns fórust i
hótelbruna í Sydney 1981.
Á gistiheimilinu bjó einkum
eldra fólk sem orðið hefúr fyrir
heilaskemmdum, margt af völdum
ofdrykkju.
Polozkov
látinn
segja
ar sér
ívan Polozkov, leiðtogi
Kommúnistaflokks Rússlands,
sem talinn er öflugasta vígi
íhaldsmanna meðal sovéskra
kommúnista, sagði af sér á fundi
miðstjórnar flokksins í gær. Er
talið að hann hafi verið knúinn
tii þess í von um að afsögn hans
dragi úr harðlínusvip flokksins,
sem fælt hefur frá honum
marga féiaga.
Jafnframt var vikið úr flokkn-
um Aleksandr Rutskoj, varafor-
seta Rússlands, sem er í forustu
nýstofnaðs flokks er nefnist Lýð-
ræðisflokkur rússneskra kommún-
ista. Hann mun vera talinn til
frjálslyndra eða miðjumanna. Tal-
ið er að sá brottrekstur auki líkur á
klofningi í kommúnistaflokkum
Sovétrikjanna og Rússlands.
IAEA
§akar
Irak um
samnings-
rof
Stjórn íraks hefur veitt eftir-
Iitsmönnum frá Sameinuðu
þjóðunum nýjar upplýsingar
um leynilegar tilraunir Iraka til
að framleiða plútoníum, sem
nauðsynlegt er ef gera skal
kjarnasprengju.
Alþjóðlega kjarnorkumála-
stofnunin (1AEA) segir að sú stað-
reynd að írak hafi ekki gefið þetta
upp fyrr þýði enn eitt brot þess á
samningi þess við stofnunina sam-
kvæmt sáttmálanum gegn ,út-
breiðslu kjamavopna, sem Irak
hefur skrifað undir.
Þýskir
ferðamenn
fangar
skæruliða
Tíu þýskir ferðamenn, þar af
fjórar konur og þrjú börn, eru
fangar kúrdneskra skæruliða
einhversstaðar í íjöllunum vest-
ur af Vanvatni í tyrkneska
Kúrdistan.
Rændu skæruliðamir fólkinu á
fimmtudagskvöld í s.l. viku.
Talsmaður kúrdneskra skæru-
liðasamtaka á þessu svæði sagði í
gær að skæruliðar þeir sem höfðu
Þjóðveijana, er þama vom á ferða-
lagi, á brott með sér, hefðu gert
það án leyfís og vitneskju yfir-
manna sinna. Lofaði talsmaðurinn
að ferðafólkinu yrði skilað heilu á
húfi innan nokkurra daga „nema
tyrkneski herinn komi í veg íyrir
það.“
Tyrkneskar herflokkar leita
ferðafólksins ákaft á þessum slóð-
um.
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. ágúst 1991
Slða 4