Þjóðviljinn - 07.08.1991, Síða 5

Þjóðviljinn - 07.08.1991, Síða 5
 Stjómarher Sri Lanka hrósar sigri Her stjórnarinnar á Sri Lanka segist hafa unnið sinn mesta sigur til þessa í stríðinu við tamílska uppreisnar- menn í orrustu í Fílaskarði (EI- ephant Pass), en um það liggur eina færa landleiðin frá eynni út á Jaffnaskaga sem gengur norð- ur úr henni í áttina til Indlands. Skaginn mun mestanpart vera á valdi uppreisnarmanna. Skæruliðar samtaka sem nefn- ast Tamil Eelam-lrelsistígrar hafa lagt allt kapp á að ná þessari leið á vald sitt og settust 10. júlí um her- stöð í skarðinu, þar sem voru um 800 stjómarhermenn. Þeim tókst að hrinda öllum áhlaupum frelsi- stígranna á stöðina og á laugardag vom þeir leystir úr umsátrinu. Stjómarherinn setti lið á Iand um níu km frá herstöðinni, en tígr- amir vörðu hvert ferfet lands af hörku og tók það hjálparliðið þrjár vikur að skjóta sér braut til stöðv- arinnar. En eftir að því loks tókst að rjúfa umsáturshringinn flýðu uppreisnarmenn. Stjóm Sri Lanka segir ormstu þessa þá mestu hingað til í stríði stjómvalda og tamílskra uppreisn- armanna, sem staðið hefur í átta ár. Að sögn stjómartalsmanna féllu í orrustunni um 2100 frelsistígrar og yfir 150 stjómarhermenn. Ekki hafa tölur til samanburðar borist frá uppreisnarmönnum. SRI LANKA Dökku svæöin eru héruö þau á eynni sem að mestu eöa talsverðu leyti eru byggö Tamílum. Frelsistígrar vilja gera úr þeim sjálfstætt ríki, tamílskt. Atvinnuleysis- vofan herjar á Þjóðverja Um þessar mundir er áætl- að að rúm 12 af hundraði vinnufærra íbúa þess hluta Þýskalands, sem áður var Austur-Þýskaland, mæli göturn- ar og láti sig dreyma um þá „góðu gömlu“ daga þegar svo hét þar í landi að allir hefðu eitt- hvað við að vera. Atvinnuleysisvofan hrellir reyndar ekki aðeins íbúa austur hluta Þýskalands, því í vestur hlut- anum hefur atvinnuleysi vaxið jafnt og þétt á síðustu vikum eftir að efiirspum eftir vinnuafli hafði aukist síðustu mánuðina. Um þessar mundir er talið að ríflega ein miljón manna mæli göt- urnar í íýmim sæluríki sósílaism- ans, eins og Austur-Þýskaland var einhverju sinni nefnt af pólitískum bókstafstrúarmönnum. Að sögn forsvarsmanns vinnu- málaskrifstofu Þýskalands tókst lengi vel að skapa þeim ibúum austur hlutans sem misstu atvinn- una eftir hmn Austur-Þýskalands, vinnu við endurreisnina þar austur eftir sameininguna. En nú er sem sagt annað uppi á teningnum. Fyr- irtæki í austur hlutanum verða gjaldþrota hvert á fætur öðm, enda langt i frá samkeppnishæf hvað varðar vöruframboð og gæði þeirra vesturþýsku og heilum skara manna sem störfuðu hjá því opin- bera hefur verið sagt upp störfum. Talsmaðurinn segir að aukning atvinnuleysis síðustu vikumar í vestur hluta Þýskalands sé að miklu leyti árstíðabundin og von væri til að úr myndi rætast innan tíðar. -Reuter/rk Verður gíslum í Líbanon sleppt? IsIamska_Jihad, samtök í Líb- anon hlynnt Iran sem halda nokkr- um vesturlandamönnum í gíslingu, segja að sendiboði frá þeim sé á leiðinni til New York með „ákaf- lega mikilvæga orðsendingu“ til Javiers Perez de Cuellar, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Gefa mann- ræningjar þessir í skyn að þeir hyggist nú láta einhveija af vest- rænum fóngum sínum lausa. Þeir hafa hingað til neitað að sleppa föngunum nema því aðeins að Isra- elar láti lausa hundmð líbanskra og palestínskra fanga. Sá vestrænu fanganna sem lengst hefúr verið á valdi líbanskra mannræningja er Terry Anderson, bandarískur blaðamaður. Hann er nú 43 ára og hefur verið fangi íslamska Jihad í nokkuð á sjöunda ár. FKETIIK A Umsjón: Dagur Þorleifsson Króatískur þjóðvaröarliöi - þeir félagar hafa farið mjög halloka fyrir serbneskum skæruliöum og beöið mikiö manntjón. Júgóslavía: Stríðsaðilar samþykkja vopnahlé Forsætisráð Júgóslavíu lýsti í gær yfir vopnahléi, sem átti að taka gildi klukkan fjögur í morgun að ísl. tíma. Áður höfðu fulltrúar ráðsins tilkynnt að bæði Serbar og Króatar hefðu lofað að hætta bardögum. í yfirlýsingu ráðsins er ekkert tekið fram um hlutverk sambands- hersins, sem ljóst er að öðm hvom a.m.k. hefur veitt serbneskum skæmliðum aðstoð gegn lögreglu og þjóðvarðarliði Króatíu. Serbnesku skæmliðamir hafa í bardögunum undanfarið náð á vald sitt stómm svæðum í Króatíu sem byggð em serbnesku fólki. Tiltölu- lega rólegt hefúr verið á vígstöðv- unum síðan á laugardag, en eitt- hvað hefur þó verið um skothríð og sprengjukast. Ekki kom mikið út úr ráðstefnu utanríkisráðherra Evrópubanda- lagsríkja í Hollandi í gær um ástandið í Júgóslavíu. Til greina hafði komið að samþykkt yrði þar að Vestur-Evrópuríki sendu vopn- að friðargæslulið til Júgóslavíu, og hafði franska stjómin stungið upp á því. Ekki var á ráðstefnunni tekin nein ákvörðun um þetta og ekki heldur um efnahagslegar refsiað- gerðir gegn Júgóslavíu, en það hafði einnig komið til greina. Gagnrýni á hendur júgóslav- nesku sambandsstjóminni vegna aðgerða hers hennar hefur farið vaxandi í EB-löndum síðustu daga og þýska stjómin gaf nýverið í skyn að EB kynni að viðurkenna sjálfstæði Króatíu og Slóveníu. Sovéska stjómin varaði í gær vesturlandaríki við að takast á hendur hemaðarlega íhlutun í Júgóslavíu og sagði að ef svo færi væri hætta á að átökin þar breidd- ust út um alla Evrópu. N ýbyggðastefna Israels óbreytt Yitzhak Shamir, forsætisráöherra Israels - I augum hans er Vestur- bakkinn Júdea og Samaria, héruö sem Israelar eiga á fornhelgan rétt. Dan Meridor, dómsmálaráð- herra Israels, tók fram í gær að stefna stjómar hans um að leyfa gyðingum að setjast að í Gaza og á Vesturbakka væri óbreytt. Var stofnun nýrrar byggðar gyðinga á síðamefnda svæðinu hafin á mánu- dag. Ætla 15 'jölskyldur að setjast þar að. Ekki er talið að þetta auki líkumar á að fyrirhuguð friðarráð- stefna Arabaríkja og ísraels verði haldin. Fyrrum skólastjóri á Seyðisfirði Steinn Stefánsson Laugarnesvegi37 Reykjavík verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. ágúst kl. 13.30. Heimir Steinsson Kristln Steinsdóttir Stefán Steinsson Iðunn Steinsdóttir Ingólfur Steinsson Guömunda Gestsdóttir og aðrir vandamenn Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.