Þjóðviljinn - 07.08.1991, Page 7

Þjóðviljinn - 07.08.1991, Page 7
Karen og Úlfar meistarar í golfi Karen Sævarsdóttir, GS, og Úlfar Jónsson, GK, sigruðu örugg- lega á Islandsmótinu i golfi, sem fram fór á Hellu um helgina. Þann- ig vörðu þau bæði titla sína Ifá fyrra ári og sýndu eina ferðina enn hverjir eru fremstu golfleikarar landsins. Úlfar byijaði nokkuð illa á mótinu og var aðeins í 10. sæti efl- ir fyrsta dag. Hann náði siðan for- ystunni á öðrum degi og hélt henni nokkuð örugglega til loka. Samtals lék Úlfar á 284 höggum. Næstur i meistaraflokki karla kom Siguijón Amarson, GR, á 289 höggum, en í þriðja og fjórða sæti urðu Guð- mundur Sveinbjömsson, GK, og Ragnar Ólafsson, GR, á 290 högg- um. Karen Sævarsdóttir vann enn auðveldari sigur í meistaraflokki kvenna. Hún lék á 309 höggum, en Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, varð önnur á 320 höggum og Þór- dís Geirsdóttir, GK, þriðja á 322 höggum. Mjög spennandi keppni var í 1. flokki karla. Davíð Jónsson, GS, sigraði á 300 höggum, rétt einsog Friðþjófúr Helgason, NK, í öðru sæti. Þá léku þrír keppendur á 301 höggi. Anna Sigurbergsdóttir, GK, sigraði í 1. flokki kvenna. Hún lék á 334 höggum, en Ólöf Jónsdóttir, GK, varð í öðru sæti. -þóm Enn vinnur heimasætan kur M KenuR bÁ ¥íS Herstöðvaandstæðingar eru í óða önn við undirbúning Keflavíkurgöngu. Mynd: Jim Smart. Fjölmenn Keflavíkur- ganga framundan ■j^-rtlit er fyrir fjölmenna I Keflavíkurgöngu á laugar- V__J dag. Þetta er ellefta gangan í röðinni, en sú fyrsta var farin árið 1960. Að sögn Ingibjargar Haralds- dóttur, formanni Samtaka her- stöðvaandstæðinga, hafa þegar fleiri skráð sig í upphaf göngunnar en gerðu fyrir síðustu göngu árið 1987. Þá hófu um 300 manns gönguna, en margir bætast við hana á ýmsum stöðum. „Við eigum von á fleira fólki inní gönguna núna. Umræða um mengunarslys og heræfingar hefur skilað sér í meiri andstöðu gegn hemum,“ sagði Ingibjörg í samtali við Þjóð- viljann. Ingibjörg vildi hvetja fólk til að skrá sig í gönguna til að auðvelda fyrir skipulagningu. Atta rútur munu aka um hverfi borgarinnar og safna saman fólki. Síðan munu rútur leggja af stað frá BSÍ til Keflavíkur. í göngunni ffá Kefla- vík verður staldrað við á nokkrum stöðum, s.s. i Vogum og i Straumi. Þá verða baráttuhljómleikar í Hafnarfirði um kl. 17.30, þar sem Bubbi Morthens og hljómsveitin Gildran munu leika. Komið verður til Reykjavíkur um kl. 22.00. Herstöðvaandstæðingar vilja minna alla sem vettlingi geta vald- ið á að hvers kyns þátttaka i göng- unni er stuðningur. Best er auðvit- að að sem flestir verði með ffá upphafi til enda, en einnig er mikið gagn af fólki sem kemur inn í gönguna eftir að hún er hafin. Þannig geta margir bæst í hópinn við Straumsvík eða Hafnarfjörð og fylkt liði til höfuðborgarinnar. Nánari upplýsingar fást hjá her- stöðvaandstæðingum, Þingholt- stræti 6, í símum 620273 og 620293. -þóm Landsmót jeppamanna var haldið í Vík í Mýrdal um helgina og vann Ámi Kópsson enn einn sigurinn á heimasætu sinni. Gunn- ar Pálmi Pétursson sigraði í flokki götubíla. Torfærukeppnir fara núorðið aðallega fram á sérútbúnum bílum. Ámi hefur um skeið verið í ffemstu röð á slíkum tryllitækjum, en að þessu sinni var Sigþór Hall- dórsson ekki langt undan. Ámi hlaut 1492 stig, Sigþór 1453 og Reynir Sigurðsson varð þriðji með 1315 stig. í flokki götubíla hlaut Gunnar Pálmi 1275 stig, Davíð Sigurðsson varð annar með 1140 stig og Þor- steinn Einarsson þriðji með 1070 stig. -þóm Tveir létust í Borgamesi Tveir menn létust í Borgamesi snemma á laugardagsmorgun þeg- ar ungur maður skaut annan mann til bana með skammbyssu og fyrir- fór sér á eftir. Þetta hræðilega atvik gerðist heima hjá fyrrnm unnustu árásarmannsins, en sá myrti var gestur hennar i húsinu. Stúlkuna sakaði ekki. Rannsóknarlögregla ríkisins kom á vettvang á laugardag og lauk rannsókn málsins fljótlega. Hinn myrti hét Svanur Hlifar Ámason. Hann var fæddur árið 1969 og var til heimilis að Eyja- völlum 13 í Keflavík. fcA_ Nauðganir um verslunarmannahelgina Ekki er vitað með vissu hversu margar nauðganir urðu um verslunarmanna- relgina en Stígamótakonur ætla ið koma saman í dag og bera iaman bækur sínar. Aðfaranótt sunnudagsins kærði 17 ára stúlka mann fyrir nauðgun í Jestmannaeyjum og er hans nú eitað. Útvarpið skýrði frá því á laug- irdaginn að þrjár nauðganir hefðu itt sér stað í Húnaveri en þær upp- lýsingar vom ekki réttar þegar allt kom til alls. Eins og kunngert var í fjölmiðlum stóðu Stígamót, en það em samtök sem veita þolendum kynferðislegs ofbeldis ráðgjöf og stuðning, fyrir herferð, fyrir versl- unarmannahelgina, til að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi. Ráðgjafar frá Stígamótum vom í Húnaveri og í Vestmannaeyjum og er ráðgert að halda þeirri þjón- ustu áffam næstu verslunarmanna- helgar. Blaðið ræddi við Ingibjörgu Guðmundsdóttur, talsmann Stíga- móta, og sagði hún að starf sam- takanna hefði tekist mjög vel um helgina og augljóst væri að slík ráðgjöf er nauðsynleg þegar svona stórar útihátíðir eiga sér stað. „Við höfum fengið vitneskju um nauðg- anir um helgina en við höfum eng- ar áreiðanlegar tölur um það hversu margar hafa verið kærðar,“ sagði Ingibjörg. „Unglingar komu mikið til ráð- gjafanna sem vom i Húnaveri og í Vestmannaeyjum og tjáðu sig um þessi mál.“ Ingibjörg sagði að margar stelpur sögðust hafa farið eftir þeim skilaboðum sem Stígamót hefði tekið fram í herferðinni og það bæri vott um þau áhrif sem svona herferð hefði. Herferð Stígamóta fólst meðal annars í þvi að láta útbúa vegg- spjald, sem dreift var víðsvegar um landið, og var ætlað að vekja alla, sérstaklega unglinga og foreldra þeirra, til umhugsunar um þessi mál. -KMH Danska rannsóknarskipiö Thetis, er nú statt ( Sundahöfn en það leagur áleiðis til Grænlands I dag, þar sem áhöfnin mun hefja fimm ára rannsoknir. Skipið, sem er sérstaklega útbúiö til neðansjávar jarðskjálftamælinga, er hið fullkomnasta I alla staði og var bætt viö danska flotann 1. júll s.l. Mynd: Jón Fjörnir. Ekki þörf á lögum um slcoðanakannanir Niðurstaða nefndar, sem skipuð var af mennta- málaráðherra í fyrra til að kanna hvort rétt væri að setja lög eða reglur um skoðanakann- anir, er í stuttu máli sú að ekkert mæli með slíkri Iaga- eða reglu- gerðarsetningu. I álitsgerð nefndarinnar segir m.a. að fjölmargt mæli gegn laga- sctningu um skoðanakannanir, „Slík lög eru ekki í gildi á Norður- löndunum, í Bretlandi eða Banda- ríkjunum. Framkvæmd spuminga- kannanna virðist hafa tekist vel á íslandi og engin vandkvæði komið upp sem réttlættu lagasetningu," segir meðal annars í áliti nefndar- innar. Þá varar nefnin við því að fólki verði bannaður aðgangur að upp- lýsingum sem það kann að vilja nýta sér, enda sé sýnt að þær upp- lýsingar gangi ekki í berhögg við almannahag. í nefndarálitinu er bent á að rannsóknir hafi ekki skorið úr um hvort skoðanakannanir hafi áhrif á það hvað fólk kýs og enn síður sé Ijóst hver þau áhrif væru. í stað reglugerðar- eða lagsetn- ingar um skoðanakannanir mælist nefndin til þess að þeir aðilar sem hafa með að gera framkvæmd skoðanakannanna hér á landi vinni saman að mótun siðareglna og framkvæmd þeirra. Sú vinna mun reyndar þegar hafin. -rk Síða 7 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 7. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.