Þjóðviljinn - 14.08.1991, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 14.08.1991, Qupperneq 4
ElLEMMR FMETTIR Bandarískir sendiráðsmenn fangar í Teheran 1979 - þangað sóttu bókstafstrúarsjítar í Líbanon fyrirmyndir. Mannræningjar og gíslar í Líbanon Saga sú sem snýst um vestrænu gíslana í Líbanon hófst laust fyrir miðjan s.l. áratug. Nú eru 10 vesturlandamenn í haldi mannræn- ingja þarlendis, fimm Bandaríkjamenn, tveir Bretar, tveir Þjóðverj- ar og einn Itali. Þegar byijað var að nema á brott vesturlandamenn í Líbanon voru mannrán síður en svo nýlunda þar í landi. Líbanonsstríðið hafði þá verið háð í áratug og meðal annars hryll- ings í því var mikið um mannrán. Þúsundum manna hafði verið rænt og til fjölmargra þeirra hefur ekkert spurst síðan. Flestir þeirra voru af hinum ýmsu trú/þjóðflokkum sem landið byggja eða Palestínumenn. I upphafi s.l. áratugs tóku Líban- onssjítar, sem einkum búa í suður- hluta landsins og höfðu ffam að því lengst af verið lægstir allra trú/þjóð- flokka þar, að færa sig upp á skaflið. Sóttu þeir hvatningu og fynrmyndir til trúbræðra sinna í Iran, er þver- brutu reglur í samskiptum ríkja með því að halda bandarískum sendiráðs- mönnum í gíslingu 1979- 81,. Margir sjítar fognuðu ísraelum, er þeir hertóku Suður-Líbanon 1982, þar eð þeim þótti gott að losna við yfirráð Frelsissamtaka Palestínu (PLO), en fljó(t urðu sjítar þar engu hressari með Israela en PLO áður. Skæruhemaðar sjíta gegn Israelum varð svo magnaður, að Israelsstjóm sá sér þann kost vænstan að hætta hersetu í mestum hluta Suður-Líban- ons. Það er eini teljandi ósigurinn, sem Israel hefur hingað til beðið i hemaði við araba. Sá árangur hressti mjög upp á siálfstraust Líbanonssjíta en ekkert dró úr heift þeirra gegn ísrael. Koinu þar til bæði áhrif frá bókstafstrú Ir- ans, sem þeir tileinkuðu sér, og sú staðreynd að ísrael hafði áfram ítök í Suður- Líbanon. Sú heift beindist gegn Vesturlöndum, bakhjarli vesturlandamönnum, án mikils tillits til þess hveijir þeir voru og í hvaða erindagerðum í Líbanon. I augum „sanntrúaðra“ íslamskra bókstafstrú- arsinna er ekki ástæða til annars en að leggja alla gyðinga og kristna „vantrúarmenn" að jöniiu. Þó er ljóst að Bandaríkjamönnum og Bretum hefúr verið hættara en öðrum, þeim fynmefhdu vegna þess að þeirra land er voldugast vesturlandaríkja og á stuðningi Bandaríkjanna við ísrael byggist tilvera þess og hinum síðar- nefndu vegna þess að þeir eru ná- komnari Banclaríkjunum en aðrar stórar vesturlandaþjóðir. Tilgangurinn með mannránunum yar og er að neyða vesturlandaríki og Israel til að ganga að ýmsum kröfum mannræningjanna og bandamanna þeirra. Flestir mannránshópa þessara eru taldir vera nákomnir sjítaflokkn- um ,Hizbollah, sem hefúr sambönd við íran. ANNÁLL: 1985: 16. mars: Bandaríkjamaðurinn Terry Anderson, forstöðumaður deildar AP-fréttastofunnar í Austur- löndum nær, numinn,á brott af sam- tökum sem nefnast Islamska Jihad. Sá félagsskapur heldur honum fongnum enn. Af vesturlandamönn- um þeim sem enn eru í gíslingu í Líbanon hefur hann verið fangi lengst. 25. mars: Numinn á brott Alec Collett, rúmlega hálfsjötugur breskur Bush Bandarikjaforseti og Assad Sýrlandsforseti - vinátta þeirra sem hófst með Persaflóastriði er talin hafa orðið til þess að Sýrfand leggi nú að líbönsku mannræningjunum að láta gíslana lausa. blaðamaður. I apríl árið eftir tilkynnti aðili sem nefndist Byltingarsamtök sósíalískra múslíma að samtök þessi hefðu drepið Cpllett. 28. maí: Islamska Jihad rænir David Jacobsen, hálfsextugum Bandaríkjamanni, sem var fram- kvæmdastjóri sjúkrahúss á vegum American University í Beinít. Hann var látinn laus f nóv. árið eftir. 9. júní: Islamska Jihad rænir Thomasi Sutherland, 57 ára gömlum Bandaríkjamanni, sem var deildar- forseti búffæðideildarinnar í Americ- an University í Beirút. Hann er enn í gíslingu. 19. ágúst: íslamska Jihad lætur lausan Benjamin Weir, prest í þjón- ustu bandarísku öldungakirkjunnar, sem Jihad hafði haft í haldi síðan 8. maí 1984. 11. sept.: Rænt Alberto Molin- ari, 62 ára ítölskum kaupsýslumanni. Hann er fangi enn. Sept.-okt.: Fjórum sovéskum sendiraðsmönnum rænt. Einn þeirra, Arkadíj Katkov, er myrtur skömmu síðar, en hinum sleppt. Franska AFP-fréttastofan hafði eftir heimildum þar eystra að sov- éska leyniþjónustan, KGB, hefði bjargað löncfum sínum þremur með því að gjalda líku líkt. Hefðu hennar menn í Líbanon rænt nokkrum mönnum, sem hún taldi að væru ná- komnir mannræningjunum, og drep- ið einhveija þeirra. Hefðu Sovet- mennimir þrír þá verið látnir lausir. 4. okt.: Islamska Jihad tilkynnir að það hafi drepið William Buckley, 57 ára gamlan Bandaríkjamann sem Jihad hafði rænt 16. mars 1984. Hann starfaði við bandaríska sendi- ráðið í Beirút og talið er að hann hafi verið yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónustunnar, í Líbanon. Líklegt er að Jihad hafi með pyndingum knúið Buckley til að láta uppi margt sem hann vissi um athafnir og kerfl CIA í Austurlöndum nær og kann það að vera skýring á því að CIA hefur í engu orðið ágengt í því að frelsa gíslana. 1986: 15. apríl: Bandarískar stríðsflug- vélar, sumar frá stöðvum í Bretlandi, gera árás á Líbýu eftir tilræði við bandaríska hermenn í Vestur-Þýska- landi. Mannræningjar í Líbanon, hlynntir Líbýu, myrtu skömmu síðar þijá gísla, Bretana Philip Padfield og John Leigh Douglas og Bandaríkja- manninn Peter Kilbum. 17. apríl: Rænt er John McCart- hy, rúmlega þrítugum breskum fféttamanni við Worlawide Televisi- on News. Hann var látinn laus í s.l. viku. 26. júlí: íslamska Jihad lætur lausan Lawrence Jenco, fimmtugan kaþólskan prest bandarískan, sem það hafði haldið fongnum síðan 8. jan. 1985. 12. sept.: Hópur sem nefnist Byltingarsinnuðu réttlætissamtökin ræna Joseph James Cicippio, 57 ára gömlum Bandaríkjamanm. Hann er enn í gíslingu. 21. okt: Numinn á brott Edward Austin Tracy, 57 ára gamall banda- rískur bókasölumaður. Honum var sleppt um s.l. helgi. 1987: 18. jan.: Numinn á brott Rudolf Cordes, vesturþýskur kaupsýslumað- ur. Honum var sleppt í sept. 1988. 20. jan.: Terry Waite, tæplega fimmtugur Breti, numinn á brott. Hann var í Líbanon sem sendiboði erkibiskupsins af Kantaraborg, æðsta manns ensku kirkjunnar, þeirra er- inda að fá vestrænu gíslana látna lausa. Fyrst í s.l. viku var staðfest að hann væri enn á lífí. 21. jan.: Numinn á brott Alffed Schmidt, vesturþýskur verkffæðing- ur. Hann var látinn laus í sept. sama ár. 24. jan.: Hópur sem nefhist Is- lamska Jihad til ffelsunar Palestínu rænir Qórum mönnum sem störfúðu við kennslu og rannsóknir við Beir- útháskóla, Bandaríkjamönnunum Robert Polhill, Jesse Tumer og Al- ann Steen og Indveijanum Mithilesh- war Singh. Sá síðastnefndi var látinn laus 3. okt. árið eftir og Polhill 22. apríl 1990. Hinir tveir eru enn í gísl- ingu. 1988: 17. febr.: William Higgins, bandarískur undirofursti, numinn á brott í Suður-Líbanon, þar sem hann var í erindum Sameinuðu þjóðanna. 3. maí: Látnir lausir úr gíslingu þrír Frakkar, Marcel Fontaine og Marcel Carton sendiráðsmenn og Je- an Paul KaufTmann félagsffæðingur. Höfðu mannræningjar í Líbanon þá sleppt alls 11 Frökkum, sem þeir höfðu haft í haldi, síðan 1985. Síðan eru engir ffanskir gíslar í haldi í Líb- anon. Það land var sem kunnugt er undir yfirráðum Frakklands milli heimsstyijaldanna. 1989: 12. maí: Numinn á brott Bretinn Jack Mann, ffamkvæmdastjóri næt- urklúbbs í Beinit og áður atvinnu- flugmaður. Hann var þá næstum hálfáttræður. Mann er enn í haldi hjá mann- ræningjum. 16. maí: Þremur vesturþýskum hjálparstarfsmönnum, Heinrich Strúbig, Petru Schnitzler og Thomas Kemptner, rænt í Suður- Líbanon. Schnitzler var sleppt nokkrum klukkustundum síðar, hinir eru enn í haldi. 3. júní: Andlát Ruhollah Kho- meini ajatolla í Teheran. Vöknuðu þá vonir um að eitjhvað drægi úr ofsa íslamsbyltingar Iransklerka og fylg- ismanna þeirra í Líbanon, er leitt gæti til þess að vestrænu gíslunum yrði senn sleppt. Akbar Hashemi Rafsanjani, sem kjörinn var Iransfor- seti í næsta mánuði, hvatti opinber- lega til að öljum gíslunum yrði sleppt, en sagði Iran ekki hafa ráð yf- ir mannræningjunum. 28. júlí: Sérþjálfaðir ísraelskir hermenn nema á brott Sheikh Abdul Karim Obeid, áhrifamikinn sjítaklerk líbanskan, ffá heimili hans í Suður- Líbanon. Síðan er grunnkrafa líb- anskra mannræningja að honum og þðrum arabískum longum í halcfí Israela og líbanskrg bandamanna þeirra verði sleppt. Israelar segjast tilleiðanlqgir til þess, með því skil- vrði að Israelar, sem rænt var eða hurfú í Líbanon, verði látnir lausir eða upplýsingar gefnar um örlög þeirra. 31. júlí: Hópur sem neínist Sam- tök kúgaðra í heiminum tilkynnir að hann hafi drepið Higgins ofiirsta til hefúda fyrir að Obeid klerki var rænt og sendir til sannindamerkis mynd af líki, er að sögn hópsins var lík ofúrst- ans. 1990: 22. aprfl: íslamska Jihad til Breski fréttamaðurinn John McCarthy fagnar frelsi eftir rúm- lega fimm ára fangavist - tíu vest- urlandamenn eru enn í gíslingu f Líbanon. frelsunar Palestínu lætur Bandaríkja- manninn Polhill lausan. 24. ágúst: Brian Keenan, írskur og kennari við American University í Beirút, er verið hafði í gíslingu hjá hópi sem nefnist Islömsk dögun síð- an 11. apríl 1986, látinn laus. Við- leitni til að fá fleiri gísla lausa fer í bráðina að mestu út um þúfur,vegna yfirvofandi stríðs eftir innrás Iraka í Kúvæt. 9. sept: Frank Herbert Reed, bandarískur og skólastjóri áður starf- andi í Libanon, látinn laus af Is- lamskri dögun. Hann hafði þá verið fangi síðan 30. apríl 1986. 1991: 8. ágúst: John McCarthy látinn laus og fáeinum dögum síðar Ed- ward Tracy. Merki sjást um ágrein- ing meðal mannræningja, einna helst það er Frakkanum Jerome Leyraud var rænt og honum síðan sleppt eftir fáeina daga. ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 14. ágúst 1991 Síða 4 r v. •

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.