Þjóðviljinn - 14.08.1991, Page 8

Þjóðviljinn - 14.08.1991, Page 8
Frá óveörinu í febrúar. Mynd Kristinn Menn tryggi sjálfir fyrir óveðurstjóni Nefnd forsætisráðherra sem kannaði umfang tjóna í óveðr- inu 3. febrúar síðastliðinn hefur komist að þeirri niður- stöðu að það eigi ekki að bæta tjónþolum tapið sem þeir hafa orðið fyrir með opinberu fé í formi styrkja. Nefndin telur koma til álíta að veita hagstæð lán. Nefndin gagnrýnir Bjarg- ráðasjóð sem hefur greitt 10,7 miijónir króna í bætur. Bjargráðasjóður greiddi fyrst og fremst bætur vegna ræktunar- tjóns og tjóns á gróðurhúsum. Þetta þykir nefhdarmönnum mikið álitamál. „Miðað við lögbundið starfssvið sjóðsins er vissulega álitaefni, hvort hafi verið rétt og skyit að bæta tjón af þessu tagi, þar sem hér muni yfirleitt hafa ver- ið um hagsmuni að ræða, sem unnt var að vátryggja hjá almennum vá- tryggingafélögum," segir í skýrslu nefndarinnar. Nefndin telur hugs- anlegt að stjómin hafi talið gilda sérstök sjónarmið sem réttlæti bæt- umar, „þótt nefndin komi ekki í fljótu bragði auga á þau“. Rök nefndarinnar fyrir því að fólk eigi að tryggja sig fyrir óveðri em að það sé sjálfsögð fyrirhyggja í nútimaþjóðfélagi að fólk vátryggi hagsmuni sína. Nefndin bendir á að tryggingafélög bjóði margvís- legar foktryggingar og ekki eigi að bæta þessu við hjá Viðlagatrygg- ingu Islands sem bætir tjón vegna náttúruhamfara. Nefndin komst að því að tryggð tjón í óveðrinu hafi numið 430 miljónum króna. En nefndin telur að heildartjón hafi numið að minnsta kosti tvöfalt þessari upp- hæð og er þá enduvarpsmastrið á Vatnsendahæð undanskilið. Oveðr- ið 3. febrúar er þriðja fárviðrið af þessari stærð á tveimur áratugum og finnst nefhdinni athyglisvert að í hvert sinn skuli verða jafn mikið tjón á mannvirkjum og raun ber vitni. Ekki vom þó gerðar jafh miklar umfangskannanir á tjóninu í óveðmnum 1973 og 1981 ognú. Formaður nefndarinnar sem Steingrímur Hermannsson skipaði var Kristján Guðmundsson fyrrver- andi bæjarstjóri, aðrir nefndar- menn voru Bjöm Marteinsson verkfræðingur og arkitekt, Rúnar Guðmundsson skrifstofustjóri og Sigmar Armannsson framkvæmda- stjóri. -gpm Mikið af Í'rasfrjói í oftinu Aldrei hafa mælst jafnmörg grasfrjó í júiímánuði eins og í síðasta mánuði. Grasfrjó, sem skæðasta ffjónæmið stafar af hér á landi, er búið að vera stöðugt í loftinu síð- an 14. júní. Frá þeim degi og fram að 5. júlí vom að meðaltali 4 gras- ffjó í rúmmetra á sólarhring en frá 5. júlí til 30. júlí reyndist meðal- fjöldi grasfijóa liggja á bilinu 50- 60 ffjó í rúmmetra á sólarhring. Þann 31. júlí tók grasfijóið enn stökk, en þann sólarhring tífaldað- ist grasfijóið og fór yfir 500. Síðastliðin þrjú sumur hafa grasfijó verið í hámarki í síðari hluta júlí og íyrri helming ágúst- mánaðar. Við eram því stödd um miðbik aðalgrasatímans. Mælingar ágústmánaðar munu skera úr um það hvort þetta verður með öðmm hætti í ár eins og reyndar svo ým- islegt fleira þetta góðviðrissumar. Fijókomamælingar hafa verið styrktar af ýmrum aðilum hér á landi ffam að þessu og því verið gerðar reglulega. Það er Reykjavíkurborg og SÍBS sem hafa verið styrktaraðilar í sumar. Margrét Hallsdóttir, jarðffæð- ingur, sá um mælingamar en hún hefur séð um fijókomamælingar í Reykjavík undanfarin ár. -KMH Lottó hækkar Frá og með gærdeginum hækkaði lottó-röðin úr 35 krónum í 40. Síðast hækkaði lottó-röðin í ágúst 1989 en heimild til hækkun- ar hefúr verið fyrir hendi síðan í febrúar í fyrra. Þetta verður ekki einungis til þess að dýrara verður að lotta heldur hækka vinningamir Iíka. Þannig hækkar heildarvinn- ingsupphæð sem var sex miljónir krónur í sjö miljónir króna. Þá fást nú allir vinningar undir 15 þúsund krónum greiddir út á sölustöðum í stað 12 þúsund króna áður. Fimm ár em síðan Islensk get- spá var stofhuð en þá kostaði hver röð 25 krónur. -gpm Reglugerð um mengunarvamarbúnað Nýjar reglur um mengun- arvarnarbúnað á bíla verða gefnar út fyrir 1. nóvember og munu koma til framkvæmda 1. júlí 1992. Reglumar munu fela í sér að all- ar léttar fólksbiffeiðar, allt að 3.500 kíló, með bensinvél sem fluttar verða inn eftir þann tima verða út- búnar mengunarvamarbúnaði sem fúllnægja alþjóðlegum viðmiðunum um útblástur bíla. Þeir prófunarstaðlar sem notaðir verða em bandarískur staðall (US/87), evrópskur staðall (EB70/220) og sænskur staðall (A12/A13). Innfiutningur á bílum með þessum búnaði er þegar hafinn í nokkru mæli og munu nokkur þús- und slíkir bílar hafa verið fluttir til landsins. Reglumar eiga bæði við um nýja bíla og eldri bíla sem fluttir verða til landsins. Nú em í gildi tvær reglugerðir, annars vegar um viðmiðunarmörk efna í útblæstri bíla og hinsvegar um gerð og búnað ökutækja. Þessar regl- ur stangast á og felur breytingin í sér óhjákvæmilega samræmingu. -Sáf Skýlin biarga mannslífum allan ársins hring Aheiðum landsin hafa neyðarskýlin sjálfsagt bjargað mannslífum gegnum tíðina. Þau nýtast ekki aðeins á vetrum, heldur gegna þau sínu hlutverki á sumrum, þegar blautir og kaldir ferða- menn leita þar skjóls. Þór Magn- ússon, fulltrúi hjá Slysavarnafé- iagi Islands, segir að erlendir ferðamenn gangi mjög vel um skýiin. Drukknir Islendingar geta aftur á móti verið skaðræð- isgripir. Þór upplýsti Þjóðviljann að það væri slysavamafélögunum ekki á móti skapi að ferðfólk leiti sér skjóls í neyðarskýlunum. - Það er ekki ólíklegt að skýlin hafi bjargað fólki ffá því að verða úti i sumar. Það hefur færst í vöxt að útlendingar ferðist um landið á tveimur jaftifljótum eða hjólandi. Þegar kalt er í veðri og rigning em skýlin himnasending í augum þessa fólks. Þeir sem nota þennan ferðamáta nota skýlin nokkuð mik- ið, og ég verða að segja að það gengur sérstaklega vel um þau, þó svartir sauðir leynist allstaðar inn á milli, sagði Þór. Aðspurður hvort mikið væri um skemmdarverk á skýlunum, sagði Þór það ekki vera. , - Annars em það einna helst Islendingar sem em skæðir með að skemma þau. Og á það einna helst við neyðarskýlin sem standa á heiðum við þjóðvegi. Fólk sem hefur verið á dansleik og þarf að fara yfir illfæra heiði á heimleið, vill oft stoppa í skýlunum. Um- gengnin er þá oft hræðileg. Ég get nefnt sem dæmi um skýli í Mánár- skriðum sem Kvennadeild Slysa- vamafélagsins á Siglufirði hefúr útbúið með miklum sóma. Það var lagt í rúst eina helgina. Síminn slit- inn í burtu og allar rúður brotnar. Það heíði verið illt fyrir mann i nauðum að koma þar að, sagði Þór sem í lokin vildi benda vegfarend- um á að láta lögreglu vita ef það hefði gmn um að verið væri að skemma neyðarskýlin. -sþ ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. ágúst 1991 Síða 8

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.