Þjóðviljinn - 14.08.1991, Page 11

Þjóðviljinn - 14.08.1991, Page 11
Afmæu Helgi Hálfdanarson 80 ára 14. ágúst 1991 Arið í ár hefur sér það til ágæt- is meðal annars að á pví eiga þrír höfirðsnillingar á sviði bókmennta- þýðinga úr ^rlendum málum merkisafmæli. A „öðrum fimmtu- degi í góu“ var haldið upp á tveggja alda afmæli Sveinbjamar Egilssonar, og nú er líða tekur á ár- ið minnumst við tveggja mestu merkisþýð^nda þessarar aldar, Magnúsar Asgeirssonar, sem hefði orðið níræður í haust, og Helga Hálfdanarsonar sem í dag fyllir átt- unda tuginn. Ekki er þó víst að mikið veður verði út af þessu gert eða miklu til tjaldað, enda eru þýð- endur menn af því tagi sem bregða yfir eigin personu emskonar hul- íðshjálmi og láta verk sín tala fremur en að troða sér sjálfum fyrir allra augu. En verk þessara þriggja em löngu orðin þjóðareign og munu móta málvitund manna svo lengi sem okkur finnst taka því að vera íslensk þjóð. Það sem eftir Helga Hálfdanar- son liggur nú í dag er bæði mikið og fjöTbreytilegt og spannar raunar víðara svið en nokkurs fyrri þýð- anda, jafnt í tíma sem rúmi, og nær yfir sæg ljóða frá ýmsum öldum og heimsálfum og tugi leikrita í bundnu máli, að ógleymdum beitt- um og skeleggum greinum hans ffumsömdum. Þegar á allt þetta er litið og haft i huga að í öllum þess- um verkum er hvergi slakað á ströngustu kröfum listarinnar má það teljast allt að því hlægilegt að Helgi skuli ekki löngu vera kom- inn í heiðurslaunaflokk lista- manna, úr því svoleiðis nokkuð er til á annað borð. Með þessu er þó ekki verið að segja að Helgi hafi sóst eftir slíku nema síður væri, því hann hefur einmitt af mikilli staðfestu afþakkað allar þær vegtyllur eða „viðurkenningar" sem í boði hafa verið, hvort heldur er í formi silfúrfáka eða annars nýtilegra. Menn geta að sjálfsögðu hrist höfuðið yfir slíkum viðbrögð- um og kennt við ólíkindi og kenjar, en að baki jþeirra má kannski eygja þær heilbrigðu forsendur að bok- menntastörf eigi að metast og launast sem hver önnur heiðarleg vinna, en ekki að vera háð vild og náð pólitiskra nefnda eða sjálfskip- aðra menningarvita, sem og það að öll auglýsingamennska í heimi list- anna sé óbrigðult merki um hnign- un sanns áhuga á þeim. Vitaskuld má segja að ritstörf Helga hafi ver- ið að mestu ólaunuð í venjulegum skilningi og að hann sé í hópi gef- enda, ef hóp skyldi kalla, því þeim fer auðvitað sífjölgandi sem aðeins vilja heimta og þiggja mikið fyrir lítið. Annað í fari Helga sem kann að fiokkast undir sérvisku meðal nútíma Islendinga, þar sem enginn er maður með mönnum nema hann fari í svo og svo margar utanlands- reisur á ári hverju, helst á ríkisins kostnað, er það að hann hefur ekki lagt leið sína út fyrir landsteina svo vitað sé í hartnær hálfa öld. Þetta kann að koma á óvart, eink- um þar sem þýðandi á í hlut sem hefur Ieitað svo víða fanga á er- lendum og fjarlægum slóðum. En hér má hafa í huga orðin „flaug þá stundum fjaðralaus/ feðra vorra-< andi“, því í stað ráps milli mis- glæstra flugstöðva og keimlíkra ferðamannastaða hefúr Helgi eftir sínum leiðum leitað á vit hinna innstu helgidóma og sönnustu dýr- gripa þjóðanna, sem búa í skáld- skap þeirra, og fært okkur hingað á vængjum oroanna, endurskapaða til varanlegrar eignar. Þýðingar hans eru enginn landflótti heldur landvinningar í góðum skilningi og sú landvöm sem síst er vanþörf á nú á tímum. Þýðendur á borð við Helga em nefnilega öðrum fremur ræktendur sinnar eigin tungu og miklu nátengdari henni en allir þeir höfundar sem bíða þess eins að verk þeirra verði þýdd sem allra fyrst á skandinavísku. Það var vel að orði komist, er Helgi sagði eitt sinn á fúndi Grikklandsvina að hann hefði þurft að þýða grísku harmleikina á íslensku til þess að eta lesið þá sjálfur. En um leið efur hann lyft okkur löndum sín- um upp úr viðjum eymennskunnar og brugðið klasáískri birtu yfir gráma og ringulreið okkar daga. Þótt Helgi hafi á þessum merk- 'isdegi þegar skilað æmu dags- verki, bíða margir þess með eftir- væntingu hvað komi nú næst frá hans hendi, því aldurinn bítur ekk- ert á Helga, og hann er síungur eins og sa skáldskapur sem hann hefur verið að fást við um ævina. Raunar er hann í ætt við þá kappa sem hann hefúr nýlokið við að þýða, þá Sófókles og Evrípídes, sem ortu sum sín mögnuðustu verk á níræðisaldri. Vandinn gæti hins vegar legið í því að fmna verðugt viðfangsefni eftir að hafa þýtt öll leikrit Shakespeares og grisku harmleikina samanlagða - þá er fátt eftir nema Dante sem gæti kór- ónað ævistarfið. En nú er mál að linni, því ekki var það ætlunin hér að segja neinum fyrir verkum, heldur aðeins að senda afmælis- kveðju og kannski i leiðinni að taka undir það sem þeir Pindar hinn fomgríski og Grimur Thom- sen orðuðu svo vel í sameiningu: „Honum lofs ég örvar ætla að senda, er í réttu marki skulu lenda. " Kristján Árnason Orðsending til Guðmundar frá Eiríksstöðum Jæja, gamli vinur. Ég hef það fyrir satt, að þú sért orðinn 85 ara. Hafir orðið það 20. maí s.l. Mér er sagt að af þessu til- efni hafi vinir þímr haldð pér sam- sæti í Húnaven um Hvítasunnuleyt- ið - og þótti engum mikið. Því mið- ur gat ég ekki komið því við að vera þar nærstaddur til þess að heilsa upp á þig og rifja upp gömul og góð kynni. En ,fiin gömlu kynni gleym- ast ei“, máttu vita. Þau mást ekki svo auðveldlega út, sem betur fer. Þú manst auðvitað ekkert eftir því hvenær ég sá þig fyrst, sem ekki er heldur von. Og það em ekki miklar líkur á því að þú hafir séð mig þá, enda sjónin varla komið til. En þetta var nu í okkar kæm Stafhs- rétt í Svartárdalnum. Ætli ég hafi ekki verið 11 ára gamall og ekki mikill fyrir mann að sjá. En ég var snemma mikil kindasál og fannst það merkur áfangi á lífsleiðinni að fá að ösla þama um eina fjárflestu skilarétt landsins. En þá kunnu menn enn að meta kindakjöt og þjóðin ekki farin að leitast við að draga ffam lífið á næringarlausu „kmðeríi!. Hámark þessa hátiða- halds fannst mér þó vera þegar Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, undir stjóm Gísla frá Eyvindarstöð- um og Karlakórinn Heimir í Skaga- firði, undir stjóm Jóns frá Hafsteins- stöðum, stilltu sér upp og sungu hvert lagið af öðm. Þu söngst þama tenór-sóló og.hreifst ég mjög að þeim söng. Ég spurði hver ætti þessa háu og björtu tenórrödd og var mér sagt að það væri Guðmund- ur Sigfússon frá Eiriksstöðum i Svartárdal. Það var svo einnig í sambandi við söng í Stafnsrétt, sem kynni tók- ust með okkur nokkmm ámm seinna. Kvenfélagið í Bólstaðarhlíð- arhreppnum hafði reist veitingatjald þama við réttina og seldi þar kaffi. Það var mikið kaffi dmkkið í því tjaldi og þó enn meira sungið. Ég slóst eitt sinn í hópinn og þá vildi svo til, að ég lenti við hliðma á þér í ,,kómum“. Þá tókum við lagið sam- an í fyrsta sinn en ekki síðasta. Hér em auðvitað ekki tök á því, að rifja upp alla okkar samfúndi. Verður þvi aðeins hoppað á stöku hnjótum. Hvemig væri að staðnæmast um stund við 11. mars 1944? Þá stóð Húnavaka yfir á Blönduósi. Heimir fór vestur og hélt þar söngskemmt- anir. Kórmennimir fóm neim um nóttina utan hvað við Þorsteinn Sig- urðson frá Stokkhólma ákváðum að dvelja enn um stund meðal Hún- vetninga. Þar hefúr aldrei verið í kot vísað. Daginn eftir bar saman fúnd- um okkar Jóns í Finnstungu, nú í Artúnum - og hann taldi okkur á að fara með sér um nóttina því þótt tak- mark okkar væri að fara i Eiríkstaði til fúndar við þig, þá væri Finn- stunga í leiðinni, sagði Jón. Leið svo næsti dagur ffam undir kvöld í miklum fagnaði í Finnstungu. Þá var Jón búinn að síma í Pétur á Brandsstöðum - Pétur Bolla - og lofa því fyrir hönd okkar Steina, að koma þar við. Um kvöldið fómm við svo allir þrír ffam í Brandsstaði og lengri varð sú dagleiðin ekki. Daginn eflir fylgdi Pétur okkur svo á hestum yfir halsinn milli Blöndu- dals og Svartárdals og hyllti nú loksins undir það, að við kæmumst í Eiríksstaði. Auðvitað höfðum við ekki fyrr heilsast en þú settist við orgelið og upphófst nú mikill söngur, sem stóð lengi dags. Þú slóst því fljótlega föstu að við færum ekki fetinu Iengra fvrr en á morgun. Og þar sem allar okkar áætlanir vom nú komnar úr skorðum hvort sem var, sam- þykktum við þessa tillögu þína mót- atkvæðalaust. Þú manst það kannski, að hjá þér var staddur sá mæti maður Bjami Jónasson, bóndi og kennari í Blöndudalshólum. Bjami hafði ákaflega gaman af að gripa í spil og nú langaði hann mjög til þess að fá okkur „í slag“. En við vorum alltaf sammála um það, Guðmundur, að maður megi ekki ætíð gera það eitt sem mann langar mest til, an tillits til annarra. Því létum við að óskum Bjama. Sjálfúr var ég áhugalítill spilamaður og því klaufskur í þeirri hst. En „þótt nattúran sé lamin með lurk“, þvi miður stóðum við okkur að því að vera famir að raula eitt- hvert tvísöngslagþegar við áttum að einbeita okkur að því, að spila úr vandasamri sögn. Daginn eftir þurftir þú að sækja einhvem vaming ffá Blönduósi út að Ytra-Tungukoti, eins ogþað hét þá. Vörumar sóttir þú á sfeða og væri upplagt fyrir okkur að sitja a honum ut hjá Bólstaðarhlíð. Við sá- um að það var skynsamleg tillaga. Bjöm á Gili, sem þá bjó á Brun, ffétti af þessum tilvonandi ækistúr og ákvað að slást í förina. En okkur gekk erfiðlega að slíta okkur ffá orgelinu svo ekki var komist af stað fyn- en undir kvöld. Við ókum svo syngjandi sælir út alla Svartá en þá kom það á dajþnn, að þú þurftir að skjótast heim í Finnstungu áður en þú héldir heimleiðis. Og þar sem við Steini vorum nú einu sinni komnir nokkuð úr leið ákváðum við að slást í förina. Og auðvitað skarst þá Bjössi ekki úr leik. Var nú í snatri myndaður tvöfaldur kvartett þar sem þeir Finnstungubræður þrir, Tryggvi faðir þeirra og svo við jjór- menningamir. Mig rámar eitthvað í það, að við höfúm ekki farið mjög snemma að sofa nóttina þá. Eitt sinn henti það, að við hitt- umst hér í höfúðstaðnum, ásamt Jóni frá Finnstungu. Ég veit að þú manst vel þennan vinafúnd þvi ég minntist á nann þegar ég hnngdi í þig í tilefhi af afmælinu. Eitt kvöld- íð mæltum við okkur mót á skemmtistaðnum Lido. Sá ágæti staður er nú víst löngu úr leik. Við vorum svo heppnir að ná í borð út af lyrir okkur. Svo virtist sem allir ættu það erindi á þennan skemmtistað að dansa, nema við. I stað þess að taka !)átt í fótamcnntinni fórum við bráð- ega að raula en varfæmislega þó, því ekki vildum við trufla dansinn. Og þar sem við vomm nú þrir þá rauluðum við auðvitað þriraddað. Þú söngst auðvitað „melodiuna" en við Jón einhveijar heimasmíðaðar undirraddir. Bráðlega fór fólk að hópast að borðinu til okkar. Við vildum ekki trufla samkvæmið og hættumþví söngnum. Þá fórblessað fólkið að kalla kapó og heyr, eins og Frans í Málmey í Sauðárkrókskirkju forðum, svo við hófum sönginn á ný. Brátt gerðist það, sem við áttum ekki von a: Fólkið hætti að dansa og tók að hlusta á þessa sérkennilegu „frubadúra“ norðan af landi, sem vom haldnir þeirri ffáleitu hug- mynd, að hægt væri að setja sig nið- ur á svona stað til þess að raula saman í rólegheitum. Okkur fannst samt sem áður að við værum orðnir þama hálfgerðir skemmdarverkamenn, svo við þok- uðum okkur fram í anddyri, tókum þar enn eitt lag og kvöddum þar með þessa áhugasömu áheyrendur. Sem betur íþr hittumst við alloft á næstu árum. Ég ætla ekki hér og nú að fara að minna þig á öll þau lög, sem við sungum þá saman, enda veit ég að þess þarf ekki. En við áttum fleira saman að sælda. Við störfúðum saman, um alllangt skeið í stjóm Hrossaræktar- sambands Norðurlands. Þú varst auðvitað sjálfsagður í stjóm þess fé- lagsskapar, sem frábær hestamaður og hrossaræktandi, en innganga mín i petta samfélag átti sér aðrar orsak- ir, eins og þú þekkir. En mér þótti ánægjulegt að taka þátt í þessu starfr. Það gaf mér færi á að hitta þig oftar en annars hefði orðið, auk pess sem ég kynntist þama afbragðs mönnum, sem með okkur störfuðu í stjóminni, svo sem Haraldi Þórar- inssyni á Laugalandi og Guðmundi Snorrasyni á Akureyri. Jæja vinur. Þó að af mörgu sé að taka þegar farið er að grúska í þess- um minningasjóði þá verður ein- hversstaðar að setja punktinn. Ekki veit ég hvar né hvenær okkur auðn- ast að taka næst saman lagið. En mér kemur í hug vísa, sem ég heyrði Svein heitinn afa minn kveða stund- um: „Þegar við hittumst himnum á, hvorugur verður móður, — syngja skulum saman þá séra Friðrik góður. “ En okkur liggur svo sem ekkert á. Það er engin hætta á því að við gleymum lögunum okkar. Vertu svo ævinlega blessaður. Magnús H. Gíslason fmá ii LESENDUM Síbyljustöðvamar Það var mikið óhappaverk, sem unnið var þegar útvarpslög- unum var breytt í þá veru að leyfa frjálsan útvarpsrekstur, enda stóð ekki lengi á því að alls- konar braskaralýður reis upp á afturlappirnar og stöðvarnar þutu upp einsog gorkúlur,og nú skyldi syna þessum komma- og framsóknarlyð (og kannski kvennó líka) hvernig vestrænt íhaldslýðræði blómstraði í sam- keppni við staðnað afturhald.? Nú skeður það að Morgunblaðið skrifar harðorða grein í aðalpóst blaðsins nýlega par sem þessir gemlingar voru teknir á beinið vegna pess að ein þessara stöðva heiur ákveðið að útvarpa vikulega fjögurra tíma amerískum útvarps- þætti, op þegar blaðarisinn setur upp ygglibrún þá mega litlu guttamir fara að vara sig. Blaðið segir á einum stað í greininni: Morgunblaðið barðist fyr- ir frjálsri útvarpsstarfsemi á sínum tíma, en sú barátta var sannarlega ekki háð til þess að metnaðarlaust fólk gæti afskræmt þá hugsjón er liggur að baki frjálsri starfsemi á þessu sviði fjölmiðlunar. Nú var það í farvatninu eftir stórfund Sjalfstæðisflokksins að selja sem mest af ríkisíyrirtækjum og var þar sérstalega talað um Rás 2, er ínaldið hefúr talið að væri áróðurstæki fyrir laumukomma og ffamsóknarmenn (oft umræðuefni í heitum pottum) slíkt gæti flokkur með blátt blóð í æðum ekki þolað. Sannleikurinn er hins vegar sá að ríkisútvarpið hefúr ffá upphafi vega verið ein nelsta og besta menningar- stofnun í landinu, og verður gömlu gufunni, eins og farið er að kalla rásina, seint þaldcað fyrir það góða menningarstarf er þar hefúr verið unnið í gegnum árin. Um Rás 2 eða Þjóðarsálina, sem talið er að nái til þorra landsmanna, er það að segja að þessi rás virðist falla fólki í geð, og er góður snertipunktur við at- burði líðandi siundar, og ber að þakka því ágæta fólki er þar starfar. Ég vil því ekki blanda fjölmiðlun ríkisútvarpsins saman við þessar sí- byljustöðvar er Moggmn var að skamma, með réttu, pví hvenær er meiri þörf en einmitt nú, að fólk gái að sér þegar erlendur óþjóðarlýður á plötum og hljómböndum er að verða ófnðarvaldur á heimilum fólks í landinu, þegar plötusnúðamir qru spangólandi aílan sólarhringinn. Eg segi bara: Er ekki mál að linni? Smyljustöðvamar og þeir sem þar stjóma ættu því að sja sóma sinn í því að spila og syngja fyrir fólk sem er í eldri kantinum, og þá af þjóð- legri tónlist, heldur en þessa síbylju fram og afhrr með þessum óffiðar- gemlingum, öskri þeirra og bjána- latum. Með kveðju, Páll Hildiþórs Síða 11 0' BÖ'tZ ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. ággpt,T99t TGGT Jííúqc .AT Tjasbí.M:vr>;i.tt 11/ iu.*t h.kj

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.