Þjóðviljinn - 15.08.1991, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 15.08.1991, Qupperneq 8
Nemendum troðið í framhaldsskólana Fréttir Fríður hópur sigurvegara á nýafstöðnu Islandsmóti I tennis. Hrafnhildur Hannesdóttir er fyrir miðri mynd með verðlaunaskjöld og bikar. Þrettán ára stúlka slær í gegn í tennis Skólinn er yilrfullur og þrengsli mikil, en okkur hefur tekist að veita þeim nemendum sem við eigum skyld- ur við skólavist og nokkrum að auki samkvæmt beiðni frá menntamálaráðuneytinu. En það má segja að nemendur séu fleiri en við ráðum við, sagði Haf- steinn Stefánsson skólameistari í Ármúla í gær. Eins og frá var greint í Þjóð- viljann snemma í sumar voru hundrað umsóknir nemenda sem ekki komust að í framhaldsskólum Reykjavíkur sendar til mennta- málaráðuneytisins. Siðan þá hefur ráðuneytið freistað þess að leysa má! þessara unglinga. Að sögn El- ínar Skarphéðinsdóttur í fram- haldsskóladeild menntamálaráðu- neytisins hefur tekist að flnna pláss fyrir næstum alla þá sem sóttu um skólavist í haust. Hugmyndir voru uppi um að íjölbrautarskólinn við Ármúla tæki að sér kennslu allra þeirra sem ekki komust að annars staðar með því að nýta til þess stofur í Sjómannaskólanum. Frá þessu var horfið, og eflir að frestur til að staðfesta umsóknir rann út fyrir skemmstu kom í Ijós að nokkuð margir nemendur höfðu ekki staðfest skólavist sína og því losnuðu nokkur sæti í framhalds- skólum borgarinnar. Að sögn Elín- ar var reynt að koma til móts við tslenska sundfólkið sem kepp- ir á Evrópumeistaramóti fatl- aðra í Barcelona á Spáni hef- ur unnið tvö gullverðlaun, tvö silfur og þrjú brons. Rut Sverrisdóttir varð hlut- skörpust í 100 metra flugsundi og þriðja í 50 metra skriðsundi. Þá sigraði Geir Sverrisson í 100 metra bringusundi, Ólafur Eiríksson varð annar í 400 metra skriðsundi og sömuleiðis Lilja María Snorradótt- óskir nemenda, en þeim var dreift á alla skólana. Hafsteinn skólameistari í Ár- múla sagði að skólamir hefðu allir skyldur við þá nemendur sem út- skrifast úr sérstökum gagnfræða- skólum. Þeir nemendur ganga fyrir og skiptir þá ekki máli hvaða ein- kunnir nemendur úr öðrum skólum kunna að hafa sem óska eftir plássi. Þótt þetta kerfi hafi sætt nokkurri gagnrýni telur Hafsteinn að meðan ástandið er eins og í dag færi ver ef framhaldsskólarnir hefðu ekki þessar skyldur við vissa nemendur. Þá væri hættan sú að ásókn í fáa skóla yrði óeðlilega mikil og mun fleiri nemendum yrði hafnað um skólavist en nú. Aðal- vandi framhalsskólanna væri sá að fínna þeim nemendum pláss sem væru að skipta um skóla, hefðu tekið sér hlé frá námi eða kysu að stunda nám í skóla utan síns hverf- is. Skólameistarar, rektorar og skólastjórar framhaldsskólanna vita sem er að alltaf heltast þó- nokkrir úr lestinni á fyrsta ári, og því ætti að rýmkast um nemendur og stundatöflur kennara á vormiss- eri. Þá hefur frést að uppi séu áform um að koma á fót fram- haldsskóla í Grafarvogi. Við það myndi ástandið án efa skána til muna. BE ir í 100 metra baksundi. Hún setti einnig Evrópumet í undanrásum í 100 metra flugsundi. Þá varð Kristin Rós Hákonardóttir þriðja í 100 metra baksundi og 100 metra bringusundi. Mótið, sem er liður í undirbún- ingi sundfólksins fyrir Olympíu- leika fatlaðra á næsta ári, hófst síð- astliðinn laugardag og því lýkur fostudaginn 16. ágúst. -grh Anýafstöðnu íslandsmóti fullorðinna í tennis sló þrettán ára stúlka Hrafn- hildur Hannesdóttir, Fjölni, eftir- minnilega í gegn fyrir einstæða frammistöðu. Vegna aidurs varð hún að fá undanþágu til að geta tekið þátt í mótinu. Hún varð Islandsmeistari í ein- liðaleik kvenna og einnig í tvennd- arleik með meðspilara sínum Einari Sigurgeirssyni TFK. Hann sigraði einnig í einliðaleik karla og varði þar með titil sinn þriðja árið í röð. Sömuleiðis varð Einar sigurvegari í tvíliðaleik karla ásamt bróður sínum Oðni Ægissyni. Þá vakti einnig at- hygli á mótinu frammistaða Stein- unnar Bjömsdóttur Víkingi. Hún sigraði ásamt Guðnýju Eiríksdóttur Þrótti í tvíliðaleik kvenna, einnig í einliðaleik kvenna í flokki öðlinga sem og i tvenndarleik öðlinga ásamt Sigurði Halldórssyni úr Víkingi. Þá sigraði Christian Staub úr Þrótti í einliðaleik karla í flokki öðlinga sem og í tvíliðaleik í sama flokki með Kristjáni Baldvinssyni Þrótti. Alls tóku þátt í íslandsmeistara- mótinu um 60 manns og voru leikn- Tilmæli þjóðþings Litháa tii íslendinga og Dana, um að nýlegri valdbeitingu Sov- étmanna í Litháen verði mót- mælt í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, voru rædd á fundi ut- anríkismálanefndar Alþingis á mánudag. Valdbeitingin sem átt er við er líklega nýleg morð á sjö landa- mæravörðum Litháa. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður nefnd- arinnar, sagði að þetta mál væri til skoðunar hjá nefndinni sem og rik- isstjóminni. Ríkisstjómin hefúr einnig til athugunar tímasetningu á upptöku ir yfir 100 leikir. Keppt var á tenni- svelli Þróttar og Víkings dagana 8.- ll.ágúst. -grh stjómmálasambands við Litháen. Davíð Oddsson, forsætisráðherra, vildi á mánudag telja líklegra að spumingin snerist um næstu vikur en ekki næstu daga. Litháar em þegar tilbúnir með konsúl hér á landi. Þá var einnig í utanríkismála- nefnd rætt um ráðstefnu í Riga og Tallin um sjálfstæði baltnesku landanna og framtíð Evrópu, sem íslendingum hefúr verið boðið á. Eyjólfúr Konráð sagði það mál einnig vera til skoðunar en að stuttur tími væri til stefnu þar sem ráðstefnan ætti að hefjast 20. ágúst. -gpm Fatlaðir með tvö gull Valdbeitingu Sovétríkjanna í Litháen verði mótmælt Milliliðalausar viðræður við EB Yfirlýsing frá þingflokki Kvennalistans Vegna umræðna undan- farna daga um fríversl- unarlista yfir tilteknar landbúnaðarvörur, sem tengist samningum um evrópskt efnahagssvæði, vill þingflokkur Kvennalistans taka eftirfarandi fram: 1) _I mars sl. gerðu samninga- menn lslands þann fyrirvara við list- ann að Islendingar væru að svo stöddu ekki tilbúnir til að taka þátl í neinum viðræðum um landbúnað. Sá fyrirvari var ekki lengur við list- ann í júlí sl. Nú hefur aðalsamninga- maður Islands upplýst að þarna hafi verið um mistök að ræða og Islend- ingar séu enn óbundnir af þessum ffíverslunarlista. Fögnum við því að þeim alvarlega misskilningi, sem af þessum mistökum hlaust, skuli nú hafa verið eytt. 2) Þrátt fyrir þetta er full ástæða til að gagnrýna harðlega þann tví- skinnung sem einkennt hefur fram- göngu íslenskra stjómvalda í þessu máli. Viðræður um friverslunarlista yfir unnar landbúnaðarafurðir hafa staðið milli EFTA-ríkjanna og EB allt þetta ár. Allan þann tíma virðast íslensk stjómvöld hins vegar ekki hafa getað gert það upp við sig hvort þau væm aðilar að þessum lista eða ekki. Var listinn sendur til kynningar og umsagnar í ýmis ráðu- neyti, sem bendir til að íslendingum hafi verið ætluð hlutdeild að honum, en á sama tíma var því haldið fram á opinberum vettvangi að Islendingar væm ekki í neinum viðræðum við EB um landbúnað, eða eins og segir í skýrslu utanríkisráðherra til AI- þingis í mars sl.: „Af Islands hálfu hefur öllum viðræðum við EB um landbúnað verið hafnað fyrr en jafn- framt verði unnt að ræða fiskimál- in.“ 3) .Fyrir liggur að samninga- menn íslands litu á það sem lið í samningatækni að hafna viðræðum um markaðsaðgang fyrir landbúnað- arafurðir. Þeir gerðu ráð fyrir því að ef viðunandi niðurstaða fcngist í viðræður um ftjálsan markaðsað- gang fyrir fisk, þá myndu íslending- ar gerast aðilar að sameiginlegum fríverslunarlista EFTA-ríkjanna yfir landbúnaðarafurðir. Þetta hlýtur ut- anríkisráðherra einnig að hafa verið ljóst og það er því með öllu óverj- andi að hann skuli aldrei hafa gert utanríkismálancfnd Alþingis grein fyrir fríverslunarlistanum og stöðu þessara mála. j fréttum Stöðvar 2 þann 2. ág- úst sl. segir ráðherra: „Hafi þessi mál ekki verið sérstaklega rædd í ut- anríkismálanefnd þá er það einfald- lega vegna þess að við lítum svo á að hér hafi ekki verið um neitt ágreiningsmál að ræða.“ Það er ekki í verkahring ráðherra að ieggja slíkt mat á mál, heldur ber honum að kynna alla meginþætti samninganna fyrir utanríkismálanefnd og láta nefbdarmenn sjálfa um að ákveða hvort þeir gera ágreining eða ekki. Utanríkisráðherra segist samt engu hafa leynt í þessu máli og vísar til þess að fríverslunarlistinn hafi verið sendur öðrum ráðuneytum til kynningar. Eftir stendur að ráðherr- ann hélt þessum lista vel leyndum fyrir utanríkismálanefnd Alþingis, og þar með fyrir kjömum fulltrúum þjóðarinnar. Við iýsum því fullri ábyrgð á hendur utanrikisráðherra á þeim trúnaðarbresti sem orðinn er milli hans og utanríkismálanefnar. 4) Við áteljum málflutning ráð- herra í íjölmiðlum eflir að í hámæli komst að verið væri að semja um fríverslun á tilteknum landbúnaðar- afurðum. Þar lýsti hann því yfir að í samningum um EES væri ekki verið að semja um landbúnað, og þær vör- ur sem væru á fríverslunarlistanum ekki landbúnaðarvörur heldur iðn- aðrvörur framleiddar úr landbúnað- arhráefnum. Allt frá því könnunarviðræður milli EB og EFTA voru teknar upp hefur verið ljóst að þótt samningar um EES næðu ekki til sameiginlegr- ar landbúnaðarstefnu fremur en sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu, þá yrði rætt bæði um toila á land- búnaðarvörum og fiski f þessum viðræðum. í skýrslum utanríkisráð- herra til Alþingis hefur þar aff leið- andi bæði verið sérstakur undirkafli um Iandbúnað og um sjávarútveg. Með öðrum orðum: Samnignar um EES ná óvéfengjanlega til þessara málaílokka þó í takmörkuðum mæli sé. Þær vörur sem utanríkisráðherra kýs að kalla „iðnaðarvörur ffam- leiddar úr landbúnaðarhráefni" heita í öllum gögnum EFTA og EB: „processed agricultural products“ sem útleggst á íslensku: unnar Iand- búnaðarafurðir. Orðaval ráðherra er því ekki beinlínis til þess fallið að skýra málin fyrir almenningi heldur miklu fremur til að slá ryki í augu hans. Málflutningur ráðherra virðist þó ekki bara til marks um orðhen- gilshátt, eins og ætla mætti, heldur verður ekki betur séð en hann þjóni þeim tilgangi að fella þessar tilteknu vörur undir „lögsagnarumdæmi“ iðnaðarráðuneytisins; stað landbún- aðarráðuyneytisins. Áhugi Alþýðu- flokksins á innflutningi á landbún- aðarafurðum er alkunnur og sú spuming hlýtur að vakna hvort hugmuyndin hafi verið að opna bak- dymar fyrir þeim innflumingi með- an aðaldymar em Iokaðar. 5) Við leggjum áherslu á að samningamir um EES em viða- mestu og afdrifarikustu millirikja- samningar sem íslendingar hafa gert til þessa. Það varðar því miklu að allir þættir samninganna séu skoð- aðir ofan i kjölinn og öllum upplýs- ingum miðlað jafnóðum til þeirra sem málið varðar - ráðuneyta, utan- ríkismálanefndar, hagsmunaaðila og almennings. Því miður hefur þetta mál staðfest grundsemdir um að það se ekki gert sem skyldi. Þá hafa deilur ráðamanna um það, í hvers verkahring það væri að vera á varðbergi í þessu máli, óneit- anlega vakið upp spumingar um hvort íslenska stjómkerfið sé nægi- lega vel í stakk búið til að vinna að og leggja sjálfstætt mat á samninga af þessari stærðargráðu, hvað þá að sjá um rekstur þessa samnings fyrir Islands hönd, ef af honum verður. 6) Fríverslun með fisk hefur ver- ið meginkrafa íslendinga allt ffáþvi samningaviðræðum um EES hóíust. Bjartsýni um að hún næði fram að ganga var höfuðröksemi þeirra sem vildu að ísland tæki þátt í þessum viðræðum. Nær engar líkur em nú til þess að frjáls markaðsaðgangur með fisk verði að veruleika á evr- ópska efnahagssvæðinu og því eftir litlu að slægjast fyrir íslendinga. Er vandséð að íslensk stjómvöld geti réttlætt fyrir þjóðinni víðtækt ffam- sal á elnahagslegu fúllveldi og inn- limun í erlendan stofnanaffumskóg í skiptum fyrir takmarkaðar tolla- Iækkanir, sem án efa gætu náðst eft- ir öðrum leiðum. Við ítrekum þá skoðun Kvenna- listans að heillavænjegasta leiðin til að gæta hagsmuna íslendinga sé að leita eftir beinum milliliðalausum viðræðum við EB um endurbætur á þeim friverslunarsamningi sem ís- lendingar hafa nú þegar við banda- lagið. Reykjavík, 14. ágúst 1991 F.h. þingflokks Kvennalisans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. ágúst 1991 Síða 8

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.