Þjóðviljinn - 15.08.1991, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 15.08.1991, Qupperneq 11
VIÐHOIF I straumi nýrra tíma Avarp Einars Vals Ingimundarsonar í Kúagerði: Góðir félagar! Nafn þessa áningarstaðar okkar hér er Straumur. Skýr- ing seinni tíma manna á nafni þessu gæti ef til vill orðið sú að stór hluti rafstraumsins úr íslenska orkunetinu fer til stór- iðjunnar, sem hér er stunduð. Ýmis verri dæmi náttúrunafna- kenningarinnar þekkjast nú. Nafngiflin kemur hins vegar til af því að undir fótum okkar hér streyma fram kynstur af sindrandi hreinu vatni undir hrauninu og í sjó fram. Þeirrar auðlindar kann að vera saknað, er timar líða fram og sú litla fyrirhyggja fordæmd að mengandi stóriðja skuli staðsett eimpitt á þessum stað. Islendingar virðast eiga afskap- lega erfitt að læra af mistökum er- lendra þjóða og sifellt verðum við að brenna okkur á sömu mistökun- um sjálf til að trúa. Margt hefur verið rætt og ritað um þá iðju, sem hér er stunduð og hefur sýnst sitt hveijum. Er það að bera i bakkafuljan lækinn að bæta ar miklu við. Ég kýs fremur þann oslinn að vitna í ljóð Þorsteins Valdimarssonar, hins ágæta skálds okkar göngumanna, en þau segja allt sem þarf. BLYGÐUN Það ákvað að erlendum sið, hið íslenska viðreisnarlið, að frelsi sé stál og farsœld sé ál; - aðeins flibbarnir roðnuðu við. Víkjum þá aftur að nafnakenn- ingunni: Sumir gætu haldið því fram að hingað hafi straumur folks sótt sér atvinnu og straumur fjármuna runnið héðan inn í íslenska hag- kerfið. Eitthvað mun vera til í því. Svo eru aðrir sem halda því fram að peningamir hafi streymt úr vasa landsmanna inn i fjárhtrsl- ur Landsvirkjunar um árabil á meðan greitt var okurverð fyrir rafmagn til heimilisbrúks víða um landið. Á þessum tíma naut Alusuisse sérstakra vildarkjara. Það sama virðist ætla að endur- taka sig nú í Atlantal-samningnum. Sagan endurtekur sig. Tilftnninganæmara fólk lýsir því svo að í hvert sinn þegar farið er framhjá þessum mengaða ker- skála fari kaldur straumur á milli skinns og hörunds þess og víst er um það að þessi stóriðju-ímynd landsins hugnast ekki öllum. Mörg okkar sjá nefnilega fóst- uijörðina fyrir sér sem griðarstað óspilltrar náttúru og vitna ég enn til Þorsteins Valdimarssonar úr ljóðabókinni Villta vor! (1942): - Eitt land, eitt unaðsland ég veit. Hin leyndu tár, sem féllu heit á jarðar auðn og is þar öll sem perlur Ijóma. Fyrir sunnan sól hað ris af sœvi bjartra híjóma. Þar rœður frelsið rikjum eitt. Þar rœtist allt, sem vonin þreytt úr lífsins augum las um langar vökunœtur. Þar grœðir hið mjúka gras hina göngusáru fætur. Svo látið sé lokið leik með orð þá vitnar nafnið nú í mínum huga til þess fjölda göngumanna, sem vonandi á enn eftir að vaxa, þegar nálgast þéttbýlið. Hér er komtnn straumur þeirra Islendinga sem þora og viíja bera höfúðið hátt og afneita öllu hemaðarbrölti í frjálsu landi. Islenska þjóðin hefur lifað af hörmungar hungurs og drepsótta í gegnum aldimar og samt haft þrek til að létta af sér oki hemáms og þrælkunar við upphaf þeirrar aldar, sem áratugur lifír nú eftir af. Þrátt fyrir það blasir nú sá vemleiki vtð okkur, að ofan á setu- liðshremmingamar, sem við mót- mælum sérstaklega með þessari göngu, bætast landráðatilburðir Steffensen-stjómarinnar í Evrópu- samninganauð sinni. Landsmenn hafa víða orðið varir við marglita púka nú undan- farið, skríðandi um öræfin í leit að ímynduðum óvinum. Finnast mörgum þessir tilburðir skoplegir í ljósi ástandsins í heiminum. En við skulum gefa þessu gætur: Em þessar heræfingar kannski gerðar með sérstakri velþóknun Brussel-valdsins; eins konar ffam- Iag vamarbandalags NATO til lög- reglusveitanna, sem vígvélafram- leiðendur horfa nú til með sérstakri eftirvæntingu sem stórviðskipta- vina framtíðarinnar? Utanríkisráðherrann okkar, Jón Baldvin Hannibalsson, hefúr líka haldið því firam að síðasta hálm- stráið til að tryggja EES- samning- inn verði það að hóta brotthvarfi setuliðsins í Keflavík! Friðvænlegra er nú í veröldinni en verið hefur um árabil og banda- rískum herstöðvum víða lokað. Á sama tíma naga menn neglumar í íslenska stjómarráðinu og senda bænaskjöl vestur um haf. „Þetta er atvinnuspursmál fyrir Suðumesjamenn“ segja þeir. Það er ekki spurt um þjóðlega reisn og íslenska menningu.. Slíkri „væmni“ er líka ofaukið í Evrópusamningum framtíðar. En það er önnur saga. „Keflavíkurganga er hallæris- leg tímaskekkja“, segja margir. Þessu vísum við göngumenn alger- lega á bug. Versta tímaskekkjan ti- far í hugum þeirra sem láta sig málið engu varða og fljóta sofandi áfram í samfélaginu. Það hefur ofl verið sagt, að velmegun slævi vitundina. Kyn- slóð uppanna er jafnvel orðin svo kæmlaus að hún nennir varla að nota kosningaréttinn. Nýlega las ég í erlendu blaði að eina ráðið til að fá bandarískan ungdóm að kjör- borðinu væri að borga sérstaklega fyrir, það! Á þetta fyrir okkur að liggja? Er mannskepnan svo aum i mak- ræði sínu að frelsið sé orðið falt og til sölu hæstbjóðanda? Gefum Þorsteini Valdimarssyni aftur orðið: Einar Valur Ingimundarson Eg kom þar á veg sem í kirkjugarði úr blómstóði mœndi einn minnisvarði. Letrið hið efra yar Ijósbláma vafið. lslandi allt, stóð þar á hann grafið. Hið neðra logaði letrið allt sem lagandi dreyri: ísland er falt. Ef við andæfum ekki nú, munu afkomendur okkar ekki andæfa síðar! Hefjum nú merki liðinna göngumanna hátt og minnumst þeirra um leið og við syngjum sönginn okkar allra: Þú veist í hjarta þér, kvað vindurinn, að vegur drottnarins er ekki þinn, - heldur þar sem gróandaþytur fer og menn þerra svitann af enni sér ogtár afkinn. Það er kannski þægilegast að lifa lífinu í eilífu afstöðuleysi og fljóta fyrirhafnarlaust með straumnum. Sá hefur ekki verið háttur þeirra manna, ,sem við minnumst hvað helst úr íslandssögunni. Þeir hafa oftar staðið fáliðaðir gegn straumnum, sem leið hugsunar- laust hjá. í jafn áætum félagsskap og við göngumenn höfum haft hér í dag helúr hugurinn reikað til genginna kappa, sem blésu okkur yngra fófkinu hugsjónir í brjóst. Hvert kennileiti hefur sína sögu og núna berum við ábyrgð á þessari sögu. Þú veist i hjarta þér, kvað vindurinn, að vamarblekkingin er dauði þinn. - Engin vopnaþjóð er að vísr frjáls, og að vanda sker hún sigjyrr á háls en óvin sinn. Þú veist í hjarta þér, kvað vindurinn, að vald og ríL'' "r ekki manngrúinn. - Hvað þarf stóra þjóð til að segj satt, til að sólarljóð hennar ómi glatt í hiniininn? Bréfið Helgi Guðmundsson skrifar^ Sólveigu Kr. Einarsdóttur í Astralíu Reykjavík 15. ágúst 1991. Heil og sæl og takk fyrir siðasta bréf. Nú er tilefni til að segja ýms- ar fréttir en ekki rúm til að fara mjög víða frekar en fyrri daginn. Hér hefur staðið yfir sæmilegasta rimma á milli ráð- herra Alþýðuflokksins annars veg- ar og stjórnarandstöðunnar og margra annarra hins vegar. Deilu- efnið er nýjar reglur urn þátttöku sjúklinga í lyfjakostnaði og minnk- andi þátttöku Tryggingastofnunar í sama kostnaði. Éins og þú veist er Sighvatur Björgvinsson heilbrigð- is- og tryggingaráðherra. Því er það hann sem öðrum fremur hefur staðið i þessari eldlínu, samráð- herramir leggja honum auðvitað lið með því að flytja langar ræður og leiðinlegar um nauðsyn þess að spara. A bak við snyrlilegt orðalag tieirra felst m.a. að verið er að eggja á sjúklingaskatta, sem Sig- hvatur þarf að verja. Trygginga- kerfið sparar sér að sögn hundruð milljóna á ári og þó að lyfjanotk- unin kunni að hafa minnkað eitt- hvað þá er alveg ljóst að þeir sem nota þurfa lyf verða að greiða spamaðinn. Gengur nú maður und- ir manns hönd úr stjómarliðinu til að sannfæra þjóðina urn að þessi kostnaðarauki sjúklinga sé ekki skattur heldur gjald. Þetta finnst okkur sem höfum verið að láta í okkur heyra um málið ekki merki- leg röksemdafærsla, því við sjáum ekki betur en að í stað hefðbund- inna skatta sem allir taka þátt í og notaðir em til að greiða niður lyfjaverð, séu sjúklingamir sjálfir látnir bera aukinn kostnað af veik- indunum. Það er þess vegna scm við köllum hækkunina sjúklinga- skatt, því eitt er víst að ekki eru hinir neilbrigðu látnir borga. Ég æti sagt þér heilmargt um það vaða rökum ,ráðherra Jafnaðar- mannafiokks lslands beitir, að- erðunum til stuðnings, en ég ætla ara að nefna eitt því mér finnst það nokkuð skrítin röksemdafærsla af ráðherra Jafnaðannannafiokks- ins. Hann segir efnislega að veik- indum fylgi kostnaður fyrir hinn sjúka og auðvitað verði viðkom- andi,að borga þegar svo stendur á! Ég er að nefna þetta vegna þess að mig langar til að vita hvaða fyr- ifkomulag gildir í þessum efnum í Ástralíu. Hvemig vegnar lasburða fólki, fotluðum og öðmm þeim sem ekki geta afiað sér fullra tekna með vinnu sinni? Hér hjá okkur beita stjórnarherramir frjáls- hyggjurökum sem aldrei fyrr. Fjár- málaráðherrann sagði m.a. fyrir stuttu að endurskoða yrði allt hlut- verk ríkissjóðs í samfélaginu og taka upp þjónustugjöld á mörgum sviðum og hefur í því sambandi meðal annars verði talað um skóla- gjöld. Þess vegna langar mig til að spyrja þig hvort frjálsljyggjan eigi miklu fylgi að fagna í Átsralíu og á ég þá bæði við stjómmálamenn og almenning. Nóg um þetta i bili. Þú varst að segja mér frá því að Ástralir glímdu við þann vanda að þurfa að eyða stórnáskalegum eiturefnum, en enginn vildi hafa brennsluofninn sem til þess þarf nálægt sér. Þetta skil ég vel en það vekur um leið athygli mína á nve undarlega samsett mannfólkið er. Eiturefnin eru afrakstur þess iðn- aðar sem þjóðimar lifa á, afurð eirrar neyslu sem sömu þjóðir afa tamið sér. Nú em menn út um allar trissur að sjá fram á afleiðing- amar og enginn vill taka þeim en iðnaðurinn breytist ekkert og neyslan ekki heldur. Urn afleiðing- ar þess skal ég nefna eitt dæmi. Ríku þjóðimar hreyfa sig ekki öðm vísi en í bíl og maður hugsar til þess með skelfingu ef þjóðimar sem nú em fátækar en mannmarg- ar tækju upp sömu lifnaðarhætti. Mér sýnist til dæmis að ef Kínveij- ar og Indverjar ættu hlutfallslega jafn marga bíla og Bandaríkja- menn þá yrðu bílamir í þessum löndum fleiri en allir íbúar Éyrópu, Asíuhluta Sovétríkjanna og Ástral- íu til samans. Eftir þeim upplýs- ingum sem ég hef þá yrðu petta líklega um 950 milljónir bíla, bara í þessum tveimur löndum, en til samanburðar get ég nefnt að í Bandaríkjunum em ca. 120 milljón bílar, Ég ætla ekki að hafa þetta lengra að sinni en segi bara það, að ekki yrði lífsmynstur hinna auðugu þjóða heppilegt fyrir lífríki jarðar- tnnar ef það breiddist út um allan heiminn. Kveðja hágé. Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.