Þjóðviljinn - 15.08.1991, Síða 15
Varúð:
Fjölmiðlafíkill!
Maður sem rætt var við fyrir
stuttu á Stöð 2 um „skipu-
lagða dreifingu fíkniefna í
grunnskóla“ er að sögn lög-
reglu þekktur af ósannindum
og í fréttatilkynningu frá fíkni-
efnadeildinni segir að þessi
maður hafi margoft í gegnum
árin gefið rangar og ósannar
upplýsingar um fíkniefnamis-
ferli og yfirleitt með þeim hætti
að hann spili sjálfur aðalhlut-
verkið. Fréttamanni Stöðvar 2
var kunnugt um þetta en sendi
viðtalið samt sem áður út.
Fréttamaðurinn hafði sam-
bandi við fíknó og vildi ná
myndum þegar „fíkniefnasal-
inn“ stæði I viðskiptum.
Skráargatið býður fréttamann-
inn velkominn í hóp þeirra
sem hafa látið blekkjast af fjöl-
miðlafíklum og vonar að þetta
verði víti til varnaðar. Þjóðvilj-
inn átti fyrir um ári síðan viðtal
við álíka fjölmiðlafíkil, þó ekki
þann sama, og sagðist sá
geta komið upp um stórfellda
kókaínsölu. Leitað var til fíkni-
efnadeildarinnar með efni er
maðurinn hafði keypt en í Ijós
kom að hann hafði verið
blekktur. Auk þess var varað
við að maðurinn væri í meira
lagi ótraust heimild. Úr varð
frásögn af samskiptum
mannsins við meinta „dílera“
og af ofbeldi I fíkniefnaheimin-
um. Skömmu síðar birtist við-
tal I Pressunni við sama mann
og sagðist hann nú hafa haft
náin samskipti við eyðnismit-
aða konu og úr varð mikið fár.
Kverúlantar af þessu tagi hafa
samband við fjölmiðla af og til
og full ástæða er til að benda
fréttamönnum á að þeirra er
ábyrgðin ef heimildin er
ótraust...
Galtómur ráðherra
Eiður Guðnason, umhverfis-
ráðherra, reið ekki feitum hesti
frá setningarathöfn Norrænu
fjölmiðlafræðiráðstefnunnar
sem haldin var hér á landi og
lauk í gær.
Eiður var fenginn ásamt Þor-
geiri Þorgeirssyni, rithöfundi,
til að flytja ávarp við setningu
ráðstefnunnar á sunnudag.
Líkt og Þorgeirs var von og
vísa var ekki aldeilis komið að
tómum kofunum hjá honum
varðandi umræðuefni ráð-
stefnunnar: Fjölmiðlar og vald
- þankar og bakþankar I Evr-
ópu nútímans. Létu ráðstefnu-
gestir að því liggja að þar
hefði tímabær tala verið flutt.
Öðru máli gegndi með ávarp
ráðherrand, sem virtist koma
klæddurtil dyranna eins og
keisarinn góðkunni úr sögunni
„Nýju fötin keisarans".
Eiður, sem erjú reyndarfyrr-
um fréttamaður Sjónvarpsins,
flutti tölu sem snérist vítt og
breytt um umhverfismál. Að
því fimbulfambi loknu klikkti
ráðherran síðan út í lokin með
því að fjölmiðlar hefðu vanda-
sömu hlutverki að gegna varð-
andi umfjöllun um þennan
mikilvæga málaflokk.
Nú vaknar sú spurning hvort
ráðherrann hafi gripið með sér
rangt ávarp eða hreinlega
gleymt heimalærdómnum,
nema hvorutveggja sé.
Framlag
heimamanna ekkert
Það vakti athygli skráargats-
ins þegar dagskrá fjölmiðla-
ráðstefnunnar var skoðuð, að
íslenskir flölmiðlafræðingar
virðast ekki hafa neitt fram að
færa á svona ráðstefnum.
Fjöldi erinda var fluttur á ráð-
stefnunni en ekkert þeirra var
íslenskt.
Madonna lætur
ekki deigan síga
M
adonna er 32 ára, hefur
þrisvar farið í heimsreisu
með tónleika, á að baki 20
tónlistarmyndbönd fyrir
sjónvarp, sjö kvikmyndir í fullri
stærð og átta plötur. Hún hefur með
eigin hendi, ef svo mætti segja, valdið
sprengingu í sölu tónlistarmynd-
banda og reyndar stórfurðulegt að
ekki skuli hafa tekist að festa hana í
einhvers konar sjónvarpsímynd sem
menn geta orðið leiðir á.
Madonna hefur mörg einkenni elstu
systurinnar sem á að vera regluföst og
ábyrg, en hún hefur líka einkenni mið-
systurinnar sem oft er uppreisnargjöm.
Hún líkis'. móður sinni og heitir eftir
henni. Móðirin dó úr krabbameini og
Madonna varð að kljást við tvo eldri
bræður og ráðríka stjúpmóður. Hún varð
að leggja hart að sér við uppeldi og
pössun á fimm yngri hálfsystkinum.
Hún ólst þannig upp við umtals-
verðar kröfúr um ábyrgð en lítil
völd eða eins og hún hefur sjálf
sagt: _
„I bemsku leið mér eins og
vinnukonu. Eg var elsta stelpan
og heimilisverkin lentu alltaf á
mér. Ég skipti svo oft á bleyjum
að ég hét því að eignast aldrei
böm sjálf.
En ég tók því ekki þegjandi.
Mér var stöðugt sagt að halda mér
saman, það var sett límband yfir
munninn á mér og hann var þveg-
inn upp úr sápu.“
Madonna er ansi flókin, svo að
gripið sé til sálfræðinnar. Upp á síð-
kastið hafa dekkri hliðar sálarlífsins
birst i verkum hennar. A myndband-
inu: „Láttu það flakka“ (Express yo-
urself) var hún bundin í keðjur og
með svart hundahálsband úr leðri. I
„Laumuspilinu" (Hanky panky)
bað hún um að sér yrði refsað,
vildi „rækilega flengingu".
I stuttu máli má draga þetta
þannig saman að þessi megindúkka
myndbandanna er að daðra við ma-
sókisma sem einhver snillingurinn
þýddi á sínum tíma með: „sjálfs-
pyntingarlosta".
Sjálf segir Madonna að hún sé
masókisti vegna þess að hún hafi
verið ofsótt sem bam. Faðir minn
hafði gríðarleg áhrif á mig, segir
hún, ekki síst með heimspekilegum
máitækjum sem hann beitti í tíma og
ótíma. Eitt þeirra var: „Líði þér vel
ertu að gera illt af þér, líði þér illa
ertu að gera rétt.“ Ég reyndi að sam-
ræma þetta, segir Madonna, og nú get
ég ekki skilið það sundur. Annað
uppáhaldsmáltæki föður Madonnu
var samkvæmt hennar sögn: „Heim-
urinn væri betri ef fleiri konur væru
hreinar meyjar.“ -kj/Times
^aö er allíof snemmt að
ara I rúmið núna. Það er
varla orðið dímmt. Af;,
iverju þarf„ég að fara að
>öfa? Þetta'er fáranlégt/
Ég. er.7 ekki einu sinni
þreyttur. Ég þarf ekkert
að fara aft sofa.,Þetta er j
hneyksli. ________7-------
-------v -
Þetta éf Það heimskuleg-
asta serrv ég hef nokkum
tímann heyrt. .Mamrha ,og
pabbi. efu bara aft reyna
losna,. við Jmig: Ég. get
ékki. ’ sofnað. Getur þú
sofið, Kobbi?
Síða 15
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. ágúst 1991