Þjóðviljinn - 15.08.1991, Page 16
Vantar miljarða
í af skriftir
I framhaldi af skýrslu Rlkisendurskoðunar um Ijárhagsstöðu Byggðastofnunar og Framkvæmdasjóðs (slands, hef-
ur Davíö Oddsson forsætisráðherra óskað eftir upplýsingum frá Rikisendurskoðun um hver hafi verið þróun
' úttekt Ríkisendurskoðunar á
T fjárhagsstöðu Framkvæmda-
I sjóðs Islands og Byggðastofn-
JLunar kemur fram að staða
þeirra sé afar slæm og það vanti
hvorki meira né minna en um
4,5 miljarða króna í afskrifta-
sjóði þeirra miðað við stöðu
þeirra í dag.
Samkvæmt úttekt Ríkisendur-
skoðunar hefðu afskriftir Fram-
kvæmdasjóðs, Byggðastofnunar,
atvinnutryggingardeildar og hluta-
fjárdeildar Byggðastofnunar og
Abyrgðardeildar fiskeldis þurft að
nema alls 5.825 miljónum króna,
en framlögin í afskriftarsjóði þess-
ara aðila hafa aðeins numið 1.305
miljónum. Mismunurinn er rúmar
4,5 miljarðar króna.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fúndi sem Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra efndi til í gær, en eins
og kunnugt er þá fór forsætisráð-
herra fram á það við Rikisendur-
skoðun að hún gerði úttekt á fjár-
hagsstöðu fyrrgreindra sjóða þegar
núverandi stjóm tók við. Að mati
forsætisráðherra er þessi bágboma
staða Framkvæmdasjóðs og
Byggðastofnunar að langmestu
leyti tilkomin vegna þess að þeir
hafa verið misnotaðir af stjóm-
málamönnum. Það þýðir að fagleg
vinnubrögð hafa verið látin vikja
fyrir pólitískum þrýstingi þegar
ákvarðanir hafa verið teknar um
lánveitingar og aðstoð við hina
ýmsu aðila. Forsætisráðherra telur
því vel koma til greina að Fram-
kvæmdasjóður lslands verði lagður
niður og hlutverki Byggðaslofnun-
ar verði breytt á þann veg að fjár-
málahlutverk hennar verði fært til
almennra íjármálastofnana. Þá er
það mat Ríkisendurskoðunar að
Lánasýsla ríkisins og Byggðastofn-
un geti tekið við hlutverki Fram-
kvæmdasjóðs Islands.
í skýrslu Ríkisendurskoðunar
kemur fram að framlög í afskrifta-
sjóð Framkvæmdasjóðs Islands
hefðu þurft að nema um 1.800
miljónum króna, en í ársreikningi
hans fyrir árið 1990 námu framlög
í afskriftarsjóð tæpum 200 miljón-
um og vantar því 1.600 miljónir
upp á að framlögin teljist fullnægj-
andi.
Eftir þessar afskriftir yrði eigið
fé Framkvæmdasjóðs neikvætt um
1.200 miljónir. Jafnframt telur Rík-
isendurskoðun að útgreiðslur
sjóðsins umfram inngreiðslur
vegna tekinna og veittra lán geti á
næstu 10 árum orðið um 4 miljarð-
ar króna.
Þá telur Rikisendurskoðun að
framlög í afskriftasjóð hjá Byggða-
stofnun þurfi að nema allt að 1.725
miljónum króna. Eigið fé stofnun-
arinnar í lok maímánaðar nam tæp-
lega 1.700 miljónum, en að mati
Ríkisendurskoðunar mun greiðslu-
staða Byggðastofnunar verða slæm
á komandi árum.
Varðandi atvinnutryggingar-
deildina þyrftu framlög í afskriftar-
sjóð hennar að nema allt að 1.760
miljónum, en í ársreikningi 1990
voru 409 miijónir færðar til þcss
ama og því þarf að auka framlögin
um 1.350 miljónir króna í afskrift-;
arsjóð atvinnutryggingardeildar. I
lok maí í ár var eigið fé hennar
neikvætt um 30 miljónir, en yrði
neikvætt um tæpar Í.400 miljónir
ef afskriftareikningar deildarinnar
yrðu færðir samkvæmt mati Ríkis-
endurskoðunar. Að hennar áliti
þyrfli deildin á 1.250 miljón króna
viðbótarfjármagni að halda á árun-
um 1992 til 1994 þó svo að allir
lánþegar sjóðsins stæðu í skilum.
Sé hinsvegar tekið mið af áætluðu
útlánatapi mun greiðslustaða deild-
arinnar versna enn frekar að mati
Ríkisendurskoðunar.
Þá er það mat stofnunarinnar
að framlög í afskriftarsjóð hluta-
fjárdeildar þurfi að nema um 220
miljónum króna sem þýðir að auka
verður framlög í afskriftarsjóðinn
um 100 miljónir. Ennfremur telur
Rikisendurskoðíin að tap ríkissjóðs
vegna ábyrgða A-hlutdeildarskír-
teinum getið numið um 200 milj-
ónum króna og vegna B-hlutdeild-
arskírteina um 60 miljónir króna.
-grh
Hlutafjár-
útboð í
Harald Böðv-
arssyni hf
Verðbréfamarkaði Is-
landsbanka hefur verið falið
að selja á almennum markaði
hlutabréf í sjávarútvegsfyrir-
tækinu Haraldi Böðvarssyni
hf. á Akranesi að nafnvirði
um 50 miljónir króna, en
söluverðmætið hlutabréfanna
mun vera 160 - 170 miljónir
króna.
Markmið þessa hlulafjárút-
boðs er að stækka enn frckar
hóp hluthafa fyrirtæksins en
þeir eru um 500 talsins. Við
sameiningu fyrirtækjanna Har-
aldar Böðvarssonar & CO hf.,
Síldar- og fiskmjölsverksmiðj-
unnar og Heimaskaga þann 1.
júní síðastliðinn, var hlutafé
hins nýja fyrirtækis, Haralds
Böðvarssonar hf. aukið um 65
miljónir króna, eða úr 195 milj-
ónum í 260 miljónir króna. Auk
þess var þá samþykkt að bjóða
út nýtt hlutafé að nafnvirði 60
miljón króna og hafa forkaups-
réttaraðilar þegar kcypt af því
um 10 miljónir króna á nafn-
virði fyrir um 36 miljónir
króna.
Haraldur Böðvarsson hf.
gerir út íjóra togara og þrjú
loðnuskip. Kvóti fyrirtæksins á
yfirstandandi ftskveiðiár. er um
6.910 þorskígildistonn, 785
tonn af rækju, 1.100 tonn af
síld og aflahlutdeild í loðnu er
um 8,5% af heildaraflamagni.
Samkvæmt rekstraráætlun fyr-
irtæksins í ár er gert ráð fyrir að
hagnaður þess verði um 4 milj-
ónir króna. -grh
16 ára unglinga inn á vínveitingastaðina
Bókun Katrínar Fjeldsted á borgarráðsfundi sl. þriðjudag, vakti
undrun og reiði meðal borgarráðsfulltrúa minnihlutans. Bókunin
um að unglingum allt niður að 16 ára aldri verði hleypt inn á vín-
veitingaslaði, kom í kjölfar umræðna um sérstakt unglingahús i
miðbæ Reykjavíkur, sem fulltrúar minnihlutans hafa óskað eftir að verði
komið á laggirnar.
Þjóðviljinn grcindi frá því sl.
laugardag að undanfamar vikur
hcfðu farið fram framhaldsumræður
vegna aðstöðu fyrir unglinga í
Reykjavík. Þar kom m.a. fram að
minnihlutinn í borgarráði hefði
komið með tillögur um að nauðsyn
væri að reisa hús fyrir unglinga
borgarinnar í eða við niiðbæinn.
Einnig lagði minnihlutinn til að
komið yrði á fót félagsmiðstöðvum
í Seljahverfi og í Þingholtunum.
Síðasti borgarráðsfundur var
engin undantckning hvað varðar
umræður um unglingana. Minni-
hlutinn lagði að nýju fram tillögur
sinar varðandi bætta aðstöðu fyrir
unglinga í Reykjavík.
Samkvæmt fundargerð borgar-
ráðs óskaði þá Katrín Fjcldsted að
eflirfarandi yrði bókað: „Eg tel
æskilegt að starfsemi fyrir unglinga
sé fyrir hendi í miðbænum en að
hún eigi ekki að vera á vegum
borgarinnar hcldur einkaaðila. I
miðbænum eru starfrækt mörg fyr-
irtæki sem veitt gætu unglingum
þjónustu, en eru lokuð þegar mcstur
mannfjöldi leitar í miðbæinn. Fjöldi
skemmtstaða og veitingahúsa er
orðinn slíkur að einhverjum þeirra
ætti að vera hagur i að laða að sér
unglinga.
Hins vegar þyrfti að athuga
hvort ekki megi lækka aldurstak-
mark fyrir aðgang að skemmtistöð-
um t.d. niður i 16 ár gegn því að
öflugt eftirlit sé með vínveiting-
um.“
Minnihlutinn í borgarráði lagði
ffarn bókun vcgna þessa þar sem ít-
rekað er nauðsyn sérstaks húsnæðis
fyrir unglinga sem borgin ræki.
Þálttaka borgarinnar er rökstudd
með því að þá myndu unglingamir
sjálfir hafa áhrif á starfsemina og
einnig er talið víst að kostnaðurinn
fyrir unglingana yrði of hár ef borg-
in væri ekki með í rekstrinum. Jafn-
framt taldi minnihlutinn í bókun
sinni að fráleitt væri að ætla sér að
beina 16 ára unglingum inn á vín-
veitingastaði.
Tillögur minnihlutans um fé-
lagsmiðstöð í Seljahverfi virðast nú
vera famar að skila árangri. Ami
Sigfússon, borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isllokksins, sagðist á fundinum hafa
kynnt sér málin í Seljahverfi og það
sé ljóst að ekki sé hægt að bíða eftir
því að nemendum í Seljaskóla
fækki svo hægt verði að koma á fót
félagsmiðstöð í skólanum.
Kristín Á. Olafsdóttir, borgar-
fulltrúi Nýs vettvangs, sagði við
Þjóðviljann að það væri einkenni-
lcgt að eftir að borgarráðsfulltrúar
minnihlutans væri búnir að leggja
fram hvetja tillöguna á fætur ann-
arri, risu fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins allt í einu upp og gerðu þær að
sínum. - Það er þetta sem er nú að
gerast hjá Sjálfstæðisflokknum. Eft-
ir að hafa vísað öllum okkar tillög-
um frá varðandi félagsmiðstöð í
Seljhverfi, virðast þeir loks famir
að átta sig á því að eitthvað þarf þar
að gera. Það er komin hreyfmg á
málið og það er aðalatriðið, þó svo
málsmeðferðin sé heldur leiðinleg.
Sjálfstæðisfiokurinn hefur hingað
til bent á að í skólanum væri gert
ráð fyrir aðstöðu fyrir félagsmið-
stöð og vert væri að bíða þangað til
hætt væri að nota hana undir
kennslu. En nú loksins virðast þeir
búnir að átta sig á að sú bið verður
of löng, sagði Kristín.
Varðandi tillögur minnihlutans
um unglingahús í miðbænum, sagði
Kristín að hún teldi það fremur
ólíklegt að sú tillaga yrði samþykkt.
- Eg vil samt benda fólki á að á
næsta fundi Iþrótta- og tómstunda-
ráðs verður lögð fram skýrsla sem
unnin hefur verið í nánu samstarfi
við unglinga hér í Reykjavík. Mér
finnst að bíða megi með allar
ákvarðanir um unglingahús í mið-
bænum, þangað til innihald þeirrar
skýrslu liggur fyrir. Það gæti verið
að afstaða Sjálfstæðismanna breytt-
ist þegar þær niðurstöður koma í
ljós, sagði Kristin. -sþ
Hugmyndir um að Heims
mynd kaupi Pressuna
s
amkvæmt heimildum Þjóðviljans hafa verið viðraðar hug-
myndir um að tímaritið Heimsmynd kaupi Pressuna. Herdís
| Þorgeirsdóttir, ritstjóri og eigandi Heimsmyndar, kvaðst ekk-
ert vilja láta hafa eftir sér um þetta mál annað en að það hefði
komið fyrir að hugmyndir af þessu tagi væru reifaðar. „Maður er
spurður hvort áhugi sé fyrir því að færa út kvíarnar en lengra hefur
það aldrei náð,“ sagði Herdís.
Utgefendur Alþýðublaðsins og
Pressunnar íhuga nú að skilja á
milli blaðanna tveggja en Gunnar
Smári Egilsson, ritstjóri Pressunn-
ar, segir engar ákvarðanir hafa ver-
ið teknar enn. „Ef þessum blöðuin
er skipt upp velta menn fyrir sér
hvemig er hagkvæmast að gefa út
vikublað. Einn af göllunum við
sérstakt fyrirtæki sem gæfi út
Pressuna er sá að því myndi fylgja
vannýting á starfsmönnum á rit-
stjóm, í dreifingu og á auglýsinga-
deild. Vangaveltur um Heimsmynd
hafa ekki náð lengra en að vera
hugmyndir einar en úr því að
minnst er á þær þætti mér það þess
virði að skoða að sameina þá út-
gáfu. Það gæti verið tiltölulega
gott útgáfufyrirtæki sem væri með
þetta tvennt, Pressuna og Heims-
mynd. Heimsmynd er álitlegur
kostur enda eina sjálfstæða útgáfu-
fyrirtækið, sem gefur út tímarit,
hitt er allt inni í Fróða eða Sam-út-
gáfunni. En þetta em bara hug-
myndir og það kvikna alls konar
hugmyndir þegar rætt er um að að
skipta Pressunni og Alþýðublaðinu
í tvö fyrirtæki," sagði Gunnar
Smári.
-vd.