Þjóðviljinn - 31.08.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.08.1991, Blaðsíða 1
166. tölublað Laugardagur 31. ágúst 1991 56. árgaftgur Miljarða skatta- hækkun á borðinu au drðg að fjárlagafrum- varpi sem nú liggja á borðum stjórnarþing- manna gera ráð fyrir skattahækkunum upp á 3 til 4 miljarða króna. Búast má við að í formi skóla- gjalda nemi skattahækkunin 300 miljónum króna og sjúkrahúsunum verði gert að skila um 2-300 milj- ónum í nýjum sköttum. Ennþá er rætt um að afnema sjómannaaf- sláttinn, trúlega í nokkrum áfong- um, en hann nemur nú um einum og hálfum miljarði. Virðisauka- skattur á bækur myndi skila um 5- 600 miljónum og um 200 miljónir fengjust ef hann yrði lagður á blöð og timarit. Nú er hægt að fá virðis- aukaskatt vegna viðhalds fasteigna endurgreiddan en ef sú heimild yrði felld niður skilaði það ríkis- sjóði um einum miljarði. Auk þess er rætt um að aíhema fleiri undan- þágur frá virðisaukaskattinum og þá myndu álögumar hækka enn meira. Þessir liðir eru allir á alvarlegu umræðustigi í stjómarflokkunum. Ljóst er þó að ýmsar af þessum til- lögum mæta andstöðu einstakra þingmanna stjómarliðsins, auk þess sem Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra Ieggst gegn ftekari niðurskurði til félagsmála. áþs. Sjá leiðara síðu 2 og brennidepil á síðu 6 Hömlur á þróunarstarf kosta hundruð þúsunda Fyrirskipun menntamálaráð- herra um breytingar á námsfyrirkomulagi Hamra- hlíðarskólans nokkrum dögum áður en kennsla hefst koma til með að kosta ríkissjóð nokkur hundruð þúsund króna, að mati Steingríms Þórðarsonar, íslensku- kennara og áfangastjóra við skól- ann._ í gær var haldinn kennarafúnd- ur í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Á fundinum samþykktu Hamrahliðarkennarar ályktun þar sem vinnubrögðum ráðherra er mótmælt harðlega. „Fundurinn mótmælir harðlega þeim fúllyrðingum kennslumála- nefndar og rektors Háskóla Islands að með breytingum á námsfyrir- komulagi við Menntaskólann við Hamrahlíð sé verið að draga úr kröfúm til nemenda og gera stúd- entsprófið veigaminna. Rangfærsl- ur og sleggjudómar af því tagi eru ósæmandi æðstu menntastofnun þjóðarinnar. Fundurinn harmar þá afstöðu menntamálaráðherra að leggja hömlur á þróunarstarf og draga þar með úr frumkvæði og sköpunarmætti starfsmanna í skól- unum,“ segir í ályktuninni. Steingrímur sagði að aðgerðir ráðherra hefðu þau áhrif að þeir sem ættu að útskrifast vorið 1992 stæðu frammi fyrir tveimur kost- um. Annaðhvort yrðu þeir að út- skrifast eftir gamla kerfinu eða því nýja. - Við verðum að kalla hvem einasta þessara nemenda á okkar fúnd og gefa þeim kost á að breyta vali sínu. Þeir verða að fá tækifæri til að skifta aftur yfir í gamla kerf- ið. Það er ekki vænlegt fyrir þá ef á að útskrifa í þetta eina sinn eftir kerfi sem ráðuneytið hefur hafnað. Síðan verðum við að snúa okkur að þeim sem eiga að útskrifast haustið 1992. Þeir eiga bara kost á að velja eflir gamla kerfmu. Ef þeir hafa valið með einhverri hliðsjón af nýja kerfinu verða þeir að fá möguleika á að breyta því. Þegar því er lokið verður hægt að snúa sér að öðrum nemendum skólans. Að því loknu mun koma í Ijós hversu umfangsmikið þetta vanda- mál er. Þá fáum við til dæmis svar við því hvort við þurfúm að breyta stofntöflu skólans. Ef ekki verður hjá þvi komist er okkur gríðarlegur vandi á höndum. Ráðuneytið skýlir sér á bakvið álit kennslumálanefndar Háskól- ans. Það sem kennslumálanefndin rekur hnýflana í er fyrst og fremst að kjaminn í íslensku, ensku og stærðfræði er minnkaður. Þeir átta sig ekki á því lykilatriði að val- áfangar bætast við kjamann. Þeir em að velta sér upp úr hugmynd- um um magn en skeyta ekla hætis hót um gæði, sagði Steingrímur. Stjóm nemendafélags Mennta- skólans við Hamrahlíð sendi frá sér ályktun í gær. Þar lýsa nemend- ur yfir undrun og óánægju yfir því að ráðherra skuli stöðva uppbyggj- andi þróunarstarf og harma jafn- framt þá röskun sem verður á starfi skólans í vetur vegna þess hve seint þessi ákvörðun ráðherra kem- ur. - kj Kennarar Menntaskólans viö Hamrahlíð mótmæla vinnubrögöum menntamálaráðherra. Mynd: Kristinn. Tauga* stríöið harðnar Ætli úrslit ráðist fyrr ení síð- ustu umferð, sagði Helgi Ólafs- son, skákskýrandi Þjóðviljans, þegar hann var spurður um gang- inn I íslandsmótinu. Þegar þetta er skrifað heldur hann enn forystunni og verður á þessu stigi málsins að teljast lík- legastur til sigurs. 1 umferðinni sem tefld var á funmtudag gerðu þeir jafntefli hann og Jón L. Ámason, sem er hálfúm vinningi á eftir Helga ásamt Karli Þorsteins. Skák þeirra Helga og Jóns hafði ótvírætt skemmtigildi fyrir áhorfendur en Helgi var gagnrýn- inn á taflmennsku þeirra beggja. Ég átti alla stöðuna eftir byijun- ina, sagði Helgi, en í framhaldinu misstum við báðir af vinnings- leiðum svo að það má kannski segja að jafntefli hafi verið sann- gjöm úrslit. Jón átti örugga þrá- skák en fann engar aðrar færar leiðir. Það bar einnig til tíðinda á fimmtudagsumferðinni að Jó- hann Hjartarson féll á tíma í skák sinni gegn Halldóri G. Einars- syni. Það er gaman að fylgjast með Helga Áss Grétarssyni sem hefúr staðið sig með ágætum á íslandsmótinu. Hann á það til að lenda í bullandi tímahraki en hann teflir vel. Hann á eftir að gera betur vart við sig í íslensku skáklífi. - kj Heimsmet í langstökki Bandaríkjamaðurinn Mike Powell setti í gær nýtt og glæsi- legt heimsmet i langstökki á HM í Tokyo þegar hann stökk hvorki meira né minna en 8,95 metra og bætti þar með um 5 sm 23 ára gamalt met landa síns, Bob Be- amons, frá því á Olympíuleikun- inn í Mexico. Fyrir langstökkskeppnina bjuggust flestir við því að Carl Lewis mundi hreppa gullið, en hann hefúr verið ósigrandi í síð- ustu 65 langstökkskeppnum sem hann hefúr tekið þátt I, eða í ein tíu ár. Hann náði að vísu að stökkva 8,91 metra en það stökk var dætnt ógilt vegna þess að meðvindur reyndist vera of mik- ill. Til samanburðar má geta þess að íslandsmetið i langstökki er aðeins 7,79 metrar sem Krist- ján Harðarsson, Ármanni, setti í marsbyijun árið 1984. -grh npflBAfl (1o yTpaM no <Þ(>hcko TyMan ’íSíTS OpraH UeHTpanbHoro Komhtbto KIICC Crptiuiui im i vr*St i mucn. Muant nuln fciitu w utcntma puiirii umui mvkh, iiku i iuifiuuii íunaamm < ipcin* /iiuiti uptiu, cCtcuimi ihiti Ctmicmn-m i mn’ UMitimt luurnu ittu i icuiftinupi iCmit cjitptimi ncyiifcn. T*«ct poroaopo ny6nM<y«TC«. ho 2 CTpoHm^e. tfilYAAUCAa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.