Þjóðviljinn - 31.08.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.08.1991, Blaðsíða 6
Stórauknar álögur og verðbólguskriða framundan? Ámi Þór Sigurðsson skrifar ■p “ IV; íkisstjórnin og þingflokkar hennar vinna nú að því að leggja síðustu hönd á frumvarp fjármálaráðherra til fjár- Jaga fyrir árið 1992. Fjölmiðlar hafa fjallað talsvert um þau drög að fjárlagafrum- varpi sem stjórnarflokkarnir hafa til skoðunar, gert grein fyrír ýmsum þáttum og viðbrögðum i stjornarliðinu. Þegar þetta er skrifað eru langt frá því öll kurl komin til grafar, en þó er Ijóst að nokkrar þeirra hugmynda sem fagr- áðuneytin hafa komið með sæta verufegri gagnrýni í röðum stjórnarliða. Fjarmálaráðherra hefur sagt að því sé stefnt að útgjöld ríkisins árið 1992 verði ekki hærri að raungildi en fjárlög yfirstandandi árs gera ráð fyr- ir og að viðhalda eigi stöðugleika i efhahagsmálum. Það þýðir að út- gjöldin eigi ekki að vera meiri en um 105 milljarðar króna á verðlagi f janúar sl. Ennfremur hefur komið ffam að reiknað sé með um 4 milljarða króna halla á fjárlögum næsta árs, þannig að tekjur ríkisins þurfa samkvæmt því að nema rúm- um 100 milljörðum. Rik áhersla er lögð á það í málflutningi stjómar- liða að ekki komi til greina að hækka skatta. Til glöggvunar er rétt að taka ffam að þá er verið að tala um að niðurstöðutalan tekna- megin í fjárlögum megi ekki vera hærri en sem nemur u.þ.b. 27% af landsffamleiðslu. Hins vegar er ekki þar með sagt að ekki se hægt að auka tekjur nkisins án þess að það mælist sem skattahækkun í nefðbundnum skilningi. Og það er einmitt sú leið sem ríkisstjómin virðist ætla að fara í auknum mæli, nefnilega að innheimta þjónustu- gjöld sem færast til lækkunar á gjaldahlið fjárlaga, em sumsé ekki færð teknamegin og skilgreinast þess vegna ekki sem skattar. Þetta er vitaskuld bara orðhengilsháttur. Öllum ætti að vera ljóst að hér er um auknar álögur á almenning í landinu að ræða, kjararýmun, og þá skiptir ekki höfuðmáli hvaða nafhi menn kjósa að nefha þær. En lítum aðeins nánar á það sem verið er að fjalla um. I fyrsta lagi em það skólagjöldin. Hug- myndir em uppi um að leggja skólagjöld á nemendur í fram- haldsskólum og háskólum. Nú þegar greiða nemendur víða innritunargjald eða Íiappírsgjald, t.d. er innritunargjald í Háskóla ls- ands nu 7.700 krónur, þar af renna 5.700 krónur til Félagsstofnunar stúdenta en 2.000 krónur til Háskólans. Skólagjöld í því formi sem nú er verið að ræða um em því nýjar álögur en ekki hækkun á skólagjöldum eins og einhvers staðar var látið að Sa. Skólagjöld afþeirri stærðargráðu sem rætt r verið um gætu skilað ríkissjóði um 400 milljónum, en þá er gert ráð fyrir að gjöldin á há- skófastigi yrðu 30 þúsund krónur og 15 þúsund krónur á framhaldsskólastigi. Það þyðir að nem- endur eða fjölskyldur þeirra bæm hvorki meira né minna en 7-8% af heildarkostnaði ríkisins við rekstur háskóla og framhaldsskóla í landinu. Heilbrigðis- og tiyggingamá| em umfangs- mesti útgjaldaliður fjárTaganna. Á yfirstandandi ári fara ríflega 40 milljarðar í þennan málaflokk Hér er farið inn á nýja braut í skattheimtu á íslandi því hingað til hefiir verið sæmileg pólitísk sam- staða um velferðarkerfíð sem hef- ur verið að þróast og mótast á liðn- um árum. og þcss vegna ekki óeðlilegt að reynt sé að ná hér einhverjum spamaði þegar á annað borð er verið að skera niður ríkisútgjöldin. Það er hins vegar einkennandi fyrir hugmyndafræði núverandi rikis- stjómar að það er ekki leitast við að hlífa þeim tekjulægstu neldur em byrðamar helst lagðar á þá. Það á við um aukinn hlut sjúklinga í lyfjakostnaði, það á við um aukinn hlut foreldra í kostnaði vegna skólatannlækninga og tannréttinga og það á við um hugmyndir um gjald á heilsugæslustöðvum og ríkisspítölum. Með þessu og ýmsu öðm hyggst heilbrigðisráðherrann spara ríkissjóði um 3 tif 4 milljarða, en það lætur nærri að vera um 10% af öllum útgjöldum til heilbrigðis- og tryggingamála. Hér er farið inn á nýja braut í skattheimtu á ís- landi því hingað til hefur verið sæmileg pólitísk samstaða um velferðarkerfið sem hefúr verið að Eróast og mótast á liðnum ámm. Að minnsta kosti efúr verið samstaða um að allir ættu að hafa jafh- an aðgang að heilbrigðisþjónustunni og menntun án tilíits til efnahags. Þessum grundvallarþætti virði^t nú eiga að kasta fyrir róða. Ymsir stuðningsmenn ríkisstjómarinnar munu vera lítt hrifnir af hugmyndum um niðurskurð á velferðarkerfinu. I þingflokki Alþýðuflokksins ber mest á þeim Össuri Skarphéðinssyni þingflokks- formanni og séra Gunnlaugi Stefánssyni, en báðir hafa lýst því yfir opinberlega að þeir telji að seil- ast eigi í vasa þeirra sem betur mega sín í samfé- laginu til þess að auka tekjur ríkissjóðs. Þá virðist sem samstaða sé ekki órofa meðal ráðherra Al- Eins og sjá má á línuritinu hefur verðbólgan verið á uppleið frá því núverandi ríkisstjónr tók við völdum. þýðuflokksins. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála- raðherra mun enn sem fyrr leggjast gegn atlögu að velferðarkerfinu, sérstaklega hugmyndum um skólagjöld og sjúkrahúsgjöld. Hjá Sjálfstæðis- flokknum hefur borið á andstöðu Matthíasar Bjamasonar við niðurskurðarhugmyndum. Hann lýsti því yfir í útvarpi að rétt væri ,að auka álögur á breiðu bökin í stað þess að höggva enn í knérunn Íieirra sem minna mega sín. Þá telur hann rétt að eggja skatt á fjármagnstekjur og undir það taka fjölmargir þingmenn og ráðherrar Alþýðufiokks- ins. Friðrik Sophusson ijármálaráðherra sagði hins vegar í Þjóðviíjanum á fimmtudaginn var að ekki yrði gert ráð fyrir slíkum skatti í íjárlögum næsta árs þó hann kynni að koma síðar. Guðmundur Hallvarðsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sjómannafélags Reykjavíkur segist hafa fengið loforð frá Davíð og Friðrik um að sjó- mannaafsláttur verði ekki Iækkaður eins og heyrst hafði, en heimildir Þjv. herma að enn sé rætt um að afhema sjómannaafsláttinn í áföngum á þremur til fjórum árum. Lítum svo aðeins á nokkra aðra málaflokka. 1 samgöngumálum er áætlað að spara um einn og hálfan milljarð en heildarútgjölcíin í málaflokkn- um á þessu ári eru um 7,3 milljarðar. Þar af fara um 5,4 milljarðar til vegamála þannig að svigrúm til niðurskurðar í samgöngumálum er nánast ekk- ert nema að dregið verði úr vegaffamkvæmdum. Vegagerðinni eru markaðar tekjur í lögum um fjáröflun til vegagerðar, en það eru bensíngjald og þungaskatíur. Þessi gjöld renna óskipt til v.""i- mála og þó þau yrðu ekki hækkuð með regk millibili eins og venja er eða jafhvel lækkuð og þannig dregið úr áformuðum vegaffamkvæmdum myndi það ekki skila ríkissjóði auknum tekjum. Nema auðvitað að ríkisstjómin sækti gull í greipar vegasjóðs, t^eki sumsé hluta af vegafé í hina al- mennu hít. I hafnaframkvæmdum er einnig afar lítið svigrúm því skuld ríkissjóðs við sveitarfélög- in vegna hafnaffamkvæmda mun um næstu ára- mót nema um 600 milljónum króna en á þessu ári er varið um 675 milljónum króna til hafnaffam- kvæmda þegar allt er talið. Og gera má ráð fyrir að á næsta ári þurfi ríkið að gera upp um 3-400 miljónir króna vegna hafhaffamkvæmda þannig að litið fer augljóslega fyrir nýffamkvæmdum. Heimildir blaðsins herma að lítið hafi verið rætt um þjónustugjöld vegna hafnanna að þessu sinni en sfík gjöld standa nú algerlega undir ffam- kvæmdakostnaði í vegagerð og flugmálum. Landbúnaðarráðherra seg- ir að spara eigi 1,1 milljarð vegna nýja búvörusamnings- ins en þo er ætlunin að standa við hann eftir því sem næst verður komist. Sá sem hér heldur á penna hefúr þó ekki fengið þetta dæmi ráðnerrans til að ganga upp. Af öðrum spamaðaráformum á sviði landbúnaðarmála mun helst rætt um helmings lækkun á ffamlögum til framleiðni- sjóðs, niðurskurð á ffamlög- um til búnaðarfélaga, skóla- gjöld við bændaskólana og þjónustugjöld hjá Rannsókna- stofhun landbúnaðarins. Þá er ekki ósennilegt að landbúnað- arráðherra vilji fá jarðalögum breytt á Alþingi til að draga úr framlögum ríkisins vegna þeirra. Breikkum skattstofna og fækkum undanþágum er boð- skapur fjármálaráðherra tekjumegin í fjárlögunum. Hér hlýtur að muna mest um breytingar á virðisaukaskatti, þ.e. að undanþágum þar verði fækkað verulega en ef marka má yfirlýsingar um að ekki eigi að auka neildarskattbyrð- ina hlýtur virðisaukaskattstig- ið að lækka eitthvað. Ýmsar nauðsynjavörur eru nú með lægra þrep í vaskinum og því hlýtur að vera spurt hvort rík- isstjómin hafi í hýggju að hækka skattþrepið á matvömm sem nú eru í lægri flokknum, svo sem mjólkurvörum, fiski, grænmeti og dilkakjöti. Það þótti mikill áfangi til styrktar menningar- starfseminni í landinu þegar ákveðið var að fella niður virðisaukaskatt af bókum. Nú er spurt hvort hverfa eigi af þeirri braut og skattleggja menningu í enn rikari mæli en þegar er gert. Dagblöð, af- notagjöld útvarpsstöova, rafmagn, heitt vatn og olía til húshitunar eru undanþegin virðisaukaskatti en breikkun á skattstofninum, sem fjármálaráð- herra er „skotin í“ svo notuð séu orð Friðriks Sop- hussonar í Þjóðviljanum 10. ágúst sl. þýðir á mannamáli að þessir liðir hækka og kjörin rýma. Þá má nefna fólksflutninga, ferðaskrifstofur og hótel sem greiða ekki virðisaukaskatt, en það hefði væntanlega í för með sér algert hrun fyrir ferðaþjónustuna ef skatturinn yrði lagður á. Um Öllum ætti að vera ljóst að hér er um auknar álögur á almenning í landinu að ræða, kjararýmun, og þá skiptir ekki höfuðmáli hvaða nafni menn kjósa að nefna þær. 12% af gjaldeyristekjum þjóðarinnar koma frá at- vinnugreininni. Og loks er órætt um áhrif fækkunar undan- þága frá vaski á framfærsluvísitöluna. Jafnvel þó skattstigið yrði eitthvað lækkað er óhjákvæmilegt að vísitalan ryki upp, þó ekki sé nema vegna þess að liðimir sem nu em undanþegnir virðisauka- skatti vega trúlega um 20% í ffamfærsluvísitölu og niðurgreiddar vömr í virðisauka vega nálægt 10% í sömu vísitölu. Þá myndi einnig Tánskjara- vísitalan hækka, og vextimir og svo koll af kolli og verðbólgubálið læsist fyrr en varir í hvað eina sem fyrir verður. Var einhver að tala um stöðug- leika í efnahagsmálum? Svart- hvítur heimur Það er alveg hreint með ólíkindum hvað full- orðnir menn geta tekið Eað nærri sér þegar fót- oltaliðið þeirra tapar hverjum leiknum á fætur ððrum. Sálartetrið krump- ast saman og blæs síðan eldi og eimyrju á hvað sem fyrir verður. Eg læt það nú vera þó einhveijir verðipinusánr tiegar tiltekið lið nær ekki í slandsmeistaratitil í tæpan aldarfjórðung, en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Aðra skýr- ingu kann undirrituð a.m.k. ekki á ægilegri andfýlu sem blæs úr „leiðara“ Pressunar nýliðinn fimmtudag, en höf- undur hennar er eipmitt eld- heitur káerringur. I þessum pistli kætist ritstjóri Press- unnar mjög yflr slæmri fjár- hagsstöðu Þjóðviljans og tel- ur hana mikið „fagnaðar- efni“ og ber saman við það að Pravda skuli vera bönnuð í Sovét. Ja héma hér. Hvað reyna menn ekki að finna sér til að fagna yfir þegar allt annað bregst?! Röksemdafærsla ritstjór- ans fyrir þessum mikla fögn- uði sinum er að vísu svolítið eins og út úr kú og gæti eins snúist gegn höfúndi sjálfum og fyrirtækinu sem gefur út pappírinn sem hann skrifar á. En það er ekki nema von eins og sálartötrið er á sig komið að hugsunin snúi upp á sig. Illska Pressuritstjórans út í Þjóðviljafólk verður þó tæplega með öllu skýrð ut frá slæmu sálarástandi eftir hrakfarir í fótboltanum, enda hefur Pressan til þessa ítrek- að sýnt nokkrum starfs- mönnum Þjóðviljans þá vel- vild í verki að bjóða peim vinnu og gull og græna skóga í kaupbæti. Þannig að eitthvað fleira hlýtur að koma til. Nú fyrir stuttu fréttist af því að Pressan væri til sölu og myndi hæstbjóðandi hreppa „hnossið". En nú má spyrja, eins og fyrrum var spurt um Rás tvö, hvað á eiginlega að selja? Orðsporið kannski? Varla er ritstjórinn falur. Já, það er vissulega svo- lítið freistandi að taka hér upp umræðu um Pressuna al- mennt og það álit sem blaðið hefur komið sér upp með „frétta“flutningi sinum. En það skal látið ogert, í bili að minnsta kosti enda plássið lítið. Hitt er líka miklu meira freistandi að velta sér oggul- ítið upp úr þeim umræðuefn- um sem umræddur ritstjóri telur helst eiga erindi við lesendur og skrifar um lærð- ar greinar í viku hverri: Um hvað telst snobb, um hvaða kunningjar hans sækja hina og þessa skemmtistaðina, um hvaða sextán ára stelpur séu á lausu ennþá, um hvemig alkar umhverfast í dellukalla eftir þurrkun, um eftirsótt- ustu piparsveinana, um hvað sé inni og hvað úti, um hvort sokkabönd séu kynæsandi eða ekki og svo framvegis og svo framvegis. Auðvitað verða menn alltaf að ein- hverju leyti að skrifa út frá eigin reynsluheimi, en er þetta nú ekki einum of langt gengið? Af ávöxtunum skul- uð þér þekkjaþá... -vd. ÞJÓÐVILJINN Laugardagur31. ágúst 1991 Síða o

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.