Þjóðviljinn - 31.08.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.08.1991, Blaðsíða 5
_________ FRÉTTIK.____________ Kjósendur eiga rétt á þjóðar- atkvæðagreiðslu um EES Stofnfundur samtakanna Samstöðu var haldinn á Hótel Borg í fyrrakvöld. Tilgangur samtakanna er að vinna gegn aðild Is7 iands að Evrópsku efnahagssvæði og Evrópubandalaginu. í því skyni beita samtökin sér m.a. fyrir því að kjósendur fái að segja álit sitt í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en ríkisstjórn og Alþingi taka afstöðu til aðildar að EES eða EB. Formaður Samstöðu var kjör- inn, Kristín Einarsdóttir, þingkona Kvennalistans, og segir hún að samökin muni leggja kapp á að upplýsa þjóðina sem best um áhrif aðildar íslands í þau bandalög sem um ræðir. - Við teljum að ef við gerðumst aðilar að slíkum banda- lögum yrði um að ræða glötun á stjómaifarslegu og efnahagslegu sjálfstæði Islands. Við viljum því reyna að spoma gegn því að er- lendir aðilar nái tangarhaldi á is- lensku landi og auðlindum lands og sjávar, sagði Kristín. Hins vegar segir Kristín að samtökin muni stuðla að víðtækri friverslun milli landa og góðum samskiptum íslendinga við Evr- ópubandalagið og sem flestar þjóð- ir og heimshluta. Um leið viljum við tryggja að íslendingar verði hér eftir sem hingað til óháðir við- skiptabandalögum og að þjóðin haldi óskertu ftillveldi. Kristín sagði að starfsemin væri strax farin af stað og_ fyrstu íundir samtakanna yrðu á ísafirði nk. sunnudag og Patreksfirði á mánudagskvöldið. - Það kemur sí- fellt betur í ljós að fólk veit næsta lítið hvað er þama á ferðinni. Rík- isstjómin hefur lítið gert í því að upplýsa almenning um hvað er að ræða og ætlum við því að gera okkar til að fólk verði upplýstara, sagði Kristín. Kristín sagði að undirskrifta- listar, þar sem krafist væri þjóðar- atkvæðagreiðslu um aðild Islands að EES, hefðu eitthvað verið í gangi í sumar. - Þessir listar hafa aðallega verið í gangi úti á landsbyggðinni og hafa undirskriftir í sumum hreppum verið yfir 90%. Nú er ætlunin að gera gangskör að því að safna undirskriftum á höfuðborgar- svæðinu og erum við að vinna að þeim málum nú, sagði Kristín. Á stofnfundinum á fimmtudag- inn var kosin fimmtán manna stjóm sem strax að loknum fundi skipti með sér verkum. Eins og áð- ur er sagt var Kristín kjörin for- maður, en auk hennar var Jóhannes R. Snorrason kjörinn varaformað- ur, Helgi S. Guðmundsson gjald- keri og Auður Sveinsdóttir ritari. -sþ Iðnrekendur spá óbreyttri landsframleiðslu Niðurstaðan í endurskoð- aðri þjóðhagsspá Félags íslenskra iðnrekenda er að landsframleiðslan verður að öllum líkindum nær óbreytt á milli áranna 1991 og 1992. Ef það gengur eftir er það mat iðn- rekenda að Iandsframleiðslan 1992 verði 3% minni en hún var í góðærinu árið 1987. Þetta er nokkuð önnur niður- staða en kom fram í spá þeirra frá því í maí í vor en þá töldu iðnrek- endur að landsframleiðslan gæti vaxið um allt að 3,5% á milli ára. Það sem breyst hefur í forsendun- um er fyrst og fremst sú minnkun sem fyrirsjáanleg er í fiskafla landsmanna á því fiskveiðiári sem hefst á morgun, sunnudag., í endurskoðaðri spá FÍI er gert ráð fyrir að þjóðarútgjöld vaxi um 2 -2,5% á milli áranna 1990 og 1991, pg um 1,5% milli 1991 og 1992. Á sama tíma eru horfur á að landsffamleiðslan vaxi mun hægar. Á þessu ári er talið að landsfram- leiðslan vaxi aðeins um 0,5% ffá fyrra ári, en ekkert á næsta ári. Þetta misvægi í þróun þjóðarút- gjalda og landsframleiðslu felur í sér að halli á viðskiptum við út- lönd fari vaxandi. Þannig gæti hallinn orðið 12 miljarðar, eða 3,5% af landsframleiðslu í ár og 20 miljarðar, eða 5,5% á því næsta. Þá er það mat iðnrekenda að verðbólgan í ár verði 7% og 6,5% á næsta ári á mælikvarða ffam- færsluvísitölu. Þessu til grundvall- ar er að gengi krónunnar verði áffam stöðugt, samið verði um hóflegar kauphækkanir í haust og dregið verði úr þensluáhrifum rík- issjóðs. Hann verður þó rekinn með halla í ár og næsta ár. Iðnrekendur spá því að iðnað- arffamleiðslan muni vaxa um 1,5- 2% i ár miðað við fyrra ár og að- eins um 1,0-1,5% á því næsta. Þessir hressu krakkar búa uppi ( Breiðhoiti. Þau heita Sigfús Steingrímsson, Heiðar Sigtryggsson, Kari Kristjánsson og Harpa Ólafsdóttir. Krökkunum datt í hug að halda tombólu til að styrkja krabbameinssjúk börn. Með þessum hætti tókst þeim að safna 2.600 krónum sem þau hafa komið til réttra aðila. Mynd: Kristinn. Hagnaður hefur aukist Stórleikur í boltanum á simnudag Bókfærður hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir- tækja, sem hlutfall af tekj- um, hefur aukist um 4% frá ár- inu 1989, eða úr 1,2% í 5,2% ár- ið 1990. Þannig hefur afkoman batnað í öllum atvinnugreinum nema í byggingariðnaði, innláns- stofnun og tryggingafélögum. Þetta eru helstu niðurstöður Þjóðhagsstofnunar sem fengnar eru úr ársreikningum 794 íyrir- tækja úr flestum atvinnugreinum fyrir árið 1990. Hinn bókfærði hagnaður er fýrir greiðslu tekju- og eignaskatta og jafnframt er ekki tekið tillit til óreglulegra tekna og gjalda. Eiginfjárhlutfall fyrirtækj- anna var 19% í árslok 1989 en hef- ur hækkað í 22% í árslok í fyrra. Án banka- og tryggingastarfsemi var eiginfjárhlutfallið hinsvegar 36% við síðustu áramót borið sam- an við 33% í árslok 1989. Þegar afkoma siðasta árs er skoðuð, telur Þjóðhagsstofnun að hafa verði í huga að bókfærður vaxtakostnaður fyrirtækja á því ári verður afar lágur þrátt fyrir hækk- un raunvaxta af innlendum lánum milli áranna. Þannig lækka vextir og verðbreytingarfærsla, sem hlut- fall af tekjum úr 4% árið 1989 í 0,2% í fyrra og fyrir því eru tví- þættar ástæður. Annars vegar að almennar verðbreytingar eru lægri í fyrra, þannig að verðleiðrétting vegna birgða, sem þama em færð til gjalda, er lægri. Hins vegar hef- ur verðlag innan síðasta árs hækk- að meira en gengisbreytingar að viðbættri erlendri verðbólgu. Jafn- framt em reglur skattalaga, sem mörg fyrirtæki gera upp eftir, mið- aðar við verðbreytingar milli ára sem er mun hærri en verðbreyting innan ársins. Þanni að eftir endurmat á vöxt- um og verðbreytingarfærslu jókst hreiiui hagnaður fyrirtækjanna af reglulegri starfsemi, sem hlutfall af tekjum úr 2% árið 1989 í 3,5% í fyrra. -grh Amorgun, sunnudag, mæt- ast tvö efstu lið 1. deiidar íslandsmótsins í knatt- spyrnu, Fram og Víkingur, á Laugardalsvellinum og hefst við- ureign þeirra klukkan 16. Knattspyrnuáhugamenn hafa beðið lengi eftir þessum leik því hann gæti orðið hreinn úrslitaleik- ur í deildinni. Lykti leiknum með sigri Fram er liðið svo gott sem bú- ið að tryggja sér Islandsmeistaratit- ilinn annað árið í röð því þá þarf það ekki nema eitt stig úr síðustu tveimur umferðunum. Ef Víkingar fara hinsvegar með sigur af hólmi, tróna þeir á toppi deildarinnar, með 33 stig eins og Fram, en með betri markatölu. Meðal gárunganna er aftur á móti talað um að þessi leikur sé á milli A og B liðs Fram, því eins og kunnugt er þá leika með Víkingum margir fyrrum leikmenn Fram. Þeirra þekktastur er án efa marka- hæsti leikmaður deildarinnar, Guð- mundur Steinsson, sem hefur skor- að 12 mörk. -grh MYNDVERKASYNING FÉLAGSMANNA V.R. í LISTASAFNIALÞÝÐU, GRENSÁSVEGI 16A, 3 1. ÁGÚST TIL 15. SEPTEMBER 1991 I tiiefni 100 ára afmælis Verzlunarmannafélags Reykjavíkur sýna 30 félagar V.R. verk sín, en þeir vinna allir ab myndlist i tómstundum sínum. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 14-22 og um helgar kl. 10-22 ALLIR VELKOMNIR - ÓKEYPIS AÐGANGUR 18 9 1-19 9 1 Veizlunarmamiafélag Reykjavikui Síöa 5 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. ágúst 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.