Þjóðviljinn - 31.08.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.08.1991, Blaðsíða 4
SKKÁÍK. Laun heimsins eru vanþakklæti Sem kunnugt er funduðu ungir Sjálfstæðismenn á fsa- firði fyrir stuttu og voru heimamenn að vonum ánægöir með að fá fundinn þangað enda mikil og góð aðstaða vestra til ráðstefnu- halds af öllu tagi. Bæjarstjóri ísfiröinga, Allaballinn Smári Haraldsson, leitaðist að sjálfsögöu viö að aö greiöa götu drengjanna í SUS en þaö er ekki ofmælt að laun heimsins eru vanþakklæti. Þannig bar nefnilega til að hjólhesti bæjarstjórans var hnuplað um helgina. Hjólið var horfið að morgni sunnu- dags en fannst stuttu siðar ofan í skurði skammt frá Hafrafelli, gistiheimili skammt utan við bæinn, en þar gistu einmitt nokkrir Sjálfstæðisdrengjanna og voru ekki aðrir gestir þar umrædda helgi. Gistiheimilið er talsvert langt frá miðbæn- um og eru nú leiddar að þvi sterkar líkur að einhverjum drengjanna hafi leiöst biðin eftir leigubil að loknu balli á laugardagskvöld og gripið þann fararskjóta sem fyrst varð á vegi hans. Gárung- amir vestra hafa haft mikið gaman af þessu atviki og telja að a.m.k. tveir úr stutt- buxnadeildinni hafi komist heim á fák bæjarstjórans því aftan á hjólið er festur bamastóll... Feitt brauð Feitt embætti er nú að losna í utanríkisþjónustunni. Nokk- uð Ijóst þykir að Kiddi rót, einkabílstjóri utanríkisráð- herra, missi ökuskírteinið fyrir glæfraakstur á Kefluvik- urvegi. Ýmsir kratar munu því hugsa gott til glóðarinn- ar, þeirra á meðal starfs- menn Alþýðublaösins sem sjá nú lifibrauöi sínu ógnað. Einsog kunnugt er þá er Ing- ólfur Margeirsson í leyfi sem ritstjóri Alþýðublaðsins og bendir flest til að blaöiö verði ekki til þegar hann snýr aftur til starfa. Kannski sest hann þá undir stýri hjá Jóni Bald- vini. Biðin langa Þeir sem fylgdust með beinni útsendingu í sjón- varpinu f gærmorgun frá langstökkskeppninni á HM i Tókyó, sáu hið ómögulega gerast þegar Mike Powell setti nýtt og glæsilegt heims- met í lanagstökki. Hann stökk 8,95 metra og sló þar meö 23 ára gamalt met Bob Beamons frá 1968. En það hafa ekki aðeins frjáls- íþróttamenn beöið eftir nýju heimsmeti í langstökki í 23 ár, því það mun vera jafn- langt síðan KRingar hömp- uðu síðast íslandsmeistara- titlinum í 1. deild karla. Mun- urinn er bara sá að frjáls- iþróttamenn fengu sinn draum uppfylltan á meðan stuðningsmenn KRinga verða áfram að láta sér nægja gömlu svarthvítu myndina af Islandsmeistara- bikamum. Tryggva bjargað Alþýöuflokkurinn íhugar nú að hætta útgáfu Alþýðu- blaðsins. Ljóst er hinsvegar að blaðið mun halda áfram að koma út, þótt flokkurinn hætti útgáfunni. því kratar á Reykjanesi hyggiast gefa blaöið út áfram. Astæðan fyrir því er sú að Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi krata í Hafnarfirði er blaðamaður á Alþýðublaðinu og gaflar- arnir geta ekki fundið neitt annað handa honum að gera. ^Twenning Verk Cazals minna á hönnun auglýsingateiknara enda hefur listamað- urinn ráðið grafíska hönnunarfyrirtækið Minium til að skapa áritun sina og henni ásamt vörumerki Cazals verið bætt við nær öll verk hans síðan 1985. Annars vegar auglýsingar — hins vegar list Franski listamaðurinn Philippe Cazal er staddur hér á landi í tilefni af opnun sýningar á verkum hans á Kjar- valsstöðum. Yfirskrift sýningar Cazals, sem verður opnuð í dag, er Annars veg- ar - hins vegar. Segir í sýningarskrá að Cazal sé annars vegar listamaður sem ástundi óheiðarlega samkeppni við safnstjóra með því að setja sjálfiur upp sýningar og semja sýn- ingarskrár, hins vegar séu verk hans hluti af ájcveðnum kafla í sögu lista og forma. Philippe Cazal er allra listamanna ffægastur í Frakklandi um þessar mundir, en hann er þekktastur fyrir það að gera auglýs- ingatæknina að viðfangsefni sínu. Líkt og málari hefðbundinna mál- verka lætur hann ekkert í uppbygg- ingu verka sinna vera háð tilviljun, hvorki lýsingu, búninga, fyrirsætur, stellingar né texta. Cazal notar prentlistina og vörumerki og leggur í verkum sínum áherslu á hversu mikilvægt það er að orð og hlutir öðlist merkingu. Sýningin á Kjarvalsstöðum stendur til 6. október og er opin daglega frá kl. 10 til 18. Hún er styrkt af AFAA (Association Francaise d’Action Artistique). Þess má og geta að á Kjarvalsstöð- um stendur einnig yfir sýning Birg- is Andréssonar Nálægð. -BE Franski listamaðurinn Philippe Cazal á Kjarvalsstöðum í gær. Sýning á verkum hans opnar (dag. Mynd: Jim Smart. Teiknimyndaverk- stæði fyrir böm Nú stendur yfir teiknimyndasýning í Hafnarborg í Hafnar- firði. Hún var opnuð í tilefni af þingi:“Nordic Light“, sam- taka hreyfimyndagerðarmanna á Norðurlöndum og í Eystrasaitslöndunum, sem var haldið í Hafnarfirði á þessu ári. A sýningunni eru ýmiss konar verk sem tengjast teikni- og hreyfimyndagerð eftir listamenn frá þessum löndum. Þar má sjá teikningar, málaðar glærur, brúður og ýmislegt fleira. Það voru listamennimir Sig- urður Öm Brynjólfsson og Jón Ax- el Egilsson ásamt eiginkonum sín- um, þeim Sigríði Magnúsdóttur og Fjólu Rögnvaldsdóttur, sem stóðu fyrir því að þingið var haldið á Is- landi. í dag og á morgun frá kl. 14.00 -17.00 geta böm, sem koma á sýninguna í Hafnarborg, fengið að sjá hvemig teiknimyndir verða til. Þau geta líka spreytt sig á því að gera myndir sjálf. Á staðnum verða tæki sem gera bömunum kleift að sjá samstundis á skjá hvemig verkin taka sig út. Sigríður Magnúsdóttir sagði í samtali við Þjóðviljann að hún vissi ekki betur en þetta teikni- myndaþing væri fyrsta menningar- samstarf íslendinga og Eystrasalts- landa. Hún sagði að aðstandendur teiknimyndaþingsins væm stoltir af því. Þinggestir vom um 30 tals- ins. - KJ Alþýðulist í Listasafni Alþýðu Verslunarmannafélag Reykjavikur efnir nú til sýn- ingar á listaverkum eftir fé- lagsmenn. V.R. hefur á undan- förnum árum stuðlað að þvi með ýmsum hætti að félags- menn gætu notað frístundir til þess að þroska með sér list- sköpun. Félagið hefur í þeim tilgangi m.a. staðið að námskeiðahaldi fyrir félagsfólk þar sem hæfir kennarar hafa veitt tilsögn. Fyrir tíu ámm efndi V.R. til sýningar sem þessarar og hún varð félags- fólki mikil hvatning til þess að leggja rækt við þessa hollu tóm- stundaiðju. Sýningin c: haldin í tilefni af 100 ára afmæli V.R. Þeir sem sýna em 30 talsins og á aldrinum 24-79 ára. Sumir hveijir hafa aldrei fengið tilsögn við listsköp- un sína en aðrir hafa notið leið- sagnar þekktra, íslenskra og er- lendra listamanna og kennara. Myndverkasýningin verður í Listasafni Alþýðu að Grensás- vegi 12 og verður opnuð í dag kl. 14.00 og stendur til 15. sept- ember. - kj ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. ágúst 1991 t Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.