Þjóðviljinn - 06.09.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.09.1991, Blaðsíða 2
xO CO CS) o ö) o ö) > 0 I- Það er leyndó - Hver ertu? - Ég er ég og eins og mér sýnist hveiju sinni. Annars heiti ég Margrét Rún Guðmundsdóttir og er kvikmyndaleikstjóri. - Hvað ertu að gera? - Ég er að fram- kvæmdastýra þýskri kvik- myndahátíð sem verður 14,- 22. september. Þar verður sýnt það athyglisverðasta og besta úr þýskri kvik-, myndagerð síðustu ára. 1 Þýskalandi hefur ný kyn- slóð kvikmyndagerðar- manna tekið foiystu. Hún er ekki síðri en sú siðasta. Þeir eru fleiri og fjölbreyttari. - Hvertiig ertu? Ég er vinnuþræll. - Hvað er það besta sem fyrir þig gœti komið? - Það væri að gera æðis- legustu kvikmynd allra • tíma. - Hver er besti kvik- myndasmiður i heimi? - Mér flnnst sumt gott hjá sumum og annað hjá öðrum. Þeir frumlegustu í § dag eru Peter Greenaway og | David Lynch. ^ - Hvað heitir leiðinleg- ■§ asta kvikmynd sem þú hefur t séð? - Það var þýsk mynd. Hún var svo leiðinleg að ég man ekki nafhið. - Eiga Islendingar að leggja íslenskuna niður og gera ensku aðþjóðtungu? - Nei, þeir eiga að halda sérkennum sínum. - Hvað eryndislegt í fari karlmanna og hvað er viðbjóðslegt? - Það er yndislegt þegar karlmenn tala opinskátt um tilfmningar sínar. Remba og derringur eru hins vegar það viðbjóðslegasta sem til þeirra sést. - Hvað er kynæsandi? - Rassar. - Hvernig er fullkomin kona? - Það er greind og gáf- uð kona. Sé hún það er hún líka sterkur personuleiki og lætur ekki vaða ofan í sig. Hún er líka góð og blíð. - Geturðu skipt um dekk? - Já. Ég get líka skipt um ljósavél (dínamó). - Trúirðu á annað líf? - Nei. - Eru stjörnumerkin mikilvæg? - Það má hafa gaman af þeim, en ég er þó á móti þeim því mér finnst að fólk eigi ekki að láta hringla í lífi sínu með kukli. - Ertu með einhverja kompleksa? - Já, auðvitað. Þarf ég að segja þér ffá þeim? - Gjarnan. - Þeir eru leyndó. - Hvað er að vera synd- ugur? - Það er að vera maður. - Hvað er það Ijótasta sem þú hefur gert? - Að særa fólk óviljandi. - Hvað þykir þér vænst um? - Mér þykir vænst um bamið mitt, bestu vinkonu mína og foreldra mína. - Dáirðu einhverja sögupersónu? - Já, Sölku Völku. - Áttu þ ér mottó? - Já, að vera betri en þýsku strákamir. -En hvað með þá íslensku? -Við forum ekki nánar út í það. - Hvernig halda vinir þínir að þú sért? - Þeim finnst ég æðis- leg, og það finnst mér líka umþá. -kj. Margrét Indrioa- dóttir veró- launuó NORDFAG-verðlaun- in voru afhent á miðviku- daginn á ráðstefnu nor- rænna útvarps- og sjón- varpsstarfsmanna á ríkis- fjölmiðlum sem nú stend- ur yfir á Hvanneyri. Margrét Indriðadótir, fyrrum fréttastjóri Ríkisút- varpsins, hlaut verðlaunin. Þetta er í fyrsta skipti sem íslendingur hlýtur þessi verðlaun sem eru veitt fyrir ötult starf að útbreiðslu hugmyndarinnar um al- mannaþjónustu og fyrir starf Margrétar við ljós- vakamiðla í þágu aimenn- ings. Haraldur Olafsson dós- ent formaður dómncfndar afhenti Margréti verðlaunin sem er stytta eftir danska listamanninn Peter Hesk MöIIer. -gpm Gígja leikur sér áb litum Það eru 40 olíumálverk á fyrstu einkasýningu Guðrúnar H. Jóns- dóttur, sem kallar sig Gígju. Sýn- ingin er í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. - Ég hef verið að undirbúa þessa sýningu í þijú fjögur ár, sagði Guðrún. - Síðustu tvö árin hef ég þó unnið mest við þetta. - Hvar ertu með vinnustofu? - I svefnherberginu heima hjá mér. - Hvað einkennir myndirnar þín- ar? - Mér finnst að ég máli fyrst og fremst huglægar myndir. Tjái tilfinn- ingar og stemmningu. Ég er ekki að mála mynd af Esjunni til þess að hægt sé að benda á hana og segja: Þetta er Esjan. - Hefurðu selt eitthvað af myndun- um? - Já, ég er búin að selja heilan helling. Það gerðist fyrstu tvo dagana eftir að sýningin var opnuð. - Hvað kostar svona mynd? - Það er mjög misjafht. Þær ódýr- ustu em á þrjátíu þúsund en þær dýr- ustu á hundrað þúsund og svo er allt þará milli. - Af hverju kaupir fólk myndirnar þinar?' Eftir hverju erþað að sækjast? - Ég giska á að það sé vegna þess að þær era ólíkar þó að þær séu líkar. Ætli sé ekki óhætt að segja að þetta sé eitthvað fyrir alla. Það er engin ein lína í þessu. Áhrifin eru margvísleg eins og fólkið. Þar að auki eru þetta rólegar og mildar myndir. Þær eru ekki beinlínis óþægilegar í návígi. - Hvað er framundan hjá þér þeg- ar þessari sýningu lýkur? Ætlarðu þá að loka þig inni í svefnherberginu i jjögur ár og mála aðra eins? - Það er stefnan, ég er strax farin að hugsa um næstu sýningu. - Heldurðu að hún verði lík þess- ari? - Ég hugsa að hún verði svipuð. Kannski verða fieiri léttar og svífandi myndir en á þessari sýningu. Nýjustu myndimar mínar benda til þess. - Engar kollsteypurframundan? - Nei, og mér finnst þægilegt að skipta milli verkefna. Ég hef stundum orðað það þannig að myndimar mínar skiptist í hvíldarmyndir og erfiðar myndir sem era svo fióknar að þær ætla alveg að drepa mann í vinnslu. - Hvers vegna stundarðu mynd- list? - Veistu það að ég hef bara teikn- Ég legg mikið upp úr vandvirkni, segir Guðrún H. Jónsdóttir (Gígja) sem um þessar mundir sýnir i Hafnarborg. Mynd.Jim Smart. að frá því að ég var smábam og þetta hefur alltaf fylgt mér. Eg held að þetta sé ólæknandi árátta. - Geturðu ekki notað eitthvert annað tjáningarform? - Nei, ekkert sem ég þekki að minnsta kosti. Ég hef alla tíð verið óf- salega mikið fyrir að teikna og þegar í d a g 6. september er föstudagur. 249. dagur ársins. Sólarupprás I Reykjavík kl. 6.23 - sólarlag kl. 20.28. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Swazi- lands. Ölfusárbrú brestur 1944.Pétur G. Guð- mundsson ritstjóri fæddur 1879. S k ú m u r ég var yngri þá teiknaði ég raunsæis- myndir. Elti raunveraleikann alveg út í smæstu atriði. Svo varð ég leið á því og fannst það eiginlega ekkert annað en handavmna. Það bauð ekki upp á neina hugsun og i því var engin sköp- un. Þá fór ég að blanda þetta með „abstrakti" eða óhlutbundinni mynd- list. Það getur verið erfitt að fella þetta tvennt saman án þess að það klúðrist. - Er annað viðhorf til kvenna sem fást við myndlist en karla? - Nei, það held ég ekki. Það væri þá helst að konur, sem era að mála, verða að gera það í aukatímum. Ég hef náttúrlega orðið að sinna heimil- inu og baminu öll þessi ár. Hún er fjögurra ára núna svo að hún var smá- bam þegar ég var að byija á þessu. Það gerir þetta að aukavinnu. Ef karl- menn era að fást við list geta þeir not- að allan sinn tíma í hana. - Þú hefur þá ekki orðið vör við það sem sumar listakonur tala um að öll myndlist heiti dútl ogjondur þegar konur eru annars vegar en stórbrotin sköpun þegar karlmenn eru á ferð- inni? - Alls ekki. Það hljóta bara að vera einhveijir kompleksar í þeim sjálfum -kj NÝTT HELGARBLAÐ 2 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 19.91

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.