Þjóðviljinn - 06.09.1991, Blaðsíða 7
Vinur minn Klinger
Eg tók fríið snemma þetta
ár. Veturinn hafði verið
langur og kaldur, með snjó-
mokstri og lífshættulegum
akstri á hálum brautum. Er
fyrstu frjóhnapparnir birtust á
grisjulegum trjágreinunum og
moldin hristi af sér hrímið í
fyrstu geislum vorsólarinnar,
ókum við hjónakornin í áttina
að öldum úthafsins við sand-
stendurnar í Ocean City.
Við ókum sem leið liggur í
gegnum löng neðansjávargöngin
(tunnel) sem stytta ferðafólki leið-
ina í gegnum Baltimore. Umferð
var í léttara lagi, enda höfðum við
tekið daginn snemma, eins og við
vorum vön, er engum skyldum var
að sinna. Miklir grænir grasbalar
kljúfa þjóðveg númer 50 í tvær ak-
reinar til austurs og vesturs. Við
brunuðum í austurátt að Flóa-
brúnni (Baybridge) sem tengir
austur- og vestur-strönd Chesape-
ake flóa rétt suðaustan við Balti-
more.
Menn í rauðum vestum voru
dreifðir um grasbalana, eins og fé í
Qallshlíð. Er betur var að gáð sást,
að menn þessir voru vopnaðir sting
í annarri hendinni og plastpoka í
hinni. Tíndu þeir í óðaönn allskon-
ar rusl úr grasinu og stungu í plast-
pokann. Tveir bílar fylgdu í humátt
á eftir mönnunum, annar gulur
bæjarvinnubíll og hinn tólf manna
farartæki með merki ríkisfangelsis-
ins á hliðinni. Ég hægði á ferðinni,
því að maður sér ekki fanga á veg-
um úti á hveijum degi. Ég kannað-
ist strax við þung augnlokin og
sorgarsvipinn á einum mannanna.
Hárið var sítt á herðar niður og
brúnt skegg huldi næstum allt and-
litið nema brún augun, en ég
þekkti strax vin minn Klinger.
Fangelsisbíllinn flautaði á okkur,
er ég hægði á mér á kantinum. Ég
hundsaði flautið í bílnum fyrir aft-
an mig og öskraði af öllum sálar-
kröftum KLINGER. Maðurinn
raunamæddi leit upp frá ruslatínsl-
unni, vandræðasvipur eins og hann
ætlaði að fara að afsaka eitthvað
birtist augnablik í andlitinu á hon-
um. Hann rétti út höndina í áttina
að okkur. Allt í einu var eins og
ský drægi frá sólu, breitt bros
færðist yfir sterklegt, sólbrúnt and-
litið og hann öskraði OLI. Maður í
einkennisbúningi með stærðar
haglabyssu í fanginu, sem hvíldi á
öðrum handlegg hans eins og lítið
bam, stóð allt í einu við bílglugg-
ann mín megin og tilkynnti okkur
hæversklega að við yrðum að
halda áfram. Fangamir mættu ekki
hafa nein skipti við almenning á
vegum úti. Ég veifaði til vinar
míns Klingers og hélt af stað.
Konan vildi auðvitað vita hver
þessi Róbinson Knisó, eins og hún
orðaði það, væri. Á meðan við rúll-
uðum í angurværri vorgolunni yfir
flóatenginn romsaði ég út úr mér
eftirfarandi, og reyndi að yfirgnæfa
sinfóníuna, sem hún var að hlusta á
í útvarpinu:
„Eins og þú manst,“... byijaði
ég. Og meðan Fordinn þræddi mal-
bikaðan þjóðveg fimmtíu um kom-
akrana og kartöflu- og tóbaksekr-
umar á sendnu flóalandi austur-
strandar Marylands ríkis, um bæ-
ina Cambridge, Salisbury og Berl-
ín í áttina að hótelströndinni og
sjávarloftinu i Ocean City hlustaði
frúin með öðm eyranu á mig segja
frá vini mínum Klinger, og með
hinu á sinfóníumar í útvarpinu.
„Fyrst eftir komu mína til
Bandaríkjanna var ég eins og kálf-
ur út úr fjósi á vorin. Ég hélt að ég
gæti gert hvað sem væri, vafstrað í
öllu. Eg sendi inn fjölda umsókna
um ólíkustu störf, allt frá forstjór-
um upp í háskólakennarastörf, and-
stætt öllum þjóðfélagsvenjum. Mér
fannst ég sem sé fær i allan sjó og
betur menntaður en allir Banda-
ríkjamenn. Smám saman datt ég á
rétta hillu í mannfélagsstiganum.
Vildi ég nú verða ríkur á auðveld-
an hátt, án mikillar fyrirhaftiar. Lét
ég tvær auglýsingar í víðlesið blað.
í annarri kvaðst ég taka að mér út-
vegun hverskonar hljómleika-
manna og skemmtikrafta. í hinni
auglýsti ég eftir músiköntum, körl-
um og konum. Tók ég á leigu litla
kompu í Austurstræti (Eastem Av-
enue) með síma, skrifborði og pí-
anói. Hefði ég aldrei trúað, fyrr en
ég þreifaði á, hve mikið er af at-
vinnulausum hljóðfæraleikurum.
Brátt voru stærðar doðrantar á
skrifborðinu hjá mér með nöfnum
og símanúmerum. Ég treysti á óvit-
laus eyru mín, er ég hlustaði á
vind-, málm- og strengjahljóðfæri
ásamt munnhörpum, píanóum og
nikkum. Ég vissi ekki um öll þau
afbrigði svokallaðra lyklaborða
(keyboard). Brátt skýrðust línum-
ar. Ég hefði aldrei trúað að svona
mikið væri um allskonar partý um
allar trissur, að ógleymdum öllum
bömnum og búllunum, sem ósk-
uðu eftir svokallaðri lifandi hljóm-
list um lengri og skemmri tíma.
Peningamir tóku að streyma inn.
Til þess var leikurinn gerður. Eina,
sem ég þurfti að gera, var að sann-
færa viðskiptavinina um að varan
væri góð. I flestum tilfellum gerði
ég það með hreinni samvisku. I
mínum eyrum vom þetta allt snill-
ingar. Áreiðanlega tónlistamenn á
heimsmælikvarða. Einkasam-
kvæmin báðu helst um fiðlur og
nikkur. Einstaka unglingasam-
kvæmi vildi rokkara. Píanó og top
fjörtíu, efstu lögin á vinsældaíist-
anum, var efst á lista hjá börunum
og búllunum. Einstaka bar bað um
Country tónlist. Flestir tónlistar-
mennimir komu vopnaðir einu
hljóðfæri. Stöku sinnum lagði ég
leið mína í bílskúr eða kjallara til
að leggja blessun mína yfir ein-
hveija hljómsveit. Ég neitaði að
hlusta á söngvara. Lét hljómlista-
mennina eina um það, ef beðið var
um söngvara.
Hún kom inn íyrst, ákaflega
gerðarlegur kvenmaður. Kyn-
bomba, eins og sumir mundu
segja. Ég var óvanur kvennaheim-
sóknum ffarn að þessu, og var að
því kominn að tjá þessari föngu-
legu konu, að ég réði ekki söngv-
ara, er maðurinn birtist. Hann var
einn afþessum hreinræktuðu amer-
isku manntegundum. Slétt andlit,
stuttklipptur, um sex fet og sam-
svaraði sér vel, Robert Redford
tegundin. Hann hélt á gítarkassa.
Blessaður, sagði hann brosandi
og benti á konuna. Konan min.
Klinger heiti ég, hélt hann áfram.
Ég er með hljóðfæri úti i bílnum,
bætti hann við. Ert þú forstjórinn?
spurði konan og rétti mér höndina.
Maðurinn minn leikur á mörg
hljóðfæri, gítar, píanó, saxofón.
Hann getur leikið á næstum hvaða
hljóðfæri sem er. Hálfgerður
galdramaður, hló hún svo að skein
í hvítar tennumar. Hún horfði
spumaraugum á mig. Hún tyllti sér
á skrifborðsröndina því að ég sat í
eina stólnum á skrifstofunni. Hún
var í ljósbláum gallabuxum og
víðri bleikri skyrtu, berfætt í san-
döium, allt sennilega eflir nýjustu
tísku. Maður hennar í Klein galla-
fotum burðaðist inn með fleiri
hljóðfæri. Ég geri ráð fýrir, að þú
viljir heyra hvort ég kann eitthvað
með þetta skrapatól að fara.
Já, það er víst venjan, sagði ég.
Þeir myndu senda kerlingamar á
þig ef þú sendir þeim skemmda
vöm, kvað frúin við og horfði á
mig brosandi. Já, flestir leika
nokkur lög, og til þess að hafa allt
á hreinu sýna þeir mér lagasafnið
sitt og prófskírteini, ef þeir hafa
það, sagði ég. Flestir hafa ein-
hveija skólapappíra, bætti ég við.
Klinger fór eldsnöggum fingmm
yfir gripin á gítamum og framkall-
aði spánskt andrúmsloft. Á meðan
hann settist við píanóið og fyllti
herbergið af dúndrandi Rachman-
inoff og hreinum og tæmm Bach,
svo að rykug skrifstofan fylltist
tærum lækjamið og höfgri blóma-
angan, beygði frúin sig að mér og
trúði mér fýrir því, að maður henn-
ar hefði útskrifast frá Peabody Ins-
titute tónlistaskóla í Baltimore, og
hefði stundað tónkennslu með
meiru. Máli sínu til sönnunar dró
hún skjal frá skólanum úr pússi
sínu. Á meðan Klinger festi á sig
saxófóninn og blés allskonar amer-
isk þjóðlög og kúrekalög ásamt
hugarflugi og fingraleik á skalan-
um vildi ffúin vita hvers konar
vinna væri i boði. Mikil eftirspum
væri eflir fjölhæfum hljóðfæraleik-
umm hjá litlum danshljómsveitum,
en það var einkum þannig vinna,
sem ég útvegaði. Hún kvaðst vilja
forðast hljómsveitir. Oft slæmur
félagsskapur og flakk. Maðurinn
sinn væri áhrifagjam. Hún kvaðst
helst kjósa þægilegan stað þar sem
Klinger væri einn. Ég kvað það
engan vanda. Fullt af allskonar
stöðum sem þóttust spara með ein-
um hljóðfæraleikara. Klinger stóð
nú yfir okkur báðum brosandi og
seiddi fram seiðandi tóna úr fiðl-
unni. Konan dansaði yfir gólfið og
hlammaði sér beint í fangið á mér,
heit og brosandi. Sígauninn kom
allt í einu upp í mér og þá svífst ég
einskis, sagði hún og hló. Þú verð-
ur að vara þig á henni þessari, var-
aði Klinger mig við í gamansöm-
um tón, er hann lét fiðluna í kass-
ann.,
Ég samdi um tvöfold laun fýrir
Klinger á einum af þessum svo-
kölluðu effi stéttar píanóbörum
með litlu dansgólfi rétt við BWI
flugvöllinn. Klinger átti að vera
mættur klukkan fjögur og leika
með tveggja tima hléi til tvö eftir
miðnætti. Frúin kom næsta dag, er
hún hafði ekið Klinger í vinnuna,
og bauðst til að þurrka af rykið og
koma hlutunum í röð og reglu í
þakklætisskyni fýrir velborgaða
vinnuna, sem ég hafði útvegað
manni hennar. Síðan ókum við
saman út á flugvöll til að hlusta á
Klinger. Sá ég ekki betur en hann
gerði mikla lukku. Hvatti hann
mig til að snúa konu sinni
nokkra hringi á dansgólfinu.
Við kvöddum Klinger um
tíuleytið. Kvaðst frúin
myndu sækja hann um tvö-
leytið. Síðan ók hún mér
heim.“
„Hvað svo?“ spurði frúin. „Af
hverju er Krúsó í fangelsi?"
Við sátum inn á Dunkin Donut,
kaffistofa með allskonar kleinu-
hringi. Við áttum um klukkustund-
ar akstur effir í sæluna og sandinn i
Ocean City. „Eins og þú vafalaust
tókst eftir í frásögn minni, var eig-
inkona Klingers mjög aðlaðandi og
gimilegur kvenmaður."
„Hvað, heldurðu að ég hafi tek-
ið eftir lýsingu þinni á einhverjum
kvenmanni? Þér finnst allt fallegt
sem er í pilsi,“ hreytti frúin út úr
sér.
„Jæja, hvað um það,“ hélt ég
áfram. „KJinger kom oft á stofuna
til mín og þau bæði hjónin. Klinger
leysti mig oft af eftir hádegi, er ég
hafði öðrum erindum að sinna.
Frúin ók mér um allt í bílnum
þeirra. Brátt vorum við þrjú orðin
hálf óaðskiljanleg. Klinger var mér
til leiðbeiningar og stuðnings í vali
og ráðningu hljóðfæraleikaranna,
sem gat oft verið mjög vandasamt
fyrir venjulegan leikmann. Hann
hafði Iika allskonar sambönd, sem
ég hafði ekki. Hann gat soðið sam-
an heila hljómsveit á augabragði.
Vissi hvar var hægt að fá allar
nótnabækur á heildsöluverði og
annað sem við kom þessum við-
skiptum. Hann hvatti konu sína til
þess að aka mér hvert sem þurfti.
Þau voru bamlaus, og hún ekki i
neinu öðm starfi en að sinna manni
sínum og vemda hann frá víxl-
spomm.
Brátt kom að því að ég vildi
breyta til. Var reyndar byijað-
ur í matsölu. Klinger og
kona hans vildu ólm kaupa
fyrirtækið og var ég mjög
rausnarlegur við þau, þvi
að þau áttu það bæði
sannarlega skilið. Ég
varð aldrei var við að Klinger van-
treysti konu sinni, þó að hann hefði
getað haft æma ástæðu til þess.
Hún var eins og áður er sagt mjög
gimileg kona og með bein í nefinu.
Það kom mér því algjörlega á
óvart, ég var reyndar felmtri sleg-
inn, er ég ffétti hjá kunningja okk-
ar beggja og las nokkm siðar um í
blöðum að Klinger hefði skotið
konu sína til bana í afbrýðisemis-
kasti. Tjáði þessi kunningi okkar
mér, að kona KLingers hefði við-
urkennt fýrir manni sínum, að hún
hefði lengi verið ástkona kunningja
þeirra beggja. Lofaði hún manni
sínum bót og betmn, kvað allt búið
milli sín og mannsins sem líka
væri giftur. Klinger vildi vita nafn
þessa kunningja þeirra, sem næst-
um hafði stolið eiginkonu hans.
Frúin kvað það engu máli skipta
þar eð allt væri búið milli sín og
mannsins. Klinger dró þá fram
byssu, og áður en nokkur viðstadd-
ur gat hindrað hann skaut hann
konu sína til bana.“
„Þú hefur þó ekki verið að fifl-
ast við stúlkuaumingjann?“ spurði
frúin og horfði á mig útundan sér.
„Þér hefði svosem verið trúandi til
þess,“ bætti hún við, „dirty old
man eins og þú ert.“
„Biddu fyrir þér. Ég hefði get-
að verið pabbi hennar.“
Er við ókum í þögn í lognværu
rökkrinu siðasta spölinn á þjóðveg
fimmtíu að ólgandi bylgjum Atl-
antshafsins, fór hrollur um mig, er
ég hugsaði til þess, hvað gerst
hefði, ef eiginkona Klingers
vinar míns hefði ekki verið
svona þögul.
Sigurður Ingvi
Ólafsson sendi
Nýju Helgarblaði
þessa frásögn sem
hann segir vera að
nokkru leyti sanna.
Sigurður hefur
verið búsettur í
Bandaríkjunum um
árabil og starfað
sem kennari og
skrifað greinar fyrir
blöð og tímarit.
NÝTT HELGARBLAÐ
7 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991