Þjóðviljinn - 06.09.1991, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 06.09.1991, Blaðsíða 18
4 I K r u m m i n n a Sena úr áströlsku sjónvarpsmyndinni sem verður á ríkisslgán- um i kvöld kl. 22.10. Nieb naslinu um helgina Týndi sonurinn heitir áströlsk sjónvarpsmynd sem verður á dagskrá Sjónvarpsins í kvöld. Astralimir eru oft ágætir og segir Týndi sonur- inn frá konu nokkum í leit að syni sínum sem talinn er af. Rekst hún í leiðinni á marga fúrðufugla og fellur meira að segja fyirir einum þeirra. Ef marka má sýnishom úr mynd- inni er hún alveg þess virði að koma sér vel fyrir í stofusóf- anum. Mannrán nefnist fyrsta kvikmynd Stöðvarinnar í kvöld. Kvikmyndahandbókin gefúr myndinni tvær stjömur og segir sögurþráðinn lang- sóttan, handritið illa skrifað og myndina allt of langa. Ekki einu sinni stórstjömunni Gene Hackman tekst að bjarga þessari glötuðu mynd. Bandóði bQlinn, sem er önnur bíómynd kvöldsins, fær aðeins eina og hálfa stjömu. Segir í myndinni fiá morðóð- um bíl og er það skoðun þeirra sem í kvikmyndahand- bókina rita að þessi tæplega fimmtán ára gamla mynd taki því miður 90 mínútur af dýr- mætum tíma áhorfenda. Þriðja og síðasta kvik- myndin á dagskrá Stöðvarinn- ar í kvöld er bresk sjónvarps- mynd sem gerð er eftir skáld- sögu Frederick Forsythe, Jón Oddur og Jón Bjarni Hinir landsfrægu tvíbur- ar Jón Oddur og Jón Bjami skemmta sjónvarpsáhorf- endum á sunnudagskvöldið. Grallaramir lenda í spaugi- legum ævintýrum eins og allir þeir sem lesið hafa bækur Guðrúnar Helgadótt- ur þekkja vel. Ekki semur þeim sérlega vel við systur- ina sem er með unglinga- veikina, þá er amma dreki skemmtilegri. Saman sjóða þeir bræðumir saman alls kyns strákapör sem mæta eicki miklum skilningi for- eldra þeirra. Myndin var áð- ur sýnd á jólunum árið 1986 og var hin besta skemmtun þótt hið óhjákvæmilega hafi komið í ljós að myndin var ekki eins góð og bækumar. s k j á Hroki og hömlulausir hleypidómar. Myndin er flunkuný og eflaust ágætlega gerð eins og flest það sem Bretar framleiða fyrir sjón- varp, þannig að þeir sem hafa gaman af spennurómönum Forsythes ættu að geta átt þokkalega næturstund við skjáinn. Fyrri laugardags- mynd Ríkissjónvarpssins er hreint ótrúlega léleg, eins og margar þær kvikmyndir sem áhoifendum hefur verið boðið upp á í sumar. Átján ára heitir myndin sú og fjallar hún þijár vinkonur sem em að verða átján ára eins og titill myndar- irrnar ber með sér. Þegar við kynnumst píunum (þ.e.a.s. þeir sem ekki kjósa heldur að slökkva á tækjunum) er skóla loks lokið og örlagaríkt sumar tekið við. Seinni mynd Sjón- varpsins er nýleg bandarísk sjónvarpsmynd byggð á spennusögu eftir Dick Franc- is. I þessari mynd lendir ffændi einkaspæjarans Cleve- land í slæmri klípu einmitt þegar spæjarinn er í heim- sókn. Brotist er inn í hús ífændans og kona hans myrt. Frændinn er grunaður um morðið og kemur því að sjálf- sögðu til kasta Clevelands. Skyidi honum takast að hreinsa ffænda sinn af áburð- inum? Fjórar kvikmyndir em á dagskrá Stöðvarinnar annað kvöld og em þijár þeirra ffumsýningar segir í Sjón- varpsvísinum, sem hlýtur að teljast óvenjugott eftir endur- tekið sumar. Fyrsta myndin er n u m í flokki ffægra ævintýra- mynda. Indiana Jones og síðasta krossferðin nefnist þessi mynd númer þijú um hetjuna hugdjörfú. Þar em kempumar Harrison Ford og Sean Connery í aðalhlutverk- um. Verður líklegast enginn svikinn af þessari skemmti- legu spennumynd nema bless- uð bömin því að ævintýrið er bannað þeim sem enn em lág- ir í loftinu. Heitur snjór kallast hörkuspennandi þriller með David Carradine í aðalhlut- verki sem tekur við af fom- leifaffæðingnum. Myndin gerist f Suður-Ameriku og segir ffá ungu pari sem tekur upp á þeim óskunda að smygla dópi til að safna pen- ingum fyrir flugferð til New York. Þeir sem ekki em löngu famir að hijóta eiga enn eftir tvær myndir þar til dagskrá lýkur. Launráð heitir önnur og hefúr ekki komist á skrá yfir þokkalegustu myndir sög- unnar. Stúlkur finnast myrtar á hroðalegan hátt í afskekktu héraði í Englandi og er lög- reglan á staðnum ráðþrota. Fyrir þá sem enn em blóð- þyrstir eftir Launráðin er þýska sjónvarpsmyndin. Blóðspor eflir. Þjóðveij- ar standa EB félögum sínum í Bretlandi langt að baki, en stundum er hvíld í þeim ffá Kananum. Ekki spillir að Götz George leikur aðallögg- una í myndinni, en hann þykir einn mest kynæsandi maður Þýskalands. Sætir svert- ingjar Ameriski þátturinn Vistaskipti hefúr göngu sína á ný í Sjónvarpinu á sunnudag. Segir þar af undurfríðum, hör- undsdökkum ungling- um sem ganga í Hill- man skólann. Það er Cosby-pabbinn sem er ábyrgur fyrir þessari sætu þáttaröð og var aðalstjama þeirra fyrst um sinn dóttirin Den- ise, en henni líkaði illa vistin og gifti sig í stað þess að mennta. Það er rika suðurríkjastúlkan Whitley sem mest ber á í þáttunum auk glera- ungnaglámsins Dwayne, sem var, þeg- ar við skildum við Hill- man-krakkana, yfir sig ástfanginn af Whitley. Nú er að sjá hvort ástin hafr kulnað í hléinu. S j ó n v a r p Föstudagur 17.50 Litli vikingurinn (47) Leikraddir Aðalsteinn Berg- dal. 18.20 Kyndillinn (5). 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Pörupiltar (2). 19.50 Jóki björn. 20.00 Fréttir, veöur og Kastljós 20.50 Djasshátíð á Austurlandi Fyrri hluti Á Egilsstöðum var haldin djasshátíö fyrir í sum- ar og kom þar fram fjöldi listamanna. I þættinum er fylgst með Djasssmiöju Austurlands, stórsveit sem skipuð er tónlistarfólki úr fjórðungnum. Upptöku stýrði Hákon Már Oddsson. 21.20 Samherjar Bandarískur sakamálaþáttur. 22.10 Týndi sonurinn Áströlsk sjónvarpsmynd frá 1987. Leikstjóri Geoffrey Nottage. 23.40 Föstudagsrokk Að þessu sinni verður þjóðlaga- tónlistin tekin fyrir. Meðal annarra koma fram Bob Dyl- an, The Byrds, Simon og Garfunkel og The Mamas and the Papas. 03.35 Útvarpsfréttir I dagskrár- lok. Laugardagur 14.00 [þróttaþátturinn 14.00 Is- lenska knattspyrnan - bein úts. frá leik i fyrstu deild karla. 17.50 Úrslit dagsins. 18.00 Alfreð önd.Leikraddir Magnús Ólafsson. 18.25 Kasper og vinir hans (20). Leikraddir Leikhópur- inn Fantasla. 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Úr ríki náttúrunnar. Stórt og smátt Bresk fræðslu- mynd um áhrif stæröarinnar á lifnaöarhætti dýra. Þýð- andi og þulur Óskar Ingi- marsson. 19.30 Magni mús. 20.00 Fréttir og veöur 20.35 Lottó 20.40 Ökuþór (2) Breskur gamanmyndaflokkur. 21.05 Fólkið I landinu - Korna- bornin kafa Sonja B. Jóns- dóttir ræðir við Snorra B. Magnússon, (þróttakennara og þroskaþjálfa. 21.30 Átján ára Bandarísk bló- mynd frá 1987.Leikstjóri Terry Carr. 23.00 Vafasöm viðskipti Bandarisk sjónvarpsmynd, gerð eftir spennusögu eftir Dick Francis. Cleveland einkaspæjari heimsækir ætt- ingja sína í Frakklandi. Brátt dregur til válegra tíöinda á heimilinu. Leikstjóri Wigbert Wicker. 00.30 Útvarpsfréttir I dagskrár- lok. Sunnudagur 17.50 Sunnudagshugvekja Flytiandi er Signý Pálsdóttir, leiknússtjóri. 18.00 Sólargeislar (20) .Um- sjón Bryndís Hólm. Dag- skrárgerö Kristín Björg Þor- steinsdóttir. 18.25 Ferfættur fóstursonur Teiknimynd um bjarnarhún á norðurhjara sem kona nokk- ur tekur I fóstur. Sögumaöur Ragnar Halldórsson. 18.55 Táknmálsfréttir 19.00 Vistaskipti (1) Ný syrpa um nemendur Hillman- skóla 19.30 Fákar (4) Þýskur myndaflokkur um fjölskyldu sem rekur búgarð með ís- lenskum hrossum f Þýska- landi. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Jón Oddur og Jón Bjarni - endursýning. íslensk fjöl- skyldumynd frá 1981 gerð eftir sögum Guðrúnar Helga- dóttur. Leikstjóri Þráinn Bert- elsson. Aðalhlutverk: Páll J. Sævarsson, Wilhelm J. Sævarsson. 22.00 Ástir og alþjóðamál (1) Nýr, franskur myndaflokkur í þrettán þáttum. Ung kona á framabraut gengur að eiga bandarískan auðkýfing. Sama dag kynnist hún vís- indamanni nokkrum, og verður hann örlagavaldur I lífi hennar. 22.55 Dýrseðli Bresk sjón- varpsmynd frá 1987. Ungur þorpsbúi les blaðagreinar um sauðfé sem finnst illa út- leikiö, og fær hugarflugið byr undir báða vængi. Hann ákveöur að leita óvættarinn- ar. Leikstjóri Franco Rosso. 00.30 Útvarpsfréttir f dagskrár- lok. Mánudagur 17.50 Töfraglugginn (18) 18.20 Drengurinn frá Andró- medu (1). 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Á mörkunum (26) 19.20 Roseanne (4). 19.50 Hökki hundur. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Fólkið f Forsælu (1) Bandarfkur framhalds- myndaflokkur um ruðnins- þjálfara f smábæ og fjöl- skyldu hans. I aöalhlutverk- um eru þekktir leikarar, t.d. Charles Durning, Hal Hol- brook, Marilu Henner og Burt Reynolds em nýlega fékk Emmyverðlaun fyrir leik sinn f þáttunum. 21.25 Iþróttahornið. 21.50 Nöfnin okkar (17). I þe- sum þætti fjallar Gfsli Jóns- son um nafnið Pétur. 22.00 Við kjötkatlana Bresk háösádeila I fjórum þáttum um Evrópubandalagið og þá handarbakavinnu sem sögð er tíðkast hjá skriffinnum I Brussel. Þættirnir eru gerðir eftir handriti Malcolms Brad- burys og hafa fengið mikið lof á Bretlandi. Aðalhlutverk Christoph Waltz og lan Richardson. 23.00 Ellefufréttir og dagkrár- lok Föstudagur 16.45 Nágrannar 17.30 Gosi. 17.55 Umhverfis jörðina . 18.20 Hena Maggú. 18.25 Á dagskrá 18.40 Bylmingur. 19.19 19.19 20.10 Kæri Jón. 20.40 Ferðast um tímann Fáir þættir hafa notiö eins mikilla vinsælda og þættirnir um Sam þar sem hann feröast um tímann. Sam breytist f hinar ýmsu persónur í þeim tilgangi aö hjálpa þeim eöa öðrum sem í kringum hann eru. Þessir vinsælu þættir eru nú aftur á dagskrá og er þetta splunkuný framleiðsla. 21.30 Mannrán Það eru þeir Gene Hackman og Matt Dill- on sem fara með hlutverk feðganna í þessari hröðu og spennandi mynd. Strang- lega bönnuð börnum. 23.45 Kumho ralliö Umsjón Birgir Þór Bragason. 23.35 Bandóði bíllinn Æsi- spennandi mynd um bifreið sem af ókunnum ástæðum ekur á fólk. Aðalhlutverk: James Brolin, Kathleen Lloyd og John Marley. Leik- stjóri Elliot Silverstein (1977). Bönnuð börnum. 01.05 Hroki og hömlulausir hleypidómar. Aöalhlutverk: Brian Dennehy, Simon Ca- dell og Lisa Eichhorn. Leik- stióri lan Sharp. (1990) Bönnuð börnum. 02.45 Dagskrárlok Laugardagur 09.00 Börn eru besta fólk 10.30 I sumarbúðum. 10.55 Barnadrauma. 11.00 Þrírfiskar. 11.25 Á ferð meö New Kids on the Block. 12.00 Á framandi slóðum 12.50 Á grænni grund. 12.55 Mótorhjólakappinn Aöal- hlutverk Peter Billingsley. Leikstjóri Hoeite Caston. (1986) 14.35 Anna Anna er tékknesk kvikmyndastjarna, dáö f heimalandinu og verkefnin hrannast upp. Maðurinn hennar er leikstjóri og fram- tíðin virðist blasa við þeim. Aðalhlutverk: Saly Kirkland og Paulina Porizkova. Leik- stjóri Yurek Boga Yevicz. 16.15 Sjónaukinn Þetta er endurtekinn þáttur þar sem Helga Guðrún fór á fornsölur og heimsóitti „grænar fjöl- skyldur". Einnig rekur Helga Guðrún nefiö inn í nokkrar fornsölur og skoðar úrvalið þar. 17.00 Falcon Crest Bandarísk- ur framhaldsþáttur. 18.0 Popp og kók Tónlistar- þáttur. 18.30 Bílasport Endurt. frá sl. miðvikudegi. 19.19 19.19 20.00 Morðgáta Spennandi þáttur þar sem Jessica Fletcher leysir flókin saka- mál. 20.50 Á norðurslóðum Nýr gamansamur myndaflokkur um lækni sem gerði samn- ing við bandarlska rikiö um að þegar hann lyki skóla yröi hann læknir á vegum stjorn- arinnar. Fyrsti þáttur af sext- án. 21.40 Indiana Jones og sfð- asta krossferðin Þetta er þriðja myndin f röðinni og uppfull af vel gerðum tækni- brellum. Aöalhlutverk: Harri- son Ford, Sean Connery, Alison Doody og Julian Glo- ver. Leikstjóri George Luk- as. (1989) Bönnuð börnum. 23.50 Kumho rallið Umsjón Birgir Þór Bragason. 23.50 Heitur snjórAðalhlutverk: Nick Corr, Madeleine Stowe og David Carradine. Leik- stjóri Ciro Duran. (1989) Stranglega bönnuð börnum. 01.15 Launráð Þetta er hörku- spennandi mynd sem gerist f afskekktu héraði I Eng- landi. Lögreglan stendur ráðþrota gagnvart fjölda- morðum sem þar hafa átt sér stað. Aðalhlutverk: Ali MacGraw, Billie Whitelaw, Hywel Bennet og Ray Lonn- en. Leikstjóri Claude What- ham. Stranglega bönnuð börnum. 02.50 Blóðspor Þetta er hörku- spennandi þýsk sakamála- mynd þar sem lögreglufor- inginn góðkunni Schimanski rannsakar morðmál. Aðal- hlutverk: Götz George, Eb- erhard Feik og Chiem Van Houweninge. Stranglega bönnuð börnum. 04.15 Dagskráríok Sunnudagur 09.00 Morgunperlur. 09.45 Pétur Pan. 10.35 Æskudraumar. 11.35 Garðálfarnir. 12.00 Popp og kók Endurt. 12.30 Makalaus sambúð Jack Lemmon og Matthau fara meö aöalhlutverkin í þessari sígildu gamanmynd sem lýs- ir sambúö tveggja manna. Aðalhlutverk: Jack Lemmon og Walther Matthau. Leik- stjóri Gene Saks. (1968) Lokasýning). 14.15 Bragðarefurinn Curt Ta- ylor er ungur svikahrappur sem nýsloppinn er úr fang- elsi. Hann er skuldugur upp fyrir haus og ræður sig því sem einkaritara hjá vellauð- ugri kvikmyndastjörnu ( þeirri von að komast yfir skartgripi hennar. Aðalhlut- verk: Joan Collins, Telly Sa- vals og David Hasseíhoff. Leikstjóri Rod Holcomb. (1985) 15.55 Björtu hliðarnar Stjórn upptöku: Marfa Marlusdóttir. 17.00 Bláa byltingin.(6) 18.00 60 mfnútur Splunkunýir fréttaskýringaþættir frá Bandarlkjunum. 18.40 Maja býfluga. 19.19 Stuttmynd 20.25 Lagakrókar. 21.15 Leikið tveim skjöldum Ný framhaldsmynd f tveimur hlutum sem byggð er á sögu John Walker, fjölskylduföð- urins sem flækti fjölskyldu sfna f lygilegan svikavef, en hann njósnaði I 17 ár fyrir Sovétmenn. Aðalhlutverk: Powers Boothe, Lesley Ann Warren, Lili Taylor og Andrew Lowery. Leikstjóri: Steþhen Byllenhaal. (1989) Annar hluti er á dagskrá þriðjudagskvöldið 10. sept- ember. 2305 Kumho rallið Lokadagur Kumho rallsins var f dag og var nýr sigurvegari krýndur. 1 dag óku keppendurnir um Borgarfjörð. 23.15 Ástralskir jassgeggjarar Lokaþáttur. 00.05 Ulfur í sauðargæru Þeg- ar eiginkona vel efnaðs sauðfjárbónda hverfur spor- laust kvöld eitt og finnst svo á uppboöi þremur vikum sfð- ar, steindauð og f ofanálag vafin inn I sfnar eigin gærur renna tvær grfmur á lög- regluliðið. Leikstjórar: Brian McDuffie og Peter Sharp. Lokasýning. 01.35 Dagskrárlok. Mánudagur 16.45 Nágrannar 17.30 Geimálfarnir. 18.00 Hetjur himingeimsins 18.30 Kjallarinn Tólistarþáttur. 19.19 19.19 20.10 Dallas 21.00 Ættarsetrið Annar þáttur af átta um jarlinn af Hin- cham. 21.50 Booker Nýr bandarlskur spennuþáttur um einkaspæj- arann Booker. 22.40 Um vfða veröld Breskur fréttaskýringaþáttur. 23.10 Italski boltinn. Mörk vik- unnar. 23.30 Fjalakötturinn Ivan grimmi Þetta sérstæða verk Sergei Eisensteins sem gert var á tæplega fjórtán árum verður sýnt f tveimur hlutum og í raun má segja að um tvær kvikmyndir se að ræða. Siöari hluti er á dagskrá mánudagskvöldiö 16. sept- ember. Leikstjóri Sergei Ei- senstein. (1944) s/h 01.05 Dagskrárlok NYTT HELGARBLAÐ 1 8 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.