Þjóðviljinn - 06.09.1991, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 06.09.1991, Blaðsíða 17
Helgarrúnturinn Matseljan Me& kínverskum augum Lu Hong opnar mynd- listarsýningu a Hótel Sel- fossi í dag. Þetta er önnur einkasýning landslagsmál- arans Lu Hong á Islandi og margir muna eflaust eftir sýningu hennar í Hlaðvarpinum í Reykjavík fyrir tæpu ár. Var sú sýn- ing fyrsta alvarlega tilraun kínverks málara til að túlka íslenska náttúru með aðferðum hefðbundinnar kinverskrar málaralistar. I sumar hefur listamað- urinn ferðast um á Suður- landi og þykir Sunnlending- um eflaust spennandi að Lu Hong við eitt verka sinna, en landslagsmyndir hennar hanga nú uppi á Hótel Selfossi. kynnast því hvemig kín- verskur listamaður túlkar fegurð sveita þeirra. Lu Hong er fædd, í Pek- ing, en hún kynntist íslandi gegnum íslenska námsmenn 1 Tókyó í Japan, jjar sem hún lagði stund a japönsku. Lu Hong fékk mikinn áhuga á hinni fjarlægju eyju og kom hingað í mars á síðasta ári. Síðan þá hefur hún reynt að kynnast landinu og túlka það sem fyrir augu ber með aðferðum kínverskrar lands- lagsmálunar. Sýning Lu Hong á Sel- fossi stendur til loka þessa mánaðar. í kvöld þegar líður að miðnætti ætlar Húsið opnar einni smndu fyrir miðnætti risarokksveitin Júpiters að leika fyrir dansi á og eru aðdáendur Júpiters hvattir til að mæta Borginni. Lofar sveitin dansfiflum eldfimu snemma því síðast þegar sveitin tróð upp kvöldi og skíðlogandi brímanótt. komust færri að en vildu. Blús- menn og rithöf- undar Vinir Dóra leika á sunnudagskvöidið und- ir lestri þekktra skálda og rithöfunda á Púlsin- um. Þeir sem troða upp og lesa úr verkum sínum eru piltarnir Einar Már Guðmundsson og nafni hans Kárason, auk Guð- mundar Andra Thorsson- ar. Skáldin Hrafn Jökuls- son, Kristján Þórður Hrafnsson og Jón Stef- ánsson flytja ljóð sín og Hilmar Om Hilmarsson flytur tónlistar- eða orða- gjörning. Þannig að ljóðalaus verður borgin ekki um helgina þótt Besti vinur ljóðsins hafi kvatt með virktum fyrir skömmu. Leirlist í Ásmundar- sal Margrét Jónsdóttir opnar á morgun sýn- ingu í Asmundarsal. Þeir sem rölt hafa um Hafnarstrætið á Akureyri kannast eflaust við verk- stæði og verslun Mar- grétar. Hún hefúr starfað þar frá því að hún kom heim frá námi árið 1984, en Margrét nam leirlist í Kunsthandværkerskolen í Kolding í Danmörku. Þetta er önnur einka- sýning Margrétar og stendur hún til 15. sept- ember. Gestum er boðið að skoða leirmuni Iista- mannsins alla daga kl. 14 til 18. Margrét Jónsdóttir leirlistakona. Kristján Steingrimur við verk sitt Tóm (olia á ál) i Galler- ii einn einn. Tóm í Galleríi einn einn Akureyringurinn Kristján Steingrímur opnar á morgun sýningu í litla galleríinu við Skólavörðustíg 4a. í Gallerii einn einn sýnir Kristján Steingrímur nokkur málverk til 19. september. Listamaðurinn stund- aði nám hér heima og við Listaháskólann í Hamborg í Norður-Þýskalandi. Þótt hann sé fæddur í höfúð- borg Norðurlands býr hann og starfar í Reykjavík. Sýningin er opin dag- legakl. 14-18. Ljúfir tónar í Dillonshúsi Hafliði Jónsson píanó- leikari heldur tónleika í Ár- bæjarsafni, nánar tiltekið í Dillonshúsi, á sunnudag á milli kl. 15 og 16.30. Hafliði mun skemmta gestum með stríðsáratónlist, en í safninu stendur enn yfir sýning sem gerir mannlifi stríðsáranna á íslandi skil. Auk tónleikanna verða á sunnudagseftinniðdaginn bak- aðar lummur í gamla Árbæn- um, gullborinn verður ræstur, krambúðin opnuð og Karl Jónatansson mun þenja nikk- una. Stiklað á stóru Gönguferöir Á sunnudaginn býður Útivist morgunhönum upp á spennandi göngutúra að vanda. Átjándi áfangi Póst- göngunnar verður genginn í fylgd með staðfróðum Rangæingum. Farin verður þjóðleiðin frá Votleifsholts- hverfi um Bjólu, Odda og að Móeiðarhvoli. Ferjað verð- ur yfir Rangárnar á gömlum ferjustöðum með aðstoð björgunarsveitarinnar Dagrenningar. Ferðin hefst kl. 10.30 eins og kræklingaferðin sem farin verður í Hval- fjörðinn og geta göngugarparnir þannig sparað sér inn- kaupin á helgarmatnum. Tónleikar Tríó Reykjavíkur hefur tónleikaröð sína á þessu hausti í kvöld kl. 20 í Hafnarborg. Á efnisskránni verða verk fyrir tvær fiðlur og píanó eftir Matinu, flautukvartett í D- dúr eftir Mozart og píanókvintett í A-dúr eftir Brahms. Gestir á tónleikunum verða Leon Spierer konsertmeistari Fllharmóníusveitar Berllnar og Julius Baker fiautuleikari, sem fyrir nokkrum árum lét af störf- um sem 1. flautuleikari Fíiharmóníusveitar New York borgar. Myndlist I gær var opnuð í FlM-salnum athyglisverð sýning á verkum farfuglsins Maríu Jósefsdóttur (Myriam Bat-Yo- sef) og á morgun verður opnuð ekki síðri sýning á verkum hins ástsæla listamanns Muggs i Listasafni Is- lands. I tilefni af þeirri opnun verða til sýnis og sölu 16 myndir eftir Mugg í Gallerí Borg. Þá má geta þess að i sýningarsölum Norræna hússins stendur nú yfir Nor- rænt grafíkþríár á verkum fimm norrænna listamanna og gestalistamanns frá Bandaríkjunum. Leiklist I Súrmjólkurþorpi nefnist bamaleikrit sem Leikfélag Kópavogs sýndi við góðan orstír á síðasta leikári. Á sunnudag hefur LK sýningar á Súrmjólkurþorpinu að nýju. Segir þar frá Finni og vinum hans, Kisu Öldudal og hundinum Kola, sem lenda i ýmsum ævintýrum. Verkið er fullt af dansi, söng og óvæntum uppákomum. Meb kínversku ívafi Að fara efdr uppskriftum er dáh'tíð sérstök lisL Það er gott ráð þegar maður prófar nýja uppskrift að fara vel eft- ir fyrirmælunum og sjá svo til hvernig rétturinn verður og breyta þá því sem betur má fara næst þegar viðkom- andi réttur er búinn til. Mér finnst reyndar rétt að taka öllum uppskriftum með fyrirvara því „3 tómatar" geta verið mjög mismunandi. 3 stór- ir tómatar eru allt annað en 3 litlir og svo eru jú til mismun- andi gerðir af tómötum. Þama kemur innsæi og reynsla inn í, ekki síður en frumlegheit og skapandi hugsun. Eitt gott ráð til að „fmna upp“ nýja rétti er að herma eftir einhveiju sem maður hefúr fengið á veitingastað. Þá giskar maður á hráefnið sem í réttinn er sett og eldar heima hjá sér. Utkoman er ofl bráðskemmti- leg, þó bragðið sé ekki kannski nákvæmlega það sama og af matnum sem fyrir mann var borinn á veitingastaðnum. Hér kemur réttur með ,Jdn- versku ivafi“, hann bragðast líkt og eitthvað sem maður gæti fengið á kinverskum stað en er algjörlega búinn til eftir minni eigin hugmynd. Þetta er auðvelt og fljótlegt og mjög ódýrt allsstaðar annarsstaðar en á íslandi þar sem kjúklingar eru allt of dýrir og auk þess óþolandi að geta bara keypt þá frosna en út í þá sálma hætti ég mér ekki núna. Efhi: ca. 200 gr hrátt Igúklingalgöt i rœmum. 1 laukur i sneiðum 1 grœn paprika í strimlum 3 gulrœtur i strimlum 1/4 haus snöggsoðið blómkál i bitum (eða frosið forsoðið) eða brokkoli 2-3 marin hvitlauksrif 1 msk. rifinn ferskur engifer slatti af soyasósu slatti afþurru sherry (eða kín- versku hrisgrjónavíni) nýmalaður pipar ein tekskeið maizenamjöl hrærð út i örlitlu vatni olia til steikingar Kjúklingurinn er snögg- steiktur i góðri olíu, helst í Wok potti, annars á góðri, djúpri pönnu. Tekinn af og settur til hliðar. Laukur, papr- ika, gulrætur og marinn eða saxaður hvítlaukur látið krauma í smáolíu þar til það er glært. Ferskum engifer bætt í og blómkál eða brokkoli sett út í. Svo er kjúklingurinn settur aftur á pönnuna og hellt yfir ca. 2-3 msk. soyasósu og sama magni af sherry. Þetta er aðeins látið sjóða, kryddað með pipar og smakkað á soðinu. Svo er maizenasblöndunni hellt yfir og aðeins látið sjóða. Ef ein- hveijum finnst þetta of þykkt eða bragðmikið má bæta smá vatni í. Þá er þetta tilbúið og borðað með hrísgijónum. Önnur útfærsla er að hafa þetta aðeins sætsúrara og setja ananassafa út á pönnuna og karmski ananasbita. Fyrst ég er komin út í þessa sálma má líka nefna að hægt er að nota nauta- kjöt í þunnum ræmum í stað kjúklings. Fyrir þá sem eru lítið í sherryinu má benda á að stundum hefúr verið til í mat- vöruverslunum einhverskonar „eldhússherry" sem er sherry sem búið er að setja rotvamar- efni og salt í og er þ.a.l. ódrekkandi en gráupplagt að notað í mat (og til þess gert). Auðveldara getur það varla verið! Hér kemur sú síðasta af Klettafjallaflugunum sem ég ætla að sýna ykkur. Áður en að því kemur þarf ég að benda ykkur á flugu sem ég sýndi í vor og sagði hana góða í Blöndu og víðar. Hún heitir Stóri-Slangi og er svona í lengra lagi, 10-15 cm. Þetta á laxinn þágt með að þola nærri sér. Hann ræðst því að ófognuðinum og þá er nú ekki að sökum að spyrja. Sá tvífætti á bakkanum hefur slægðina ffamyfir hinn, sem í ánni býr, og sigrar oftast í slagnum. Rétt er að sýna veiði- dýrinu þá virðingu að hafa stríðið stutt, því að aðstöðu- munur er mikill. Einstaka veiðimaður þykist heyja þetta strið á einhverskonar jafhréttis- grundvelli, en það held ég að sé blekking. I allri veiði er grimmd, og óþarfi að gera sér aðrar hugmyndir. Þetta er önn- ur af frumhvötunum, hin er ut- an við svið þessa þáttar. Báðar eiga að lúta skynsamlegum siðareglum. Nú skulum við líta á flugu vikunnar. Hún heitir Big Hole Demon. Uppskriftin er svona: 1. Ongull: Ég notaði einkrækju með lítið eitt lengdum legg, nr. 8. 2. Skott: Nokkur hár af ikoma- skotti Fox squirrel. 3. Búkur: Aftari helmingur flatt silfur. Fremri hlutinn er vafinn með svörtu chenille. 4. Skegg: Badgerjjöður, vafin þétt yfir fremrihlutann. Þetta myndar þéttan bursta sem best er að tryggja með silf- urvír. Þessi fluga er ágæt líka ef hún er alveg svört, þ.e.a.s. nema silfrið. Þannig var hún f upphafi hnýtt af Peter Naranc- ich 1965 og veiddi vel fyrstu 5 árin. Síðan hefúr allt verið ró- legra, og þó. Ýmsir ffægir gæj- ar hafa hnýtt þetta og fara gjaman ffjálslega með útfærsl- una. Hún er t.d. í bókinni hjá Ogtesby og hvað viljið þið þá meira? Næst kemur alíslensk sjó- birtingsfluga. 22 £ *o O i- (/) 22 (/) COQ. NÝTT HELGARBLAÐ 1 7 FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.